Alþýðublaðið - 08.03.1971, Síða 7

Alþýðublaðið - 08.03.1971, Síða 7
 Útg. Alþýðuflokkurinn Ritstj'óri: Sighv. Björgvinsson (áb.) Jöfnun á hitunarkostnaði Fyrir' skömmu voru gerðir samningar yið helztu olíuframleiðslulöndin um miklár verðhækkanir á olíu. Mun sú verðhækkun verða um heim allan og nú •irman skamms hingað til lands. Þá munu hækka allar vörur unnar úr olíu og þá um leið olía til húshitunar. Mun þá enn aukast kostnaðurinn við upphitun húsa hjá þeim ,sem olíukyndingu hafa og mun feá kostnaðurinn milli þeirrar hitunar annars vegar og hitaveitukyndingar hins vegar vaxa enn. £ tilefni af þessum fréttum hefur Bene dikt Gröndal, alþm. lagt fram á Alþingi feingsályktunartillögu um- upphitun húsa. I tillögunni segir, að ríkisstjórn- •inni verði falið að láta fara fram sér- íræðilega athugun á leiðum til að gera upphitun húsa ódýrari utan núverandi hitaveitusvæða til að jafna hitunarkostn að landsmanna. Verði niðurstöður athug ananna lagðar fyrir næsta Alþingi. í greinargerð með tillögunni segir Benedikt Gröndal: Fregnir frá Teheran herma, að vænta megi allmikillar hækkunar á olíuverði. Mun sú hækkun án efa ná til þeirrar olíu, sem íslendingar kaupa, áður en langt líður. Þessi tíðindi mættu verða íslending- um tilefni til að íhuga, hversu háð þjóðin er innfluttum olíum og benzíni. Ef flutn ingur á þessu eldsneyti til landsins stöðvaðist nokkrar vikur, mundi sam- göngukerfi þjóðarinnar lamast, útgerð og. margvíslegur annar atvinnurekstur fálla niður, en þúsundir heimila og ann- atra bygginga yrðu án upphitunar. „Nokkur hluti þjóðarinnar býr við upphítun með jarðhita og nýtur allmiklu betri kjara á því sviði en hinir, sem verða að nota aðflutta olíu. Vegna gengisbreyt inga, pfriðar í austurlöndum nær og ann arra aðstæðna á olíumarkaði hefur hit- unarkostnaður þessa fólks hér uppi á Is- lándi hækkað mjög mikið og er orðinn einn þyngsti útgjaldaliður hjá mörgum fjölskyldum. Með tillögu þessari er farið fram á, að gerð sé heildarathugun á þessum mál- um í þeim tilgangi að finna leiðir til að lækka hitunarkostnað þessa fólks, jafna þár með aðstöðu landsmanna og draga úr gjaldeyriskostnaði vegna innflutnings eldsneytis. Hefur allmikið verið um þessi mál f jallað, og eru ýmsar álitsgerðir þeg- ar tiL Kemur helzt til greina að stórauka notkun heita vatnsins og athuga, hvort unnt er að flytja það meiri vegalengdir en hingað til hefur verið gert, en að öðr- um kosti að nota raforku frá stórum orkuverum til upphitunar. Þetta mál hefur mikla þjóðhagslega þýðingu. Það snertir misrétti, sem lands- ntenn búa við, og afkomu þúsunda af hteimilúm". Þetta eru þær leikkonurnar Ingrid Bergman og Maggie Smith. Þar standa á leiksviSi í London, ekki eru þær þó aS leika, heldur var Ingrid aS afhenda Maggie verS- laun fyrir bezta leik ársins 1970. Þau verSlaun fékk hún fyrir aS lerka Heddu Gabler. — Kaupmannahöfn að versna? ★ Kaupmannahöfn hefiu- bneytzt mjög, og margir segja til hins verra. Danska blaðið Aktuelt hefur vakið athygli á því að mjög þrengi nú að öll- um smærri verzlunum í borg- inni og séu hundruð ef ekki þúsundir þeirra til sölu. Fast- eignasalair í borginni vilja ekki taka verzlanir til sölu nema ársveltan sé Vz milljón danskra króna eða meir, og þeir segja að litlu verzlanirnaiT í