Alþýðublaðið - 27.12.1971, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.12.1971, Blaðsíða 7
 rXiÍKVOT SMSMS> Útg. Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Sighvatur Björgvhrsson' NÚGtFST ÞEIM NÆDI Þingmenn eru nú í jólafríi og hlé á fundum Alþingis Mun það ekki taka aft- ur til starfa fyrr en um 20. janúar n.k. Síðustu vikur fyrir jól voru mjög annasamar á Alþingi. Eftir að lítið sem ekkert hafði heyrzt frá ríkisstjórninni lengi fram eftir vetri kom hún þessa síð- ustu daga fram með hvert stórmálið á fætur öðru, — Framkvæmdastofnun, al- mannatryggingar, stórvægilegar skatta- þreytingar, útgjaldaaukningu upp á þús- undir milljóna á fjárlögum o. fl. Flest fiessara stórmála heimtaði hún svo af-. greidd fyrir jól. Það má því nærri geta, að þingmönn- um gafst ekki mikill tími til þess að •Ifaumgæfa hvert mál fyrir sig. Með löng jim fundahöldum var allt kapp lagt á safgreiðslu mála og ríkisstjórnin og stuðn jngsmenn hennar sinntu lítt eða ekki éskorunum stjórnarandstæðinga um að athuga sum atriði stóru frumvarpanna betur. Nú hafa þau flest verið afgreidd. Eitt stærsta málið er þó enn eftir. Afgreiðsla skattafrumvarpanna beggja. Hún mun ekki fara fram fyrr en síðar í vetur. En nú eru ráðherramir komnir í fri frá þingstörfum, eins og aðrir þingmenn. Og þá gefst þeim tími til að athuga sinn gang og þá sérstaklega þau tvö stóru frumvörp, — skattafrumvörpin —, sem afgreiðslu bíða. f sambandi við þau er einkum tvennt, sem Alþýðublaðið vill vekja athygli á og fá breytt. í fyrsta lagi það að samkvæmt skattafrumvörpunum er stefnt að gíf- urlegum skattahækkunum á almenningi samfara því sem skattbyrðin lækkar hlutfallslega á þeim allra hæst launuðu. Þetta er staðreynd sem jafnvel Þjóð- viljinn hefur viðurkennt og þessu þarf að breyta. f öðru lagi fela skattafrumvörpin í sér veitt mesta vísitölusvindl sem um getur og leiða á til þess að svipta launþega nær allri þeirri kauphækkun sem ný- lega hefur verið samið um. Þetta á að gera með því að hækka landbúnaðar- vörur stórkostlega í verði án þess að sú verðhækkun fáist að nokkru bætt vegna þess vísitölusvindls sem ráðgert er. Þessi tvö atriði ætti ríkisstjórnin sér- staklega að hugleiða nú, þegar ráðherr- arnir hafa tiltölulega rúman tíma. Þeim verða þeir að breyta. I Mánudagur 27. des. 1971 NAUÐSYN AÐ LÉTTA FÓLKI AÐ KOMAST HEIM AFTUR - Spjallað við Kristin Snæland, sem var formaður íslendingafé- lagsins í Málmey í Svíþjóð □ Margir þeirra Lsiendinga, sem fóru lil Sviþjóðar fyrir tveimur til þremur árum í atvinnuleit, eru nú að koma eða komnir heim aftur. Við hittum Kristin Snæland, rafvirkja, á góiu hér í Reykjavik fyrir nökkrum dög- um og hann var þá nýkominn heim ásamt fjöiskyldu sinni — eftir tæplega tveggja og hálfs árs veru í Svíþjóð. Kristinn var formaður íslendingafélagsins í Málmey, sem starfaði atf miklum krafti undir stjóm hans, og startfar enn og við báðum hann að segja okkur frá dvö'linni I Svíþjóð og íslendingafélaginu í Málmey (Malmö). Kristinn er kvæntur Jónu Snæland og áttu bau tvö börn, þegar þau fóru héðan til Sví- þjóðar í júni 1S69 — en moðan á dvölinni ytra stóð fjöl'gaði uan eitt barn í fjölskyldunni. MiSar me5 Gullfossi __________ — Hver var ástæðan, að þú fórst til Svíþjóðar, Kristinn? — Það var veruiegur sam- dráttur í byggingariðnaði hér á iandi upp úr áramótum 1968— 1969 og voru til þess tvær meg- inástæður. Þá lauk á árinu bygg- ingu fyrsta áfanga Álbræðsl- unnar í' Straumsvik og byggingu raforkuvensi við Þjórsá. Varð