Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 8
8 RMMTUDAGUR13. MARS1997 »n sæiir eru einfaldir Pulsu? segir hún. Ertu viss um að þú ætlir að fá pulsu? Já, segir hann. Þú um það, segir hún og tekur til tangarinnar eins og aðrir munda rek- una. Bíddu, segir hann, er eitthvað at- hugavert við þessar pulsur? Fyrir utan að þær eru skrifaðar með ypsiloni og heita pylsur? Nei, ekki þannig... veiztu úr hverju pylsur eru gerðar? Nei, jú, kjöti. HAH!!! segir hún. Það er að vísu í þeim hökkuð kind á óræðum aldri; sinar, taugar, himnur, fita og feldur lika þegar verkast viil, en það er það minnsta. Það eru altént náttúrulegar afurðir. Einstaka sinnum henda þeir alvöru kjöti út í ef eitthvað misskerst hjá þeim. Svo er þetta límt saman með bindiefnum og bragðbætt með E- cfnum og liðkað með gervifitu, af því að náttúruleg fita svitar í gegnum plastgörnina sem jukkinu er dælt í, því jafnvel fslenzka rollan getur ekki skilað nægum görnum utan um pylsu- neyzlu landsmanna. Annars er það nú ekici aðalástæðan fyrir að þeir fóru að nota gervigarnir, heldur sú, að inn- vortis sníkjudýr nöguðu göt á garn- irnar og pylsusullið lak út um götin - ætlaðirðu að fá hráan eða steiktan lauk? Ég held ég sleppi þessari pulsu, segir hann, hvaða samlokur ertu með? . Áttu enga með heilhveitibrauði? Nei, þær eru því miður búnár, en þú getur bara tekið eina hvíta og svo fengið að sjúga útblásturs- rörið á næsta strætó, það ætti að bæta þér upp eiturefnamissinn úr heilhveitinu. Hvað áttu við? spyr hann. Bara, að korn er úðað tuttugu og tvisvar, þar af tvisvar með DDT og tvisvar ineð koparsúlfati og svo átján sinn- um með öðrum gæðaefnum. Leifar af öllu þessu eitri verða eftir í korninu, aðallega hýðinu, og svo kemur þú og borðar það. Það er minnst eitur í kjarnanum, svo hvíta brauðið inni- heldur minnsta óhollustu. En það er náttúrulega búið að telja þér trú um að þú getir ekki kúkað ef þú borðar það. Þakka þér fyrir, segir hann, ef þú heldur að mér sé óhætt að borða þessa þarna með ferska grænmetinu, þá ætla ég að fá hana. Jújú, þér ætti að vera alveg óhætt með hana, hún er næsta meinlaus, 80% af fjörefnunum eru dauð í henni. Grænmeti tapar 40% af öllum bætiefn- um á fyrstu 48 tímunum eftir að það er siitið upp úr móður jörð og eftir það gengur rýrnunin hratt. En pítu- sósan inniheldur olíu og þar ættirðu að fá eitthvað af E-fjörefninu sem þú varst að sækjast eftir í heilhveiti- brauðinu. Fleira? Eina kók. Nema ég hafi ekki gott af henni. Dós, plast eða gler? Hálfs lítra plast. Þú hefur engar áhyggjur af estró- genáhrifunum? Nei, segir hann þunglega. Ég veit ekki hvað það er. Það eru efni í plastinu sem leysast upp í kókinu, nema hvað, þegar þau koma ofan í þig, þá eru þau ekki leng- ur plast, heldur kvenkynhvatar. Þá veiztu af hverju, þegar eistun á þér hverfa. Þrjúhundruðogfimm. Hann snýr sér við í dyrunum og segir meðfram sölnaðri saiatlufsu: Er mikið verzlað hér? Hvaöa mat dreymir þig um? Silja Aöalsteinsdóttir cand. mag., menningarritstjóri DV: í aestaboði k beiðinni <J QJunin^xiAy - ÍUuÍÍA^LUTlin^AÁAAAíUV ö£líAt<lÚUy fB iiUlduA^ §iái££á4tv. X xattiifc. O^íLxaut/útuA lce/iti/ dn /iettluAu-1/ óeAjXet Iua, óúfmuljceicuv “V' l)ÁflÍíllAy nmmm imim Faxafeni 14 og Miðbæ Hafnarfirði Símar 588-9505 og 565-0165 „Mat? Mat. Mig dreymir held ég ekki um neinn mat. Ég fæ alltaf að borða. Þegar ég kem heim úr vinnunni er maðurinn minn búinn að búa til matinn og ef hann er ekki þar til þess, þá eru dóttir mín og tengda- sonur í sama húsi og þau búa til dásamleg- an mat. Ég er ekki matvönd, borða hvað sem er og já, ég held ég eigi mér engan uppáhaldsmat. ÉN! Ef ég gæti valið mat við einhverjar sérstakar kringumstæður - þá vildi ég vera í gestaboði Babette." mxim Fyrir valinu urðu pönnu- kökurnar úr Sjálfstæðu fólki eftir Laxness. Þaer voru gerðar úr rúg- mjöli, vatni, saltklípu og mögulega ögn af sykrí. Öll