Alþýðublaðið - 11.05.1972, Síða 6

Alþýðublaðið - 11.05.1972, Síða 6
KVEÐJUR 1 dag cr einn helzti lorvígis- maöur islenzkrar sjómanna- stóttar frá upphafi sjötugur. tslenzkir sjómenn hafa átt stór- an og gifturikan þátt i sókn þjóðarinnar fram til betri kjara og réttlátara samfélags á þess- ari öld. Auöur hafsins hefði ekki nýtzt íslendingum i sama mæli og átt hefur sér staö, ef ekki hefði vaxið upp með þjóðinni stétt, sem kunni að hagnýta hann, bæði af viti og með dugn- aði. tslenzkur sjómaður skilar á land meira aflamagni en starfs- bróðir hans i nokkru ööru landi. ()g starf hans er kjölfestan i is- lenzku efnahagslifi. Slik stétt hlaut að eignast mikilhæfa for- ystumenn. Annað gat hún ekki átt skilið. Jón Sigurösson hefur fyrst og fremst helgað langt og gifturikt ævislarf sitt islenzkri sjó- mannastétt sem formaður Sjó- mannafélags Keykjavikur um langan aldur og forseti Sjó- mannasambands lslands frá stofnun þess. Samlök isienzkra sjómanna munu ávallt minnast hans sem eins þeirra foringja sinna, sem með hvað mestum árangri hafa sameinað festu og lagni i baráttu sinni fyrir hags- munamálum sjómanna. Þess vegna hafa þeir borið traust til hans. ()g hann hefur ávallt reynzt þess trausts verðugur. En ekki aðeins islenzk sjómannastétt hefur notið góðs af miklum forystuhæfileikum og eldheilum áhuga Jóns Sig- urðssonar. I áratugi hefur hann starfað i þágu Alþýðuflokksins og Alþýðusambandsins. Ungur aðhylltist hann sjónarmið jafn- aðarstefnu og hefur aldrei hikað i hollustu sinni við hugsjón írelsis, jafnréttis og bræðra- lags. Ilún hefur verið honum sem i blóð borin. Og það hefur ávallt munað um það, þegar Jón Sigurðsson hefur lagt hönd á plóginn i þágu góðs málefnis. Alþýðullokknum hefði ekki orð- ið ágengt i þeim mæli, sem raun ber vitni, ef ekki einmitt menn eins og Jón Sigurðsson hefðu verið i forystu hans og þokað málum fram, stundum með samningum, en ávallt i krafti heitrar trúar á réttan málstað. A sjötugsafmæli Jóns Sig- urðssonar sendir Alþýðuflokk- urinn honum hugheilar árn- aðaróskir og miklar þakkir fyrir það stórbrotna starf, sem hann i áratugi hefur írint af hendi i þágu flokksins og islenzkrar jafnaðarstefnu. Jón Sigurðsson er einn þeirra manna, sem hafa skapað Alþýðuflokkinn og is- lenzka verkalýðshreyfingu. Saga þessara hreyfinga verður ekki skráð án þess, að hans verði þar getið að góðú og miklu. Hann er gæfumaður að geta horft til baka á jafngifturikt ævistarf og raun ber vitni. En það hefur einnig verið gæfa Alþýðuflokks og verkalýðs- hreyl'ingar að fá að njóta um langan aldur' starfskrafta og hæfileika manns eins og Jóns Sigurðssonar. Fyrir það veröur honum ávallt þakkað. Gylfi t>. Gislason. l>egar ég frétti að .Jón Sig- urðsson formaður Sjómanna- sambands Islands væri að verða 70 ára, varð mér ósjálfrátt á aö hugsa nálega 30 ár aftur i tim- ann, þegar 15-20 iðnnemar voru saman komnir á efri hæð Kirkjuhvols hér i borg, til að læra fundarstjórn og ræðu- mennsku. — Þarna voru vel- fleslir að stiga fyrstu skrefin i afskiptum okkar af félagsmál- um. Leiðbeinandi okkar