þetta þess valdandi að allveru- legt atvinnuteysi varð meðal byggingariðnaðarmanna og málmiðnaðarmanna. Ég hafði Verið rafvirki í Strau.msvík, en þó ég sé fæddur Reykvikingur hafði ég unnið mikið úti á landi — til dæmis í fjögur ár á Sel- fossi og &ex ár í Borgamesi. Ég hafði hug á því að breyta til — fara út með fullu samþykki eig- inkonunnar — og þegar atvinnu- teysis varð vart lét ég slag standa. —• Hvers Vegna valdir þú Svíþjóð? — Það var r'eyndar hrein til— kunnáttumanna. Meðal ábyrgð- armanna þesis voru tveir íslend- ingar, Ólafur Sigurðsson og Sigurður Ingvason, og renndu þeir hýrum augum hingað til fslands í leit að hæfum iðnaðar- mönnum. Og bróður mínum bauðst þarna vinna og fylgdi henni frítt far. Ég sló þá til, og notaði miðann, s:em hann hafði keypt hjá Eimskip, Síðan var haldið til Svíþjóðar í júní 1969. Þegar út kom fékk ég einnig' vinnu hjá Kockums og var þar unz ég kom beim. Til márks um hreyfingu íslendinga hjé félag- inu var ég* næst elztur í starfi hjá félaginu af þeim Mending- um, sem þar unr.u, þegar ég hélt heim. íslendingafélagið í Málmey — Var ístendirgafélag fljótt stofnað í Málmey? — Já, -það má segja það. — Þégar séð varð haustið 1969, að allmargir fstendingar mundu setjast að í Málmev, var farið að ræða um stotfnun íslendingafé- lags á svæðinu. Þeim umræðum lauk með undirbúningsfundi, sem haldinn var á heimili Njarðar Snæland, oig þar var kosin undirbúningsnefnd. Stofníundur félagsinis var síð- an hafdinn laugrrdaginki 14. febrúar 1970. Ég var þá kosinn formaður og aðrir í stjórn voru Böðvar Ásgeirsson, Helgi Gunn arsson, Björk Guðmundisdóttir og Þorgeir Elíasson. Starfsemi félagsins hefur síð- an verið alMjölbreytt. Við höf- um haldið félagistfundi, dans- lleiki1, féttagsvist, uní'Ji'ingasamé i komur og svo franwegis. Þá höfum við sérstakan íslendinga dag 17. júní — og þeir hafa verið í fallegaista garði Málm- eyjar. Þegar mest var í félag- inu taldi það 368 íélaga — þar af var tæplega heimingur börn. En þess má geta, að flestir þeir viljun. Bróðir minn, var að hugsa um að fara til Sviþjóðar — og hafði reyndar keypt miða með Gulltfossi — þegar honum bauðst vinna hjá Kockums í Málmey. Þar var þá hafin hygging gas- tankskipa og var mikil börf á iðnaðarmönnum. Fclaginu reyndist erfitt að fá nægan fjölda fslendingar, sem stanzað hafa | óákveðinn tiíma í Mákney hafa jstaðið utan félagrin-s, þótt þeir hins vegar margir hverjir tækju þátt í starfsemi þess að ein- hverju leyti. Raunar var stefna félagsins sú, að félagsmenn yrðu fyrst og fremst að vera bús'ettir á félagssvæðinu, eða dvelja þar langdvölum við nám eða starf. Var þetta eklr: líka að ein- hverju leyti hagsmunafélag? — Jú, vissulega. Flestir þeir, Sem voru í félaginu störfuðu hjá Kockums eða voru bundn- ir því félagi á einhver hátt, svo þetta félag okkar hlaut um leið að vera hagsmunafélag. íslend- ingarnir hjá félaginu bjuggu að miklu leyti í þremur hverfum í Málmey og var þ\ í mikið sam- neyti milli þeirra auk vinn- unnar. í Málmey var fyrir félag Sví- þjóð-ísland — byggt á þeirn norræna grundvelli, is:eni: við þekkjum hér heima í s'likum fé- lögum — og voru eitthvað um 50 manns í því félagi, þegar við stofnuðum okkar íslendinga- félag. Það var reynt að gagn- rýna þessa félagsstofnun okkar — til dæmis skriíaði Njörðúr Njarðvík í blað hér heima um hana og gangrýndi og reyndi að gera þetta að leiðindamáiU. Mér fannst þetta mjög óréttlátt, því auðvitað var félag okkar eins og hetfur komið fram hags munafélag