Alþýðublaðið - 17.07.1971, Síða 9
zmssMtttiLgw. - -
•>L
óttir - íþróttir - íþróttir - íþróttir - xþróttir - xþróttir
3 KYLFINGAR A
GOLFMÓT YTRA
Einar (iuðnason er einn þeirra
þriggja íslendinga sem þátt taka í
stóru goífmóii í Danmörku í næsta
mánuSi.
a eb
MINNISVERÐ ARTOL
□ fslending-ar fara á næstunni
á stórt golfmót í Nyborg í Dan-
mörku sem fram fer 5.—8. ág-
úst næstk., svokallað Scandina-
vian Open Amateur Champion-
ship. Til þess aff öðlast þátttöku
rétt í keppninni, verffa menn aff
hafa hæst 4 í forgjöf. Affeins 3
tnenn hafa svo lága forgjöf hér
á landi aff Þorvaldi Ásgeirssyni
undanskildum, þeir Þorbjörn
Kjærbo, GS, Einar Guffnason,
BR og Björgvin Hólm, GK. —
Þorbjörn liefur 2 í forgjöf, en
þeir tveir síðastnefndu 4. Björg-
vin og Einar lækkuffu nýlega.
Einar úr 7 og Björgvin úr 8.
Við spjölluðum stuttlega við
Einar Guðnason í gær, og spurð
um hann um þetta mót. Einar
sagði að þetta mót væri haidið
af Golfsamböndum Danmerkur,
Svíþjóðar og Noregs, og væri
það haldið til skiptis á Norður-
löndunum. Þarna verða með
allir beztu golfmenn Norður-
landanna, og einnig er keppnin
opin fyrir áhugamenn annarra
landa.
Ekki kvaðst Einar bjartsýnn
á árangur fyrir hönd þeirra ié-
laga, enda væri þátttaka þeirra
j meira hugsuð til að ryðja braut-
ina fyrir þátttöku íslenzkra
kylfinga á mótum á Norðurlönd
um. Þó væru möguleikar kann-
ske meiri fyrir þá sök, að þarna
verður um holukeppni að ræða,
en ekki höggkeppni. Þá sru
höggin ekki talin, heldur eru
keppendur tveir og tveir sam-
an, og sá sem vinnur fleiri hol-
ur hlýtur sigurinn.
Dagskráin verður erfið hjá
þremenningunum. Mótinu lýk-
ur 8. ágúst eins og fyrr segir,
og halda þeir þá strax heim,
þ. e. a. s. daginn eftir, 9. ág-
úst, Dvölin verður ekki lengi
hér syðra, því 10. ágúst er hald
ið til Akureyrar, þar sem ís-
landsmótið hefst 10. ágúst. —
Einar sagði, að þeir þremenn—
ingarnir ætluðu sér að æfa vel
fram að mótinu, og yrði Þor-
valdur Ásgeirsson þeim til leið
beiningar.
1S48:
□ Birting niinnisvei'ffu ártal-
anna hefur gengiff heldur
skrikkjótt aff undanförnu, og er 1948:
beði&t velviröinga’r á því. Nú er
hins vegar ætlunin aff gera hér
bót á, og hafa þættina reglu-
lega á laugardögum framvegis.
1944: Fuíitrúum knattspyrnus-am
banda þjóöanna fjögurra i
Bretlandi voru afhentir
40.000 fataskömmtunar-
setfíar, svo knattspyrnulið
in gætu keypt búninga á
leikmenn að nýju.
1944: Uislit í bikarkeppni ensku
deildarinnar nyrðri urðu
þau að Aston ViHa vann
Biackpooi 5:3, en í syöri
deildinni vann Cbarlton
3:0 sigur yfir Chelsea.
1944: Engiand, Skotland, Waies
tíg Norður-írland gerðust
aðilar að Alþjóðaknatt-
spyrnusambandinu á nýjan
leik eftir að heimsstyrjöld
inni seinni lauk.
1946: Bolton harmieikurinn: 9.
marz létust 33 og yfir 400
slösuðust þegar áhorf-
endastæði hrundu á velli
Bolton, Burnden Park, í
leik gegn Stoke City. 1948:
1947: Úrval af Stóra-Bretlandi
vann úrvalslið Evrópu 6:1
1948:
í leik sem fram fór í Clas-
gow.
Tveir leikmenn létu lífið
þ:g3r eldingu sió niður á
vc'íTilnn í bikafúrslítalei'k
hersins sem fram fór í
Aldershot. Georg 6. Breta-
konungur var viðstaddur
leikinn ásamt drottningu
sinni.
