Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 3
Tíll KÍLÖ AF KAFFI HVERT MANNSBARN íslenzkar kaffikerlingar vorra tima eru tvöfalt meiri kaffikerl- ingar, en þær voru, sem kaffi- þambiö stunduðu fyrir hcilli öld. Og kaffikerlingum vorum hefur stórlega farið fram með hverju árinu á þessu timabili. I>á hafa kaffikeriingarnar einn- ig krafizt sætara og sætara kaffis. Fyrir hundrað árum var tiðast keypt sitt pundið af hvoru i senn, en nú notum við fimni pund af sykri á móti hverju einu af kaffi, enda islendingar sú þjóðin, sem einna sætastan vill hafa sinn mat. Auknu kaffiþambi hafa einnig fylgt auknar rcykingar,- og meira að segja i sama hlutfalli, enda eðlilegt, þegar að er gáð, þvi sönn kaffikerling þarf vitaskuld sina sigarettuna með hverjum bolla,- vel að merkja ef hún þá á annað borð reykir. Brennivin virðist hins vegar vera notað i sifellt minna mæli til þess að bragðbæta kaffitáriö, þvi s.l. hundrað ár hefur brcnnivins- drykkjan okkar staðið i stað. Annað hvort lilýtur þvi að vera, nema hvort tveggja sé, að lands- menn af sterkara kyninu hafi týnt niður „smekknum” á brennivins- kaffi, eða vilji hafa það helmingi ANNIR HJA INN- veikara en forfeðurnir, og er það sennilega tilfellið, þvi öllu hefur farið aftur á landinu og þá ekki hvað sizt þreki og þoli landsins barna, eins og gamlir menn vita. Upplýsingarnar um kaffi- , syk- ur-, tóbaks- og brennivinsneyzlu landsmanna fengum við úr verslunarskýrslum fyrir árið 1970, sem nýlega eru komnar út. Að visu er þar hvergi minnst á kaffikerlingar né brennivinskaffi, en það er jú hlutverk blaðamanna að vekja áhuga á forvitnilegu efni með þvi að færa það eilitið i stil- inn. i skýrslum þessum kemur m.a. fram, að á s.I. 90 árum hefur kaffineyzla á mann aukizt úr 5,4 kg. á ári i 10-11 kg. nú, sykur- neyzla úr 7.6 kg. á ári i 50.4 kg. nú, tóbaksneyzla úr 1.2 kg. á ári í 3.0 kg. nú, ölþamb úr 1.6 Itr. á ári i 13.6 ltr. nú og vinneyzla, sem var árið 1881 ca 2.38 ltr. af hreinum vinanda á mann á ári er nú 2.4 ltr. Minnst var vinneyzlan á árun- um 1916-1920, 0.37 Itr. á manns- barn á ári, en þá var vinbann i gildi á islandi. Siðan komu Spánarvinin marg- umtöluðu og jókst þá drykkja all- nokkuð unz vinbanni var aflétt og frá þeirn tima hefur drykkjuskap- ur farið vaxandi nær þvi með hverju ári. Nú er svo komið, að við neyturn álíka mikils magns af áfengi pr. mann og drukkið var á tslandi i tið langafa og langömmu. BOLTINN VIRÐULEGT HÚS KOMST í HÁSKA 1 gær kom upp eldur i stóru gömlu steinhúsi á horni Tjar- nargötu og Skothúsvegar, og að sögn Slökkviliðsmanna hefði getað farið illa, ef húsmóðirin, sem var ein heima, hefði ekki lokaö öllum hurðum svo að eng- inn trekkur myndaðist. Kldurinn kom upp i risinu, en þar kviknaði i potti á eldavél, og náði eldurinn að Iæsast i vcgg- fóður. Slökkviliðið slökkti cldinn á skammri stundu, en nokkrar skemmdir urðu i cldhúsinu. llús þetta, sem er stórt og stæðilegt steinhús, er flestuin bæjarbúum kunnugt, en þar bjó lengi Bogi Ólafsson mennta- skólakennari, og Agnar Boga- son ritstjóri býr þar núna,- 1 dag verður dregiö i riðla i handknattleikskeppni ólym- piuleikanna i Munchen. 