hafði verið valinn Jón Sigurðsson, sem i gegnum áratugastarf sitt á vegum verkalýðssamtakanna gal miðlaðokkuraf ómetanlegri þekkingu sinni og reynslu. Ekki veit ég hverjum augum Jón sjálfur litur þennan þátt sinn i ævistarfi sinu, nú á þess- um stóru timamótum, en hitt veit ég, að við, sem þarna áttum þess kost aö nema undir hans handleiðslu, erum honum ávallt mjög þakklátir. Uetta voru min fyrstu persónulegu kynni af Jóni Sig- urðssyni. Áður hafði ég heyrt um manninn rætt. Við sjávar- siðuna var Jón snemma kunnur fyrir störf sin að sildarmati og afskiptum af verkalýðsmálum, en auk þess hafði faðir minn verið með honum til sjós. Alla tið siðan hafa leiðir okkar Jóns lcgið saman ýmist við störf i verkalýðshreyfingunni eða i Alþýðuflokknum. Á báðum þessum stöðum hefur Jón gegnt um langt árabil forystu- og trúnaðarstörfum, með þeim hætti að hann hefur ávallt verið endurkjörinn til þeirra, svo lengi sem hann sjálfur hefur treyst sér til að gegna þeim. Þegar hliösjón er af þvi höfð, hverjir umbrotatimar hafa verið i málum verkalýðssam- takanna og þjóðmálum á undangengnum starfsaldri Jóns má öllum Ijóst vera að ekki hefur logn og bliða ávallt um- vafið Jón i starfi. Óblið og hörð átök um menn og málefni hafa átt sér stað og Jón hefur oft starfs sins vegna þurlt að standa mitt i þeim átökum, enda hefur Jóni likað illa að standa utan við, sem hlutlaus áhorfandi. Stundum helur ýmsum sjálfsagt fundist sem hann væri harður og óvæg- inn andstæðingur, en ekki er mér kunnugt um að barátta hans fyrir hugsjónum sinum, hafi skilið eftir persónuleg sár. Meðal fjölmargra trúnaðar- starfa, sem Jón hefur gegnt á vegum Alþýðuflokks og verka- lýðssamtaka, hefur Jón verið formaður verkalýðsmála- nefndar Alþýðuflokksins þar til á sl. ári,að hann að eigin ósk lét af þeim störfum. F'yrir allt það starf, sem hann innti af hendi i þágu fólksins úr verkalýðssamtökum i Alþýðu- flokknum, eru honum nú færðar beztu þakkir um leið og honum og ljölskyldu hans er óskað til hamingju með timamótin og ókomin æviár. Eggert G. Þorsteinsson. SAMSÆTI Miðstjórn ASt og stjórnir Sjó- mannasambands íslands og stjórn Sjómannafélags Reykja- vikur gangast fyrir samsæti til heiðurs Jóni Sigurðssyni for- manni Sjómannasambands tslands i tilefni af sjötugsafmæli hans þann 12. mai. Samsætið verður haldið laugardag þann 13. mai i Atthagasal Hótel Sögu kl. 6.00. Þeir sem óska að taka þátt i samsætinu tilkynni þátttöku sina til skrifstofu Sjómanna- félags Reykjavikursimi: 11915 skrifstofu ASt simi: 19348 eða til Magnúsar Guðm undssonar Hrafnistu 35133. A ERFIÐUSTU ARUNUM VÍGIST MADUR VERKALÝÐS- HREYFINGUNNI MEST SJOTUGUR er á morgun Jón Sigurðsson formaður Sjómanna- sambands tslands. Hann hefur lengst allra mann hérlendis starfað að verkalýðsm. fyrir land ið allt. Nærfellt fimmtiu ár eru siðan hann byrjaði að starfa fyrir hina islenzku verkalýðshreyfingu i heild. Hann hefur þvi algera sér- stöðu meðat islenzkra verkalýðs- foringja — ekki sizt þegar þess er einnig gætt að enda þótt hann sé eins og hann segir sjálfur „harð- pólitiskur maður” lætur