Alþýðublaðið - 17.05.1972, Side 10

Alþýðublaðið - 17.05.1972, Side 10
EK6AR vmet VEUUR ★ Hið Ijúfa veður ★ Kvöldganga við Elliðaárvog ★ Hryssan er einstæðingsleg SUMARIÐ byrjaði snemma fyr- ir alvöru þessu sinni, það kom ekki aðeins samkvæmt alman- akinu. Og sá sviður sem oft er á höfuðborginni þegar liða tekur á júni hefur verið yfir þessa daga i fyrra helmingi maimánaðar. Kyrrð, mjúk gola, móða i lofti og þefur uppúr malbikinu. Fólk labbar um léttklætt, afslappað og hálfletilegt. 1 fjúki eöa frosti,, rigningu eða beljandi eru menn alltaf að flýta sér, meö hausinn, niðri i bringu, stifir, ailtaf i vörn. KANNSKI eru lslendingar lok- aðir i skaplyndi, svolitið óhemjulegir þegar eitthvað ger- ist, stillingarlausir i gleði, þótt þeir reynist æðrulausir i mannraunum — einmitt af þvi að þeir eru oftast i átökum við veðráttuna, hið ljúfa veður þeg- ar notalegt er aö breiða úr sér á móti þvi er svo sjaldgæft. FYRIR skömmu fékk ég mér langa kvöldgöngu við Elliðaár- vog meðal annars til að skoða veginn sem veriö er að leggja undir brýrnar miklu á Miklu- brautinni. Elliöaárvogur nefnist gatan að brúnum norðanfrá en Reykjanesbraut suðurundan þeim. Þarna verða fjórar stór- borgarlegar slaufur þannig að aldrei er komið inni umferðina nema frá réttri hliö og ekki þarf að fara yfir akbraut. KANTARNIR á veginum við brýrnar voru græddir upp i fyrra, og er þaö til fyrirmyndar. Samt er allt fullt af flögum og sandi, þvi önnur svæði niðri á jafnsléttunni eru ógróin. Flá- arnir niður að veginum undir brýrnar verða vafalaust grædd- ir upp á þessu árinu og samtim- is þvi ætti að sá i alla ógróna bletti þannig að allt sé þarna gróið nema sjálfar göturnar. Öhrjáleiki islenzkra bæja stafar einkum af ógræddum blettum og hálfloknum köntum og gang- stigum. ÞARNA um kvöldið fannst mér hryssan með baggann i eyjunni milli Suðuriandsbrautar og Miklubrautar næsta einstæð- ingsleg. Væri ekki rétt að fara að koma meö folaldið hennar? Og fyrir alla muni gerið ekki þessu listaverki þá svivirðing að hafa lengur allt umturnað i kring. Nú er tækifærið að græða upp allt svæöið. Miklabraut er búin, aðeins eftir að setja gang- stéttir og ganga frá meöfram henni. Og þótt ekkert verði gert annaö en græða upp flögin þá eykur það mjög á snyrtileika umhverfisins. Sigvaldi VOLVO 6 taka við hverju smáhljóði sem bérstog breyta þeim i rafbylgjur, sem sjást sem linurit á skermi. ÞAR SEM VOLVO ER EYÐILAGÐUR Að lokum höfnum við i allstór- um sal, og þaö fyrsta sem viö rek- um augun i er gulur Volvo. Einhverntimann hefur þetta verið rennilegur og fallegur bill, en þarna sem hann blasti við gestunum mátti heita, að grillið væri komið aftur undir framrúðu. Þetta var semsé einn af þeim bil- um, sem rennt hafði verið á 80 km. hraða á steinvegg, og sú at- höfn hafði einmitt farið fram i þessum sal. Þetta er kannski mikilvægasti þátturinn i þróun öryggisbilsins. Úr þessum tilraunum hafa verið unnin mörg mikilvæg öryggis- atriði, svosem stýrisleggur sem brotnar á nokkrum stöðum við árekstur i stað þess að kýla stýrið i brjóst ökumannsins og útbúnað- ur sem beinir vélinni undir bilinn við árekstur. Þá hafa menn þreifað sig áfram og notið þar að- stoðar brúða i likamsstærð, búnum fullkomnum mælitækjum. Árangurinn er sá, að öryggis- billinn þolir að honum sé ekið á steinvegg á allt að 16 km. hraða án þess að hann skemmist. „Stuðararnir" eru útbúnir með sterkum dempurum, sem draga úr höggum, þannig að i venjulegri bæjarumferð á allavega ekkert alvarlegt að gerast þó árekstur verði. Þvi miður gafst okkur ekki tækifæri á að sjá Volvo eyðilagð- an á þennan