Alþýðublaðið - 07.03.1972, Page 3
Areiðanlegt er, að enginn
Bandarikjamaður hefur undan
farin ár unnið jafn mikla samúð
erlendis og Angela Davis 28 ára
gömul og háskólakennari i
heimspeki — og þar að auki
svört og fögur. I öllum löndum
heims var fylgzt með dvöl
hennar i fangelsi, þar sem hún
var ákærð fyrir þátttöku i sam-
særi — jafnvei meðsek um
morð.
Það eru 19 mánuðir frá þvi
harmleikurinn hófst — harm-
ieikur i réttarsal, þar sem
dómari og þrir ákærðir svert-
ingjar voru skotnir til bana.
Angela Davis kom fyrir rétt
fyrra mánudag og á miðviku-
dagskvöld var hún látin laus úr
fangelsinu gegn 102 þúsund og
500 dollara tryggingu.
Það var Richard Arnason,
dómari, sem tók þá ákvörðun og
lét um leið undan kröfum
almennings, sem höfðu risið æ
hærra undanfarna mánuði, bæði
innan Bandarikjanna sem utan.
Úrskurðurinn takmarkaði þó
ferða- og athafnafrelsi Angelu
og má hún ekki fara út fyrir
Santa Clara héraðið.
Það var bóndi nokkur i
Kaliforniu, Roger McAfee, sem
greiddi lausnargjaldið fyrir
Angelu og úr félagsbúi McAfee-
fjölskyIdunnar — og þegar hann
hafði greitt, sagðist hann vera
mikill aðdáandi Angelu „sem
kom múnistisks félaga”, og
hann vonaðist jafnframt eftir
þvi, að fá inngöngu i kom-
múnistaflokk Bandarikjanna.
,,Ég er enn ekki félagi i
flokknum, en ég hlakka til að
gerast það og veit að mér
verður veitt'innganga”.
Richard Arnason, dómari,
átti fund á miðvikudag með full-
trúum ákæruvaldsins og verj-
enda. Hann benti þar á, að
afnám dauðarefsingar i
Kaliforniu fæli einnig i sér, að
afnumið yrði það bann, sem
áður hcfur gilt við þvi að láta
fanga lausa, sem biðu þyngsta
dóms. Þess vegna mætti nú láta
þá persónu lausa gegn trygg-
ingu, sem ákærð væri fyrir brot
á lagagrein, sem annars byði
þyngstu viðurlög. Eins og
kunnugt er, var Angela Davis
ákærð fyrir það að hafa útvegað
vopn, sem notuð voru við flótta-
tilraun úr dómsal i Kaliforniu 7.
ágúst 1970, þegar dómari og þrir
ákærðir iétu lifið.
Angela var handtekinn i New
York 13. október 1970 og hefur
setið i fangelsi siðan, þar til
hcnni var sleppt s.l. miðviku-
dag.
En hver er Angela Davis? —
Ung, svört stúlka, sem tókst að
brjótast frá Suðurrikjaheimili
sinu, stunda nám i háskólanum i
Brandcis og i Sorbonne, vegna
óvenjulegra námshæfileika var
hún gerð að aðstoðarprófessor i
heimspeki við Kaliforniu 1970,
enda námsferill hennar allur
verið með eindæmum glæsi-
legur.
En vegna afskipta sinna af
stjórnmálum var hún látin
hætta störfum við háskólann
fyrir atbeina Ronald Reagan,
fylkisstjóra Kaliforniu. Astæðan
var fyrst og fremst sú, að
Angela hafði viðurkennt opin-
berlega, að hún væri kom-
múnisti — en hún var meira,
hún var leiðtogi stúdenta.
Þetta mál þá, reyndist Ronatd
Reagan vel til framdráttar i
DFSÚn Eflfl
MEDSEK
UM MORÐ?
kosningabaráttunni i Kaliforniu
— en siðar vakti það viðbjóð
flestra. DómstóII dæmdi upp-
sögnina ólögmæta — en Angela
var þó ekki ráðin til starfa á ný.