hann flokkdpólitisk sjónarmið ekki móta stefnu sina i starfi fyrir verkalýðinn. Þegar saga verka- lýðshreyfingarinnar á tslandi verður skrifuð ber nafn Jóns Sigurðssonar ærið hátt og vafa- laust hæst allra á þessu timabil.i Undirritaður fór heim til Jóns fyrir fáum dögum að ræða við hann i tilefni afmælisins. Jón var viðræðugóður eins og ævinlega, en vildi meira tala um verkalýðs- mál almennt en sjálfan sig. — Þú raktir svo rækilega úr mér garnirnar fyrir fjórum árum. þegar mig minnir að þú ættir við mig átta eða niu viðtöl að mér finnst ég ekkert hafa að segja við þig nú. — Ætli okkur detti ekki eitthvað i hug? — Já, það hefur orðið töluverð breyting, umtalsverð breyting, i baráttu verkalýðshreyfingarinn- ar siðan. Þá bar mikið á baráttu milli flokka innan hennar, og þess vegna nýttist ekki máttur hennar sem skyldi. Verkalýðshreyfingin var þá ekki eins sterk útávið i barattunni fyrir betri kjörum, hærra kaupi, meiri friöindum, lengra sumarleyfi. Nú hefur skipt um til hins betra að þvi leyti að verkalýðshreyfingin stendur miklu betur saman. Kaupgjalds- baráttan var hörð um siðustu áramót, en ég tel að jafnmikill árangur hafi ekki náðst i mörg ár. Athafnaþrekið var meira afþvi þessi gamla innri barátta er að mestu úr sögunni. — Er það ekki ágætt — allir sammála um það? — Ég vil segja þótt ég sé harð- pólitiskur maður einsog ég hef alltaf verið að þá þurfti hlé á þessari barattu — Annars allt likt og verið hef- ur? — Já að sjálfsögðu. Nú hafa verið gerðir samningar til tveggja ára viðast hvar, og það hlésem,þannig fæst á deilum við atvinnurekendur getur verka- lýðshreyfingin notaö til innri upp- byggingar. Það er nóg að gera. Verkalýðshreyfingin er að snúa sér meira að fræðslumálum. — Er það eitt af helztu verkefn- unum nú? — Já, og bráðnauðsynlegt verk- efni. — Hvað er nú langur timi siðan þú gekks i verkalýðsfélag? — Fjörutiu og átta ár. Ég var tuttugu og tveggja ára. Þá fór ég á togara, en hafði áður verið aðal- lega á skútum,.og gekk þá i Sjó- mannafélag Reykjavikur. — Varstu aldrei i neinu verka- lýðsfélagi i Hafnarfirði? — Nei. en ég hafði náin kynni af verkalýðsbaráttunnii Hafnarfirði og þekkti allvel til þeirra mála lika annarsstaðar. Þannig var að ég var hálfgerður stráklingur þegar ég byrjaði að lesa Alþýðu- blaðið og þar var samvizkusam- lega rakið allt sem markvert gerðist i verkalýðsmálum. — Þú varðst fljótlega trúnaðar- maður félagsins um borð. — Já, ég fékk þann starfa fljótt. rukkaði inn árgjöld og sá um að allir sjómennirnir væru i félag- inu. Það var mikið uppúr þvi lagt á þeim tima til að styrkja stöðu félagsins, rikt eftir þvi gengið á öllum togaraflotanum. — Svo færðist þú upp i forustu- sveitina. — Þegar ég kom i land alfarið þritugur að aldri var ég kosinn i stjórn Sjómannafélags Reykja- vikur. Svo varð það bara tveimur árum seinha, þegar ég var 32 ára, að ég var ráðinn erindreki Al- þýðusambandsins og fór að vera á ferðinni um landið. Þá sagði ég mig úr stjórn Sjómannafélagsins enda fluttist ég þá brátt til Siglu- fjarðar um leið og ég var skipað- ur i stjórn