Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR13. MARS1997 18 HH Tónlistar- í mat hjá... Sigrúnu Hjálmtýsdóttur scfngkonu Sigrún Hjálmtýsdóttir syng- ur ekki bara ítalskar aríur af stöku listfengi heldur eldar hún einnig ítalska pastarétti af ekki minna listfengi. „Ég ætla að bjóða upp á tvær uppskriftir að pastasósum sem búa yfir þeim ótvíræðu kostum að vera ljúf- fengar, bragðgóðar og fljótlegar og það allt í senn,“ segir Sigrún. Þessar upjjskriftir eru ættaðar beint frá Italíu þar sem Sigrún bjó í eitt ár. Raunar heldur hún aíltaf tengslunum við Ítalíu því hún sækir af og til þangað söng- tíma og snýr iðulega til baka með uppskriftir að nýjum rétt- um. „Ég á ógrynnin öll af pasta- uppskriftum sem ítalskar hús- mæður hafa laumað að mér. Pasta skiptir ítali miklu máli og það er ekki sama hvaða tegund af pasta er borin fram með hvaða sósu. Það eru til ógrynn- in öll af sósuuppskriftum á ítai- íu og sósurnar eru aldrei eins, því hver húsmóðir ljær sósunni sinn persónulega blæ og bragð. Hnetusósuna lærði ég af konu ættaðri frá Genóa og uppskrift- ina að laxasósunni fékk ég frá feneyskri húsmóður." Sigrún kveðst hafa orðið fyrir miklum matarmenningaráhrif- um á Ítalíu, enda ítalskur matur rómaður um allan heim. „ítalsk- ur matur er svo hreinn og heil- brigður, hráefnið alltaf fyrsta flokks og samsetningin yfirleitt úthugsuð, bæði hvað varðar bragð og næringargildi. Að auki er maturinn yfirleitt sannkallað augnayndi, enda sama hvað ítalir fást við; list, fatahönnun eða matargerð, allt er smekk- legt. ítalskur matur er með öðr- um orðum smekklegur og smakklegur,11 segir Sigrún og hlær. Fjölskyldan stækkar Sigrún býr í sveitinni, nánar tiltekið í Mosfellsdalnum. Hún Pasta með hnetusósu (fyrir fjóra) 4-500 g eggjapasta, helst tagliatelle 200 g valhnetur 3 hvítlauksrif 1/2 búnt steinselja 3 brauðsneiðar 1/2 bolli mjólk rjómi hvítvín salt og pipar Takiö innan úr brauösneiðun- um og leggiö það í bleyti í mjólkinni. Skorpuna getiö þiö geymt og gefið síðar t.d. hestunum eöa öndunum. Hnetum, hvítlauk og saxaöri steinselju er síöan blandað saman viö gegnvætt brauðið í matvinnsluvél. Þynnið út meö slettu af hvítvíni og rjóma eftir smekk. Þar sem sósan er köld er nauðsynlegt að pastað sé sjóðandi heitt. Blandið sósunni við pastað og stráið parmesanosti yfir eftir smekk. Pasta með laxasósu 4-500 g tagliatelle 200 g reyktur lax 1 peli rjómi 1 bolli viskí svartur malaður pipar parmesanostur Hitið rjóma og viskí þar til það er orðið volgt. Skerið lax- inn I strimla og bætið út í. Malið piparinn yfir og beriö fram með sjóðandi heitu pasta. Samkvæmt ítalskri hefð er þessari sósu ekki þlandað saman við pastað heldur fær hver og einn sér að vild á diskinn sinn. Diddú segir að Italir noti yfirleitt ekki parmesanost meö fiski- sósum en þar sem íslenskt og ítalskt sé sitthvað sjái hún ekki ástæðu til annars en aö svindla á ítölunum og nota nóg af osti meö. Syngjandi ferðalangur Þótt maginn stækki ört hefur það ekki komið í veg fyrir að Sigrún geysist um víðan völl og syngi af krafti. Veronabúar og Feneyingar urðu fyrir skemmstu þeirr- ar ánægju aðnjótandi að fá að hlýða á söng Sigrúnar og einnig gleður hún landann með söng sínum. „Ég er búin að vera svo heilsuhraust alla með- gönguna að ég hef ekki séð ástæðu til að sitja heima í Túnfæti og róa fram í gráðið meðan ég bíð eftir að barnið fæðist. Það er heldur ekki von á nýja barninu fyrr en í sumarbyrj- un. Ég ætla nú ekki að halda í fleiri langferðir og hyggst vera á íslandi þessa mánuði sem eftir eru og syngja fyrir íslendinga. Ég ætla að hreyfa mig eitthvað milli landshluta og syngja. Síðustu helgi ætlaði ég að syngja fyrir Mývetninga en varð að fresta því vegna óveð- urs, en ég bæti úr því fljótlega. Einnig