Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 11
Á VALDI VIDÁTTUNNAR eftir Arthur Mayse 31 Kross gátu- krílið 'OFR'Sk /Dju <ý£rruN t>u'T D r-uK' 'KRTftR fuGL. / & 5 ‘dTRRK uR 'l Duó lEáUZ 2L/wj fíuRR Ð/R //v£Sb V/Xl 3 t>h / A » L //JÓL Sió.r TjÆ-R NtR/P LLMCrD Arvr*. SLr.R b T| ! S.W 2 \LRU : 'n f NOTU ~&OLfí ' y/<u. o a e? - To/nui/j ■ ca iS' ■ S 5; 3 3> < 3)>;S'2>U) »3C;*:'~fr,r' • '-'aAjiTv a> aj *) % ui ■ i«i • c-i£ In Jí ■ s <s> a> < 35 :< t- r- a> *> ■ fyrstu ást. Á þessu ári hafði draugur einmana- leikans verið rekinn á brott og það var bara mynd Meg frænku i bakgrunninum, sem minnti hann á það, að maður skyldi ætið umgangast hamingjuna með vissri tortryggni. Meg frænka hafði verið vitur gömul kona. Hann velti þvi oft fyrir sér, hvort hún hefði haft sjötta skilningarvitið. Hann gekk áfram, álútur eins og burðarmaður og útilokaði þessar hugsanir. Ennþá hafði hann i fullu tré við þunga Halsteds. ,,Þú ert að ljúga að mér i sambandi við þessa eldavél, er það ekki, Mike?” ,,Nei. Við smiðuðum lika vatnsrennu niður frá einni af hæðunum i nágrenninu og vorum með ráða- gerðir um að framleiða rafmagn. Þetta var stór- kostlegur kofi. Hann hefði orðið að höll, ef við hefð- um einhvern tima lokið við hann”. ,,En lukuð þið þá aldrei við hann?” ,,Dave, vinurminn, fékk flugmannsréttindi, og ég fór að hugsa um aðra hluti”. Hann lyfti Halsted hærra upp á bakið á sér. „Reyndu að draga lapp- irnar ekki eftir jörðinni”. ,,Það geri ég ekki. Það eru handleggirnir á þér, sem hafa lengst. Þú getur ekki haldið þessum hraða”. ,,Fyrir þessa þóknun?” Hann hristi svitann af andlitinu. ,,Ertu vitlaus maður?” Grassléttan mjókkaði og gekk fram á milli kletta- belta, þar til þau komu að skarði. Á þessum stað, þar sem klettarnir hurfu i kjarrið, stanzaði Mike og hjálpaði Halsted niður af bakinu á sér. Linn kom i humátt á eftir. Hún hafði stanzað á leiðinni til þess að fara úr frakkanum og breitt hann yfir bakpok- ann. Hún gekk fram hjá þeim og kreisti fram bros til föður sins. Hún skipti sér ennþá ekkert af Mike. Þegar hann gekk nokkru seinna til hennar, hafði hún fundið gott berjaland. Hún sneri sér að honum öll blá i kringum munninn af berjaáti. „Hvernig liður þér? ” Allt i einu höfðu orðið algjör umskipti. ,,Mér liður ágætlega. Ég verð að segja það, að mér finnst þú standa þig með prýði með aðeins tvo dollara á hvert kiló á timann”. ,,Þetta er betra en að grafa gull, finnst þér það ekki?” ,,Þetta er nú lika eins konar gullgröftur”. „Heyrðu mig nú. Mér þykir leitt hvað gerðist i morgun”. Hann hafði ekki ætlað að biðjast afsök- unar. Það var hún, sem hefði átt að gera það. En honum fannst ekki æskilegt að erfa þetta rifrildi, þar sem það olli sundurþykkju i þessum litla hópi. Slik sundurþykkja mundi magna hætturnar, sem beið þeirra i þessari ferð, um allan helming. Hingað til höfðu þau ekki reynt neitt. Þetta hafði bara verið eins konar æfing undir það, sem i vændum var. ,,Mér er alveg sama. Mér finnst gott að þetta skyldi ske. Mér finnst betra að vita hvar ég stend”. Svo virtist sem komið væri i óefni. Mike tók krús- ina sina úr farangrinum og fór að tina bláber. Stúlk- an, sem var nú að