Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.04.1972, Blaðsíða 9
AUKINN ÁHUGI Agúst Asgeirsson úr IR sigraði meö þó nokkrum yfirburðum i Viöavangshlaupi IR sem fram fór á sumardaginn fyrsta að vanda. Þátttakendur voru 64, og er það gleðilegur vottur um aukinn iþróttaáhuga. Þau eru ekki mörg árin siðan raddir voru uppi um að leggja Viðavangshlaupið niður vegna dræmrar þátttöku. I öðru sæti varð Jón H. Sigurðs- son, hljóp á 11,13,9 minútum, en Ágúst hljóp á 11,09,3 minútum. Keppendurnir týndust i mark hver af öðrum, og sumir voru aðeins með það i huga að vera meö, sannur iþróttaandi það. IIM HELGINA Boltaiþróttirnar eru mest áber - andi i iþróttalifinu um helgina, þvi fyrir utan þær er aðeins keppt á skiðum og hlaupum. Er það Stefánsmótið sem fram fer i Skálaíeili, en óvist er með tima setningu. Laugardagur: Knattspyrna: Rvikurmótið Melavelli kl. 14. Þróttur-KR Litla Bikarkeppnin. Kópavogi kl. 15. Br.blik-IBH. Akranesi kl. 15. IA-1BK. Körfuknattleikur: Seltjarnarnes kl. 18,15. IBV-UMFN 2. deild. IS-UMFS 1. deild. Árm.-Þór 1. deild. Handknattleikur: Hafnarfjörður kl. 15. Úrslit i Isl.mótinu yngri flokkum, 5 leikir. Sunnudagur: Knattspyrna: Vestmanneyjavöllur kl. 15. IBV—Landsliðsúrval. Körfuknattleikur: Seltjarnarnes kl. 17,15. Snæfell-UMFN/IBV 2. deild. KR-Þór 1. deild. HSK-UMFS 1. deild. IR-IS 1. deild. Handknattleikur: Laugardalshöll kl. 14 Úrslit i Isl.mótinu yngri flokkum, 5 leikir. Frjálsar iþróttir: Drengjahlaup Ármanns. Hljómskálagarðinum kl. 14. I HREINSKILNI SAGT r ÞJALFARA AD AUSTAN? Þótt ekki sé liðinn langur timi frá þvi að handknattleiksvertið- inni lauk almennt hjá meistara- flokki, eru félögin strax farin að athuga möguieika á þjálfun fyrir næsta leiktimabil. Þjálfaraskortur hefur löngum verið tilfinnanlegur, og oft hefur eina úrræðið orðið það hjá félög- um, að fá einhvern góðan mann til þess að taka að sér starfið, oftast á siðustu stundu. Nú virðist útlitið þó svartara en nokkru sinni fyrr. Aðeins eitt félag hefur þegar ráðið þjálfara fyrir næsta vetur, en öll önnur félög hafa ekki enn ráðið þjálf- ara, og á það jafnt við um lið i t. deild og 2. deild. Eina félagið sem þegar hefur ráðið sér þjálf- ara er FH. Þar mun hinn gamalreyndi kappi Birgir Björnsson sjá um þjálfunina, en honum til aðstoðar verður ann- ar gamalreyndur handknatt- leiksskappi úr FII, örn Hall- steinsson. Dr. Ingimar Jónsson var hins vegar ekki endurráðinn tii FH, eftir að hafa séð um þjálfun liðsins undanfarin tvö ár. Það sem gerir ástandið enn alvarlegra en ella, er að tveir ntenn munu i haust hverfa úr röðum annars þunnskipaðs þjálfaraliðs. Hilmar Björnsson, sem séð hefur um þjálfun lands- liðsins og ýmissa félagsliða undanfarin ár, fer utan til frek- ara náms i haust, og verður væntanlega ytra tvö næstu árin. Þá mun Reynir ólafsson þjálf- ari Vals hafa ákveðið að hætta þjálfun eftir þrjú ár hjá Val. Stendur hann i ibúðabvggingu, og hefur þvi litinn tima fyrir þjálfun. Valur hefur leitað mikið að þjálfara undanfarið, en sú lcit hefur ekki borið árangur enn. „Það má segja að við séum að leita um allan heim þessa stundina”, sagði einn af forráðantönnum Vals nýlega. Ástandið er svipaö hjá öðrum félögum i I. deild. Jafnvel is- landsmeistarar Fram eru i klipu, þvi Karl Bcnediktsson á óhægt með að þjálfa liðið næsta vetur vegna anna. Klt stendur uppi þjálfaralaust, en Sigurður óskarsson mun sjá um liðið i sumar eins og i vetur, en hann hljóp þá i skarðið á siðustu stundu. Gunnlaugur Iijálmars- son mun ekki þjálfa 1R næsta kcppnistimabil, og óvist er að Gunnar Kjartansson þjálfi Ar- mann. Bæði þessi liö standa þvi uppi þjálfaralaus. Um V'íking er það að segja, aö til stóð að Tékkinn Mares kæmi til liðsins i haust, en einhver afturkippur mun kominn i það mál. Ef ckkert verður úr komu Maresar, mun Pétur Bjarnason liklega sjá um liðið næsta vetur, eins og siðasta vetur. Að framansögðu má sjá, að ástandið er allt annað