Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR13. MARS1997 23 v Ekki missa Talandi höfrung- ar Vertarnir á Nelly’s-kaffihúsinu í Þingholtsstræti halda áfram aö brydda á nýjungum og í þetta sinn eru þaö kvikmyndasýning- ar á mánudagskvöldum. Mynd- irnar eru allar mjög sérstakar og nú á mánudagskvöldið veröa sýndar tvær myndir. Önnur er Day ofthe Dolphin meö Ge- orge C. Scott t aðalhlutverki. Blaðamaöur sá þessa mynd T Hafnarbíói þegar hann var lítill og hafði mjög gaman af. í myndinni kennir George tveimur höfrungum að tala. Hin myndin er WickedMan. Hún fjallar um lögreglumann sem þarf að leysa morðmál en finnur þess í stað Christopher Lee t drag og Britt Ekland í woodoo-dansi. Tákn dagrenn- ingarinnar Ólafur helgi er þjóðardýrlingur í Noregi, en á föstudag verður opnuð allsérstæð sýning t and- dyri Norræna hússins sem ber nafnið Tákn dagrenningarinnar og er einmitt um Ólaf helga og hlutverk hans. Höfundur sýning- arinnar er arkitektinn, pýramída- fræðingurinn og rithöfundurinn Bodvar Schelderup. Sýningin er sjónræn framsetning á tákn- um þeim og fyrirboðum sem sýna mikilvægi Ólafs helga lífs sem liöins. Táknmálið ertil dæmis mjög greinilegt í stóra pýramídanum (Giza) og sýnir að tölur, mál, rúmfræði og tákn- myndir eru mikilvæg verkfæri við miðlun upplýsinga um til- gang lífsins og markmið al- heimsins. Sýningin stendurtil 9. aprfl. Hvernig á að finna spjall- rásir á Net- inu? Undanfarið hefur fýrirtæk- ið Tæknival staðið fyrir stuttum námskeiðum um tölvunotkun og hefur þema febrúar- og mars- mánaða verið Internetið. Á laugardaginn veröur námskeið um „irkiö" en að sögn Hjartar Vigfús- sonar, verslunarstjóra í Tæknivali, hafa þessi námskeið veriö geysivin- sæl. Á laugardaginn verð- ur námskeið um irkiö, það er spjallrásir Verald- arvefjarins. Leiðbeint verður um hvernig á aö tengjast rásunum og ekki stður hvernig á að finna rásir við hæfi hvers og eins. Oft inniheldur rás ákveðið áhugamál, til dæmis flug, tónlist, skák, veiði o.fl. Þanniggeta ein- ♦ % • staklingar um heim allan með sams konar áhugamál spjallaö saman. Námskeiðið verðurfyrst haldið í verslun Tæknivals f Skeifunni frá klukkan 10.30- 11.30 og svo aftur í verslun Tæknivals T Hafnarfirði klukkan 12.30-13.30. Námskeiðin eru ókeypis. Stór gulur nas- hyrningur Norræna húsið hefur gengist fyrir kvikmyndasýningum fyrir börn og u'ngjinga á sunnudög- um í vetur. Áætlað er að halda þeim áfram fram í maí. Nú á sunnudaginn verður sýnd kvik- myndin Otto er et nœsehorn, dönsk barna- og fjölskyldu- mynd. Þar segir frá vinunum Topper og Viggo sem búa f dönskum hafnarbæ. Dag einn finna þeir blýant sem getur töfr- að fram ótrúlegustu hluti, með- al annars stóran gulan nashyrn- ing sem birtist skyndilega heima hjá Topper. Þegar nas- hyrningurinn er kominn til sög- unnar fara að gerast ýmsir kyn- legir hlutir í bænum. Myndin er með dönsku tali og trúlega ekki með íslenskum texta. Ókeypis er inn og hefst sýningin klukkan 14. Le don des morts Heimspekideild Háskóla ís- lands býður almenningi upp á fyrirlestur t Lögbergi í dag. Franski rithöfundurinn og há- skólakennarinn Daniéle Sall- enave flytur þar opinberan fyrir- lestur sem nefnist Le don des morts eða Gjafir hinna látnu. Fjallar hún um nauðsyn og vanda þess að miðla þekkingu á bókmenntum og ánægju af lestri þeirra til nýrra kynslóöa. Daniéle Sallenave er í fremstu röð franskra nútímarithöfunda og kunn fyrir margar góðar skáldsögur. Kunnasta bók hennar ber sama nafn og fyrir- lesturinn og fjallar um nauðsyn þess aö kenna ungu fólki að njóta lista almennt og bók- mennta sérstaklega. Fyrirlestur- inn er öllum opinn og er ókeyp- is inn. Hann verður fluttur á frönsku en ágripi á íslensku verður dreift til áheyrenda sem þess óska. