Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 2
HALLDÓR LAXNESS SJÖTUGUR HANN NIÖ TIL ÞAfi (SLAND SEM VHIELSK- UM OG ÐÁUM Halldór Laxness hefur verið is- hverfi öðruvísi en i spegli þeirrar lenzku þjóðinni hugstæður i hálfa bókar. öld og gott betur, enda hefur Það eru engin ný tiðindi að væntanlega enginn íslendingur á listin breyti lifinu og einnig hinni þessari öld haft djúptækari eöa dauðu náttúru. Enginn tslend- varanlegri áhrif á öll viðhorf og ingur litur land sitt sömu augum hugsunarhátt landsmanna. Ekki og áður, eftir að Kjarval skilaði nóg með að hann hafi i heila fjöra sinu'lifsverki. A sama hátt sér áratugi drottnað yfir bókmennt- ekkert okkar landið, þjóðina eða unum sem ókrýndur konungur, sögu hennar sömu augum, eftir heldur hefur hann að mjög veru- að Halldór Laxness hefur lýst legu leyti skapað og mótað hug- islenzku mannlifi i skáldverkum myndir þjóðarinnar um sjálfa sinum. Vitaskuld á það við um sig, örlög sin, sögu og samtima. alla mikla list, að hún breytir lif- Skáldskapur er að jafnaði miklu inu og umhverfinu með þvi að trúverðugri og nærfærnari heim- breyta sjón og skynjun einstakl- ild um fortið og samtið heldur en inganna sem hún nær til, en það sagnfræði, og skáldverk Halldórs einstæða i tilviki Halldórs Lax- hafa með sérstæðum hætti gert ness hýgg ég vera það, að hann áþreifanlegt og nákomið lif þjóð- hefur i rauninni mótaö alla þjóð- arinnar á þessari öld og raunar ina og fært henni alnýja mynd af einnig á fyrri öldum ((ierpla, sjálfri sér, sem reynzt hefur íslandsklukkan, Paradlsar- áhrifasterkari en hinn svokallaði heimti.Það eru að minni hyggju daglegi veruleiki. engar ýkjur, að sú mynd sem við Jafnframt þessu hefur Halldór geymum flest i hugskoti okkar af Laxness verið svo til eini heim- lslandi og tslendingum sé að ildarmaður umheimsins um ts- verulegu leyti mótuð af skrifum land og tslendinga. Að Jóhanni Halldórs Laxness —■ hann hafi Sigurjónssyni, Jóni Sveinssyni og „búið til” það tsland sem við Gunnari Gunnarssyni ógleymd- elskum og dáum, Minnist ég sér- um, hefur Halldor verið sá ein- staklega i þessu sambandi mins staklingur sem teiknaö hefur fyrsta ferðalags um Vestfirði fyr- skýrasta of fjölbreytilegasta ir mörgum árum, þegar mér mynd af eyþjóðinni á fannst ég bókstaflega upplifa noröurhjara fyrir erlenda les- Heimsljós á nýjaleik og gat með endur. Þessa hef ég orðið engu móti séð hið vestfirzka um- áþreifanlega var svo að segja hvar sem ég hef borið niður i heiminum, jafnt i Indlandi, tsra- el og Japan sem i Bandarikj- unum og Sovétrikjunum. Mér er til dæmis i fersku minni kvöld- stund i veitingahúsi fyrir sex árum i Sotsi á Svartahafsströnd Sovétrikjanna, þar sem bar- þjónninn tók að ræða viö okkur, þrjá islenzka blaðamenn, um Atómstöðina og lýsa hrifningu sinni á þvi verki. Varð mér þá hugsað til þeirrar frumlegu hug- myndar vinar mins, Kristjáns Al- bertssonar, að fá þvi til leiðar komið, að bannað yrði að þýða Alómstööina á erlendar tungur. Hvað sem liður öllum okkar ferðamannaauglýsingum og áróðursherferðum, verðum við að játa það, að i augum annarra þjóða er aðeins til eitt tsland — það lsland sem Halldór Laxness hefur „skapað”. Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar, að þeir nafnlausu snill- ingar, sem settu saman islenzkar bókmenntir á miðöldum, og þeir höfundar, sem við kunnum að nafngreina frá sama skeiði, eins og Ari, Snorri, Sturla og fleiri, hafi af ráðnum hug samið verk sin i þeim tilgangi að „búa til” þjóð, gefa henni sögu og sjálfsvit- und. Þessa skoðun mætti styðja ýmsum merkilegum dæmum úr fornbókmenntum okkar. A sama hátt hefur mér fundizt sem Hall- dór Laxness hafi vitandi vits skapað „Nýja ísland” i mynd sinnar eigin hugsjónar i þvi skyni að gera þjóðinni fært að búa i þessu harðbýla landi við verðug og mannbætandi verkefni. Nú mætti að visu færa að þvi rök, að þjóðin væri ekki mjög frá- brugöin þvi sem hún er, þó Hall- dórs Laxness hefði aldrei notið við og að landsmenn séu i mörg- um greinum harla ólikir þeim myndum sem skáldið hefur dreg- ið upp af þeim. Það breytir samt ekki þeirri frumstaðreynd, að með verkum Halldórs hefur lif þjóðarinnar fengið ferska merk- ingu og umfram allt nýja viðmið- un, sem hefur raskað öllum hlut- föllum, þannig að minningar okk- ar, hugsjónir og draumar eru af öðrum toga en áður. Þessar hástemmdu hugleið- ingar kunna að jaðra við oflof, og væntanlega munu efasemdar- menn spyrja, hvort svipvinda- samur æviferill Halldórs Lax- ness, öfgafullar skoðanir og rót- tæk skoðanaskipti séu ekki þess eðlis, að menn hljóti að varast að treysta dómgreind hans og leið- sögu. Þar er þvi til að svara, að hvorki skoðanir skáidsins né sannfæringarhiti skiptir megin- máli, heldur sá töfrasproti sem felst i málsnilldinni og skáldgáf- unni og lýkur upp berginu. Menn geta hafnað skoðunum skáldsins, hver eftir sinu eðli og innræti, en ekki skáldsýn hans né þeim sköp unarkrafti sem umskapar hversdagsleikann i mynd sann- ari, stærri og áhrifameiri veru- leika. Skáld geta eftir atvikum haft „réttar” eða „rangar” skoð- anir, en þær ráða sárasjaldan úr- slitum um upplifun og túlkun veruleikans i máttugum skáld- verkum. Halldór Laxness hefur verið guðleysingi, heitttrúaður kaþóliki,jafnaðarmaður, bylt- ingarsósialisti og nú siðast að eigin sögn hægfara ihaldsmaður, en kjarninn i æviverki hans er ósnortinn af þessum „ytri” til- viljunum. Að sönnu er það min persónu- lega sannfæring, að marxisminn hafi verið mikill aflgjafi þeim miklu skáldverkum sem Halldór samdi fyrir og frami strið, og að nóbelsfrægð og veraldargengi hafi sogið úr honum vissan merg, en sú sannfæring skyggir ekki á verðleika verka hans frá seinni árum; þau eru samin af mikilli stilsnilld, skarpskyggni, mann- skilningi, og eiga sannleiksgildi sem er óbundið stund og stað. Sifrjótt imyndunarafl, mikil fjölbreytni stils og frásagnar- háttar, áhugi á hræringum sam- tiöarinnar: þetta ' eru þær eigindir sem gera Halldór Lax- ness siungan og áhugaverðan. Ég og fleiri söknum þess vissulega, hve sjaldan Halldór stingur niður penna um dægurmál núorðið, en þá sjaldan hann gerir það munar um framlag hans, og hann hefur þrásinnis sannað að hann á enn talsvert af sinum gamla eldi, ofstopa og öfgum, sem hita sam- ferðamönnum svo óþyrmilega undir uggum. Það má vist bæði teljast lán og ólán, að Halldór Laxness er orð- inn nokkurskonar „stofnun” i þjóðfélaginu sem gegnir hlut- verki ekki óáþekku störfum opin- berra erindreka. Það er lán að svo miklu leyti sem sennilega stendur enginn nóbelsskáldinu á sporði i ljúfmannlegri framkomu við framandi gesti, hressilegum leikaraskap, og hnyttnum sam- ræðum um allt milli himins og jarðar; þessir eiginleikar gera hann eftirlæti erlendra blaða- manna. Hitt má kannski teljast ólán, að hin „opinbera sýslan” sviptir hann næði