tina blaber við hliðina á honum, sagði kuldalega: „Finnst þér ekki, að við ættum að setja ný sárabindi við fótinn á honum?” „Ég hafði hugsað mér að spyrja þig um það”. „Svo að þú ert ekki viss i þinni sök á öllum sviðum?” „Ekki þegar um sjúkdóma er að ræða”. Hann hafði á undanförnum klukkustundum reynt að rifja upp allt það, sem hann hafði lesið og heyrt um skyndihjálp. En það, sem Halsted þjáðist af, gat ekki flokkast undir neitt af þvi, sem þar var að finna. Hann gat saumað saman sár og lagt við spelkur við brotinn lim. Honum hafði tekizt það vel, þegar Ves Jones hafði margbrotið handlegginn á sér. Það hafði Russel læknir við Kinross spitalann alla vega sagt, þótt aðstoðarlæknir Russels hefði reyndar ekki verið sammála. En hann hafði aldrei verið þátttakandi i neinu þessu liku. Linn sagði án þess að lita á hann: „Ég legg til, að við biðum, þar til við komum til hellisins, sem þú hefur án efa ákveðið sem næsta áningarstað okkar, og skiptum þá um sárabindin”. „Allt i lagi”. Hann var ákveðinn i að fara ekki að rifast við hana aftur, en hún var lagin að koma honum i vont skap. „Mér finnst hann taka þessu undravel”. 17 UNGIR MENN FRA CHiGAGO heyra, að minn gamii vinur, húmanistinn, sem hefur komið fram eins og gömul vingjarnleg barnfóstra i þessu máli hinna tveggja barna, sem hafa ráfað um i draumalandinu, er lika klof- inn presónuleiki. Crowe sagði.að sér kæmi lika á óvart að finna svo mikið eitur i sál andstæðings sins. Ásökun Darrows um að Dr. Krohn geð- læknir ákæruvaldsins, væri ekki annað en áiitsprangari, væri for- kastanleg. Hún ætti sér ekki hina minnstu stoð. Crowe snéri sér að sakborn- ingunum tveim; — Kallið þá börn, ef ykkur sýnist svo, sagði hann og hélt áfram: — Eftir þvi, sem þessum rétti hefur verið sýnt fram á i þessu máli, eiga þeir álika mikinn rétt á samúð og tveir skröltormar með eitrið i tönnunum, hringaðir upp og tilbúnir að höggva. Þeir eiga jafnmikla miskun skilda af hendi yðar hágöfgi og tveir óðir hundar. Þeir eru sjálfum sér verstir. Þeim hefur einungis tekist að nið- urlægja sjálfa sig. Þeir eru hinum heiðvirðu fjölskyldum sinum til skammar og þeir eru ógn þessu samfélagi. Það eina nýtilega, sem þeir geta nú gert er að yfir- gefa þetta lif og gera það eins fljótt og hægt er samkvæmt lög- um. Allt frá þvi ég tók við þessu máli hef ég verið i draumaland- inu. Við höfðum staldrað við i barnaherbergjunum. Þegar ég tók við málinu hélt ég að leikföng þessara tveggja umskiptinga hefðu verið blóðugir meitlar, reipi og ginkefli, byssur og sýrur. Þá var það að einn af hinum „Vitru mönnum úr austrinu” sagði mér að ég væri á villi- götum. Leikföng þeirra voru bangsar, tindátar og öll þau leik- föng, sem hvert heilbrigt barn skemmtir sér við. Crowe lýsti þvi yfir að vörnin væri að prédika kenningu, sem væri eins hættuleg og sjálfur glæpurinn. Hann minnti réttinn á að þeir væru ekki þar til að ræða heimspekikenningar heldur til að rétta i morðmáli, þar sem atvikin væru ekki einungis furðuleg, heldur ógnvekjandi. Darrow hefði haldið þvi fram, að auður sakborninganna væri þeirra ólán. Crowe sagði að auður þeirra skipti hér engu máli, nema að þvi leyti, að hann