143.570 áhorfendur horfðu
á leik Rangers og Hiberni-
an á Hampden Park í
marz. Þetta er mesti á-
horfendafjöldi sem um
getur í leik miili brezkra
liða, ef bikarúrslit eru
undanskilin.
82.950 sáu leik Manchest-
er United og Arsenal 17.
janúar á Maine Road, veili
Manchester City. Þetta er
mesta áhorfendatala á
deildarleik í Englandi fyrr
og síðar. Þess má geta,
að Manchester United lék
fyrst eftir stríðið á Maine
Road, því völlur United
Old Trafford eyðilagðist í
stríðinu.
265.199 áhorfendur sáu
tvo bikarleiki milli Rang-
ers og Morton.
RUGL OG ÞRUGL
□ No'kkur ruglingiur hefur kom
izt á knattspymuleiki helgarinn-
ar, því svo virðist sem láffst hafi
að athuiga hvort vellirnir hafa
vterið uppteiknir á þeim tínna sem
leikirnir voru settir. Minna þessi
vinnubröigð nokkuð á söguna um
vinstri höndina og þá hægri. —
Ruglinguriinn staffar af því að
Laugardalsvöllurinn var upptek-
inn vegna Meistaramótsins í
frjálsum íþróttum.
Þær breytingar verða, að leik-
ur Breiðabliks og Refiavíkur sem
fram átti að fara í öag klukkan
16 á Melavelli, flyt'4 yfir á mánu
dagskvoldið. Leikur KR og Vals
sem átti að fara fram á þeim
tí<ma, flyzt hins vegar yfir á
þriðjudgaskvöld. Leikiur Fram
og ÍBA sem fram ótti að fara á
sunnudag klukkian 16 á Laugar-
dalsvslk, færist aftur til klukk-
am 17.30. Aðrar breytingar erK
ekki á leikskránni í 1. deild, ÍA
og ÍBV leika eins og áður var
álkveðið á Akranesi í dag klukk-
an 16.
Báðum leikjiunum í 2. deild
hefur verið frestað, leik Hauka
og' ÍBÍ og Ármanns og ÍBÍ. Þegar
blaðið fór í prentun bárust hins-
vegar fréttir að Ísfirðirígannir
væru komnir til Rsykjavíkur, cn
ekki tókst að fá þær fréttir stað-.
festar.
Frí-Happ
FRJÁLSÍÞRÓTTASAM-
BAND ÍSLANDS efnir um
þessar mundir til skyndiliap\>-
drættis.
■ Fjárþörf sambandsins er mik-
Eramh. á hls. 10.
MEISTARAMOTIÐI
UM ÞESSA HELGI
Halidór Guðbjörnsson líkiegur
sigurvegari í lengri hlaupunum. ■
Meistaramót íslands í frjáls-
um íþróttum fer fram um
helgina. Stendur mótið í þrjá
daga, Iaugardag, sunnudag
og mánudag. Það er frjáls-
íþróttadeild Ármanns sem
sér um framkvæmd mótsins.
Skráffir keppendur eru 56
frá 13 félögum og sambönd-
um, flestir frá KR, 13 alls.
Þess ber aff geta, aff þaff er
affeins keppni í karlagrein-
um sem fram fer nú um hclg-
ina sérstakt kvennameistara-
mót verffur síffar lialdið í
Vestmannaeyjum. Yfirdómavi
mótsins verffur Örn Eiffsson
en Stefán Kristjánsson verff-
ur leikstjóri.
Mótið hefst í dag kl. 14,
og verður dagskrá mótsins
Sem hér segir.
Laugardagur kl. 14.
400 m. grindahlaup
Hástökk
Kúluvarp
200 m. hlaup, undanr,
Langstökk
800 m. hlaup
200 m. hlaup, úrslit
Spjótkast
5000 m. hlaup
4x100 m. boðhlaup
Sunnudagur kl. 14.
110 m. grindahlaup
Stangarstökk
Kringlukast
Þrístökk
400 m. hlaup, undanr.
1500 m. hlaup
100 m. hlaup, undanr.
Sleggjukast
400 m. hlaup, úrslit
100 m. hlaup, úrslit
4x400 m. boðhlaup
Mánudagur kl. 19.
Fimmtarþraut: langst.
Fimmtarþraut: spjót'k.
3000 m. hindrunarhlaup
Fimmtarþraut: 200 m.
hlaup.
Fimmtaijþraut: (Kringlu-
kast
Fimmtai'þraut: 1500 m. hl.
Laugardagur 17. júli 1971. S