hátt. En á hinn bóginn sáum við tilraun svipaða þessari. Þar er bil án grindar þeytt á braut afturábak, með allt að 2500 kg. þrýstingi. Þar er lika notuð brúða, og mörg mikilvæg öryggisatriði eru prófuð á þennan hátt, svosem öryggisbelti, og unnt er að fyigjast nákvæmlega með þvi hvernig mannslika m inn hreyfist við höggið þegar billinn kippist af stað og stoppar jafn snögglega. ORYGGISBILLINN Og ; ð lokum er tjaldið dregið frá: þarna stendur hann, öryggis- billinn, árangur þessara tilrauna. Þessi bill er raunar einn af 10, sem smiðaöir hafa veriö, og hann verðuraldrei settur i framleiðslu. En á hinn bóginn verður allt það bezta smám saman flutt úr hon- um i þá bila sem framleiddir eru, og eftir svosem áratug má búast við að út af færibandinu rúlli fjöldaframleiddur bill, sem er eins öruggur og billinn á bakvið tjaldið. Giðjón Styrkábsson MMiT AUtTT AJtlAíM AUSTUMSTMMTI é S)M! 1I3S4 OG MUKJID KlUt S*66 *G6 I dag er miðvikudagurinn 17. mai, sem er 138-dagur ársins 1972. Ardegisháflæði i Reykjavik kl. 09.22, siðdegisháflæði kl. 21.48. LÆKNAR Læknastofur eru lokaðar á laugardögum, nema iæknastofan aö Klapparstig 25, sem er opin milli 9-12 simar 11680 og 11360. Við vitjanabeiðnum er tekið hjá kvöld og helgidaga vakt, simi 21230. Læknavakt i Hafnarfirði og Garðahreppi: Upplýsingar i lög- regluvaröstofunni i sima 50181 og slökkvistööinni i sima 51100, hefst hvern virkan dag kl. 17 og stendur til kl. 8 að ntorgni. Um helgar frá 13 á laugardegi til kl. 8 á mánu- dagsmorgni. Simi 21230. Mænusóttarbólusetning fyrir fullorðna fer fram i Heilsuvernd- arstöö Reykjavíkur, á mánudög- um kl. 17-19. Gengið inn frá Barónsstig yfir brúna. Sjúkrabifreiöar fyrir Keýkja- vik og Kópavog eru I sima 11100. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstööinni, þar sem slysa- varðstofan var, og er opin laugar- daga og sunnudaga kl. 5-6 e.h. Simi 2241 1. FÉLAGSLÍF Siglfirðingar i Iteykjavík og ná- grenni. Fjölskyldukaffið verður 28. mai að Hótel Sögu. Kaffinefndin. Kvennadeild Slysavarnafélags islandsheldur fund i dag 17. mai kl. 20.30 i Slysavarnafélagshúsinu Grandagarði. Rætt verður um sumarferðalag o.fl. og til skemmtunar verður fé- lagsvist. Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra. Kvennadeild. Fundur verð- ur að Háaleitisbraut 13, fimmtu- daginn 18. mai kl. 8.30. Haukur Þórðarson læknir flytur erindi um orsakir hreyfihömlunar. Félags- konur fjölmennið og takið með ykkur gesti. K v en ré tt in da f él a g tslands. heldur fund i dag, 17. mai kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Á fund- inum flytur Guðrún Jónsdóttir, formaður arkitektafélags tslands erindi um skipulag ibúðahverfa og áhrif umhverfisins á ibúana. Félagskonur mega taka með sér gesti á fundinn. SKAKM Svart: Akureyri: Atli Benediktsson og Bragi Pálmason. ABCDEPGH SKAKIN Framhald af bls. 7. 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 Rc6 9. Be3 0-0 10. 0-0 Dc7 11. Hel Hd8 12. h3 b6 13. f4 e6 14. Del Ra5 15. Bd3 f5 16. g4 fxe4 17. Bxe4 Bb7 18. Rg3 Rc4 19. Bxb7 Dxb7 20. Bf2 Dc6 21. De2 cxd4 22. cxd4 b5 23. Re4 Bxd4 24. Rg5 Bxf2+ 25. Hxf2 Hd6 26. Hel Db6 27. Re4 Hd4 28. Rf6+ Kh8 29. Dxe6 Hd6 30. De4 Hf8 31. g5 Hd2 32. Hefl Dc7 33. Hxd2 Rxd2 34. Dd4 Hd8 35. Rd5+ Kg8 36. Hf2 Rc4 37. He2 Hd6 38. He8 + Kf7 39. Hf8 + GEFIÐ §§§ 1 §§j ■ i ABCDEFGH Hvítt: Reykjavik: Hilmar Viggósson og Jón Víglundsson. 