Alþýðublaðið - 17.05.1972, Page 5

Alþýðublaðið - 17.05.1972, Page 5
Útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Blaðaprent h.f. HVAD TEFUR SAMTOKIN? Hinum venjubundnu útvarps- umræðum i þinglok er lokið. Þær fóru fram með venjulegum hætti, stóðu i tvö kvöld, og fjöl- margir alþingismenn komu þar fram með skoðanir sinar á stjórnmálum og þjóðmálum. Margt mjög athyglisvert koma fram i þessum ræðum. En það getur einnig verið mjög lær- dómsrikt að veita þvi athygli, sem ekki er sagt. Þögnin getur lika talað. Um margra mánaða skeið hafa forsvarsmenn frjálslyndra notað hvert tækifæri til þess að tala um sameiningu jafnaðar- manna. Sameiningarmálið átti að vera meginmarkmið sam- takanna. Undir slagorðum um sameiningu gengu frjálslyndir til kosninga og unnu sigur. Og alltaf siðan hafa þeir verið sital- andi um sameiningarmálið. Þangað til nú. Þeir, sem hafa fylgst með umræðunum hafa eflaust tekið eftir þvi, að fyrra kvöld umræðnanna minntust ræðu- menn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna ekki aukateknu orði á sameiningarmálið og sið- ara kvöldið vék aðeins einn þeirra, Bjarni Guðnason, orðum að þvi. Hvorki Hannibal né Björn minntust á sameiningar- málið og enn siður Magnús Torfi. Eru Hannibal, Magnús og Björn kannski búnir að missa allan sameiningaráhugann? Eru Samtök frjálslyndra og vinstri manna e.t.v. horfin frá sameiningaráformunum? Hver er skýringin á þögninni og sinnuleysinu, sem frjálslyndir hafa sýnt þessum málum undanfarna mánuði? Tveir þingmenn Alþýðu- flokksins, þeir Pétur Pétursson og Benedikt Gröndal ræddu sameiningarmálin sérstaklega bæði umræðukvöldin og létu báðir i ljós ugg yfir sinnuleysi frjálslyndra um raunhæfar að- gerðir. Um þetta fórust Benedikt Gröndal svo orð: ,,i seinni tíð hafa frjálslyndir gefið sér litinn tima til þess að sinna sameiningarmálinu og leggja fram nauðsynlega vinnu við undirbúning þess. Hug- myndir og áætlanir um raunhæf skref hafa yfirleitt komið frá Al- þýðuflokksmönnum, en Frjáls- lyndir virðast ekki hafa tima eða áhuga, enda þótt þá skorti ekki stór orð á stundum. Samtök frjálslyndra og vinstri manna sögðu i stefnu- skrá, sem þau gáfu út fyrir kosningar, að meginmarkmið samtakanna væri sameining allra lýðræöissinnaðra vinstri manna i einum flokki. Nú reynir á, hvort þetta meginmarkmið hefur verið sett til hliðar eða ekki, og Alþýðuflokkurinn skor- ar á Samtökin að taka sig á i þessum efnum”. Þetta sagði Benedikt Gröndal og svipað hafði Pétur Pétursson áður sagt, þar sem hann sagði m.a. um Frjálslynda, að timi væri til kominn að þeir gerðu upp við sig i hvort istaðið þeir ætluðu að stiga, þvi varla gætu þeir ætlast til þess að eftir þeirri ákvörðun biði Alþýðuflokkurinn von úr viti. Þarna komu þingmenn Al- þýðuflokksins með alvarlegar athugasemdir um, að svo virtist vera, sem Samtök frjálslyndra og vinstri manna væru búin að missa allan áhuga á sameining- armálinu. Þeim athugasemdum svöruðu málsvarar Frjáls- lyndra ekki. Þeir töluðu i það heila tekið varla um sameining- armálið. Hvað merkir sú þögn? Hún getur varla merkt annað en það, að af einhverjum ástæð- um er áhugi Frjálslyndra fyrir sameiningarmálinu