hliðar- götunum sem hafi 3—400 þús. króna ársveltu séu óseljanleg- ar. Þessar verzlanir breytast því yfirleitt í leiguhúsnaeði, enda þótít þær séu ekki vel til þess fallnar. Það eru ýrnsar lifs- venjubrieytingar, sem valda því að þessar litlu verzlanir eru dæmdar úr leik. HANN GET UR ALLT □ I HOLLYWOOD er ársins 1965 ennþá minnzt sem ,Lee Marvins ársins', en það ár vann þessi stórkostlegi leikari nær öll verðlaun sem vert var að vinna, þar á meðal Oscarsverð- laun fyrir leik sinn í Cat Bal- Iow. Nú er það orðin tímabær spurning hvort árið 1970 ætlar ekki að verða annað ,Lee Mar- vins ár‘, en hann er nú að.leika í myndinni ,Paint your 'W’agon‘ og sem meðleikara hefur hann m.a. fólk eins og Jiean Seeberg og Clint Bastwood, svo að bú- ast má við einhverju góðu. Myndin „Paint your wagon“ er gerð eítir samnjefndum söng- leik sem hlaut mjög góða dóma, 'enda eru þarna á ferðinni sömu sniilingamir og gerðu My Fair Lady og er búizt við að myndin hljóti jafnvel enn betri dóma en söngleikurinn á sínum tíma. Söguþráðurinn er fenginn frá hinum gömlu góðu og erfiðu guilæðistímum. Ben Rumson (Lee Marvin) er drykkfelldun liðsforingi frá suðurríkjunum og fær sér félaga sem hann býr með í konulausu frum- byggj aSamfélagi þar til þangað kemur maður sem á tvær kon- ur, en önnur þeirra er ung og falteg (Jean Seeberg) en hin er eldri og ekki eins athyglis- verð. Ben kaupir nú þá yngri fyrir 800 dollara, en hún tekur þá uppá að verða ástfangin í félaganum og finnst það i hæsta máta réttlætanlegt þó að hún eigi tvo menn, þar sem fyrri maður hennar átti tvær konur. — Amerískur gagnrýnandi sagði ’68 um Marvin: „Hann virðist hafa tekið það fyrir að sýna heiminum að hann geti allt og það sem mieira er, hann gebur það sannarlega". En eftir að hafa séð „Paint your wágon“ verða líklega flestir sammála um að Marvin kann sitt hvað fyrir sér. Marvin fjölskyldan kom upp- hafl'ega frá Englandi árið 1634 og er Lee afkomandi Rosg G. Marvin, sem fórst með Peary í heimskautsleiðangurinum ár- ið 1909. Láe er fæddur í New York árið 1924 og valr faðir hans auglýsingasérfræðingur en eini bróðir hans er frægur málari. Lee gerðist _ sjálfboðaliði í hamum 1943, en þá hafði hann verið í skóla í Floiida, einum af mörgum sem hann hafði Ver- ið í þar til hann var rekinn. f stríðinu særðist hann nokkuð í viðureigninni við Japani og var þá sendur til Bandaríkj- anna aftur. Hann dvaldi hjá fjölskyldu sinni í New Yorfc á meðan hann var að ná sér aft- ur, en þar kynntist hann manni sem átti lítið leikhús og réði sá Marvin í sm'áhlutverk sem varð til þess að hann ákvað að Verða leikari. Hann notfærði sér þá styrk ssm hann gat fengið fyrir þátttöku sína í stríðinu og fór að stunda nám við thé Amleri- ean Theatre Wing‘ og eftir að hafa svo leikið nokkur smáhlut veirk hér og þar, fékik hann aðailhlutverkið í ,Billy Budd‘ á Broadway, en þar fékk hann svo góða dóma að fólk fór að veita honum athyggli. Það var um þetta teyti að mikið var farið að táka upp leikrit og sýna þau í sjónvarpi og þá fékk Marvin nóg að gera því hann var orðinn ,nafn‘. — Gróflega talað hefur hann leik- ið í 300 sjánvarpisdagskrám, bæði við beinar útsendingar og í myndum, en einnig ferðaðist hann um Bandarikin með leik- flokkum. Fyrsta hlutverkið sem hann fékk í