Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 10
EHGAR VUKMt VEUIIR ★ Hvaö sköðumst við mikiö á reykingum? ★ Reykja þeir menn sem predika á móti reykingum? ★ Fræðsla um umferð og kynferðismál í sjónvarpi ÞAÐ eru athyglisverðar upplýs- ingar sem læknanemar koma með að tóbaksreykingar kosti landið 100-200 milljónir króna i glötuðum vinnudögum fyrir utan þær 200 milljónir af erlend- um gjaldeyri, sem fara i að kaupa tóbaksvörur. Ekki vantar að mikið er gert til að fræða fólk um skaðsemi reykinga, en ein- hvern veginn virðist fræðslan engan árangur bera, þvi við höldum áfram að reykja siga- rettur eins og annað. Hvað hefur orðið um samtök manna um að hætta að reykja? Eru þau kannski dapð og mennirnir farnir aftur að brúka tóbak ? PALL postuli kvaö hafa sagt: Það góða, sem ég vil það geri ég ekki, en það illa sem ég ekki vil það geri ég”. Einhvern veginn virðist mér að áróður fyrir góðum málum beri litinn árangur á sama tima og ýmiss konar slæm árátta breiðist ört út. Við erum áreiðanlega ekki betri en Páll. Ég held þvi fram að sá sem vill hætta að reykja, hann geri það. En fjöldinn vill hafa það sér til afsökunar að hann geti ekki hætt þegar stað- reyndin er sú, að hann vill ekki hætta- ÉG TEL það góðra gjalda vert hjá læknanemum að kynna skaðsemi reykinga. Þeir eru sérfræðingar i heilsufars efn- um, a.m.k. á leiðinni að verða það, og þeirra orð, eru þvi sterkari en annarra. Og ekki kemur það auðvitað til mála að þessir ungu og upprennandi læknar reyki sjálfir. Ef þeir gerðu það missti viðvörun þeirra máttinn. Þá væur þeir sjálfir dæmi um að þekking á skaösemi tóbaksbrúkunar dug- ar ekki til að menn hætti. MENN KENNA með fordæmi sinu fremur en öðru. Reykja læknar? Ef þeir gera það, þvi skyldu hinir ekki reykja? — Fólk er hneykslað yfir hegðan ungs fólks: það drekkur, reykir, nasar að fikni- lyfjum og svo framvegis. En eldri kynslóðin er fyrirmyndin, En það er fátt sem ungt fólk gerir slæmt sem það sér ekki hjá eldri kynslóðinni. Það er kannski bara hirðulausara um að dylja syndirnar. MÉR hafa borizt tilmæli um að koma þvi á framfæri við sjón- varpið aö það taki upp fræðslu i umferðarreglum. A það er bent að umferðarfræðsla i útvarpi sé áhrifalitil ef borið er saman við sjónvarpsfræðslu, og sé þvi bezt að flytja hana úr hljóðvarpi yfir i sjónvarp. — Sami maður bend- ir einnig á að fræðsla um kyn- ferðismál ætti að koma i sjón- varpi, ekki veiti af að eitthvað sé sagt af viti i þeim efnum þeg- ar allt er fullt af hálfgerðu og al- gerðu klámi og vitleysu flæð- andi inn frá öðrum löndum. FIS Sigvaldi Sá þóknast eng- um sem öllum viil þóknast. tslenzkur máls- háttur. Ingólfs-Café BINGO á sunnudag kl. 3 Aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar. Söngvari: Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðasalan frá kl. 5 — Simi 12826 t dag er laugardagurinn 22. april, 113dagur ársins 1972. Ár- degisháflæði i Reykjavik kl. 01.42, siðdegisháflæði kl. 14.31. Sólarupprás kl. 05.31, sólarlag kl. 21.24. LÆKNAR Læknastofur eru lokaðar á laugardögum, nema læknastofan aö Klapparstig 25, sem er opin milli 9-12 simar 11680 og 11360. Við vitjanabeiönum er tekið hjá kvöld ogv helgidagavakt, simi 21230. Læknavakt i Hafnarfirði og Garðahreppi: Upplýsingar i lög- regluvarðstofunni i sima 50181 og slökkvistöðinni i sima 51100, hefst hvern virkan dag kl. 17 og stendur til kl. 8 að morgni. Um helgar frá 13 á laugardegi til kl. 8 á mánu- dagsmorgni. Simi 21230. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram i Iieilsuvernd- arstöð Reykjavíkur, á mánudög- um kl. 17-19. Gengið inn frá Barónsstig yfir brúna. Sjúkrabifreiöar fyrir Reykja- vik og Kópavog eru i sima 11100. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstööinni, þar sem slysa- varðstofan var, og er opin laugar- daga og sunnudaga kl. 5-6 e.h. Simi 22411. Svart: Akureyri: Atli Benediktsson og Bragi Pálmason. ABCDEFGH Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Ferm- ingarmessa kl. 11 . Sr. Frank M. Halldórsson. Æskulýðsstarf Neskirkju. Fundur pilta 13 til 17 ára, mánudags- kvöld kl. 8.30. Opið hús frá kl. 8. Sr. Frank M. Halldórsson. A—A SAMTÖKIN. Viðtalstími alla virka daga ~kl. 18.00 til 19.00 i sima 1-63-73. Islenzka dýrasafnið er opið frá kl. 1-6 i Breiðfiröingabúð við Skóla- vörðustig. FELAGSLÍF Félagsstarf eldri borgara Tóna- bæ. Mánudaginn 24. apríl hefst félagsvistin kl. 1.30eftir hádegi. MILLILANDAFLUG. „SÓLFAXI” fór frá Keflav. kl. 08.30 i morgun til Lundúna og væntanlegur þaðan aftur til Keflavikur kl. 23.20 i kvöld. „GULLFAXI” fer frá Keflavik kl. 15.45 á morgun til Kaup- mannahafnar og Osló og væntanlegur aftur til Reykja- vikur annað kvöld. INNANLANDSFLUG. 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2ferðic) til Vest- mannaeyja, Norðfjarðar og 3 ferðir til Hornafjarðar. Flugfélag tslands h.f. oo t- <o IO •* n <M Hvert skal halda? 6 ABCDEFGH Hvitt: Reykjavik: Hilmar Viggósson og Jón Viglundsson. 11. leikur Akureyringa Hf8-e8. Borgarfirði og Arnessýslu, þótti það mikil dirfskuför á sinum tima, enda var dalurinn um skeið kallaður Aradalur. Þetta var reyndar einskonar trúboðsferð hjá prestunum, sem ætluðu sér að kristna þann óþjóðalýð, sem hefð- ist við i dalnum. En af góðum og gildum ástæðum fórst það fyrir. Prestahnúkur er kenndur við þessa framtakssömu guðsmenn, þótt þeir gengju að visu aldrei á hann. Prestahnúkur hét Bláfell á dögum Jónasar Hallgrimssonar, ef ég man rétt. Þar hefur bik- steinsnám verið á döfinni eða rannsóknir á slikum hlutum. Hengill og Vífilsfell Hengillinn og Vífilsfellið eru næstu nágrannar Reykvikinga i fjallahringnum og gestrisin heim að sækja. Ýtarleg kynning á þeim ætti að vera óþörf. Ferðafélagið ráðgerir tvær ferðir á Hengilinn i sumar, fyrri ferðin er núna 23. april, siðari ferðin l.okt. Auk þess er göngu- ferð um Marardal og Dyraveg 13. ágúst. Farfuglar hyggjast lika gera þessu svæði góð skil. Þeir eru með gönguferð á Hengil og i Marardal 28. mai og sama dag ráðgera þeir ferð á Hrómundar- tind og að Kattartjörnum. Enn eru þeir með „flakkferð” um Hengilssvæðið i tvo daga 3.-4. júni og loks gönguferð á Hengil 17. september. Hér er þvi um margt að velja og góðra kosta völ. 2. júli ráðgera Farfuglar svo ferð á Vifilsfell. Vifilsfellið er móbergsfell og viða fallega veðursorfið eins og titt er um fjöll af þvi tagi. Uppi á fellinu er ein af útsýnisskifum Ferðafélags Islands og hægt að verða sér þar úti um góðan landa- fræðitima á fyrirhafnarlitinn hátt, þegar skyggni er gott. Ýmsar fleiri ferðir eru ráð- gerðar um nágrenni Reykjavik- ur, svo sem Geitafell hjá Ferða félaginu 14. mai og Skálafell 22. mai, og enn fleira mætti til tina, en