er ég með í bígerð að halda tónleika á Akureyri í apríl og svo ætla ég að halda tónleika í byrj- un maí í Langholtskirkju ásamt chileska söngvaranum Tito, sem söng með mér á sín- um tíma í Luciu di Lammermoor. Ég ætla líka að syngja á tónleikum með Fílharmóníu og Kvennakór Hafnarfjarðar, sem er verið að stofna um þessar mundir. Ætli ég láti þetta ekki nægja því þá verður barnið við það að koma í heiminn. Þegar litla krílið fæðist ætla ég aftur á móti að láta mér nægja að syngja vögguljóð í nokkrar vikur og njóta þess að vera húsmóðir og móðir í Túnfæti. Það verður til- breyting fyrir mig, því síðasta ár var ég á syrigjandi þeytingi út um allar trissur," segir Sigrún lokum. segir búskapinn heldur rýran, en þó eigi þau nokkra hesta og hund. Draumurinn er að koma upp litlu gróðurhúsi í framtíðinni til að rækta grænmeti og krydd fyrir heimilið. En aðalbúskapurinn í Túnfæti í Mos- fellsdal er tónlistarbúskapur og ekki er hægt að saka fjölskylduna um að vanrækja nóturnar. Þorkell Jóels- son, eiginmaður Sigrúnar, spilar í Sinfóníuhljómsveit- inni og tvíburarnir þeirra, sem eru ellefu ára gamlar, spila báðar á trompet og píanó og syngja í kór. „Stelp- urnar hafa músíkina í sér, á því leikur enginn vafi, og þær eru virkilega áhugasamar. Oft vill það fara svo að þegar foreldrar eru á kafi í listum verða börnin því andsnúin, en það á greinilega ekki við um stelpurnar. Hvað þær gera í framtíðinni verða þær aftur á móti sjálfar að gera upp við sig seinna meir. Ég er alveg á móti því að foreldrar séu að skipta sér of mikið af og beita börnin sín þrýstingi." Von er á fjölgun í Túnfæti í vor, ekki hvolpum og ekki folaldi heldur nýju barni, sem nú þegar í móð- urkviði ætti að vera orðið fullnuma í tónlist. „Þetta er óskaplega góð tímasetning hjá okkur, — stelpurnar einmitt komnar á þennan fína aldur til að passa,“ segir Sigrún hlæjandi. Ljúffeng loðna i-i I | Loðnuvertíðin er í full- j j um gangi. Við veiðum j loðnuna, við bræðum j loðnuna, við þurrkum j loðnuna, við pökkum j loðnunni, við seljum j loðnuna — en við borð- | um ekki loðnuna. Úlfar j Eysteinsson, kokkur og I eigandi veitingastaðar- j ins Þrír frakkar, kveður j loðnuna mikið góðgæti, j helst megi líkja henni j við sardínur á bragðið. j Úlfar hefur boðið upp á I Ioðnu á Þremur frökkum j og þeir sem hafa prófað j láta vel af fiskinum. Þó j eiga þeir sem eru þjak- j aðir af beina-fóbíu eilítið j erfitt með að borða j hana heilsteikta. Það { ætti þó ekki að vera al- j varlegt vandamál, því j það má einnig flaka j loðnuna. Þá þarf aftur á j móti að passa upp á að j vera með karlfisk í j höndunum því hann er | miklu kjötmeiri. Ef þið j viljið prófa að matreiða j ; loðnu þá fljóta hér með j tvær uppskriftir frá Úlf- I ari. Steikt loðna Takið kvenloðnu og j látið hana liggja í salt- j vatni í u.þ.b. klukku- | I stund. Veltið henni upp j } úr hveiti, eggi og raspi. j j Steikið hana á pönnu j j upp úr smjöri og smjör- } j Iíki. Borin fram með j S hvítlauksmajónesi (alli- S (om>- i t Loðna fyrir beina- | hrædda j Flakið karlloðnu og j 1 látið flökin liggja í u.þ.b. j 11/2 klst. í sojasósu. j Svissið flökin síðan á j j heitri pönnu. Þetta er j j borið fram með ristuðu j j grænmeti. Þið getið í j j sjálfu sér notað hvaða } j grænmeti sem er, ristað j { það á pönnu og bragð- j j bætt með sesamolíu og j j kryddi eftir smekk. j j Loðnuflökunum er síðan j j raðað ofan á grænmetið. j Kínverskur hunangsgrís 500 g beinlaust svínakjöt 2 msk. möndluflögur olía til að steikja úr Sósa 2 msk. maísenamjöl 1/4 bolli vatn 2 msk. hunang 1 msk. sojasósa 2 msk. þurrt sérrí salt 1 tsk. fimm bragöa krydd (blanda úr kanil, negul, anís, fennel og pipar. Blandan fæst T Kryddkofan- um, einnig getið þið búið til ykkar blöndu með ofangreindum krydd- tegundum.) Útbúið fyrst sósuna með því að hræra maísenamjölið út í vatniö, bætið þá hunangi, sojasósu, sérr- íi og kryddi út í. Hitið pönnuna með olíu og steikið fyrst möndl- urnar í u.