Alþýðublaðið - 08.12.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.12.1970, Blaðsíða 1
 ÞRItfJODAGUR 8. DESEMBER 1970 — 51. ÁRG. — 276. TBL. Gamla fólkið ær hækkun Mengunarhætta á Það er ekki aðeins við bryggjuf og hafnargarða, sem við íslendingar þurfum að fara að taka til hend- inni ti;! þess að sporna við mengun. Þær takmörk- uðu rannsóknir, sem þegar hafa verið gerðar, sýna, að mengun lofts, láðs og lagar hefur þegar hafið innreið sína á íslandi og er í sumum tilvikum orðin mjög veruleg. Landsmenn hafa hingað til verið næsta sinnulitlir um þessi mál og talið, að engin hætta væri á ferðum. En svo er þó. Nýlega gerðar rannsóknir leiða þannig í Ijós í fyllsta máta alvariegar niðurstöður og nefnd sérfræðinga, sem kynnt hefur sér þessi mál upp á síðkastið hvetur eindregið til þess að Þegar verði brugðið við svo afstýra megi því stórkostlega tjónj, sem mengun frá úrgangi og eiturefnum hefur þegar valdið í ná- lægum löndum. □ Fjárveitinganefnd hefur gert að tillögu sinni í sambandi við af- greiðslu f'járlaga, að elli- og ör- orkulífeyrir verði haekkaður um LIÐSAUKI AÐSUNNAN □ Bændur í Austur-Skafta- fellssýslu hafa nú lýst yfir stuðningi við Mývetning-a í baráttu þeirra fyrir venidum Laxár og umhverfis liennar. í úrdrætti úr fundargerð frá fulltrúafundi bænda í Aust- ur-Skaftafellssýslu, sem hald- inn var í Mánagarði dagana 14. og 15. nóv. s.I., og Al- þýðublaðinu hefur borizt, segir: „íFulltrúafundur bænda í Austur-Skaftafellssýslu hald- inn að Mánagarði dagana 14. og 15. nóvember 1970 lýsir yfir fullum stuðningi við Þingeyinga í baráttu þeirra fyrir verndun Laxár og um- hverfis hennar. Þá skorar fundurinn á alla þá, sem meta fegurð og tign íslenzkrar náttúru að vera vel á verði um að þeim verð- mætum sé ekki á glæ kastað að ástæðulausu“. — 8,2% eða um 41 milljón króna. Er hér um að ræða sömu hækkun og launþegar hafa fengið á kaupi sínu í sumar og haust til þess að mæta verðhækkunum, sem orðið hafa. Með hækkuii þessari verður gamla fólkinu og öryrkjunum bættar verðhækkanirnar í sumar á sama hátt og launþegar hafa fengið þær bættar þannig að kaup máttur bótanna verður sá sami og hann var er ríkisstjórnin ákvað hinar mildu hækkanir á bóta- greiðslum þessum í vor í kjölfar kjarasamuinganna. sem þá voru gerðir. Er hækkun þessi með þeim mestu, sem orðið hafa á einstökum útgjaldaliðum fjárlaga frumvarpsins í meðförum f járveit inganefndar. Efíjr að fjárveitingarnefnd hef ur fjallað um f járlagafrumvarpið og þegar tekið hefur verið tillit til tillagna nefndarinnar í heild ásamt tillögum meiri hluta nefnd arinnar nemur greiðsluafgangur á fjárlagafrumvarpinu 398 m. kr. og er 85 m. kr. hærri en hann var áætlaður uppbaflega í frv. þessi greiðsluafgangur er m. a. ætlaður til þess að mæta væntanlegum launal-ækkunum hjá opinberum starfsmönnum ásamt fjárveiting- um til nýbyggingar skólahúsnæð- is, sem afgreiddar verða við þriðju umræðu fjárlaga. Þessar upplýsingar komu m. a. fram í við tali, sem Alþýðublaðið átti viff Framli. á bls. 3, Undir smásjá um allt land □ „Skattalögreglan“ svonefnda liefur í ár haft meff höndum rannsókn fleiri mála en nokkru sinni fyrr, og er það að sögn Ólafs Níelssonar skattrannsóknar stjóra, m.a. vegna þess að fleiri starfa nú við rannsóknardeild skattamála en áður, þótt fjöldi mála, sem tekin eru fyrir gefi ef til vill ekki réttasta mynd af afköstum deildariimar. Ekki kvað Ólafur nákvæma skýrslu um starfsemina ligg.ja fyrir, en ætlunin væri eftir ára- mót að gera nokkurs konar út- tekt á starfseminni til bessa og væri þeirrar skýrslu að vænta upp úr áramótum. Starfmenn rannsóknardeildar- innar hafa á þessu ári gert meira af því en fyrr að ferðast um land ið og vinna að rannsóknum í samráð!< við skattstofmi livers umdæmis, þannig að segja mætti að skattarannsókn á veg- um deildarinnar séu nú í gangi í öllum skattaumdæmu,m. ITURF — Nýverið hafa verið gerð- ar rannsóknir á því, hve mik- iff fyndist af varasömum eitur efnum í mjólkurvörum á ís- landi. í Ijós kom, að í nokkv- um sýnum af mjólkurfitu smjörs var þaff mikiö af efn- inu Hexecíd (lindan), jnem notað er til sauðfjárþöðunar, að það nálgast það, sem var- hugavert er talið til mann- eldis. Er hér um allsterkt eyðingarefni að ræða og eru flutt til landsins um 12 tonn af efnínu annað hvort ár. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu nefndar, sem Rann- sóknarráð ríkisins, skipaði s.l. haust til þess að athuga vanda mál mengnnar í náttúru landsins. í nefndinni eiga sæti Eyþór Einarsson, grasafræð- ingur, Eggert Ásgeirsson, frkvstj., Guðiaugur Hannes- son, gerlafræðingur, Pétur Sigurjónsson, forstjóri Rann- sóknarstofnunar iðnaðarins og Þorkell Jóhannesson, pró fessor. Leggur nefndin til að þegar verði liafnar rannsókn- ÞÖRF Á MEIRI RANNSÓKNUM ir á hug-sanlegri mengun mat væla af völdum Hexacíds, livort efninu væri að lokinni notkun veití beint út í næsia læk eða á þar sem það gæti gert skaða og jafnframt verði raimsökuð hugsanleg meng- un mjólkur af sýklalyfjum. Ýmislegt fleira athyglisvert kemur fram í niðurstöðum „mengunarnefndarinnar“ og virðast þær renna stoðum undir grunsemdir margra um að hér á landi sé ekki jafn Framhald bls. 3. SKATTARNIR DUGA EKKI FYRIR NIÐURGREIÐSLUM c> BAKSIÐA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.