Alþýðublaðið - 11.05.1972, Qupperneq 3
ALLT
VILL
LAGI
HAF
ÍSLENZKT KVENFÓLK FÆST
EKKI í BÚNINGINN EN KYN-
SYSTUR ÞEIRRA ERLENDAR
ERU ALLS EKKERT BANGNAR
islenzka kvenþjóðin virðist ekki
vera mjög sólgin i að gegna starfi
lögregluþjóna — hvað scm liður
tali um jafnrétti kynjanna tii
starfa og launa.
Að minnsta kosti sóttu ekki
nema fjórar um kvenlögreglu-
þjónastöður þær sem auglýstar
voru lausar i vctur, en ekki þótti
fært að byrja með svo fáum, eins
og fram kom i Alþýðublaðinu fyr-
ir helgi.
i nýútkoinnu hefti af Time er
mjög athyglisverð grein um störf
lögreglukvenna i Bandarikjun-
um. Þar segir að fjölskylduþræt-
ur séu sifelld martröð fyrir lög-
regluna, sem oftlega eyöi miklum
tima i að sinna köllum þar að lút-
ándi.
Til þess að ná meiri árangri I að
stilla til friðar eru nú stöðugt
fleiri lögreglustöðvar i Banda-
rikjunum að reyna nýja aðferð.
Þeirscnda lögrcglukonur, til þess
að vinna þau vcrk scm einu sinni
voru eingöngu karlmannsverk.
Astæðan: konur virðast jafna
þessar deilur miklu betur en karl-
menn. Reynslan hefur sýnt, að
lögreglumenn eru kallaðir aftur
og aftur til sömu fjölskyldu, en
þegar lögreglukonur fara er það
oftast raunin að ekki heyrist
meira i fjölskyldunni.
Konur hafa einnig verið settar i
önnur lögreglustörf, sem sam-
kvæmt hefð hafa eingöngu vcrið
unnin af karlmönnum. i að
minnsta kosti sjö borgum I
Bandarikjunui'n aka konur lög-
reglubilum og eltast við afbrota-
menn.
Reynsla þeirra hingað til sýnir
að kyn þeirra er þeim ekki til
trafala i starfinu. i rauninni
byggist 80% - 90% af löggæzlu-
störfunum á hæfileikum frekar en
likamlegum yfirburðum. Til
dæmis i sambandi við fjölskyldu-
erjur virðast lögreglumenn að-
eins auka þær með áreitnisfullri
hegðan, þar sem konur aftur á
móti beita meir háttvisi og
kænsku. Þær gefa sér meiri tima
og virðast meira umhugað um að
komast að rótum ágreiningsins.
Þær virðast búa yfir einhverj-
um róandi áhrifum, sem menn
eiga erfitt með að bregðast illa
við. Þetta kemur m.a. fram við
rannsókn hjá lögreglunni i
Missouri.
Þessi kvenlegi hæfileiki til að
lægja reiði karlmanna virðist
stafa af þvi.að þvi er sumir álita,
að hetjulegt sé að ráðast á lög-
reglumenn, en býsna ókarlmann-
legt að ráðast á konu , jafnvel þó
hún sé lögregla.
Dæmi sýna það, að menn eru
mun rólegri þegar kvenlögregla
er viðstödd. Reynslan af þessu
gæti leitt til þess að minna yrði
um valdbeitingu af hálfu lög-
reglunnar, og virðist þetta vera
farið að vinna nokkuð fylgi hjá
Bandarikjamönnuin.
Um það bil 45 konur eru við al-
nienn löggæzlustörf i Bandarikj-
unum og fyrsta meiriháttar til-
raunin á þessu sviði er nú i undir-
búningi i Washington, þar sem
borgarlögreglan hefur ráðið 100
konur til almennra löggæzlu-
starfa.
Saint sem áður verður að vinna
bug á þeirri mótstöðu, sem aðal-
lega kemur frá yfirmönnum lög-
reglunnar, er halda þvi fram að
löggæzlustörf séu of hættuleg fyr-
ir „veika kynið”, áður en fleiri af
6.000 kvenlögreglum þjóðarinnar
eru sendar út á göturnar.
Þær sem þar eru fyrir hafa þeg-
ar útvegað lögreglunni nýtt vopn i
baráttunni við afbrotamenn, það
vopn, sem hefur hjálpað þeim, að
ná tangarhaldi á mönnum gegn-
um aldirnar. Það gekk að
minnsta kosti vel fyrir iögreglu-
konu einni, Inu Sheperd að nafni.