kvikmynd var í mynd- inni ,YouTe in the Army now‘ og lék hann þar með Gary Coop er, en leikstjórinn tók hann með sér til Hollywood að upp- tökunni lokinni til þess að „prufu“ mynda hann, og hefur Marvin yerið þar síðan. Það tók Marvin 13 ár og leik í ótal sjónvarps- og kvik- myndum að komast raunveru- lega uppá stjörnuhimininn. — Árið ’65 fékk hamn sín fyrstu Oscars verðlaun eins og áður er getið, en síðan er hann orð- inn einn af þeim stóru sem all- ir vilja horfa á svo að þolin- mæði hans vair ekki til einskis. Hann er stórkostlegur persónu- túlkari, sem lifir sig á einstæð- Framh. á bls. 2. PÖLITlSKT POPP - TlMARIT IÞÝZKALANDI □ PÓLITÍSKT pöpptímarit fyrir ungt fólk hefur Vérið á boðstólum í Vestur þýzkalandi í þrjá mánuði. Það heitir Ran, eða SkéLIum Okkur í lauslegri þýðingu, og er gefið út af þýzka alþýðusambandinu. Viðbrögð manna við þessu nýja mynd- skreytta tímariti eru á ýmsan veg. Yfirleitt hrellir tímaritið verkalýðsleiðtogana en ungt fólk, sem skrifað hefur ritinu virðist mjög ánægt með þetta nýja málgagn, sem hefur niu- tíu þúsund eintaka upplag. „Að því er virðist, tekur kyn- æði ykkar og klámfengnar hug- myndir svo mikið rúm í blað- inu, að engir dálkar eru af- gangs fyrir menningargréinar frá verkalýðsfélögunum“, sagði <einn meðlimur miðstjómar al- þýðusambandsins á fundi með hinum ungu blaðamönnum. — Það, sem olli þessum mótmœl- um, var mynd af tveimur aðlað- andi berbrjósta stúlkum, sem birzt hafði í fyrsta heftinu. Og stjórnarmaðurinn bætti við: „Þið getið verið viss um, að svona lagað eyðileggur verka- lýðshreyfinguna. Ef við hefðum útbýtt blaðinu í okkar vérka- lýðsfélagi, þá hefði fjöldi manns sargt sig úr félaginu.“ Og þannig héldu þeir áfram: „Hlífið okkur við vitleysunni í ykkur. Við höfum engán, á- huga á kláminU ykkar, þégiði yfir pólitísfcúm skoðunum ykk- ar og reynið ekki aðjtélja okk- ur trú um að þið getið gefið út rit fyrir úngt “fótk“. ''' . Ritstjórinn .Dinter- Sehmidt, 33 ára gamall, sóm vinnur að blaðinu úsamt tveimur öðrum, kærir sig kollóttan um svona predikanir. Ran á að ganga fram af full- orðna fólkinu og afstaða starfs liðsins er þannig, að tímaritið ætti ekki að kafna undan naíni. Dieter Schmidt er með nægar hugmýndir til næstu fimm ára eða svo segir hann, en þá verð- ur líka einhver ann'ar að taka við. í fyrstu blöðunum hóf rit- ið baráttu gegn hassi ogheroini. Einnig rekur það áróður gégn endalausri þvtelunni í einka- útvarpsstoðvum, sem þrífaSt á auglýsingum, það hefur barizt gegn misnotkun á lærlingum, ágjömum húseigéndum og svo ér rftfð; éindrégið' fylgjándi Ruuðsokkahœyfingunni. Að því er Ran segir, þá er það svo um margar einhteyp- ar stúlkur, sem eru peninga- lausar í mánaðarlokin og eiga eftir að borga húsaleiguna, að þær neyðast til að fara á etræt- in og selja blíðu sína. Ritið hefur mikla fyrirlitn- ingu á þýzkum plötusnúðum, „sem fylla milljónir fólks með þvaðrí og óþverra og misnota sér tilfinningar og vonir al- swenniga i samvinnu við fram- kvæmdastjóra sína. Plötusnuð- ar útvarpsstöðvanna eru ópíum fólksins. Ran reynir að gera ungu verkafólki grein fyrir því, hvemig svokallaðar stjörnur blekkja það og hafa af því fé. Ritið heldur því fram, að popp- iðnaðurinn geri ungt fólk að neyzludýrem og ráðleggur lær- lingum og