Alþýðublaðið - 19.11.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.11.1970, Blaðsíða 1
✓ - en menn eru að harðnð f baráttunríi Bindindi í Y - Njarbvik □ Fjórtán starfsmenn í vél- smiðju einni í Ytri - Njarð- vík hafa myndað með sér tóbaksbindindisfélag. Hver fé lagsmaður leggur daglega til hliðar fjárhæð, sem nemur and\árði eins sígarettupakka, og er féð er þannig safnazt, greitt í félagssjóð og ávaxtað í banka. Brot á reglum fé- lagsins varða fjársektum, 500,00, 1.000,00 eða 2.000,00 krónur. Margítrekað brot varðar brottrekstri úr félag- inu. Méð stofnun ifélagsfns vilja starfsmenn vélsmiðjunn ar vekja athygli fólks á skað- semi tóbaksreykinga og verða öðrum til eftirbreytni með því að hætta að reykja. Forystumenn félagsins köll uðu fréttamenn á sinn fund fyrir fáum dögum í því skyni að kynna félagið, sem stofnað var 9. nóvember s.l., og sögðu þá m.a.: „Tóbaksreykingar eru skaðlegar eins og allir vita bæði heilsu manna og fjárhag, og þar sem við telj- um, að fólk eigi ef til vill auðveldar með að hætta reyk ingum, ef það stofnar með sér félög í því skyni að verða hver öðrum til styrktar, á meðan ávaninn er yfirunn- inn, viljum við verða öðrum til eftirbreytni“. 14 starfsmenn í vélsmiðju Ól. Olsen í Ytri - Njarðvík standa að stofnun tóbaks- bindindisfélagsins og telja þeir, að miðað við núverandi starfsmannafjölda í fyrirtæk- inu, sem aðilar eru að félag- inu, munu um 300.000,00 kr. safnast í félagssjóð á einu ári, sem aðilar hefðu eytt í tóbaks reykingar. Hver einstaklingur, sem reykir einn pakka af sígarett- um á dag, greiðir 20.000,00— 21.000,00 krónur á ári fyrir tóbaksnautn'ína, *jg oft feí a.m.k. helmingi hærri upp- hæð i reykingar hjá einni og sömu fjölskyldunni, þegar bæði hjónin reykja. — Danskir þing- menn sjá Ijósið □ Mikill meirihluti danskra þingmanna er meðmæltur al- geru banni gegn tóbaksauglýs- ingum. Einnig eru þeir fylgj- andi víðtæknm upplýsingaher- ferðum um tóbakshættuna í skólum, öðrum menntastofn- unum og fjölmiðlum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem heilbrigðisstofnun Kaup- mannahafnarháskóla hefur látið framkvæma meðal þing- manna. Um það bil 2/3 þing- mannanna hafa tekið þátt í skoðanakönnuninni. í hverjum stjómmálaflokki eru fleiri með slíku auglýsinga banni, en á móti því. Einnig ríkir mikil einúig um þörf- ina á auglýsingastarfsemi um tóbakshættuna. Aftur á móti eru menn ekki sammála um, hvaðan peningamir til upp- lýsingastarfseminnar eiga að koma. Sjötíu og þrír af hundr aði meðal sósíaldemókrata vildu, að hluti tóbaksskatts- ins rynni til þessarar starf- semi, en fimmtíu og sjö af hundraði íhaldsmanna voru á móti því, að skatturinn væri notaður á þennan hátt. Næstum helmingur þing- manna reykir ekki. Margir þeirra telja, áð reykingasiðir þjóðarinnar mundu breytast til batnaðar, ef leiðtogarnir gæfu gott fordæmi. Norskir síldar- kaupmenn óhressir □ í viðtali við norskan síldar- útflytjanda í norska blaðinu Fiskeren kemur fram, að íslenzk ir og færeyskir síldarbátar hafa að undanförnu selt daglega í Hirtshals og Skagen í Danmörku allt að 20.000 kassa af síld, sem bátarnir veiða á síldarmiðunum við Hjaltland, en á sama tíma berist lítil sem engin síld til Noregs og eigi norskir síldarút- flytjendur við hráefnisskort að stríða af þeim sökum. Segir síldarútflytjandinn, að1 aukinn hlutur íslendinga á fersksíldarmarkaðinum sé íhug- unarefni, þar sem' Norðmenn hafi hingað til átt mjög mikil ítök á þessum markaði. í samtalinu upplýsir síldarút- flytjandinn norskí, að þukinn síldarafli íslenzkra síldarbáta, sem veiða við sunnanvert ísland, og söltun þeirrar síldar, kunni að hafa talsverð áhrif á síldar- markað Norðmanna, sem hafi sökum síldarbrestsins við fsland í tvö ár, átt meirl ítök á mark- aðinum en áður. — Hann er í opnu i dag sendir Rúrik Haraldssyni hjartanlegar hamingjuóskir og þakkar honum marga ánægjustunð. ÆIÍKYÐlö > c> OPNA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.