Eftir að hún hafði náð sterklegum
búðarþjóf i desember sl., upp-
götvaði hún að það var enginn
lögregla nálægt og ekki einu sinni
simi. Öfær um að kalla á hjálp,
brast hún i grát. ,,Ef ég kem ekki
með þig á stöðina, missi ég vinn-
una” sagði hún snöktandi við
fanga sinn, sem brást ekki ridd-
aramennsku sinni og fylgdi hennl
unz lögreglubill kom til aðstoðar.
Á myndinni lcita tvær lögreglu-
konur vopna á kynsystur sinni,
sem þær handtóku siðan fyrir
þjófnað.
KEFLVfKIHGAR On«SI
OLfU IDRYKKIARVATMD
Keflvikingar óttast, að vatnsból
þeirra kunni að vera i yfirvofandi
hættu vegna olium engunar.
Byggðin hefur sifellt þokast nær
vatnsbólinu og er nú svo komið,
að hætta er á að olia úr niður-
gröfnum tönkum við heimahús
kunni að komast i vatnsbólið, beri
citthvað út af.
— Vissulega er hætta á þessu,
sagði Jóhann Einvarðsson,
bæjarstjóri i Keflavik, er Alþýðu-
blaðið liafði tal af honum i gær.
Það er ekki aðcins frá olíutönkum
við heimahús Keflvikinga, sem
hættan stafar, heldur einnig frá
neðanjarðaroliuleiðslunni á
Keflavíkurflugvelli. Tæki hún að
leka af einhverjum ástæðum gæti
vatnsbólið okkar verið i hættu.
Komist olia i vatnsbólið getur
hún spillt drykkjarvatni þar um
langa hrið. Sem dæmi um það
nefndi Jóliann bæjarstjóri, að
fyrir um 20 árum hafi olia komizt
i borholu, þar sem drykkjarvatn
var sótt, og enn þann dag i dag er
vatnið úr þessari borholu óhæft til
drykkjar.
A fundi um umhverfismál,
scm nýlcga var efnt til á Suður-
nesjum, var m.a. fjallað um hætt-
una á oiiumengun vatnsbólsins i
Keflavik. i þvi sambandi tók Jón
Jónsson jarðfræðingur, það sér-
staklega fram, að mjög varhuga-
vert væri að hafa oliutanka og
oliuleiðslur niðurgrafin vegna
þess hve erfitt væri aö fylgjast
með þvi, hvort um oliuleka væri
i gær var frumvarp Stefáns
Gunnlaugssonar o.fl., um at-
vinnurekstur sveitarfélaga, sam-
þykkt sem lög frá Alþingi. Var
frumvarpið afgreitt frá efri deild
með samhljóða atkvæðum, en það
hafði áður fengið afgreiðslu i
neðri deild.
Alþýðublaðið skýrði itarlega
frá efni þessa frunivarps i haust,
er þa i var flutt, en efni þess er að
trygrja sveitarfélögum sömu að-
stöðu til þess að reka atvinnu-
fyrirtæki, eins og t.id. bæjarút-
gerðir, með takmarkaðri ábyrgð
að ræða. Þess vegna ættu slíkar
leiðslur og tankar skilyrðislaust
að vera ofanjarðar.
Jón sagði enn fremur, að ef um-
talsvert magn af oliu kæmist I
jörð væri ógerningur að hreinsa
Framhald á bls. 4
og einstaklingar njóta skv. hluta-
félagalögunum.
Frumvarpið átti að mæta
harðri andstöðu nokkra þing-
manna Sjálfstæðisflokksins I
neðri deild og tókst þeim aö fá þaö
samþykkt, að niður væru felld úr
frumvarpinu ákvæði um skatt-
frclsi þeirra atvinnufyrirtækja,
sem sveitarfélög rækju með tak-
markaðri ábyrgð.
Þannig breytt fór frumvarpið
til efri deildar, þar sem þingmenn
sameinuðust um stuðning við
frumvarpiö og afgreiddu það sem
lög frá Alþingi I gær.
SVEITARFELÖGIN
SAMKEPPNISFÆR
VIÐ EINSTAKLINGA
EKKI ER
ÞAÐ GEFIÐ
Hvað kostar eiginlega að
liggja á sjúkrahúsi I dag?
Nýjar tölur um reksturs-
kostnað Borgarsjúkrahússins
(myndin) liggja aö visu ekki
fyrir, en samkvæmt nýútkom-
Á ANNflÐ
inni skýrslu um rcksturskostnað
þess árið 1970 var meðalkostn-
aður á legudag kr. 2.274.84.