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17.15 og er, eins og áður sagði, í dag. Skækjan Sýningar á leikrit- inu Leitt hún skyldi uera skœkja eftir John Ford, í leikstjórn Baltasars Kor- máks, virðast ganga býsna vel, en um helgina verður fertugasta sýning. Verkið seg- ir frá systkinum sem ganga í ber- högg við siðaregl- ur samfélagsins með forboðinni ást sem að lokum leiðirtil hörmulegra endaloka. Hispurslaust en jafnframt róm- anttskt verk, erótískt og hrylli- legt í senn. Þess má geta að leikhópnum hefur verið boðið með sýninguna á norræna leik- listarhátíð í Svíþjóð í vor, stærstu háttð af þessu tagi á Norðurlöndunum. Ofsi, spenna, svefnleysi, þreyta... Á föstudagskvöld veröur frum- sýnt glænýtt og ferskt leikrit, Völundarhús, eftir Sigurð Pálsson. Leikritið er átakaverk og gerist í Reykjavfk á okkar ttmum. Vettvangur atburða er verksmiðjuhús. Tekist er á um húsið og hvernig eigi að nota það. Gamalreyndur veitingamaður hef- ur keypt húsið til að láta ákveðinn draum rætast. Gengið 1 kjallaran- um er algjörlega á móti þeim áform- um. Hópur ungra leikara blandast I deilurnar. Leikurinn gerist á þremur dögum um páskahelgi, byrjar á.föstudaginn ianga og lýkur á páskadag. í verk- inu ríkir ofsafeng- ið andrúmsloft, svefnleysi, spenna og þreyta. Leikstjóri er sjálf- Fimnntadag' Fostaaag og laii'p^airdag Stnnimidag og inniarinLiidag Þriðjudag Miðvikudag: og finnunriitaí ur leikhússtjórinn, Þórhildur Þorleifsdóttir. Öðruvísi Japan Sverrir Guðjónsson söngvari er byrjaður meö nýja þáttaröð á gömlu gufunni, besta útvarpi landsins, sem nefnistÁ syó mílna skónum. Þar fjallar Sverr- ir um lífið T Japan eð_a eins og hann segir sjálfur: „Á söngferð- um gefst oft tækifæri til að kynn- ast menn- ingu og mannlífi annarra þjóða út frá óvenjulegu sjónarhorni. Upptöku- tækið er ávallt með í för, því hljóðminnið er oft áhrifaríkara en sjón- minnið. Óvæntar uppákomur og stemmn- ingar eru fangaðar og stðan raðað saman f nokkurs konar mósafk-hljóð- myndir eða leifturmyndir. Það má kalla sögurnar sem ég segi örsögur. Ég verð með þrjá þætti um Japan og síöan held ég áfram til Kaupmannahafnar og enda í London," segir Sverrir. „Mér fannst mjög heillandi að kynnast japönsku menningar- samfélagi. Þeir nálgast alla hluti mjög ólíkt þvt sem við ger- um. Þaö er einhvern veginn allt önnur nálgun. Það er svo mikil virðing fyrir næstu persónu. Svo er ekkert sem er „nei" I málinu, þannig að maöur þarf að reikna það svolítið út þegar þeir meina nei. Það erí raun mismunandi mikiö já,“ segir Sverrir og hlær. Þættirnir eru á laugardögum klukkan 15 og eru eins og áður segir á Rás 1. Hverjir A GÖNGUSKIÐI A HELLISHEIÐI „Ja, það er nú bara allt óráðið ennþá,“ segir Reynir Pétur Ingvarsson, sem varð landsfrægur á því að ganga hringinn í kringum landið á sínum tíma. „Það er nefnilega einn vinur minn, sem er norskur, sem aétlar jafnvel að fara með mér á gönguskíði uppi á Hellisheiði ef veðrið verður gott eins og í dag.