Helgarpósturinn - 13.03.1997, Síða 11

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Síða 11
FIMMTUDAGUR13. MARS1997 Að lemja með hræsni í óféigan djöiúl Þjóðmál Davíð Stefánsson J skrifar Alltaf þarf nú að keyra um þverbak. Allt eða ekkert. Núna eða aldrei. Háleit mark- mið eru sett — og enginn nær upp í þau — og loforðin sem í markmiðunum liggja hljóta að verða svikin. Ég á sex ára dóttur. Hún er ljós mitt og engiil- sem fylgir mér gegnum lífið með hrein- leika og einfaldleika barnsins og í trausti æsku sinnar á hin- um eldri og vitrari fetar hún veginn sem fyrir hana er lagð- ur. Þó svo börn láti oft sem þau séu sár, þegar grenjað er há- stöfum yfir nammi sem ekki mátti kaupa eða rifist og sleg- ist yfir bannaðri sjónvarpsdag- skrá, er þeim ekkert sárara en svikin loforð. Það er eitt af því marga sem ég hef lært af dótt- ur minni. Börn þurfa ekki að vera orðin gömul til að skilja að svikið loforð minnkar lík- urnar á að næst verði staðið við það. Loforðið missir merk- ingu sína og sá sem lofaði upp í ermina á sér — upptekinn faðir, annars hugar móðir — rýrir það traust sem barninu er eðiislægt og grefur undan sínum eigin stalli. Ég ætla ekki að leika uppeld- isfræðing með þessum orðum mínum og þykjast vera alvitur stráklingur sem allir ættu að breyta eftir. En ég held að orð- um mínum geti flestir verið sammála. Það er af þeim sökum sem ég rita þetta. Undanfarnar vikur hafa fjöl- miðlar verið undirlagðir aug- lýsingum sem er beint að ...öll- um. Eða mörgum. Kannski bara nokkrum, ég veit það ekki. Slagorð auglýsinganna er „ísland án eiturlyfja árið 2002. Samtaka nú“. Nú yrði ég sennilega einn sá síðasti til að mæla eiturlyfjum bót — undir það geta vinir og vandamenn htkstalaushskrifað — en ég furða mig samt sem áður á því hvernig einstakling- um, sem virðast vera annað tveggja vel menntaðir eða vel af guði gerðir, dettur í hug að slá fram staðlausum staf á borð við þennan. ísland án eit- urlyfja árið 2002??? Hljómar þetta kunnuglega: Reyklaust Island árið 2000??? Man ein- hver? Vill einhver muna? Ég man. Ég man eftir þeim gríðarlega áróðri gegn tóbaksreykingum sem átti sér stað og stund þeg- ar ég var í efri bekkjum gagn- fræðaskólans. Telja mátti á fingrum annarrar handar hversu margir reyktu í risa- stórum árgangi mínum í Hóla- brekkuskóla. Ojbara. Við sáum myndir í líffræðitímum af menguðum lungum og fótum sem þurfti að taka af fólki og gula putta og svarta bletti á hjörtum og fleira lystaukandi. í dag reykir meirihluti þessa hóps og margir lærðu að reykja á síðustu árum, komnir upp fyrir tvítugsaldurinn. Reykingar hafa aldrei þótt jafn flottar og nú! Árið 1985 eða 1986 eða hvenær sem það nú var ákváðu ábyrgir aðilar þessa þjóðfélags að lofa þjóð- inni upp í ermina á sér. Þeir lofuðu reyklausu íslandi árið 2000. Gott og gilt. Svart á hvítu. Fjöldi mætra manna og kvenna tók þátt í loforðinu — þar á meðal skáklandsliðið okkar — og árangurinn er frá- bær, aukning reykinga á nær öllum aldursskeiðum!! Mér finnst eins og eitthvað hafi far- ið úrskeiðis. Reyklaust ísland árið 2000? Aldrei. Þó það væri 3000. Tóbaksreykingar eru reynd- ar saklausari en neysla