16 lið taka þátt i keppninni, og veröur þeiin skipt i fjóra riðla. Veltur mikið á þvi hvernig dregst, livort við eigum möguleika á þvi að ná langt i keppninni. Ujóðirnar sem taka þátt i hand- knatlleikskeppninni eru Kúmcnia, Austur-Þýzkaland, Júgóslavia, Ilaninörk, Tékkó- slóvakia, Sviþjóð, Vestur- Þýzkalaiul, Ungvcrjaland, Sovétrikin, Noregur, Island, Pólland, Spánn, Japan, Banda- rikin og eitthvert Afrikurikið. Jón Asgeirsson fréttamaöur er staddur i Munchen um þessar mundir, og mun hann vera við- staddur dráttinn. Siðan fcr Jón til Klórcns á tlaliu, þar sem hann mun sitja þing Alheims- samlaka iþróttafréttamanna. Islenzkir iþróttafrétta menn hyggjast endurvckja tengsl sin við sambandið, en þau hafa lcg- ið niðri um nokkurt skeið. Er för Jóns farin i þeim tilgangi, en hann er formaður Samtaka iþróttafréttamanna hér heima. - SS. BROTSÞJOFUM Innbrotafaraldur gekk yfir Reykjavik i fyrrinótt og hefur rannsóknarlögreglan nú um 10 innbrot til meðferðar eftir þessa einu nótt, en aðeins eitt þeirra er upplýst. betta verður sannarlega að kallast faraldur, þvi að undan- farnar vikur hefur mjög litið verið um innbrot i Reykjavik, og mun þetta vera met á einni nóttu i langan tima. FRÆGUR STJURN- ANDI í HOLLINNI Carmen Dragon er heims- frægur stjórnandi og útsetjari tónlistar. Hann hefur meðal annars átt þátt i 42 metsölu hljómplötum. Að þessu sinni stendur hann stutt við, en hann kveðst hafa mikinn áhuga á, að koma aftur til tslands og skoða sig betur um. Tónleikarnir i Laugardals- höllinni hefjast kl. 15.00. Sinfóniuhljómsveit Islands heldur aukatónleika i Laugar- dalshöllinni i dag og verður stjórnandinn hinn heimsfrægi Carmen Dragon. Efnisskráin einkennist af léttri klassiskri tónlist auk þriggja þjóðlaga, sem margir kannast við. Má þar nefna Londonderry Air og Green- sleeves. VORUSKIPTAHALLINN 71 VARD 4520 MIUJdNIR 1 fréttatilkynningu frá Seðla- banka íslands scgir að vöru- skiptajöfnuður á árinu 1971 hafi verið mjög óhagstæður. Nam hallinn á árinu i heild 4.520 millj. króna. en þar af voru 2.575 millj. á siöasta ársfjórðungnum. Arið áður varð vöruskiptajöfn- uður hagstæður um 238 millj. kr„ en á siöasta ársfjórðungnum var jöfnuðurinn þó óhagstæður um 847 millj. kr„ svo að jöfnuður árs- ins 1971 var um 4.760 millj. kr. óhagstæðari en árið áður. Að dóini Seðlabankans cr raun- verulcg rýrnun vöruskipta- jafnaðar á árinu 1971 þó langt frá þvi að vera svo mikil sem töl urnar segja til um, ef tillit er tekið til þess hve útflutningsbirgöir jukust miklu meira á árinu 1971 en árið áður. bar munar 1.970 millj. kr„ að meðtöldum álbirgöum. Þá var einnig um að ræða óvcnjulega mikinn innflutning skipa og flug- véla á árinu sem ásamt innflutn- ingi vegna virkjana og álbræðsl- unnar var um 1.960 millj. kr. meiri 1971 en árið áður. Á siöasta ársfjórðungi 1971 námu innkomin löng lán 1.950 millj. kr. og var þaö að mestu lcyti vegna flutvéla- og skipa- kaupa. Endurgrciðslur námu á sama tima 557 millj. kr. og hækkuðu þvi skuldbindingar i formi fastra lána um 1.393 millj. kr. á siðasta ársfjórðungi 1971, en hækkuðu á sama tima árið áður um 164 millj. Á árinu 1971 jukust jöng erlend lán um 2.860 millj. kr„ en lækkuöu árið áöur um rúmlega 720 millj. NAMSKYNNING Stúdentaráð Háskóla ts- lands stendur fyrir náms- kynningu i Stúdentaheimilinu við Hringbraut mánudaginn 24. april á milli klukkan 2 og 6. Þar verður kynnt nám i Há- skóla tslands, Kennarahá- skóla tslands og Tækniskólan- um. Einnig verður kynnt nám erlendis. Kynnt verða og þau lán sem námsmenn eiga kost á og önnur aðstoð hins opinbera. Kynningin fer fram i þvi formi að nemendur i viðkom- andi greinum svara spurn- ingum um þær og geta spyrj- endur gengið frjálst á milli manna og spurt um allt það, sem þeir hafa áhuga á. Stúdentsefnum er einkum bent á að sækja kynninguna, en annars eru allir, sem áhuga hafa á háskólanámi, vel- komnir. Laugardagur 22. apríl 1972 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.