17. leikur Akureyringa BxBcl. SKIP Skipaútgerð rikisins ESJA fer frá Reykjavik á fimmtudaginn vestur um land i hringferð. HEKLA er á Aust- fjarðahöfnum á norðurleið. ARVAKUR fer frá Vestmanna- eyjum i dag til Reykjavikur. FLUG Innanlandsflug 16. — 23. maí 1972. MIÐVIKUDAG: Er áætlun til Akureyrar (3 ferðir) til Vestmannaeyja (2 ferðir) til Húsavikur, tsafjarðar (2 ferðir) til Patreksfjarðar, Egilsstaða (2 ferðir) til Sauðárkróks. Millilandaflug MIDVIKUDAG: SÖLFAXI fer frá Keflavík kl. 08:30 til Glasgow, Kaupmanna- hafnar og Glasgow og væntan- legur aftur til Keflavikur kl. 18:15 um kvöldið. MIÐVIKUDAGUR 17. maí 18.00 Froskaprinsinn. Brezk ævintýramynd um ungan kon- ungsson, sem verður fýrir þeirri óskemmtilegu lifs- reynslu, að honum er með göldrum breytt i frosk og lagt svo á, að i þvi gervi verði hann að una, ef til vill um langa hrið. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 18.45 Slim John. Enskukennsla i sjónvarpi. 25. þáttur endurtek- inn. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Munir og minjar. Kvöld- Útvarp MIÐVIKUDAGUR 17. maí 7.00 Morgunútvarp. Fræðslu- þáttur Tannlæknafélags islands þkl. 8.35: Loftur Ólafs- son tannlæknir talar um orsakir tannskemmda. Kirkjutónlistkl. 10.25. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og verðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: ..Flakkarinn stund i Byggðasafni Vestfjarða á isafirði. Meðal annars eru skoðaðir gamlir kvenbúningar og ögurstofa, en lengst er staldraö viö i sjóminjadeild safnsins, þar sem spjallað er við aldraðan sjómann, Bæring Þorbjörnsson. Umsjón Ólafur Ragnarsson. 20.50 The Hollies. Finnskur þátt- ur um hina vinsælu danshljóm- sveit The Hollies frá Liverpool. Rætt er við þá félaga, og einnig leika þeir nokkur lög. (Nord- vision — Finnska sjónvarpið) Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Eltingaleikurinn. (Kid og trúboðinn” eftir Somerset Maugham i þýðingu Ásmundar Jónssonar. Jón Aðils leikari byrjar lesturinn. 15.20 Fréttir. Tilky nningar. Fræðsluþáttur Tannlæknafélags islands (endurtekinn) 15.20 Miðdegistónleikar: islenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Erindi: Jarð- ir á íslandi eftir Benedikt Gislason frá Hofteigi. Arni Benediktsson flytur. 16.45 Lög leikin á flautu. 17.00 Fréttir. 17.10 Tónlistarsaga Atli Heimir Glove Killer) Bandarisk saka- málamynd frá árinu 1941. Leik- stjóri Fred Zinnemann. Aðal- hlutverk Van Heflin, Marsha Hunt og Lee Bowman. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Borgar- stjóri nokkur ákveður að hreinsa bæ sinn af öllum undir- heima- og glæpalýð. Dyggasti fylgismaður hans við það verk er velmetinn lögfræðingur. En brátt fær ungur visindamaður, sem vinnur hjá lögreglunni, grun um, að lögfræðingurinn gangi ekki að þessu verki af heilum huga. 22.35 Dagskrárlok. Sveinsson tónskáld sér um þátt- inn. 17.30 Nýþýttefni: „Fortið i fram- tið” eftir Erik Danechen Loftur Guðmundsson rithöfundur les bókarkafla i eigin þýðingu (1). 18.00 Fre'ttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt málSverrir Tómas- son cand. mag. sér um þáttinn. 19.35 islenzkt ntál Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 20.00 Stundarbil Freyr Þórarins- son kynnir hljómsveitina Mid- night Sun. 20.30 „Virkisvctur” eftir Björn Th. Björnsson. 21.30 Þeir, sem skapa þjóðarauð- inn Gunnar Valdimarsson frá Teigi flytur siðari frásöguþátt sinn um Austur-Skaftfellinga og vermenn á Höfn. 22.00 Fréttir. 22.15Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Gömul saga" eftir Kristinu Sigfúsdóttur. ölöf Jónsdóttir byrjar lestur sinn. 22.35 Norsk nútimatónlist Guð- mundur Jónsson pianóleikari kynnir þrjú tónverk. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. ti> Miövikudagur 17. maí 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.