hráefnin eru sett í skál og hrærð saman. Þau eru siðan bökuð á flatri pönnu, eða A beint á hellunni, og m sykrí, ef til er, ■ i stráð yfir. '9 Hörpustrengir kviðsins Matur er ekki fyrirferðarmikið við- fangsefni í íslenzkum kveðskap. Ekkert ljóð um lundabaggann bústna, fá- ar ferskeytlur um skyrið í skemmunni, enginn óður til úldna smjersins. Hugur þjóðarinnar til lystisemda matborðsins skilar sér helzt í spakmælum. Sum lýsa á varfærinn, næman hátt hvernig hús- bændur og hjú áttu kyrrlátar samveru- stundir yfir öskunum, þar sem áherzlan er öll á ró, notalegt næði og góða melt- ingu; eins og til dæmis „Fljótur að éta, fljótur að skíta, fljótur að vinna“. Önnur koma til skila í örfáum orðum gnægt og áhyggjuleysi liðinna alda og ýja um leið að borðsiðum og tíðaranda, svo sem „Sjaldan ropar svangur maður“. i Guö sér hverjum spörfugli fyrir sínum ormi — en hann hendir honum ekki ofan í hreiðriö til hans! Hefur það ekki hent næstum hvert foreldri að bera á borð hollan, næringar- ríkan, bragðgóðan mat og unglingurinn á heimilinu grípur gaffalinn, skarar í skarnann á diskinum og skrækir: Hvað er þetta græna???? og svo fara dauða- kippir viðbjóðs um litla líkamann? Og er það ekki vitað, að andskotans æskan vill ekkert éta nema útlenzkan skyndimat og sjoppufæði? Könnunin sem hér fer á eftir er óhefðbundin. Hún átti sér stað í sjoppu á suðurlandsundirlendinu. Unglingur: Eina samloku með grænmeti og eggjum, ojjj, vaa, fla, þetta er þriðja samlokan sem ég borða í dag, ógeð. Spyrill: Ertu munaðarlaus? Unglingur: Nei, ég bý í Breiðholti. Spyrill: Er matarlaust þar? Unglingur: Nei. Mamma mín er þar, ég er hér. Ég næ ekki heim á milli. Spyrill: Af hverju borðarðu ekki heima lijá vinum þínum? Unglingur: Hættur’í. Vá, ógeðið sem ég lenti í! Lífs- reynslan! Ógeðslegur soðinn fiskur, alveg hrúgað á diskinn. Ógeð! Spyrill: (verður ógeðfelldur) Hvað finnst þér góður mat- ur? Unglingur: (hratt og af öryggi) Hamborgar- hryggur, pítsa og kjúk- lingur. Spyrill: Jaá, það er náttúrulega líklegt að það sé hamborgarhryggur mánudaga, þriðjudaga og miðviku- daga heima hjá vinum þínum. Fómarlambið: Ég get alveg borðað annað, en bara, vá, eftir þessa lífsreynslu... ég tekenga sjensa. Spyrill: Er eitthvað fleira sem þú getur borðað? Unglingur: Sem mér finnst gott? Jájá... steiktur fiskur, kjötbollur, alls konar svona fiskréttir í ofni, rækjur — þær eru ofsagóðar, æði, maður — spaghetti, lasagna, súpur, svínakótelettur, já, og svo auðvitað læri og hryggur, það er fínt þótt ég sé orðinn soldið leiður á því... mmmmmmm... já, og heilmikið annað — grænmeti, skyr... já, bara allt, nema soðinn fiskur í hrúgu. Mamma mín hefur ALDREI soðinn fisk. Spyrillinn sleppti afkvæmi góðu móðurinnar og kastaði sér á nokkra unglinga til viðbótar. Það bættist við listann af ætum mat; beikon, rifjasteik, lundir, bjúgu, gellur, saltfiskur, rjúpur, egg... Þau byrjuðu á sparimat og end- uðu á hversdagsfæði. Rothöggið fékk þjóðsagan um kenjar krakkanna þegar tvö fimmtán ára sögðu, full ólýsanlegr- ar blíðu: Soðin ýsa með salti og smjöri og kartöflum — stappað. Fyrsta máltíð- in sem þau fengu sem ungbörn, enn í fullu gildi. Þetta var svo fagurt að ég get varla fengið af mér að segja það: Næst, þeg- ar unglingurinn potar í matinn og spyr: Hvað er þetta græna? og foreldrið veit að hann/hún/það veit vel hvað þetta græna er, nefnilega hollt, þá má reyna að svara: Maður að spræna. Svarið hefur tvöfalt gildi: Það er sannað, að barnaleg hegðun losar um streitu og fátt strekkir foreldri eins og daglegt matarnöldur. Hitt er, að ung- lingurinn á von á, já, ætlast til að for- eldri gefi vitsmunalegt, leiðinlegt svar við hæfi fullorðinna. Barnalegur útúr- snúningur slær hann alveg út af laginu og gæti á fáeinum dögum orðið til þess að unglingurinn gefst upp á dagvissa matarharmleiknum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.