minni nú en áður. En hvers vegna? Voru þá aldrei neinar meiningar á bak við stóru orðin? Því er erfitt að trúa, en kjósendur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og raunar allir islenzkir jafnað- armenn eiga heimtingu á að fá svar við þeirri spurningu eftir hverju foringjar Frjálslyndra séu að biða. Hvað veldur þvi, að þeir hafa nú ekki tima til þess að sinna sameiningarmálinu? Hvað er nú i vegi þeirra? SAMEININGARMALID OG SAMTOKIN HVERS VEGNA BÍDID ÞID? 1 útvarpsumræðunum hafa tveir þingmenn Alþýðuflokksins sérstaklega rætt sameiningar- málin. Það gerði Benedikt Gröndal i ræðu sinni i fyrrakvöld, og ersá hluti ræðunnar m.a. birt- ur hér að neðan. Og það gerði Pétur Pétursson strax i upphafi ræðu þeirrar, sem hann flutti sl. föstudagskvöld. Sameiningarmálið hefur mikið verið rætt á ýmsum vettvangi upp á siðkastið, en hvernig stendur það mál milli ílokkanna. Þeirri spurningu svöruðu þingmenn Al- þýðuflokksins i útvarpsumræðun- um. Seinlæti forystumanna frjálslyndra er farið að tefja framgang málsins. Þetta er það, sem Pétur Pét- ursson hafði að segja um samein- ingarmálið: ,,Við Alþýðuflokksmenn telj- um, að Alþýðuflokkurinn hafi á siðustu 50 árum unnið þannig að málefnum þjóðarinnar, að ekki verði talið litils virði, þegar litið er málefnalega á árangurinn á þessu timabili. Jafnaðarstefnan á islandi vann sigur i siðustu kosningum. Aðrir flokkar hafa oft fallizt á skoðanir okkar í Alþýðuflokknum i grundvallaratriðum og gjarnan samþykkt þær, þegar augljóst var, að þjóðin var á sömu skoðun. En eins og i öðrum málum er og Pétur Pétursson skrifar: verður þjóöin sá aðili, sem tekur lokaákvörðun um það, hvort stefna Alþýðuflokksins sé i sam- ræmi við vilja fólksins. Sjálfur held ég, að i raun og veru séu fjöl- margir islendingar sammála okkar stefnu, kannske flestir. En annarleg pólitisk sjónarmið virð- ast oft ráða ferðinni. Við þessu er hreint ekkert að segja. Fólkið ræður sjálft i lýðræðisþjóðfélagi. En ég tel það sjálfur fráleitt, að tveir jafnaðarmannaflokkar séu i landinu. Fyrir þvi er hreint engin Framhald á bls. 4 OG STADA í upphafi ræðu sinnar vék Benedikt Gröndal að stjórnar- skiptunum i sumar og afstöðu Alþýðuflokksins til rikisstjórnar Olafs Jóhannessonar. Benedikt sagði m.a.: „Þegar fyrrverandi rikisstjórn lét af völdum, eftir tólf ára sam- starf Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, skildu leiðir þessara flokka og hvarf hvor um sig til sins uppruna, til sinnar ómenguðu stefnu. Flokkarnir höfðu hagað stjórnarsamstarfi sinu á þá lund, að deilur þeirra i milli fóru að mestu leyti fram að tjaldabaki, en mál voru ekki flutt á Alþingi, fyrr en samkomulag hafði náðst um þau. Þetta var tal- ið stuðla að sterkari rikisstjórn en ýmsum fannst flokkarnir renna miklu meira saman en þeir i raun og veru gerðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú snúið til hægri og tekið upp harða, kapitaliska stefnu. Formaður flokksins vegsamar i eldhúsum- ræðum gróða og gróðastefnu og telur til hinna beztu dyggða. Það hefði hann aldrei gert, maðan hann var forsætisráðherra sam- steypustjórnar. Sjálfstæðismenn leggja nú megináherzlu á