en gott. Til einhverra ráða verður að grfpa, og virðist þá ckki annað ráð fyrir hendi en að fá hingað erlenda þjálfara. Sá hópur sem fyrir er i þjálfarastéttinni er það þunnskipaður, að nauðsyn er að veita nýju blóði þar inn i. Auk þess stöndum við á alvarlegum timamótum i iþróttinni nú, og okkur er lifsnauðsyn á að fá eitthvað af þcim nýju straum- um utan úr heimi inn i iþróttina hér, ef við eigum ekki að drag- ast algjörlega aftur úr. Félögin hér þurfa að stinga saman nefjum i alvöru á næst- unni, til þess að finna lausn á þessu máli. Það er sanuarlega grundvöllur fyrir þvi, að þau verði samtaka um að fá hingað erlendan þjálfara, helst frá austurblokkinni, þar sem hand- knattleikurinn stendur næst nú. Slikur þjálfari gæti séð um fleira cn eitt lið, og jafnvel landsliðið lika, sem stendur uppi þjálfaralaust i haust, þegar Hilmar Björnsson fer utan. Verkefni landsliðsins eru næg næsta vetur, t.d. þátttaka okkar i undankeppni heimsmeistara- keppninnar. En umfram allt þarf þessi erlendi þjálfari að kenna okkar mönnuin það sem nýjast er i þessarri iþróttagrein, svo hann skildi eitthvað eftir af þekkingu sinni þegar hann fer utan aftur. Þjálfun okkar liða verður aldrei borin uppi af erlendum kröftum, og þvi er mikilsvert að okkar þjálfarar séu cins vel búnir undir sitt starf og frekast er kostur. Sigtryggur Sigtryggsson. Jí'*■' ' ' -- . - ' ■ ' ,. - ’• wt. <*%*4"**: ^ - - ; ’ C'w ' ' ■ W ^ . v'. Sumarið er komið, engum blandast hugur um það. En sum- arið er ekki komið i knattspyrn una, um þaö blandaðist engum hugur sem sá fyrsta leik Reykja vikurmótsins, milli Vikings og Arm. Leikurinn bar öll merki vorknattspyrnunnar, og það var sannarlega ekki þess virði að standa 90 minútur á Melavell- inum fyrsta sumardag og horfa á þau ósköp sem þar fóru fram. Það eina sem eitthvað var i ætt við knattspyrnu kom frá Vikingi seinni hluta seinni hálfleiks, enda komu þrjú mörk á þeim tima. Maðurinn bak við mörk Vikings var hin gamalkunna kempa Axel Axelsson, áður leikmaöur i Þrótti. Hann var bezti maöur vallarins ásamt Guögeiri Leifs- syni félaga sinum úr Vikingi. Ekki var ástæða til þess að leggja nema eitt atvik á minnið i fyrri hálfleik, þegar Jón Her- mannsson stóð óvaldaður fyrir framan Vikingsmarkið en skaut naumlega yfir. Þetta var eina raunverulega marktækifærið i fyrri hálfleik, og hefði átt að færa Armanni forystu. Byrjun seinni hálfleiks var jafn aum ogjeikurinn hafði verið. Það var ekki fyrr en að liða tók á hálf- leikinn að Vikingur fór að sýna hvað i þeim bjó. A 20. minútu átti Guðgeir hörkuskot i stöng, svo i söng. Rétt á eftir kom fyrsta markið, og átti Guðgeir þátt i þvi. Hann tók þá aukaspyrnu á vita- teigshorninu hægta megin, bolt- ínn barst inn i teiginn til Hafliða Péturssonar, og renndi Hafliöi boltanum i netið, greinilega rangstæður. Ódýrt mark. A 39 minútu einlék Guðgeir upp að vitateig Ármanns, gaf siðan boltann til vinstri á Axel, sem sendi rakleitt góða sendingu til Þórhalls Jónassonar. Þórhallur skoraði af öryggi. Og rétt fyrir leikslok skoraði svo Axel fall- egasta mark leiksins, eftir að hafa sýnt smá sýnishorn af sinum gamalkunnu töfrabrögðum. Þrátt fyrir að leikur Vikings væri þannig, aö ekki er hrópandi fyrir honum húrra, var leikur Ár- manns enn lélegri. Er vart að bú- ast við stórræðum af liðinu, nema breyting verði á. Vörnin kom sæmilega út, en bezti maður liðs- ins var Jón Hermannsson. Marga leikmenn vantaði i lið Vikings að þessu sinni, en það er þó engin afsökun fyrir lélegri frammistöðu. Eins og áður segir voru þeir Axel og Guðgeir beztu menn liðsins, en Magnús Þor- valdsson vakti einnig athygli fyr- ir góðan leik i bakvarðarstöðu.— SS. Knattspyrnudeild Breiöabliks boðar til forkeppni i knattþraut- um sunnudaginn 23. april á vell- inum við Vallargerði. 5. flokkur klukkan 13,30. 4. flokkur klukkan 15,00. Stjórnin. Laugardagur 22. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.