ungu vinnandi fólki að eyða tíma og peningum í 'eitthvað skynsamlegra. í þess- um tilgangi hefur ritið birt fjölda hlutlægra athugana á neyzluvarningi. Þar sem Ran gerir ekki ráð fyrir því, að neinir lesenda eigi Mercedesbíl, gerðu blaða- mennirnir athugun á ljóta and- arunga bílaheimsins, sem en 2CV. Fyrir unglingsstúlkur í . verksmiðjum og skrifstofums birti Ram athugun á nælonsokfc um. og stretchbuxum. Einnig hefur ritið barizt gegn brögð- um tízkuteiknarapg léttíáhyggj um af margri ungri konu, þeg- ar vissar tegundir gétnaðar- vamapillna . vom teknar ióof. r markaðinum. — ' : " 6'.' MANUDAGUR 8. MARZ 1971 GYLFI Þ. GÍSLASON SKRIFAR □ ABALGREIN Timans fyrra sunnudag er um þróun kaupgj aldsmála á undanförn- um áratug og er eftir aðal- ritstjóra þessa næststærsta blaðs íslendinga, Þórarin Þór- arinsson, alþingismann. Aðal- efni greinarinnar er það, að lífskjör ísledinga hafi v.ersn- að á liðnurn áratug, þótt kjör* manna hafi farið batnandi í öllum nálægum löndum, og séu lífskjör þjóðarinnar nú mun lakari en þatu voru 1958, þegar ríkisstjórn Bermanns Jónassonar hafi farið frá völd um .Fyrir þessari staðhæfingu eru færð þau rök, að ýmsar vörur hafi hækkað meira i verði en ákveðnir taxtar Dags brúnar. Auk þess er bent á, að vísitala byggingairkostnað- ar hafi hækkað meira en þ'ess ir sömu Dagsbrúnartaxtar. Öllum, sem er ljós nauðsyn frjálsrar blaðamennsku og gera sér grein fyrir mikilvægi þess, að hún sé heiðarlég, hlýt ur að hafa ofboðið við lestur þessarar greinar. Skyldi í raun. og veru nokfcur fslend- ingur vera í vafa um, að lífs- kjör íslendinga séu nú b'etri en þau voru fyrir rúmum ára- tug? Það er alkunn, auigljós og viðurkennd Staðrteynd, að þjóðin býr nú við betri kjör en hún gerði fyrir rúmum áratug. Auðvitað geta verið til einstaklingar og jafnvel hópar, sem hafa nú úr minna að spila en þeir höfðu fyrir tíu árum. En það er hafið yfir allan efa, að þjóðin i heild býr nú við betri hag en hún gerði áður. Hitt er annað mál, að mikill vandi er að mæla lífskjarabreytinguna nákvæmltega. Ýmsir mæli- kvarðar og ýmsar aðferðir koma til grieina og geta leitt til dálítið ólíkrar niðurstöðu. Öllum viti bornum mönnum er þó væntanlega ljóst, að t. d. samanburður á mjólk- urverði og ákveðnum Dags- brúnartaxta nú. annars víegar og fyrir tíu áinim hins vegar gefur enga vísb'endingu um . breytingu á lifsktjörum. En þetta er aðferðin, sem aðal- ritstjóri næststærsta blaðs landsins. notar í grein, sem tekur meira en heíla síðu , blaðsins. Það er auðvitað ekki verðbríeytjngin á einni vöru, né heldur. á 10 vörum, sem máli skiptir í sambandi við lifskjörin, heldur vegin með- altalsbreyting á öllum vörum og allri þjónustu, sem m'enn kaupa og nota. Til þess að mæla þessar h'eildarbreyting- ar reiknar Kauplagsnefnd og Hagstofa íslands út vísitölu framfærslukostnaðar og hef- ur gert lengi. Þess er hvergi getið í hinni löngu grein, að slík vísitala sé til, og þá auð- vitað ekki heldur neitt tillit tekið til hennar. Allir viti bornir menn hljóta einnig. að gera sér það Ijóst, að breyt- ing á krónutölu kaupgjalds samkvæmt tilteknum töxtuim Dagsbrúnar segir næsta lítið um breytingar á lífskjörum Dagsbrúnarmannsins, ekki hvað sizt þegar um heilan ái"a tug er að ræða, þar eð í hverj- um nýjum kjarasamningi