Sildarverksmiðjanna. — Ef þú litur til baka hvað finnst þér erfiðasta timabilið sem þú manst fyrir verkalýðinn og sjálfan þig? — Erfiðasta timabilið var vafa- laust rétt fyrir 1930, og raunar komu oft feikilega erfið ár á fjórða áratugnum, meðan krepp- an var. — Var þá erfitt að vinna fyrir verkalýðinn. — Það var erfitt af þvi að verkalýðurinn átti erfitt. Fólk átti i vök að verjast sakir litillar vinnu, og þá var andstaða at- vinnurekendanna harðari. — Teluröu kannski að þú hafir lært meira á þeim árum en öðr- um? — Ég skal ekki segja um það. A erfiðustu árunum vigist maður verkalýðshreyfingunni mest. Þeim mun erfiðara sem er, þeim mun meiri nauðsyn er að berjast vasklega. Og af að berjast erfiðri baráttu verður maður rikur að reynslu. — Þegar þú litur yfir þessa hálfu öld i starfi fyrir verkalýðinn vildirðu þá að eitthvað hefði verið öðru visi. — Ég held satt að segja ekki. — Varð aldrei það tilvik á ævi þinni að þú vildir koma þér út úr þessu fyrir fullt og allt? — Nei, ég hef aldrei óskað eftir þvi. Ég vigðist verkalýðshreyf- ingunni snemma og lifði mig inn i kjör verkafólks. Ég reyndi eftir beztu getu að bæta þau úrþvi ég var kvaddur til slikra starfa. Og með ekki meiri menntun en ég hafði mundi ég ekki hafa kösið annað lifsstarf. — En ef þú hefðir átt völ á meiri menntun? — Það er auðvitað ómögulegt að vita hvað orðið hefði ef ég hefði notið menntunar. Mig langaði til að menntast, en ég átti þess engan kost, ég þurfti snemma að fara að sjá um mig sjálfur auk þess sem ég varð að hjálpa til að vinna fyrir fjölskyldunni. Faðir minn var tvigiftur og barnmarg- ur. Móðir min dó þegar ég var ungur, og faðir minn kvæntist fljótlega aftur. — Og þú heldur enn áfram þótt sjötugsafmælið sé að koma. — Ég er að visu byrjaður að létta af mér störfum. T.d. losaði ég mig viö formannsstarf i Sjó- mannafélagi Reykjavikur á siðastliðnum vetri. En ég er enn i stjórn Alþýðusambandsins. Þar veröur þing i haust og kosin stjórn. örlög ráða hvort ég verð kosinn áfram. Ég held ég skorist varla undan ábyrgð ef heilsan verður sæmileg. Eins er með Sjó- mannasambandið. Ég er formað- ur þess og hef verið frá upphafi. Það er nú rúmlega 15 ára. Þar er einnig þing i haust, og ég held ég fari varla að skerast úr leik ef vilji verður fyrir að kjósa mig á- fram og ekki bagar neitt annað. — Og þessa dagana ertu á bóla kafi i fundahöldum. — Já, það er töluvert um fundi. — Er ekki rétt hjá mér að þú verðir meira segja á fundum með brezkum á afmælisdaginn þinn? — Jú, það stendur hér fundur þann ellefta og tólfta á vegum Al- þjóðasambands flutningaverk- amanna með islenzkum og brezk- um fulltrúum i sambandi við landhelgisdeiluna. Við leysum vafalaust ekki málið, en ef þetta spjall gæti orðið til að draga úr spennu, þá má segja að gagn verði að fundunum. — Hvað hefurðu verið i mörg- um verkalýðsfélögum og hve mörg hefurðu stofnað? — Ég er náttúrulega i minu gamla félagi, Sjómannafélagi. Reykjavikur, og þar að auki er ég heiðursfélagi i tveimur. Verka- lýðsfélagi Hólmavikur, sem er fyrsta félagið sem ég stofnaði, og