Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 8
LAUGARÁSBiÓ sími 32075 Systir Sara og asnarnir CLINT EASTWOOD SHIRLEY MACLaink RACKIN MOOUCIIOX TWO MULES FOR SISTER SARA Hörkuspennandi og vel gerð amer isk ævintýramynd i litum og Panavision. tsl. texti. Sýrid 5, 7, og 9 bönnuö börnum innan 16 ára. AUSTURBÆ JARBÍÓ tSLENZKUH TEXTI Á biðilsbuxum "THE FUNNIEST NIOVIE l’VE SEEN THISYEAR!”.- uovau nnD OTHCR nRflnG£iu Bráðskemmtileg og fjörug ný, bandarisk gamanmynd i litum. Aöalhlutverk : Gig Young, Bonnie Bedelia, Michael Brandon. Sýnd kl. 5,7 og 9 STJÖRNUBÍÓ Með köldu blóði (ln cold blood). íslenzkur texti Heimsfræg ný amerfsk úrvals- mynd i Cinema Scope um sann- sögulega alburði. Gerð eftir sam- nefndri bók Tnuman Capete sem komið hefur út á islenzku. Leikstjóri: Richard Brooks. Kvikmynd þessi hefur allsstaðar verið sýnd með metaðsókn og fengið frábæra dóma. Aðalhlut- verk: Robert Blake, Scott Wilson, .lohn Korsythe. Sýnd kl. 9. Bönnuðbörnum Allra siðasta sýningarhelgi. Langa heimferöin Hörkuspennandi litkvikmynd i Cinema Scope, gerist i lok þræla- striðsins i Bandarikjunum. Glen Ford, lnger Stewens. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð börnum innan 14 ára. ÞIÓDLEIKHÚSID OKLAHOMA sýning i kvöld kl. 20. Uppselt. SJALFSTÆTT KÓLK eftir Halldór Laxness i leikgerð höfundar og Baldvins Hall- dórssonar. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Leikmynd og bún- ingar': Snorri Sveinn Friðriksson. Frumsýning sunnudag kl. 20. Uppsclt. Önnur sýning fimintudag kl. 20 önnur sýning fimmtudag kl. 20. NÝARSNÓTTIN sýning þriðjudag kl. 20. Næst síðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Simi 1-1200. TÓNABÍÓ Þú lifir aðeins tvisvar. „You only live twice” Heimsfræg og snilldar vel gerð, mynd i algjörum sórflokki. Myndin er gerö i Technicolor og Panavision og er tekin i Japan og Englandi eftir sögu Ian Flemings „You only live twice” úm James Bond. Leikstjórn: Lewis Gilbert Islenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9 Sýnd i örfá skipti enn þá vegna fjölda áskorana. Krakkarnir ráða BráðskemmLleg gamanmynd, með Iloris Day Sýnd kl. 3. HÁSKÓLABÍÓ Slátrarinn. (Le Bouchcr) Frönsk afburðamynd i litum, er styðst við raunverulega atburði. Haldrit og leikstjórn: Claude Dhabrol. Aðalhlutverk: Stéphane Audran, Jean Yanne Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. HAFNARFJARDARBIO Æ vintýramaöurinn Thomas Crown Afar spennandi amerisk saka- málamynd i litum. Islenzkur texti. Aöalhlutverk Steve McQueen og Faye Dunaway. Sýnd kl. 5 og 9. LEIKFEIAG YKJAVÍKUR KRISTNIIIALI) i kvöld. Uppselt. ATÓMSTÖDIN sunnudag. Upp- selt. ATÓMSTÖDIN þriðjudag. Upp- selt. SKUGGA—SVEINN miðvikudag. KRISTNIIIALD fimmtudag. 138. sýning. ATÓMSTÖDIN föstudag. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 13191. NÝJA Bió M.A.S.H. Kin frægasta og vinsælasta kvik- mynd gerð i Bandarikjunum sið- ustu árin. Mynd sem alls staðar hefur vakið mikla athygli og verið sýnd við metaðsókn. Aðalhlutverk: Donald Sutherland Elliott Gould, Tom Skerritt. Bönnuð innan 12 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ SÍÐASTA AFREKIÐ Afar spennandi og vel gerð ný frönsk sakamálamynd i litum og Cinemascope, um mjög snjallt bankarán. Jean Gabin Itobert Stack Isl. texti — Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 7 9 og 11. KÓPAVOGSBÍÓ Uppreísn æskunnar (Wild in the streets) Ný amerisk mynd i litum. Spennandi og ógnvekjandi, ef til vill sú óvenjulegasta kvikmynd, sem þér hafið séð. tslenzkur texti. Leikstjóri: Barry Shear. Kvikmyndun: Richard Moore. HLUTVERK: Shelly Winters Christopher Jones Diane Varsi Ed Begley Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. SJONVARPSLEIKURINN PRflMATISKMR LEIKUR EN EKKI fiÓÐUR Á morgun býöur sjón- varpið upp á dramatiskan leil milli Arsenal og Stoke frá siðustu helgi. Leikur þessi var í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar, og er ætið mikil spenna kring- um slika leiki. Góð frammistaða þar þýðir kannski sigur, og þá er Wembley fyrir stafni, Mekka allra knattspyrnu- manna í Englandi. Þeir eiga sér allir þann draum að leika í bikarúrslitum á Wembley, en aðeins lítill hluti þeirra fær þann draum uppfylltan. Sem sagt, það lið sem sigrar kemst i úrslitin, en liðið sem tap- ar gleymist óðar. Það man enginn eftir liði sem tapar i undanúrslit- um, en allir muna eftir liðinu sem kemst i úrslit, þess vegna leggja leikmennirnir mikla áherzlu á að standa sig vel i undanúrslitunum. Þessi leikur milli Arsenal og Stoke vakti mikla eftirtekt, þvi þarna áttust við lið sem lentu einnigsaman i undanúrslitunum i fyrra. Þá lauk fyrsta leik liðanna með jafntefli, 2:2, og skoraði Arsenai úrslitamarkið úr vita- spyrnu á siðustu minútu leiksins. 