um leið. Við hefð- um ekki getað unnið að slíkum málum í 'hinu félá'ginu. En ég held að gagnrýni Njarð’ví'k hafi. slennitega að*mestu leyti stafað af því, að pi'ófessorinn hans þá í Svíþjóð var einmitt formaður félagsins Ísland-Svíþjóð. En það er kannski rétt að taka það fram að skemmtanir íslendinga félagsins okkar voru og eru opn- av öllum, félagsmönnum, fs- lendingum sem öðrum, sem á- huga hafa á starfsemi félagsiniSL ^ænsfía verkafólkið er ekki merkilsgt meö si?. Hvemig líkaði þér í Svíþjóð og að vinna með Svíum? — Mjög velyog ég kann vel við Svía. Maður h;.fði oft heyrt — áður en haldið var utan — að Svíar væru merkilegir mieð sig — montnir. Það kann að vera að eitthvað sé um það hjá menntamönnum sænskum —- og áður en til þessa flutnings á verkafólki héðan tjl Svíþjóð- ar kom — má segja, að íslend- ingar hafi lítið kynnzt öðruan ! en sæn(jkum 'm'enn'tamönnum. \ Vissulega er eitthvert titlatiog fmeðal saanskra — en m-eðal þeirra verka- og iðnaðarmanna, sem ég kynntist og vann með í Svíþjóð, fyrirfannst ekki neitt dramb. Nei, þeir voru ekki merkilegir með sig og ég held að afar lítið sé um slíkt í Svi- þjóð nema — eins og gat áður — hjá nokkrum sem telja sig i ei nhverri mennt amann astétt. Margir að koma heim aftur. Eru margir af þeim, sem: fóru til Kockums komnir heim til ís- lands aftur? Já, þeir eru margir. Ég v.eit um einar tíu fjölskyldur — auk margra einstaklinga og margir munu hverfa heim til íslands á næsta ári. Ég held ég megi full- yrða, að 90% af þejm, sem fóru utan í vinnuleit, hafi alltaf hugs að sér að koma heim aftur. Þetta var aðeins bráðabirgða- ráðstöfun. En eru ekki ýms vandamál í eambandi við þessa filutninga milli landa — einkum ef heilar fjölskyldur eiga í hlut? Jú, vissulega. Þess má geta, að þegar ég fór frá Málmey, komu fram ýmsar óskir íslend- linga þar, sem ég var beðinn að koma á framtfæri og í því tilefni hef ég skrifað fjármálaráðherra bréf. Það eru helzt þrjú atriði, sem þeir óska athugunar á og breyt- inga. í fyrsta lagi iskattlagningu við heimkomuna. í öðru lagi innflutningsgjöld atf bifreiðum og í þriðja lagi tollar af búslóð. Tollar og skattar. Ef við ræðum þetta aðeins, Framth. á bls. 8i Vinningaskráin Já. þeir verða margir, sem fá þann stóra á árinu er sú glæsilegasta, sem um getur. Lægsti vinningur veróur fimm þúsuncl krónur og hæsti vinningsmöguleikinn átta milljónir króna á fjóra samstæóa mióa. Allir eiga sama möguleika mánaóaríega. aó vinna milljón...eóa meira. Stórhækkun á iæástu vinninöum I Lægstu vinningarnir veróa nú fimm þúsund króþur, en voru áður tvö þúsund krónur. Þeir, sem eiga alla f óra miðana fá þvi 20.000 krónur; jafnvirói utanfarar. Hæstu vinninöarnir tvöfaldast Haestu vinningarnir i hverjum mánuói veröa ein milljón krónur, nema i desember, þá verða hæstu vinningarnir tvær milljónir króna. Ef þér eigió alla fjóra mióana, veróur vinnlngurinn átta milljónir króna. Nyja vinninöaskráin 4 vinningar ó 2.000.000 kr, 44 — 1.000.000 — 48 — - 200.000 — 7.472 — - 10.000 — 52.336 — - 5.000 — Aukavinningar: 8 vinningar ó 100.000 kr 88 — - 50.000 — Forkaupsréttur tif 10. janúar Sala og endurnýjun tit l.flokks 1972 hófst 27 d^ember. Verð miðans verður 200 krónur. Vióskiptavinir happdrættisins eiga forkaupsrétt á mióum sínum til lO.janúar 1972. G&ðfuslega endurnýió timanlega.til að forðast bióraöir sióustu d^gana. ®#®f í ** ýý: /ýýý'-ýý^ý-ý-ý^'-: Fyífiizt með timanum Mánudagur 27. des. 1971 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.