þ.b. 3 mínútur eða þar til þær eru farnar að gyllast. Takið þær af pönnunni og setjið á eld- húspappír sem drekkur í sig mestu olíuna. Svínakjötið, sem búið er aö skera í litlar sneiðar eða ræmur, er steikt á vel heitri pönnunni 1 u.þ.b. 4 mínútur. Lækkið hitann og hellið sósunni yfir kjötið, hrærið vel saman við og leyfið að malla í 3 mínútur. Stráið möndlunum yfir og berið fram með hrísgrjónum. Aukin fæðingartíðni = ódýrara SjöC Fyrir fáeinum árum borðuðu Islendingar ekki svínakjöt nema á jólunum. En nú er öldin önnur og fæðingartíðni ís- lenskra grísa hefur aukist gríð- arlega. Það eru ekki eingöngu grimmir úlfar sem fá að njóta litlu grísanna eins og í ævintýr- inu forðum, því við njótum góðs af þessu í lækkuðu verði og getum nú leyft okkur að borða svínakjöt oftar en einu sinni á ári. Stór hluti þjóðar- innar hefur væntanlega skund- að á svínakjötsútsölur og fryst- irinn hjá mörgum væntanlega stútfullur af kjöti. Til að létta undir með þeim sem ekki eiga margar matreiðslubækur og -***eins til að koma hugarflugi fólks af stað fljóta hér með nokkrar uppskriftir að því hvernig megi elda svínakjöt. Svínagiillas með salvíu, srtrónu og hvítvíni 500 g svínagúllas 2 tsk. salvía 1 tsk. rósmarin 1/2 búnt steinselja 4 hvítlauksrif börkur af einni sítrónu salt og pipar ólífuolía Sósa 1 dl kjötkraftur 1 dl hvítvín 1 sítróna skorin í báta salt og pipar Steytið saman I morteli salvíu og rósmarin og setjið dreitil af ólífuol- íu saman við. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið yfir kjötið og leyfiö því að liggja í kryddolíunni í u.þ.b. 1/2 klst. Steikið kjötið síöan á pönnu í u.þ.b. korter. Setið út á fínt saxaða steinselju, hvítlauk og sítrónubörk. Hellið kjötsoði yfir og látið suðuna koma uþp. Bætið hvítvíninu í og sítrónubátunum. (Líka má kreista sítrónuna og hella safanum yfir en það er smekksatriði hversu afgerandi sí- trónubragðið á að vera, jafnvel gæti þá verið betra að sleþþa sítr- ónuberkinum.) Borið fram með hrisgrjónum, salati og/eða góðu brauði. Svínakótilettur með hvít- víni og estragoni 4 svínakótilettur 2 laukar 1 dl hvítvín estragon salt og pipar olía eða smjör til að steikja úr Steikið kótiletturnar á báðum hlið- um, saltið og piprið eftir smekk. Bætiö söxuöum lauk út á pönn- una og leyfið þessu að malla við vægan hita í u.þ.b. korter. Hellið hvítvíni yfir og kryddið meö estrag- oni. Leyfið þessu að malla smástund til að sósan þykkni ör- lítið. Ef þiö viljiö þykkja sósuna meira má bæta út í hana smáveg- is maísenamjöli, sósuþykkni eða hveitibollu. (Einnig er hægt að nota rjómaslettu eða klípu af rjómaosti, en þar sem estragon er mjög sérkennilegt á bragðiö getur rjómi, fyrir smekk sumra, gert sós- una fullvæmna á bragðið.) Kjötbollur með gráðosta- fyllingu 500 g svínahakk 2 hvítlauksrif 1 laukur 2 egg 8 msk. rasp salt og pipar 50-100 g gráöostur 1 tsk. vatn olía til steikingar Saxið laukinn smátt og blandið út í kjötið ásamt einu eggi, pressuð- um hvítlauk, helmingnum af rasp- inu, salti og pipar. Blandið vel Veltið bollunum upp úr hrærðu eggi og síðan upp úr raspi. Steikið bollurnarí olíu í u.þ.b. tíu mínútur. Berið þær fram með salati með eplum og hnetum. Ekki spillir nýtt brauð fyrir. Bollurnar eru ágætis samkvæmissnarl. saman og skiptið þessu í u.þ.b. tólf hluta sem þiö fletjið út. Mýkiö ostinn meö því að hræra saman við hann mjólk, rjóma eða vatn. Skiptið honum niður á kjötdeigið og hnoðiö varlega litlar bollur þannig að osturinn sé í miðjunni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.