Bifreiðastjórnafélaginu Hreyfli, ég var gerður að heiðursfélaga á tiu ára afmæli þess félags, og það er eitt með fyrri félögunum sem ég stofnaði. — Hvað ég hef stofn að mörg? Ja, ætli þau séu ekki nálægt þrjátiu. Sum af þeim hafa lognazt útaf, t.d. Sjómannafélag Siglufjarðar sem ég stofnaði þegar ég átti heima þar. Það dó vist fljótlega eftir að ég var far- inn. — Hin eru flest starfandi. — Ég held það. — Kemur til mála að nokkur annar hafi stofnað svona mörg félög? — Ég held varla. Björn Blöndal var erindreki Alþýðusambands- ins um tima og hann stofnaði auð- vitað félög, en tæpast svona mörg. — Viltu nefna einhverja verka- lýðsforingja sem þú hefur sér- stakt dálæti á? — Ég hef átt góð skipti við afar marga forystumenn verkalýðs- ins. Samstarf okkar Jóns Axels Péturssonar var alltaf einstak- lega gott. En hann var fram- kvæmdastj Alþýðusambandsins þegar ég var erindreki. Við Jón Baldvinsson áttum mjög ánægju- legt samstarf og ég var alltaf hrifinn af Héðni Valdimarssyni þótt leiðir skildu. — Hver var nú mestur verka- lýðsforingi i gamla daga, var það Jón. — Jón var mjög viðsýnn, hafði margt sér til ágætis. Þetta voru allt mikilhæfir menn hver upp á sinn máta. — Nú er fjarri þvi að þú hafir alltaf verið i launuðu starfi fyrir verkalýðinn. Er það ekki anzi langur kafli samanlagt af ævi þinni sem þú hefur varið i verka lýðsstörf fyrir ekki neitt? — Sennilega er það. Ef miða á við átta stunda vinnudag eða jafnvel 12 stunda, þá hefur yfir vinnan oft verið mikil. — Samningafundir eru mesta þolraun, ekki satt? — Lengsti samningafundur sem ég hef setiö stóð i 73 klst. Það voru farmannasamningar rétt fyrir 1960, ef ég man rétt. Fundurinn hófst að kvöldi. Ég var algerlega óundirbúinn þannig að ég hafði farið á fætur á venjulegum tima og unnið allan daginn. Ég gat aldrei lagt mig allan timann. Torfi Hjartarson sáttasemjari hafði þann sið að kalla okkur saman þrjá frá hvorum og ég þurfti alltaf að vera með. Hann hefur sjálfúr vist lagt sig annað slagið, þvi stundum virtist okkur hann hverfa. Við héldum kannski að hann væri hjá atvinnurek- endunum að ræða við þá, en þeir að hann væri hjá okkur. Annars er Torfi mikill þjarkur og trúandi til að leggj3 á sig miklar vökur. En að mqrgni þriðja dagsins fann ég að ég gat ekki rrieira. Ég var að verða sljór af vökunum. Ég lagði mig i þrjár stundir. En ég svaf ekki fastar en það að ég heyrði i gegn um svefninn að Guðmundur Vilhjálmsson sagði: „Ég bið að heilsa Jóni”. En svo vildi til að hann leit inn i flokks- herbergi Alþýðuflokksins þar sem ég hafði lagt mig. Fundurinn leystist svo upp. — En var þetta erfiðasti samn- ingafundurinn sem þú hefur átt hlut að? — Ó-nei, en þetta var lengsti samningafundur á Islandi. — En hver var erfiðastur? Þeir hafa kannski verið erfiðari þótt styttri væru fundirnir á þeim ár um þegar stappa þurfti stálinu i karlana. — Það þurfti aldrei að stappa stálinu i sjómenn. Þeir voru alltaf klárir og alltaf harðir. En það var oft þröngt i búi, og þess vegna vildu þeir forðast vinnustöðvun ef þess var einhver kostur. — Sjómenn hafa