kostaði vörn, sem sjaldan væri séð i glæparétt- arhöldum. Sleppum milljónunum þeirra og hinir ,,Þrir vitru menn úr austrinu” hefðu ekki ómakað sig hingað til að þvaðra um óra og bangsa. Crowe spurði: — 1 hverju erum við að rétta hér? Ekki morði, sem var afleið- ing drykkjuósættar, eða þar sem maður hefur skotið annan niður. Ekki morði sem framið er i ör- væntingu eða af ástriðu. Verið væri að rétta i einhverju bezt skipulagða morði, sem hann á sinum langa ferli hefði komizt i kynni við, morði, sem framið hefði verið af tveim óhemju gáf- uðum piltum, sem kæmu frá virt- ustu heimilum i Chicago. Piltum, sem hefðu átt kost á öllu, sem ást, peningar, auður, og staða, gátu gefið þeim. Piltum, sem gátu kosið sér og af ásettu ráði kusu ranga heimspeki og einsettu sér að hegða sér eftir henni. Sakborningarnir tveir voru um- skiptingar, Loeb var fórnarlamb- ið, Leopoid árásaraðilinn. Þeir gerðu með sér barnalegan samn- ing til þess að ónáttúrulegir glæpir þeirra gætu haldið áfram. Þeir höfðu skipulagt glæp sinn mjög vandlega. Sex mánuðum áður höfðu þeir stolið ritvél i þeim ákveðna tilgangi að skrifa á hana fjárkúgunarbréf. Hann skyldi sýna fram á að þetta væri ekki glæpur framinn af sálsjúkum . drengjum, heldur glæpur skipu- lagður af slikri nákvæmni að til þess þyrfti meira en venjulegar gáfur. Hvaða geðlæknar höfðu haft betra tækifæri til að rannsaka þessa pilta, en þeir sem ákæru- valdið kallaði til? spurði Crowe. 1 fjóra og hálfa klukkustund höfðu þeir hlustað á þessi tvö gáfnaljós segja sögu sina og miklast af spillingu sinni, áður en þeim hafði verið ráðlagt að finna sér draumóra, áður en þeim hafði verið ráðlagt að svara vissum spurningum á sérstakan hátt, og áður en þeim hafði jafnvel verið ráðlagt að leyna „Vitringana úr austrinu” ákveðnum upplýs- ingum, sem gætu hafa haft úrslitaáhrif á vörn þeirra. Sálar- ástand þeirra lá ljóst fyrir. Þeir voru óvarðir. Crowe hélt þvi fram, að geð- læknum varnarinnar hefði verið uppálagt að „gera þá mátulega sálsjuka, svo hægt væri að bera fram mildandi aðstæður og kom- ast hjá kviðdómi.” Saksóknarinn gaf vitnisburði geðlækna varnarinnar sinn skammt. Eina skýringin, sem hann gat gefið á vitnisburði Dr. White, var sú að hann væri geng- inn i barndóm. Dr. White hafði sagt að mynd, sem tekin var af Loeb fjögurra ára gömlum i kúrekabúningi, sýndi fram á að hann væri sjúkur á sál og hefði drápstilhneigingu. Þegar Old Doc Yak, sagði þetta, varð Crow að orði, sá hann hryllingsskjálfta fara gegnum hverja þá konu i réttarsalnum, sem átti dreng á þessum aldri. Hann lét i ljós það álit að sala á kúrekafötum i Chicago hefði fallið um a.m.k. hundrað þúsund, siðan Old Doc Yak lét þetta út úr sér. Og hann hélt áfram: — Að öllum likindum myndi hið sálsjúka ástand sakborninganna upphefjast mjög skyndilega, ef ástæðurnar fyrir þvi væruteknar burt. Ef gleraugun hefðu aldrei fundizt, og ef saksóknari rikisins hefði ekki rakið þennan glæp til þeirra, væri Leopold nú i Paris fremjandi sina ónáttúru með þeim 5000 dollurum, sem hann hefði haft út úr Jakob F'rand. Sögufræg sakamál ■ o Laugardagur 22. april 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.