e.ru gerðar ýmsar tilfærslur á töxtum, breyting verður á yfirvinnutöxtum, hækkun, Verður vegna starfsaldux*s, or- loflsfé vex o.s.frv. Vilji menn gera sér grein fyrir breyt- ingum á launum Dagsbrúnar- mannsins, verður að athuga breytinguna á meðaltíma- kaupi hans. Þess er hvergi getið í hinni löngu grein Tim- ans, að til séu vísitölur um þróun meðaltímakaupsins, en þær eru til og hafa verið birtar opinberlega. Vilji m'enn vita, hvort hækkun meðal- tímakaupsins í krónum hafi fært Dagsbrúnarmanninum raunverulega lífskjaraibót, — verður að bera vísitölu meðal kaupsins saman við vísitölu framfærslukoetnaðarins og fá þannig breytinguna á kaup- mætti meðaltímakaupsins, og við þetta bætist, að í þjóð- félaginu eru fleiri launamenn en Dagsbrúnarmenn. Ekki er víst að brteyting á kjörum Dagsbrúnarmanna segi allan sannleikann um breytingu á lífskjörum „almennings“ eða þjóðarinnar. Varla er hægt að hugsa sér, að nokkrum, sem lætur sig 'þj óðfé'lagsméil éliruh vter j u skipta, sé ekki ljóst, að með þessum einföldu virmuaðferð- um og þeim einum er liægt að mynda sér rökstudda skoð- un á þvi, hvort lifskjör á til- teknu árabili hafi verið að batna eða versna. Aðailrit- ferðúm ekki, heldur niefnir einstök dæmi um verðhækk- anir og taxtahækkanir. Að- ferð hans er hliðstæð því, ef efni bókar væri endux-isagt mleð því að bafa yfir eina setn ingu af hverri síðu bókarinn- ar. Auðvitað' mundi sá, sem setningarnar heyrði, ekki hafa hugmynd um efni bók- arinnar. Dæmin, sem Þónar- inn Þórarinsson, nefnir í grein sinni, segja líka heldur e.kki neitt um breytingar á líf-'kjörum launastétta síðan 1958. En þær bafa Iieitt rit- stjórann í þá freistni að fara með staðhæfingu, sem öll þjóð in veit, að er rönig: Að Lífekjör þjóð’a.rinnar sélui verri nú en þau voru fyrir rúmu'm áratuig. Ég gat þess áðan, að ýmsar aðferðir megi hafa til þesis að mæla lífskjarabreytingar frá ári til árs. Ein ,er sú að bera saman breytingaa' á meðal- tímiakaupi tirlteki(n,na stéf.ta. Önnur er sú að bera saman br.eytingu atvinnute'knannai Framli. á bls. 2. KAUPMÁTTXJR MEÐALTÍMAKAUPS OG ATVINNU- OG RÁÐSTÖF UNARTEKNA <1. febr.) 1960=100 Vísítölur, miðað við verðlag hvers árs. Meðaltímakaup verkafólks 1958 1959 1960 1966 1967 1969 1970 1971 og- iðnaðarmanna \tvinnutekjur sjómanna, 97,2 101,3 100,0 238,6 250,9 303,1 374,9 419,9 verkamanna og iðnaðarm. Ráðstöfunartekjur verkam. 87,8 94,9 100,0 310.9 293,7 351,4 442,8 509,2 sjómanna og iðnaffarmanna. 83,9 87,5 100,0 296,3 268,5 332,3 420,7 481,3 V erðvísitölur 1958 1959 1960 1966 1967 1969 1970 1 1971 i’ísitala framfærslukostn. 96,8 98,1 100,0 186,4 193,3 265,8 299,2 315,9 Físitala neyzluvöruverðlags. 90,7 Vísitölur kaupmáttar. miðaff viff vísit. framfærsluk, Meffaltímakaup verkafólks 91,3 100,0 202,3 210,5 297,3 339,1 359,3 og iðnaðármanna. Atvinnutekjur verkamanna, 104,4 103,3 100,0 128,0 129,8 114,0 125,3 132,9 sjójmanna og iffnaffarmanna Ráffstöfnnartekjur verkam. 90,7 96,7 100,0 166,8 151,9 132,2 148,0 161,2 sjómanna og iffnaðarmanna Vísitölur kaupmáttar miffað viff vísitölu neyzluvöruv. 86,7 88,8 100,0 159,0 138,9 125,0 140,6 152,4 Ráðstöfunartekjur 92,5 95,4 100,0 146,5 127,6 111,8 124,1 134,0 MÁNUDAGUR 8. MARZ 1971 7

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.