Það samsvaraði riflega
800þúsund krónum yfir árið.
Miðað við þann mikla kostn-
aðarauka, sem orðið hefur sið-
an, og mun að sjálfsögðu enn
aukast með miklum kauphækk-
unum til lækna, er eðlilegt að
áætla, að það kosti á aöra millj-
ón króna á ári að láta sjúkling
liggja á Borgarsjúkrahúsinu i
Fossvogi.
HUNDRAÐ
VILJA FÁ 40 ÍBÚÐIR
Mjög mikill ásókn er I ibúðir
scm Byggingarfélagiö Breiðholt
er að reisa við Æsufell I Reykja-
vik. Breiðholt hefir byggt þar
fjölbýlishús i áföngum, og hafa
ibúðirnar runnið út um leið og
þær hafa komið á almennan
sölumarkaö.
Nú er siöasti áfanginn i
byggingu, 40 Ibúðir. Þessar
ibúðir eru enn ekki komnar á
markaöinn, en samteru á annað
hundrað manns á biðlista um
þessar 40 ibúðir.
Sigurður Jónsson, skrifstofu-
stjóri Breiðholts, sagði blaðinu i
gær, að íbúðirnar yrðu ekki sett-
ar á markaö alveg strax, vegna
þeirrar óvissu sem rikir I
verðlagsmálum.
Þá sagði Sigurður ennfremur,
að eftirspurnin sýndi vel þann
skort, sem nú er á ibúðar-
húsnæði i Reykjavik, og þvi gæti
það siður en svo talist heppileg
ráðstöfun hjá rikisstjórninni að
ætla sér að draga úr byggingu
ibúðarhúsnæðis.
Taidi Siguiour, að þessi
ákvörðun mundi magna verð-
bólguna enn meira, og jafnvel
leiða til húsabrasks aftur, sem
nú tilheyröi sögunni sem betur
fer.
FORSÆTISRAÐHERRA
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, dvelst um þessar
mundir á Landakotsspitala, en
þangað fór hann tii rannsóknar
þriðjudaginn 9. þ.m. Liöan hans
cr góð og er ekki talið að um al-
varleg veikindi sé að ræða.
NÝTT FLUGFÉLAG
Á DÖFINNIEYSTRA
„Áhuginn fyrir stofnun þessa
flugfélags er geysimikill hjá
Austfirðingum”, sagði Guð-
mundur Sigurðsson, læknir á
Egilsstöðum, I viðtali við
Alþýðublaðið nú i vikunni.
Tildrög þessa máls eru þau,
að 16. apríl komu nokkrir menn,
viðsvegar að af Austfjörðum,
saman og ræddu nauðsyn á
stofnun flugfélags. Var skipuð
nefnd, til þess að undirbúa
stofnunina, en i hcnni eiga sæti
Guðmundur Sigurðsson læknir,
Þorsteinn Sveinsson kaup-
f éla gs st jór i, Guðmundur
Magnússon oddviti Egils-
A þessu vori inunu þrir nem-
endur Ijúka einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum i Reykjavik,
cn þvi prófi lýkur með sjálf-
stæðum tónleikum. Þessir nem-
endur cru: Páll Gröndal, sem
leikur á selló, Selma Guð-
niundsdóttir á pianó (til vinstri)
og Unnur Maria Ingólfsdóttir i
fiölu. Fyrstu tónleikarnir verða
á morgun kl. 7.15 siðdegis i
stöðum, Þengill Oddsson
héraðslæknir og Steingrimur
Ingimundarson Djúpavogi.
Nefnd þessi hefur starfað af
fullum krafti við undir-
búninginn og er ætlunin að
formleg stofnun fari fram um
mánaðamótin mai/júni.
Stefnt veröur að þvi að gera
félag þetta að almenningshluta-
félagi
Ekki er að fullu ákveðið
hvernig rekstrinum veröi
hagað, cn liklega verður megin-
áherzlan lögð á sjúkraflugið svo
og farþegaflug, en leiguflug
verði eftir aðstæðum.
Austurbæjarbiói cn hinir siðari
þ. 19. og 24. mai á sama tima og
stað. A tónleikunum n.k. föstu-
dag leikur Páll Gröndal á selló
og Vilhelmina ólafsdóttir á pia-
nó verk cftir Beethoven,
Sammartini, Hindemith o.fl.
Aðgöngumiðar eru afhentir i
Tónlistarskólanum, Skipholti 33
og við innganginn og gilda þeir á
alla tónleikana.
Fimmtudagur 11. maí 1972
0