Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 1
alþýðu Það er ýmislegt, sem gert verður til heiðurs lialldóri Laxness i tilefni af sjötugs- afmæli hans á morgun. Hæst ber heiðursdoktorskjör hans við heimspekideild Há- skóla islands. Verður honuin af- hent doktorsskjalið við hátið lega athöfn á hátiðarsamkomu i Iláskólabiói kl. 13.:i0 á morgun. Þá hefur hreppsnefnd Mos- fellshrepps einróma samþykkt, að heiðra Ilalldór með þvi að gcra hann að heiðursborgara Mosfellshrepps. Verður honum afhent heiðursborgarabréf I kaffisamsæti laugardaginn 39. april. A mánudaginn hefst i Lands- hókasafni islands sýning á ýms- uin verkum llalldórs og verða einkuin sýnd handrit skáldsins og þýðingar verka hans á fjölda tungumála, ennfremur nokkurt úrval rita og greina um Halldór og verk hans. Mun sýningin standa næstu vikur i anddyri Safnhússins við Hverfisgötu og er öllum heimill aðgangur. Há hefur Bókaútgáfa Mcnn- ingarsjóðs óskað þess, að mega gefa út á þessu ári safn ritgerða, er hann hefur samið um íslenzk skáld og rithöfunda. Ilefur Hall- dór góðfúslega orðið við þessum tilmælum. Hannes Pétursson, skáld mun sjá um útgáfuna i samráði við höfundinn. I.oks kom svo út aukahefti af timaritinu Scandinavia og er það helgað ilalldóri Laxness og hefur Sveinn Skorri Höskulds- son séð um útgáfu þess. Ileftið hefst á inngangi og ritaskrá Laxness, en meginefni þess eru ritgerðir um skáldskap Frh. á bls. 6 KOMNIR TIL AÐ KÍKlfl Á MANN- SKAPINN Þeir fundu það fljótlcga sjón- varpsmennirnir frá BBC, sem voru á ferð og flugi um borgina i góða veðrinu i gær með græj- urnar sinar á lofti, hversu sam- staða islendinga i landhelgis- málinu er alger. í gærmorgun tóku þeir m.a. viðtal við Hannes Jónsson, blaðafulltrúa rikis- stjórnarinnar, og þegar við hitt- uin þá voru þeir i óða önn að kvikmynda löndun úr togara niðri á Togarabryggju. Þeir eru nú einu sinni komnir alla leið hingað til að safna efni um landhelgismálið, sjónvarps- mennirnir, og þegar þeir urðu varir við, hvað skoðanir manna eru hér á eina lund, ákváðu þeir að taka vegfarendur tali. Að þvi er þeir sögðu gckk það þó ekki alltof vel, af tæknilegum ástæðum. Hljóðncminn þeirra cr svo næmur, að mannsröddin i Austurstræti yfirgnæfði ekki bilaskarkalann. Þcgar við hitt- um þá höfðu þeir ákveðið að reyna'að koma sér á kyrrlátan stað i borginni þar sem landinn geti sagt skoðanir sinar óáreitt- ur. ÞAÐ MIINADI MlðU 11UNGL- LENDINGUNNI Það munaði minnstu að illa færi, þegar tunglferjan Orion lenti með þá félaga John Young og Charles Duke á tunglinu i gær. Með naumindum tókst þeim að forða ferjunni frá þvi að lenda of- an i stórri holu á yfirborði tungls- ins og við nánari athugun komust þeir að þvi, að einn af fótum ferj- unnar hafði komið niður aðeins hálfan metra frá mjög stórum steini. Það var klukkan fjórar minutur i fimm, sem Charles Duke steig fæti sinum á yfirborð tunglsins og fjórum minútum siðar gerði John Young slikt hið sama. Þá strax hófust þeir handa um að losa tunglbilinn Rover frá ferj- unni og siðan hófu þeir fyrsta ferðalagið af þremur á tunglinu. Um tima var ckki ljóst, hvort þeir færu i fyrstu áætluðu ferðina, þar sem nokkrar tafir urðu á lendingunni. i fyrsta sinn i sögu Apollo-áætl- Ungur háseti af togaranum Kaldbak frá Akureyri féll fyrir borð aðfaranótt fimmtudagsins, og drukknaði. Hann hét Brynjar Ananiusson 19 ára gamall til heimilis á Akureyri. Hann var ókvæntur. Það var um klukkan fjögur um nóttina sem hann féll fyrir borð, og var togarinn þá staddur út af Kögri. Var þegar hafin mikil leit að Brynjari heitnum, en án árang- urs. Hélt togarinn þá inn til isa- fjarðar, þar sem sjópróf hafa . farið fram. unarinnar var fyrstu skrefum gcimfaranna á tunglinu ekki sjónvarpað. Ástæðan var sú, að bilun kom fram á sjónvarpsloftnetinu á tunglferjunni. Hins vegar mun verða sjón- varpað frá fcrðum þeirra þar sem komið var fyrir sjónvarpstökuvél á tunglbilnum. Þar með eru þeir Young og Duke niundu og Tiundu geimfar- arnir, sem stiga fæti sinum á yfir- borð tunglsins. Þetta er sumarstúlkan okkar og hún prýðir forsiðu helgaraukans, sem fylgir blaðinu i. dag. Þar er meðal margsvislegs efnis að finna persónulýsingar þeirra, sem fæddir eru i merki Hrútsins, þriðja hluta þátta okkar um stjörnuspekina — þátt Gests um ferðir innanlands, stóra helga rkrossgátu og sitthvað fleira. NANAST DAGLECA ÞEIR LYFSIÚKU • • OSJALFBJARGA AF GOTUNUM Það er orðinn daglegur við- buröur, að við þurfum að hjálpa fólki, sem er orðið ósjálfbjarga eða hreinlega fársjúkt af of miklum lyfjatökum, sagöi einn af varðstjórum lögreglunnar I viðtali við blaðiö I gær. i gær fannst kona liggjandi ósjálfbjarga á Vesturgötunni vegna ofneyzlu lyfja og var hún flutt á Slysavarðstofuna. Önnur kom ranglandi út úr kjarri i Hljómskálagaröinum i fyrrinótt, og hné i götuna rifin og blóðug. Hún hafði einnig tekið stóran skammt af lyfjum. Loks liggur svo stúlka úr Hafnarfirði á sjúkrahúsi og er enn þungt haldin, eftir að hafa verið flutt þangað meðvitundar- laus i fyrrinótt eftir lyfjatöku. Þetta eru aðeins dæmi siö- asta sólarhrings, svo að ástand- ið er orðið slæmt, sagði lög- regluvarðstjórinn. Þá má geta þess, að siðasta vetrardag voru tveir menn sótt- ir niður á Grandagarð, mjög illa haldnir af neyzlu lyfja. Okkur er einnig kunnugt um hóp fólks, sem stöðugt er i lyfja- vimu án þess að við skiptum okkur af þvi, sagði varöstjórinn, enda lenda þeir aöilar sjaldan i vandræðum og engin hætta staf- ar af þeim. Þó eru nokkrir ein- staklingar, sem viö erum stöð- ugt að fá upp i hendurnar. Meirihluti þessa fólks er ungt þótt fólk á öllum aldri komi við sögu af og til. Algengast er að fólkiö hafi Frh. á bls. 6 VARÐSTJÓRI:ÁSTANDIÐ ER JAFNVEL AÐ VERSNA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.