ann- arra skaðlegra efna. Víman er óáþreifanleg og ofskynjunar- laus, tóbakinu fylgja engir glæpir, ekkert svartamarkaðs- brask, það fer enginn inn á meðferðarstofnun eftir að hafa glatað öllu í hendur Nikótínus- ar. Að því leytinu til er allt í þessu fína lagi þótt reykingar verði aldrei upprættar úr fyrir- myndarþjóðfélagi eins og hinu íslenska. Öðru máli gegnir um neyslu harðari efna. Það vita allir allt um öll eiturlyf svo hér verður hundavaðið notað. Eiturlyf hvers konar eru vaxandi vandamál víðast hvar í hinum vestræna heimi og þörf er á að- gerðum hér á íslandi eins og annars staðar. Þjóðir heimsins hafa farið mjög ólíkar leiðir í baráttunni og satt best að segja virðist engin þeirra virka sem skyldi. Hollendingar lög- leiddu eiturlyf að hluta til, Tæ- lendingar höggva hausa, einn fyrir hvert gramm sem reynt er að flytja inn til landsins. Bæði „Eru þessir menn vímu- lausir sjálfir? Er Snævar Sigurðsson bindindis- maður á áfengi og tób- ak? Fær Ellert B. Schram sér aldrei í glas? Hefur maður Xá listanum lamið konuna sína undir áhrifum áfengis? Hefur maður Z keyrt undir áhrifum áfengis? Hefur einhver þeirra farið í meðferð? Þarf einhver þeirra að fara í meðferð? Bruggar einhver þeirra sjálfur? Eða flytur inn?“ þessi lönd eiga við ramman reip að draga. Eiturlyf eru nefnilega eins og slæm bakter- íusýking; þótt takist að slá á einkenni hennar er hún alltaf til staðar og getur kraumað lengi vel í leynum og blossað upp á ný. Hún fer ekki fet. Sú er einmitt raunin með eit- urlyfin. Þau eru orðin svo rót- gróin í bakgörðum íslensks samfélags að aldrei — ALDREI — verður hægt að komast fyrir þau að fullu. Þetta vita allir, hvort sem þeir eru á einhvern hátt tengdir bransanum eða bara útbúnir almennri skyn- semi. Ég held meira að segja mi að öll stertimennin sem skrif- uðu undir auglýsinguna viti það fullvel. Þeir hafa bara ekki þorað að spyrja sjálfa sig þeirr- ar spurningar hvort markmið- ið væri raunhæft. Þeir vildu vera með, þá iangaði til að láta birta fallegu stíliseruðu undir- skriftina sína og sýna þar með allri þjóðinni hversu stórhuga og velhuga þeir væru. Þá skýtur einmitt upp öðrum áhugaverðum spurningum. Eru þessir menn vímulausir sjálfir? Er Snævar Sigurðsson bindindismaður á áfengi og tóbak? Fær Ellert B. Schrarn sér aldrei í glas? Hefur maður X á listanum lamið konuna sína undir áhrifum áfengis? Hefur maður Z keyrt undir áhrifum áfengis? Hefur einhver þeirra farið í meðferð? Þarf einhver þeirra að fara í með- ferð? Bruggar einhver þeirra sjálfur? Eða flytur inn? í stuttu máli: Eru þessir aðil- ar sjáifir eiturlyfjasjúklingar?? Getur það verið? Þessir herra- menn með fallega boðskapinn og stóra loforðið? Tja. Ég skal ekki segja. Ég þekki ekki til nema örfárra af listanum. Og þeir smakka það. Ekkert endilega í óhófi, en þeir smakka það. Og mitt í þessari hræsni sinni skipuleggja þeir njósnir á unglingum og fá í lið með sér skólastjóra, sem sennilegast smakka það, for- eldra, sem sennilegast smakka það líka, og starfsmenn félags- miðstöðva og Jafningjafræðsl- unnar, sem vissule^a smakka það oft og vel. Tja. Ég skal ekki segja. Örstutt samantekt í lokin: Rangar forsendur — er áfengi skárra en hin eiturlyfin? Rang- ar áherslur — stór loforð sem ljóst er frá fyrstu stundu að aldrei verður staðið við. Og rangar aðferðir — allir þeir sem unglingar eiga að geta treyst eru gerðir tortryggilegir í þeirra augum í stað þess að sömu aðilarnir reyni að fræða unglingana og sjá til þess að fé- lagsstarf sé þeim nægilegt og fullnægjandi. Örstutt yfirlýsing í lokin: Já, ég drekk áfengi sjálfur, og mun sjálfsagt alltaf gera. Tja. Ég skal ekki segja. í vikunni kom út ársskýrsla Stígamóta um kynferöislegt ofbeldi á íslandi. 256 einstaklingar leituðu til Stígamóta í fýrsta sinn á síðasta ári. Stígamót urðu sjö ára í vikunni en frá byrjun hafa 2.205 manns leitað til samtakanna. Þessi ársskýrsla, kemur hún ykkur á óvart, Guðrún? orðið mikil breytíng „Ég held að réttarkerfið og barnaverndarhlið þessa máls hafi verið illa í stakk búin til að taka á málum um kynferðislega misnotkun hingað til.“ Ekld „Nei, hún er eiginlega stað- festing á ástandinu, sem breyt- ist greinilega tiltölulega lítið ár frá ári,“ segir Guðrún Jóns- dóttir hjá Stígamótum. „Fjöld- inn sem leitar hingað er svip- aður, eins þegar maður horfir á töfíurnar sem sýna félagsleg- an bakgrunn, þá gefur árs- skýrslan nokkuð sannverðuga mynd af ástandinu. Það hefur lítið breyst síðustu ár.“ En sú barátta sem hefur verið gegn kynferðislegu of- beldi, hefur hún ekki borið neinn árangur? Hefur kannski ekki verið háð nein barátta gegn kynferðislegu ofbeldi íþjóðfélaginu? „Það er helst hér á Stígamót- um sem hún hefur verið, en baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi hefur oft fengið mis- góðan hljómgrunn í samfélag- inu. Ég hef ekki séð neinar raunhæfar breytingar verða hingað til. Ef litið er á réttar- kerfið eða til barnaverndar- hliðar kynferðislegs ofbeldis virðist ekki mikið vera að ger- ast. Hlutirnir sigla svipaðan sjó. Ofbeldismennirnir eru ennþá til og halda áfram sinni iðju, þannig að ef maður reynir að meta hvað hefur áunnist á þessum vettvangi tel ég ekki mikla breytingu hafa orðið. Við verðum að vísu varar við að fólk hefur meiri vara á sér en áður ef koma upp grunsemdir um kynferðislega misnotkun á börnum. Okkur finnst á símtöl- um sem við fáum að fólk sé til- búnara til þess að taka á hlut- unum. Viðhorf fólks hefur breyst að því leyti að fólk sér mun betur í dag að kynferðis- legt ofbeldi er raunveruleiki og það er að gerast á íslandi. Það lokar ekki eins mikið augunum fyrir því og áður.“ Afhverju heldurðu að ekki hafi verið gert meira í mál- unum en raun ber vitni? „Ég held að bæði réttarkerf- ið og barnaverndarhlið þessa máls hafi verið mjög illa í stakk búin til að taka á málum um kynferðislega misnotkun hing- að til. Fólk hefur takmarkaða þekkingu á þeim og viss tor- tryggni og efasemdir hafa ver- ið í gangi um hvort þetta væri raunveruleiki. Að minnsta kosti var það svoleiðis þegar við byrjuðum fyrir sjö árum. Þessi féíags- og geðheilbrigðis- kerfi eru frekar þung í vöfum varðandi breytingar. Sumir einstaklingar innan þessara geira vinna mjög vel, en svo eru aðrir sem eiga erfitt með að höndla þessi mál og eru jafnvel ekkert of áfjáðir í að sækja sér neina viðbótarþekk- ingu.