Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR13. MARS1997 13 Umræöa um lélega frammistööu íslenskra skólabarna varö Signröi Águstssyni tilefni til vangaveltna um kennaramenntun. iii hlutu sömuleiðis fysrsta sætið í valinu um lag ársins, „A de- sign for life“. MSP urðu að láta sér nægja annað sætið sem hljómsveit árs- ins, þar sigraði Ocisis. Trainspotting er kvik- mynd ársins í þessu vali og áðurnefnd bönd urðu að vera númer 2 og 3 í kosn- ingu um tónleikavið- burð ársins, Prodigy þar númer 1. Að lok- um má geta þess að ísland nær 8. sæti sem besta land til sumarleyfisdvalar, Ib- iza er nr. 1. Reef fór með frum- burð sinn, „Glow“, beint í fyrsta sæti breska breið- skífulistans. í HMV- plötubúðinni við Ox- ford-stræti í London hélt sveitin stutta kynningartónleika fyrir skömmu. í lokin yfirgáfu tveir meðlim- ir Reef sviðið, klifr- uðu yfir plöturekka og féllu síðan í þvög- una. Atvikið átti sér stað einungis þremur dögum áður en plata þeirra skaust á toppinn. Nýr singull, „Consider- ation“, verð- ur útgefinn 24. mars frá Sony. Það verður þriðja smá- skífan með „Glow“. Orbitcd gefur út nýtt smá- skífulag 7. apríl, þema- lag kvik- myndarinn- ar The Saint (Dýrlingur- inn) þar sem Val Kilmer (Batman) verður í að- alhlutverki. Myndin er byggð á sögu Leslie Carter og sjónvarps- þáttum frá árdögum imbans þar sem Roger Moore var Dýrlingurinn. Upphaflega var lagið tekið upp með 50 manna hljómsveit en framleið- endunum líkaði illa útkoman og því voru Orbital-félagar kallaðir til. Þeir segjast vera miklir aðdáendur þessarar tegundar tónlistar, eru reynd- ar á þeim aldri að þeir muna vel eftir sjónvarpsstefinu, út- gáfa þeirra verður því með sixties-fílingi. Leikstjóri mynd- arinnar er Philip Noyce (Dead Calm og Patriot Games). The Chemical Brothers, Sneaker Pimps og Duran Duran eiga einnig tónlist við myndina. Or- bital gáfu út „Snivilization" ár- ið 1994 og á síðasta ári var það „In sides". Noel Gallagher, Paul Well- er og Ocean Colour Scene eru að skipuleggja útgáfu EP- plötu til styrktar bassaleikara Small Faces, sem þjáist af heila- og mænusjúkdómi. Pete Townshend (The Who) er einnig orðaður við verkefnið. MCA ætlar að gefa út og tekur ekki eyri fyrir. Þessi plata á ör- ugglega eftir að fara hátt á vin- sældalistum og fá mikla um- fjöllun. Enginn útgáfudagur hefur verið tilkynntur. Á síð- asta ári kom út platan „Long agos and worlds apart“ til heiðurs Small Faces. Ágóðinn af henni rann allur sömuleiðis til greiðslu sjúkrareikninga bassistans. Super Furry Animals eru að taka upp nýja plötu í N-Wa- les. Á leið til hljóðversins voru tveir úr bandinu stöðvaðir af lögreglu. Gítarleikarinn Huw Bunford var handtekinn með kókaín í fórum sínum og hefur nú verið dæmdur til að greiða 700 pund í sekt auk 54 punda í málskostnað. Depeche Mode ætlar í tón- leikaferð á næsta ári til að fylgja eftir útkomu tvöfaldrar „Best of“-plötu sem mun inni- halda tónlist DM árin 1985- 1997. Engar áætlanir eru um að fylgja eftir „Ultra“, sem kemur út í apríl. Andy Fletc- her gítar/hljómborðsleikari segir þá einfaldlega vilja njóta útgáfu og vonandi velgengni nýju plötunnar. Sveitin útilok- ar ekki sjónvarpstónleika, þeir hafi reyndar slæma reynslu af þannig uppákomum, komu síðast fram „live“ í sjónvarpi árið 1982. Þá var sjónvarps- sándið ekki upp á marga fiska, en það er langtum betra í dag. Bandið vill þó ekki setja á sig neitt álag eða pressu í líkingu við það sem síðasta tónleika- ferð olli. Depeche Mode var nýlega í New York með leik- stjóranum og ljósmyndaran- um Anton Corbijn, sem þeir hafa starfað með í tíu ár. Ástæðan var gerð myndbands við næstu smáskífu, „It’s no good“, sem kemur út 31. mars. Síðari hluta sumars er stefnan sett á hljóðver til að taka upp ný lög á safnplötuna. Síðan vill Andy að Martin og Dave geri eitthvað á eigin spýtur. Það sé fullt af spennandi hlutum að gerast í heimi danstónlistar og tæknirokks. / Kennaran Þyngja viðKÍáaö Fyrr í vetur var umræða um kenn- ara, nemendur og kennsluhætti talsvert áberandi í íslenskum fjölmiðl- um f kjölfar sláandi niðurstaðna um slælegan árangur íslenskra skóla- barna miðað við jafnaldra sína víðast hvar. Flestir voru sammála um að eitt- hvað þyrfti að gera til að sporna við óheillavænlegri þróun. Sumir reyndu þó að malda í móinn og töldu sjálfum sér og öðrum trú um að menntunar- stig og gæði menntunar í landinu væru í góðu meðallagi. Hvernig það er hægt skal ósagt látið. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt margar tillögur um aðgerðir, enda er skólakerfið þungt í vöfum og ýmislegt sem stend- ur því fyrir þrifum. Einu hjó ég þó eft- ir sem vakti furðu mína. Allmargir töl- uðu um að nú væri ráð að lengja nám kennaraefna úr þremur árum í fjögur, töldu það lausn vandans. Yfir þessu er ég alveg forviða. Skoðum aðeins Kennaraháskólann sem stofnun. Nemendur sem sækja um skólavist eru valdir inn eftir einkunnum, þar sem vægi íslenskunnar er mest. Þetta fyrirkomulag er alveg öfugt við HÍ, t.d. sjúkraþjálfun, læknis- og lögfræði. Þar getur fólk með stúdentspróf fengið að spreyta sig á viðfangsefnum og hafi það erindi sem erfiði kemst það í gegnum vissa síu, sem er eðlileg til að skilja hæfustu og bestu námsmennina frá. Oftar en ekki þurfa nemendur að kljást við síuna tvö ár til að komast inn. Þetta fyrirkomulag er við lýði við kennaradeild Háskólans á Akureyri og í fyrsta árgang þar innrituðust tæplega áttatíu nemendur, en einung- is um tuttugu útskrifuðust eftir þriggja ára nám, sem segir sitt um mannlegum samskiptum að gera. Lít- um nánar á fyrri ályktunina. Hún stenst varla, nema starfsskilyrði kennara séu svo slæm að bestu kanct- ídatarnir ílendist í öðru starfi. Og þó svo væri stenst hún ekki, því skólinn getur bara valið úr hópi umsækjenda, og þótt margir sæki um verður að telj- ast líklegt að bestu námsmennirnir stefni á arðbærara nám. (Hér er und- anskilið hugsjónafólk, sem reyndar er ekki á hverju strái.) í það minnsta er : hæsta máta undarlegt hversu lítið af þessu framúrskarandi fólki skilar sér og sinni menntun í skólana. Lítum á hina ályktunina. Hún felur í sér að hvernig sem nemendur skól- ans eru muni þeir útskrifast og fá réttindi. Einungis sárafáir falla. Miðað við að KHÍ hefur ekki gert stórkostlegar breytingar á starf- semi sinni á undanförnum árum verð ég að hafna þessari tilgátu. Satt best að segja er ég mun hallari undir síðari tilgátuna og styð þá skoðun mína m.a. þeim rökum að nemendur sem numið hafa við HÍ og KHÍ segja hyldjúpa gjá á milli þyngdar námsins. í HÍ séu gerðar kröfur, í KHÍ sé föndr- að. Einhverjir kunna að afskrifa þennan pistil sem bull eftir síð- ustu setningu, en á hverjum á að taka mark ef ekki þeim sem hvort tveggja hafa prófað? Staðreyndin er sú að í stað þess að lengja námið verður að þyngja það og þróunin verður á endanum sú að hæfara fólk velst til kennslu og því hækka launin. Nokkuð ein- földuð útfærsla, en reikni nú hver fyrir sig. „Það sem er að mínu mati hvað merki- legast við KHÍ er lygilega mikil fylgni milli innritaðra og útskrifaðra. Nemendur sem fara í KHÍ útskrifast nær undantekningarlaust ... Nemendur sem numið hafa við HÍ og KHI segja hyl- djúpa gjá á milli þyngdar námsins. í HÍ séu gerðar kröfur, í KHÍ sé föndrað.“ kröfur námsins og líka það að vænt- anlega innritaðist fólk sem hafði ekki námslegar forsendur eða áhuga til að standa sig. Það sem er að mínu mati hvað merkilegast við KHÍ er lygilega mikil fylgni milli innritaðra og útskrifaðra. Nemendur sem fara í KHÍ útskrifast nær undantekningarlaust, án veru- legra skakkafalla. Nú er hægt að draga tvær ályktanir: a) Nemendur KHÍ eru úrvals- nemendur, rjómi íslenskra námsmanna og því heltast Mér vitanlega fer ekki fram neins konar sí- un á verðandi kennurum nema í formi prófa sem vitan- lega hafa lítið sem ekkert með hæfni í sárafáir úr lestinni og ein- kunnir eru sjald- an undir 8. b) Skólinn gerir ekki nægilegar kröf- ur til nemenda sinna og því útskrifast flestir sem á annað borð innritast í skólann.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.