baráttu gegn stórauknu miðstjórnarvaldi rikis- báknsins, eins og þeir kalla það. En i samstarfi við okkur komu þeir upp Seðlabanka Islands, sem er mikið rikisbákn og langmesta miðstjórnarvald, sem þekkzt hef- ur i islenzku efnahagslifi. Þá voru þeir ekki eins áhyggjufullir yfir vægum lýðræðissósialisma og þeir eru nú. Við Alþýðuflokksmenn höfum á sama hátt snúið okkur til vinstri og dustað rykið af ýmsum baráttumálum jafnaðarmanna, sem við gátum ekki fengið fram- gengt i siðustu stjórn.Við höfum nú tekið afstöðu á móti ýmsu, sem við gengum inn á til samkomu- lags á þeim árum, en að sjálf- sögðu er það grundvöllur sam- steypustjórna, að flokkar þeirra komi einhverju fram af áhuga- málum sinum, en láti undan varðandi áhugamál hinna á móti. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa i vetur flutt fjölda af frum- vörpum og tillögum um hags- munamái launþega og neytenda, svo og um tryggingar og önnur mál, er varða bættan hag og auk- ið öryggi alls almennings. Þvi miður hefur rikisstjórnin litið sinnt þessum tillögum, til dæmis um skattamál sjómanna, vinnutima bátasjómanna, trygg- ingar fyrir tannlækningar, neytendalöggjöf, vernd gegn hús- næðisokri og margt fleira. Þingmenn Alþýðuflokksins hafa meðal annars flutt tillögu, sem stefnir að þvi, að þjóðin sem heild skuli eiga óbyggðir landsins til þess að varðveita og nota i sameiginlega þágu. Þetta er ein- hver mesta þjóðnýtingarfillaga, sem fram hefur komið á Alþingi um árabil, og hún hefur fengið góðar undirtektir hjá fólki i öllum flokkum, sem skilur eðli þessa máls. örlög tillögunnar urðu athyglisverð. f þingnefnd tóku Sjáifstæðismenn og Framsóknar- menn saman höndum um að visa tillögunni frá, en Alþýðuflokks- menn, Alþýðubandalagsmenn og Frjálslyndir studdu hana. Mál eins og þetta leiða i ljós, hverjir raunverulega eru vinstrimenn og hverjir hægri menn i islenzkum stjórnmálum. ViSBENDING UM VEIK- LEIKA Þá vék Benedikt einnig að um- mælum Magnúsar Kjartansson- ar, iðnaðarráðherra, úr umræð- unum s.i. föstudagskvöld, þar sem hann m.a. rifjaði upp er Alþýðuflokknum var boðin aðild að rikisstjórn Ólafs Jóhannesson- ar á s.l. sumri. ,,Og það boð stendur enn”, sagði Magnús i um- ræðunum þá. ,,Ekki gat ég skilið ráðherrann öðru visi, en svo, að hann væri nú að bjóða Alþýðuflokknum að ganga i rikisstjórnina, og hljóta þetta aö þýkja nokkur tiðindi”, sagði Benedikt. Benedikt benti einnig á, að það væri undarlegt, að iðnaðarráð- herra skyldi taka þannig fram fyrir hendurnar á forsætisráð- herra og bjóða Alþýðuflokknum aðild að rikisstjórninni þegar það væri haft i huga, hvernig Magnús hefði útlistað hið „hroðalega” starf Alþýðuflokksins undanfarin ár, þar sem hann hafi m.a. gefið flokknum það að sök að hafa fórn- að frelsi þjóðarinnar, selt landið, svikið verkalýðinn o.s.frv. Siðan sagði Benedikt: ,,t þessu sambandi vil ég biðja menn að ihuga vandlega, hvers vegna ráðherra i rikisstjórninni gerir Alþýðuflokknum nú tilboð um að ganga i stjórnina, en slikt boð hefur ekki verið gert opinber- lega siðan stjórnin var mynduð i fyrrasumar. Eg spyr aftur: Hvers vegna? Hefur rikisstjórnin ekki meiri- hluta, sem hefur reynzt