“ Ferðu svolítið á gönguskíði? „Nei, í raun og veru ekki. Ég geng yfirleitt Sól- heimahringinn um helgar. Annars er ég á fullu í garðyrkjunni með annan fótinn. Hinn er bara heima.“ Horfirðu eitthvað á sjónvarpið um helg- ar? „Nei, ég horfi yfirleitt á fréttir, Nýjustu tækni og vísindi og náttúrulífsmyndir. Alls ekki spennumyndir, ojbara, Guð hjálpi þér.“ Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ í FRAKKLANDI „Ó er ég komin í það núna?“ segir Guðný Halldórsdóttir leik- stjóri. „Ég er að fara til Rúðuborgar um helgina. Þar verður hin árlega norræna kvikmyndahátíð haldin. Hún hefur alltaf einhverja yfirskrift og í þetta sinn fjallar hún um kvennakvikmyndir á Norðurlönd- um. Við verðum þarna nokkrar kerlingar, tvær frá íslandi og nokkrar frá hinum Norðurlöndun- um, en þarna verður sem sagt lítil ráðstefna um hvernig er að vera kona í bransanum.“ Er erfitt að vera kona í bransanum? „Ég á eftir að finna það út. Ég á eftir að spyrja hinar." Afhverju í Frakklandi? „Það er kona þar sem er af norrænum ættum, bíóeigandi, og hún heldur alltaf norræna kvikmyndahátíð á hverju ári. Þetta er í tíunda sinn sem hún heldur þessa hátíð.“ Þannig að þá verður í góðu yfirlœti í góða veðrinu í Frakk- landi um helgina... „Já og á laugardagskvöldið ætla ég að borða — ef einhver vill hitta mig — á Jóhönnu af Örk. Það er eldgamall matsölustaður við hliðina á þar sem Jóhanna af Örk var drepin.“ SÍMTAL VIÐ ÞÝSKALAND Þegar blaðamaður hringdi í Tryggingamiðstöðina á Akureyri til að ná tali af Alfreð Gíslasyni handboltakappa þurfti hann að bíða smátíma í símanum á meðan Alfreð talaði í annan síma á þýsku. Þetta símtal til Þýskalands, var það eitt- hvað í sambandi við vinnu? „Já, óbeint í kringum það, jájá. Hva, skildirðu eitthvað í þýskunni? — Það er nú málið. Hvern djöfulinn geri ég um helgina?“ segir Alfreð og hugsar mikið í símann. „Það er leikur á fimmtudaginn og svo væntanlega á sunnudaginn, þannig að það er bara frí hjá mér á föstudegi og laugardegi nema bara æfingar. Það er nú^svolítið óvanalegt. — Þannig að ég sit heima og hef það gott. Ég fer kannski á Pollinn." ÚT AÐ BORÐA MEÐ KONUNNI „Ég ætla að gera það sem ég geri allt of sjaldan; bjóða konunni minni út að borða," segir Steinar Berg ísleifsson tónlistarmóg- úll. Ég er nú ekki ákveðinn hvert við förum, en við förum eitt- hvert þar sem maturinn er hollur og góður. Sjálf- ur er ég að mestu leyti grænmejtisæta og hef ver- ið í eitt og hálft ár og ltkar vel. Ég borða nú stundum fisk en ég veiði hann á sumrin. Svo fer ég í fótbolta klukkan níu á sunnudagsmorgnum. Það hef ég gert í ein tíu ár.“ Er það ekki frekar snemmt? „Það er alveg æðislega gott vegna þess að það verður svo mikið úr sunnudeginum og það hefur alltaf virkað vel hvað laugardagskvöldið varðar. Maður er sér af- skaplega meðvitaður um sunnudagsmorguninn á laugardags- kvöldum og vill ekki fyrir nokkurn mun missa af knattspyrn- unm. spurt Ef þú fengir að ferðast í tíma og rúmi, hvert myndirðu þá fara? Björn Hafberg, skólastjóri og skáld: „Ja, það er nú það. Það væri gaman að fara til Palestinu á dögum Krists, hitta spámanninn og ræða við hann um lífið og tilveruna. Við gætum ör- ugglega spjallað saman í einhvern tíma. Eins væri gaman að hafa verið með í göngunni miklu með Maó og rætt við hann um heima og geima.“ ililÖ KljtUipaB jj ír Leifssomar ottóirsttJóiriniiuL osiinLCíi Eitt allra hressasta baiadið) i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.