þetta verður að nægja að sinni. Fjallahringurinn umhverfis Faxaflóann er óneitanlega býsna fagur og tilkomumikill. Þá mynd þekkjum við öll vel, sem heima eigum á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti hafa færri en skyldi komizt I verulega nána kynningu við þessi fjöll, haft þau undir fótum, gengið á þau og hreykt sér þar á hæsta tindinn. En það er ósköp notaleg lifs- reynsla, sem ýmsir taka fram yfir gangstéttarápið i höfuð borginni eða venjulegan rykakst- ur um Þingvallahringinn svokall- aða. Rétt er hinsvegar að benda byrjendum i fjallgöngum á að fara hægt af stað, velja sér stutt- ar og léttar göngur, meðan þeir eru að þjálfast, en glima ekki við goliatana i fyrstu lotu. Laugardagur 22. apríl. 17.00 Slim John. Enskukennsla í sjónvarpi. 21. þáttur. 17.30 Enska kna ttspyrnan . Undanúrslit i ensku bikar- keppninni. Arsenal/Stoke City. 18.15 iþróttir.M.a. myndir frá Is- landsmótinu i lyftingum og frá skiðastökkkeppni á Holmen- kollen-mótinu. (Nordvision — Norska sjónvarpið). Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Útvarp Laugardagur 22. apríl 7.00 Morgunútvarp i vikulokin kl. 10.25: Þáttur með dagskrár- kynningu, hlustendabréfum, simaviðtölum, veðráttuspjalli og tónleikum. Umsjónarmað- ur: Jón B. Gunnlaugsson. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 öskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Skýjum ofar. Brezkur gamanmyndaflokkur. Innan fangelsismúranna. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 20.50 Myndasafnið. Umsjónar- maður Helgi Skúli Kjartansson. 21.20 Orlof i Hollywood (Anchors Aweigh) Bandarisk söngva- og gamanmynd frá árinu 1945. Léikstjóri Georg Sidney. Aðal- 14.30 Viðsjá. Haraldur Ólafsson dagskrárstjóri flytur þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 Stanz. Jón Gauti og Árni Ólafur Lárusson stjórna þætti um umferðarmál og kynna létt lög. 15.55 íslenzkt mál. Endurtekinn þáttur Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá s.l. mánu- 16.15 Veðurfregnir. A nótum æskunnar.Pétur Steingrimsson og Andrea Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. © hlutverk Frank Sinatra, Kathryn Greyson og Gene Kelly. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Tveir sjómenn i frii komast að raun um að barna- gæzla getur komið af stað lif- legri atburðarás, ekki sizt ef „barnið” er ung og myndarleg stúlka með fagra söngrödd og löngun til að komast áfram i lif- inu. 23.40 Dagskrárlok 17.00 Fréttir. Könnun á áfengis- máluin. endurtekinn fyrri hluti dagsskrárþáttar Páls Heiðars Jónssonar frá 29. jan. s.l. 17.50 Lög leikin á gitar. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Söngvar i léttum dúr. José Feliciano syngur. 18.25 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 l.ög úr leikhúsi. 19.30 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. Heimir Pálsson menntaskólakennari ræður dagskránni. 20.30 I.ög úr leikhúsi. Sveinn Einarsson leikhússtjóri kynnir: — lokaþáttur. 21.10 Smásaga vikunnar: „Gull- fiskurinn hans Sadolins”, smá- saga eftir Johannes Buchhoitz. Halldór Stefánsson les þýðingu sina. 21.45 islenzkir söngkvartetlar syngja. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55. Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Laugardagur 22. april 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.