nægilega stór til að stjórna landinu i meira en áratug? Er ekki samstaða stjórnarflokkanna með ágætum að þvi er forsætisráðherra hefur nýlega fullyrt? Hvað er þá að? Við þessum spurningum eru augljós svör. Kikisstjórnin er ekki eins sam- stæð og sterk og hún vill vera láta. Rikisstjórnin óttast þau vanda- mál, sem eru framundan, og finn- ur vanmátt sinn til að taka þau föstum tökum. Rikisstjórnin óttast að hafa jafnaðarmanna- og launþega- flokk eins og Alþýðuflokkinn i andstöðu. Það mundi vera auð- veldara að berjast við ihaldsflokk einan. Þess vegna er þetta boð ótviræð visbending um veikleika”. SAMEININGARMALIN f ræðulokin fjallaði Benedikt Gröndal um sameiningarmálin. Þar sagði hann m.a.: „Bæði Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið hafa kosið nefndir til að fjalla um sam- einingarmál og ræða við aðra að- ila um flokkaskipan á vinstri arm stjórnmálanna i næstu framtið. Þó bendir allt til þess, að hvorug- ur þessara flokka hafi nokkurn áhuga á sameiningu við aðra. Hins vegar hafa farið fram við- ræður milli Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna um sameiningu þessara flokka. Rökin fyrir slikri sameiningu eru augljós. Það er fásinna að hafa tvo flokka, sem báðir telja sig berjast fyrir lýðræðislegri jafnaðarstefnu. Þeir hljóta að eyða orku og fylgi hvor fyrir öðrum. Þeir munu aldrei geta náð verulegum árangri i kosningum, fyrr en þeir standa saman sem eitt, voldugt pólitiskt afl. Þetta virðast flestir viður- kenna, en það hefur samt sem áö- ur gengið alltof hægt að þoka þessum málum fram og stiga þau skref, sem stiga verður, áður en til sameiningar kemur. Á siðasta hausti voru haldnir nokkrir form- legir fundir með flokkunum, en i seinni tiö hafa frjálslyndir gefið sér litinn tima til að sinna þessu máli eða leggja fram nauðsyn- lega vinnu til að undirbúa þaö. Hugmyndir og áætlanir um raun- hæf skref hafa yfirleitt komið frá Alþýðuflokksmönnum, en Frjáls- lyndir virðast ekki hafa tima eða áhuga, enda þótt þá skorti ekki stór orð á stundum. Samtök frjálslyndra og vinstri- manna sögðú í stefnuskrá, sem þau gáfu út fyrir kosningar, að meginmarkmið Samtakanna væri sameining allra lýðræðis- sinnaðra vinstrimanna, jafnaðar- manna og samvinnumanna, i ein- um flokki. Nú reynir á, hvort þctta meginmarkmið hefur verið sett til hliðar eða ekki, og Alþýðu- flokkurinn skorar á Samtökin að taka sig á i þessum efnum. Sameining tveggja flokka i einn jafnaðarmannaflokk verður erfitt mál i framkvæmd, sem getur komið illa við marga. Þessi sam- eining er ekki fyrst og fremst gerð fyrir okkur, sem lengi höfum starfað i flokkunum tveim. Hún verður gerð fyrir framtiðina. Okkur ber skylda til að fá næstu skynslóð i hendur einn. samein- aðan, heilan og sterkan flokk, sem starfar að framgangi jafnaðarstefnunnar á íslandi. Sú stefna hefur þegar ráðið miklu um mótun hins bezta i islenzku þjóðfélagi og hún mun enn eiga erindi við komandi kyn- slóðir íslendinga og leiðbeina þeim við að gera gott þjóðfélag enn betra”. KAFLAR ÚR RÆBD BENEDIKTS GRÖNDALS l)R ELDNÚSUMRÆDUNUM í FVRRAKVÖLD Miðvikudagur 17. mai 1972 0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.