1 aukaleik sigraði Arsenal 2:0, komst i úrslit og sigraði þar Liverpool 2:1 eins og frægt varð á sinum tima. Að þessu sinni tefldi Arsenal fram sinu sterkasta liði. oe stór- stjarnan Kennedy komst td. ekki i liðið. Stoke var hins vegar án þriggja góðra leikmanna Terry Conroy, John Mahoney og Mick Pejic. Munaði þar mestu um Conroy, sem er einn bezti knatt- spyrnumaður Englands þegar hann er i formi. Þrátt fyrir að þessi leikur væri mjög dramatiskur, var hann ekki að sama skapi vel leikinn. Ar- senal sýndi betri leik i byrjun, voru fljótari að ná tökum á hörð- um vellinum og hvössum vindi. Harka var töluverð, og Bloor var bókaður eftir aðeins 6 minútur, og fleira bókunarvert gerðist einnig, enda þótt dómarinn segði ekkert við þvi Banks var i stuöi i markinu rétt einu sinni. Hann hirti boltann af höfði Graham snemma i leiknum, og bjargaði vel þegar Radford komst i gott færi. En hann gat ekkert gert eftir tæplega 30 min- útna leik, þegar George gaf bolt- ann frá vinstri til Alan Ball sem var i mjög góðu færi fyrir framan mark Stoke. En Ball var eitthvað taugaóstyrkur og hitti ekki mark- ið. Bezta tækifæri Stoke kom svo á 43. minútu, þegar Elder sendi knöttinn til Greenhoff fyrir miðju marki. Wilson varði mjög vel gott skot hans. Þrem minútum eftirhlé skoraði Arsenal. Armstrong byrjaði þá fallega leikfléttu með þvi að gefa knöttinn til vinstri á George. Knötturinn barst fyrir markið, og eftir nokkuð fum hjá vörn Stoke barst boltinn út i teiginn aftur. Þarstóð Armstrong og sendi bolt- ann með fallegu skoti i markið, milli Banks og stangarinnar hægra megin við hann. Við þetta mark færðist Arm- strong allur i aukana, og á næstu minútum gerði hann marga góða hluti. En brátt fór að siga á ógæfuhliðina hjá Arsenal, þvi Wilson fór nú að haltra, sýnilega meiddur á hné. Og á 69. minútu jafnaði Stoke. Eastham sendi boltann að marki, Wilson og Smith börðust um hann, og Simp- son hugðist blanda sér i þá bar- áttu. En árangurinn varð ekki annar en sá, að hann sendi bolt- ann i eigið net. Wilson var áfram i markinu, varði vel frá Skeels en gat ekkert gert þegar fast skot frá Dobing small i stöng. Eftir það var Wil- son tekinn af velli, og Radford fór i markið. Hann stóð sig vel þær minútursem hann var inná, varði skallabolta frá Smith og lágskot frá Greenhoff. En mörkin urðu ekki fleiri, leiknum leik með jafn- tefli 1:1, og liðin urðu að mætast að nýju. Þeirri viðureign lauk með sigri Arsenal 2:1, og var all- mikill heppnisstimpill yfir þeim sigri. Það verða þvi Leeds og Arsenal sem mætast i úrslit- unum. Stoke: Banks, Marsh^ Elder, Bernard, Smith, Bloor, Skeels, Greenhoff, Ritchie, Dobing, Easth. Arsenal: Wilson, Rice, McNab, Storey, McLintock, Simpson, Armstrong, Ball, George, Rad- ford, Graham. iMðTTIR 1 VIKINGUR FÉKK FYRSTU MEISTARANA Úrslitaleikirnir i yngri flokkum fslandsmótsins i handknattleik hófust á sumardaginn fyrsta. 1 gærkvöldi voru leiknir nokkrir leikir, og um helgina lýkur úr- slitakeppninni. Á sumardaginn fyrsta fengust úrslit i einum flokki, 1. flokki karla. Aðeins voru tvö lið i úrslit- um, Haukar og Vikingur, og sigr- aði Vikingur 19:12. Einar Magnússon var langatkvæða- mestur i liði Vikings, skoraði 9 mörk þrátt fyrir stranga gæzlu. Þá vakti knattspyrnukappinn Guðgeir Leifsson einnig athygli, en hann skoraði 5 mörk. Sigur Vikings var fyllilega verðskuld- aður. I öðrum leikjum urðu úrslit þessi: 3.fl. kvenna. Valur-FH 4:3 3. fl. karla: FH-Vik. 7:5 4. fl. karla: Þróttur-UMFN 6:4 f gærkvöldi fóru fram tveir leikir, og i dag fara fram 5 leikir, og aðrir 5 á morgun. Myndin er af sigurliði Vikings i 1. flokki, og má þar frægasta telja Einar Magnússon (þriðji frá vinstri i efri röð). Guðgeir Leifs- son (fimmti frá vinstri i efri röð), Hjálm Sigurðsson glimukappa, (þriðji frá hægri i efri röð), og þá bræður Sigurð og Pétur Bjarna- syni. Sigurður er formaður hand- knattleiksdeildar, og Pétur er þjálfari liðsins. Laugardagur 22. april 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.