Um það leyti fékk Angeía
Davis mikinn áhuga á „Soledad
bræðrunum”, þrcmur ungum
negrum, sem ákærðir voru fyrir
að hafa myrt fangavörð i upp-
reisn iSoIedad fangelsinu. Þeim
var stjórnað af George Jackson,
sem verið hafði ellefu ár i fang-
elsinu fyrir að stela 30 dollurum
á benzinafgreiðslu, þegar hann
var 18 ára. Eini glæpur George,
sagði Angela, var að hann hafði
breytzt i uppreisnarmann.
Hún beitti sér mjög fyrir þvl,
að fá þremenningana látna
lausa —og hélt þvi fram, að þeir
hefðu verið tilnefndir sem
morðingjar fanga varöarins
vegna þess, að þeir voru.tals-
menn hinna svörtu i fangelsinu.
Ránstilraunin, sem varð
orsök réttarhaldanna yfir
Angelu var vegna þremenn
inganna. Ætlunin hafði veriö að
ræna dómaranum og halda
honum sem gisl, þar til Soledad-
bræðurnir yrðu látnir lausir.
Einn þeirra, George Jackson,
var skotinn tii bana, þegar hann
reyndi að flýja úr San Quentin-
fangelsinu.
Angela Davis hefur ekki neit-
að sambandi sinu við bræðurna
og heldur ekki að hafa keypt
vopnin, sem notuð voru. En hún
hefur sagt, að það hafi aðeins
verið til að verja sjálfa sig gegn
þeim ofsóknum, sem hún varö
fyrir eftir að hafa lýst yfir st-
jórnmálaskoðunum sinum. liún
hefur gefið i skyn, að yngri
bróðir hins fallna George
Jackson — Jonathan að nafni —
hafi tekiö byssurnar án sinnar
vitundar. Það var síðan Jona-
than, sem smyglaði byssunum
inn i dómssalinn i San Rafael til
þe ss að bjarga George. Jona-
than var þá 17 ára — en George
féll I fangelsi ári siðar, eins og
fyrr hcfur verið getið.
Var ástarsamband milli
Angelu Davis og George
Jackson? Bandariska alríkis-
lögreglan FBI, hefur i fórum
sinum bréf, sem notuð verða
gegn Angelu i réttinum siðar.
Þar er skrifað meðal annars:
„Ég er farin að elska þig mjög
heitt”, skrifaði hún til George
tveimur mánuðum áður en skot-
árásin i San Rafael var gerð,
Frh á bls. 4
Tvö augnablik í lífi Angelu: Byltingarhetjan með
kröfuspjaldið á myndinni hér fyrir handan. Og svo á
neðri myndinni handjárnuð í höndum lögreglunnar,
sökuð um hlutdeild í morði.
LIPRIR OG HANDHÆGIR
PLASTHANZKAR
LÆKNAR MÆLA MEÐ ÞEIM
SÉRSTAKLEGA FYRIR
VIÐKVÆMAR HENDUR
V1ÐARÞ1LJUR í miklu ucvuli
Viðartegundir: EIK — ÁLMUR HARÐVIÐUR og SPONN, ýmsar
RAAAIN— FURA—VALHNOTA — tegundir.
TEAK — ASKUR — CAVIANA — PLASTPLÖTUR, ýmsir litir.
TAAAO—KEYAKI —CAVIANA — PLASTHUDADAR SPONAPLOTUR
CEDRUS — BRENNl — PALISAND- SPONLAGÐAR SPONAPLOTUR í
ER — KOTO — og fleira. BRENNI — EIK — TEAK —
ÁLAAUR
HnrðviðArsRUn sf. Þórsgötu 14 — Símar 11931 og 13670
Þríðjudagur 7. man 1972