“ Er kerfið ekkert að breyt- ast? „Ég veit það ekki. Um daginn komu tölur frá Barnaverndar- stofu um fjölda mála hjá barna- verndarnefndum um landið vítt og breitt vegna gruns um kynferðislega misnotkun á börnum, mig minnir að þar hafi verið um fimm hundruð börn sem áttu hlut að máli. Þegar maður fylgdi þeim tölum eftir kom í ljós að aðeins örlítið brot af þessum málum fór í kæru. Hin urðu innlyksa hjá barnaverndarnefndunum og í réttarkerfinu. Mig minnir að í um sjö prósentum málanna hafi fallið einhver dómur. Mér fannst óhugnanlegt hve afföllin voru mikil, hve mörg mál voru lögð til hliðar. Það kunna að vera einhverjar eðlilegar skýr- ingar á því af hverju einhver mál eru látin niður falla, en mér finnst þetta óeðlilega stór hluti. Fyrir mér eru þessar töl- ur vísbending um hversu van- máttug þessi kerfi eru til að takast á við þessi mál enn þann dag í dag.“ Hvað er til ráða? „Ég held að ítarleg og for- dómalaus umræða um kyn- ferðislega misnotkun skipti miklu máli og að ekki sé hlaup- ið upp til handa og fóta bara þegar einstök mál eru blásin út. Ég held að það þurfi að tengja þau mál meira inn í al- menna umræðu um kynferðis- lega misnotkun í stað þess að blása þau út og gera að sölu- vöru, eins og fjölmiðlar vilja oft gera með þessi mál. Það þarf að endurmennta starfs- fólk í opinbera geiranum, það fólk sem á að taka á málum um kynferðislega misnotkun. Ég held líka að það þurfi að koma frá ríkisins hálfu einhverjar leiðbeinandi grunnreglur um hvernig eigi að fara með svona mál þegar þau berast barna- verndarnefndum landsins eða öðrum stofnunum." Ertu ánœgð með starfsemi Stígamóta hingað til? „Já, mér finnst við hafa verið í stöðugri þróun. Við byrjuð- um við mjög þröngan kost og með takmarkaða reynslu, en ég held að við séum það starfs- fólk sem hefur einna mesta reynslu og þekkingu í þessum málum hér á landi. Við höfum hægt og bítandi verið að þreifa okkur áfram með nýjar leiðir til þess að reyna að mæta þörf- um þeirra sem hingað koma. Ég held að það sé langt frá því að við höfum staðið í stað. Það hafa orðið heilmiklar breyting- ar og miðast þær allar að því að mæta þörfum þeirra sem hingað koma.“ Hvað gerið þið til hjálpar? „Við bjóðum upp á ókeypis þjónustu, sem er fólgin í ein- staklingsviðtölum og hóp- starfi. Fólk þarf oft langan tíma til þess að takast á við afleið- ingarnar. Fyrst er að rifja upp og svo að reyna að setja brotin saman og sjá hvað hefur mis- farist. Þetta er langtímaferli. Við látum þau sem koma hing- að finna að þau eru velkomin og að eftir fyrstu heimsókn eigi þau tiltölulega auðvelt með að koma aftur til okkar.“ Eru margir sem sleppa því að koma til ykkar? „Jú, ég veit að ekki nema brot af þolendum kynferðisaf- brota kemur hingað á Stíga- mót, en við sjáum góðan ár- angur hjá fjölda fólks sem kem- ur hingað. Eftir vinnuna hér, sem er mikil sjálfsvinna með góðum stuðningi starfsfólks, sér maður að lífið hefur tekið á sig annan blæ fyrir þetta fólk. Það eygir fleiri möguleika en það gerði áður og er tilbúið að fylgja þeim eftir," segir Guðrún að lokum.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.