alltaf verið allra manna stéttvisastir, en þú hefur nú samið fyrir fleiri, i raun- inni fyrir allar stéttir. — Það er óhætt að segja. A erindreka árum minum var aðal- verkið þegar deilur stóðu yfir að aðstoða félög. — Og hver var þá erfiðasta deil- an? — Ég held Iðju-deilan á Akur- eyri hafi verið erfiðasta deilan sem ég hef staðið i. Siðustu tiu sólarhringa þeirrar deilu fór ég aldrei úr fötum. — En lagöir þig við og viö? — Já, stundum, en stutt i einu, kannski ekki endilega að nótt- unni, eins eða jafnvel fremur við og við að deginum. Ég varð að fara út hvenær sem var að sólar- hringnum að athuga verkfalls- verðina. Það voru viða verðir að sjá um að verkfallið væri ekki brotið. Þetta var held ég erfiðasta deilan sem ég átti hlut að. Og hún var vist fleirum erfið, þvi þennan mánuð sem deilan stóð var strand hjá alþingi. Þetta var á sam- stjórnarárum Alþýðuflokksins og Framsóknar. — Hvernig er heilsan eftir allt þetta? — Heilsan er prýðileg. — Jafnvel þótt þú leggir nótt við dag. — Ég held ég hafi þolað þetta sæmilega vel allt saman. Og enn heldur Jón áfram að sitja fundi, semja og vaka þótt orðinn sé sjötugur. Allt þetta hef- ur hann þolað af þvi hann prýða ýmsir þeir kostir sem eru ómiss- andi lyrir foringja. Hann er rór og jafnlyndur samfara prýðilegri greind, hugaður vel og allra manna óliklegastur til að láta sig fyrr en iifulla hnefana. Sigvaldi AFMÆLISRABB VIÐ JÓN SIGURÐSSON Helztu æviatriði JÓN SIGURDSSON er fæddur 1 Hafnarfiröi 12. mai 1902, sonur Sigurðar Jónssonar lóös og fyrri konu lians Guönýjar Agústu Gisladóttur. Þau bjuggu i húsi sem nú löngu er á brott, en stóö ckki langt þar frá sem Alþýöu- húsið er nú. Jón varö snemma aö fara aö vinna fyrir sér, var i sveit aö sumrinu, siðar á skútum og tog- urum til þritugsaldurs. En þrjátiu og tveggja ára gerðist hann erindreki Alþýöu- sambands islands og hefur siö- an sinnt verkalýðsmálum meira en nokkur annar islendingur. llann hefur verið erindreki Alþýðusambandsins, fram- kvæmdastjóri þess og stjórnar- meðlimur árum saman. Hann stofnaöi Sjómannasamband is- lands og hefur vcrið formaöur þess æ siöan. llann hefur veriö i 23 ár i stjórn Sjómannafélags Reykja- vikur. i stjórn Alþýöuflokksins hefur hann verið i hartnær 40 ár og oft i framboði til alþingis. Þar að auki hefur hann átt sæti i ýmsum stjórnskipuöum ncfndum og stjórnum. Jón er tvikvæntur: Fyrri kona hans er Kmilia Jóna Einars- dóttir úr Reykjavík, en seinni kona hans cr Jóhanna Guð- mundsdóttir frá Seyðisfiröi. MYNDIRNAR A cfstu myndinni til hægri er Jón Sigurðsson i liópi verkalýðs- manna á fiskiinálaráöstefnu ITF i Bergen 1957. A myndinni hér fyrir ofan textann eru gestir á aðalfundi Norges fiskarlag i Þrándheimi 1969. Erá vinstri: Jón, Tryggvi Helgason, Jakob i Jakobsstuna (Færeyjum) þá Danir og Sviar. Neðstu myndina, eins og þá stóru til vinstri, tók Gunnar Heiðdal i gær. A neðstu myndinni er Jón ásamt dóttur sinni, Guðbjörgu, og eiginkonu: Jóhönnu Guð- mundsdóttur. 0' Fimmtudagur TT. maí 1972 Fimmtudagur 11. maí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.