til að sinna sinu eiginlega köllunarstarfi, sem er að umskapa islenzkan veruleik á æðra og merkilegra plani en öðrum löndum hans er gefið. Menn eru vist yfirleitt þeirrar trúar, að snillingar séu hafnir yfir hégóma rúmhelginnar og hrærist á sviðum ofar þeim ómerkileg- heitum sem dagsdaglega hrjá okkur dauðlega menn. Þetta er vitaskuld einber hjátrú. Allir afburðamenn eiga sina snöggu bletti, sem gera þá bara mann- eskjulegri og nákomnari venju legu fólki. Að þvi er ég bezt veit, er sneggsti blett ur á nóbelsskáldinu okkar viðkvæmni sem jaðrar við of- næmi fyrir gagnrýni, og er sú fyrtni ánægjulegur vottur þess að öndvegisskáldið að Gljúfrasteini er mannlegri en margur hyggur. öll þjóðin stendur í þakkarskuld við Halldór Laxness fyrir fram- lag hans i öllum greinum ritlistar. Ljóð hans voru timamótaverk á sinum tima,- smásögur hans eru meðal gersema bókmenntanna ekki siður en skáldsögurnar. Rit- gerðir hans margar eru einstæðar i islenzkum bókmenntum. Þó leikrit hans séu misjöfn að gæð- um, eru tilraunir hans á þvi sviði meðal þess merkasta sem komið hefur fram á þeim vettvangi hér- lendis. Enginn Islendingur annar hefur skilað þviliku lifsverki og fyrir það þökkum við á sjötugsaf- mæli nóbelsskáldsins. Sigurður A. Magnússon FERILL HANS ER ÆVINTÝRI LÍKASTUR... Getur nokkur nokkurn tima veriðnokkrum trúr nema sjálfum sér? Þannig spyr Guðrún Jóns- dóttir úr Mosfellsdal þann blek- bera, sem dýfði i byttu og reit Innansveitarkróniku. Hann er sjötugur á morgun. Svo trúr hefur hann verið sjálfum sér og þeirri köllun, sem hann fékk þegar á unglingsárum, að afmælisdagur hans er hátiðisdagur heillar þjóðar. Og hans er minnzt miklu viðar, alls staðar, þar sem góðum bókum er unnað. Við hlið Snorra Sturlusonar er Halldór Laxness frægastur ts- lendinga. Snorri setti svip á sögu tslendinga á tólftu öld og hefur haft djúp áhrif á örlög þeirra og fleiri þjóða á þeim öldum, sem siðan eru liðnar. Halldór Laxness er ekki aðeins sonur tuttugustu aldar á íslandi, heldur einn af þeim, sem i rikustum mæli hafa mótaðsögu tslands á þessari öld, einn mestur rithöfundur, sem uppi er i samtimanum. Ferill Halldórs Laxness sem rithöfundar frá unglingsárum til sjötugsaldurs er ævintýri. lik- astur. Auðvitað hefur hann verið stormasamur. Aldrei er logn- molla i kringum mikinn rithöf- und. Löngum var deilt um verk hans. Enn meiri styrr stóð um skoðanir hans. Og sjálfur blés hann óspart að glóðum andófs á svo að segja öllum sviðum mann- legs lifs og hugsunar. 1 kjölfar al- heimsviðurkenningar á snilld hans hafa deilur um bækur hans og boðskap hljóðnað. Og sjálfur hefur hann mildast i viðhorfi til málefna og manna, smám saman tekið að sjá alla hluti frá æ fleiri hliðum, kynnzt þeim frá nýjum sjónarhóli og þá gjarnan kynnt þá með óvæntum og ávallt eftir- tektarverðum hætti. Með sömu snilld hefur hann orðið boðberi umburðarlyndis og sátta milli manna og hann var áður erin- dreki einbeittra skoðana og bar- áttu. Eins og að likum lætur um jafn- afkastamikinn og fjölhæfan rit- höfund og Halldór Laxness hafa þeir mörgu, sem um hann og verk hans hafa ritað, látið i ljós á þeim margar skoðanir og lýst þeim með margvislegum hætti. Oft er lögð áherzla á þjóðfélagsboðskap rita hans. 1 minum augum hefur Halldór Laxness ávallt fyrst og fremst verið rithöfundur, skáld. Frh. á bls. 6 o Laugardagur 22. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.