Alþýðublaðið - 17.05.1972, Page 12
alþýðu
mnm
m,
Alþýóubankinn hf
ykkar hagur/okkar metnaöur
KÓPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7.
Laugardaga til kl. 2.
Sunnudaga milli kl. 1 og3.
SEMDIBIL ASTÖÐIN HF
• •
HKJALD BILABODLAMA
GETUR ORDIB HIMINHATT
DEILA RISIN UM
MÁTSTEINAHÚS
Kisif) hefur mikil óánægja
meðal eigenda mótsteinshúsa,
sem Jón Loftsson h.f. er að reisa
við Skógarlund i Garðahreppi, en
við þá götu á að afhenda 12 slik
hús fokheld i vor. Óánægja er
sprottin af þvi, að eigendur halda
þvi fram að hleðslan á húsunum
sé ekki nógu góð, en einnig er
ágreiningur um hvernig beri að
túlka byggingarsamninginn.
Flestir húseigendanna hafa nú
hundizt samtökum með að fá
dómkvadda matsmenn, og hafa
þeir þegar hafið störf.
,,Þetta er allt sprottið af þvi að
þeir vilja fá meira en samningar
hljóða upp á”, sagði Loftur Jóns-
son, forstjóri Jóns Loftssonar h.f.,
er Alþýðublaðið sneri sér til hans
i gær.
Sagði hann að upphaflega hafi
einn húseigandinn orðið óánægð-
ur er selja varð ofan af honum
húsið, þegar hann stóð ekki i skil-
um. Á hann þá að hafa gengið á
milli hinna húseigendanna og
magnað upp óánægju meðal
þeirra. Fékk hann með sér um
helming þeirra, að sögn Lofts, og
fóru þeir m.a. fram á að fá þak-
rennur innifaldar i kaupverðinu,
en það var fyrir utan umsamið
verð. Einnig kvörtuðu þeir yfir
vitlaust isettum gluggum, en það
hafði byggingameistarinn lofað
að laga, sagði I.oftur Jónsson.
Þá hafði Alþýðublaðið samband
við lögmann húseigendanna,
Gunnar M. Guðmundsson og
staðfesti hann, að flestir þeirra
væri með i þessu, aðeins tveir eða
þrir væru unda nskildir.
Hann staðfesti og að um ágrein-
ing um samning væri að ræða og
frágang á hleðslu mátsteinanna.
Þar sem þessi hús á ekki að
múrhúða þurfa fúgur á milli
steina að vera beinar og jafnar,
en að sögn Gunnars eru þær bæði
bognar og misbreiðar. Einnig
vildi hann álita, að steinarnir
hefðu skemmst i flutningi, horn
brotnað af þeim o.fl., og sé það til
mikilla lýta nú, þegar búið sé að
hlaða húsin.
Þegar niðurstöður matsmanna
liggja fyrir verður reynt að ná
sáttum, en takist það ekki verður
málið rekið fyrir dómstólunum.
CUNNALLY UR
STIÓRNINNI
NÚÁ AÐ
FARA AÐ
GRILLA
í HANN
„Hvenær verða vinnupall-
arnir við turn Hallgrimskirkju
teknir niður”? Þannig hafa
margir spurt og oft.
Allar líkur eru nú á þvl, að á
næstu dögum og vikum verði
pallarnir fclldir niður I 45 m hæð
turnsins eða þangað, sem múr-
húðun er að fullu lokið.
Takist að húða turninn allan I
sumar, verða vinnupallarnir
felldir jafnóðum.
Næsti áfangi kirkjubygg-
ingarinnar er að koma henni
undir þak. A það verður lögö
höfuðáherzla I næstu framtíð og
þvi verki hraðað eins og nokkur
kostur verður á og fjárhagur
byggingarsjóðsins leyfir.
Viö margvislegar fram-
kvæmdir við innréttingu kirkju-
turnsins er unniö af fullum
krafti. Verið er að mála
kapellusal I syðri turnálmu, en
að tréverki á þeim sal hefur
veriö unniö frá áramótum.
Þá er og að Ijúka frágangi á
útsýnisaðstöðu á 7. og S. hæð.
Mun lyfta ganga upp á sjö-
undu hæðina, en síðan tekur við
hringstigi lengra upp.
öllum er nú Ijóst aö
Hallgrfmskirkja á Skólavörðu-
hæö verður fullgerð.
Það er þvl aðeins spurning um
tlma. Og flestir munu telja
æskilegt og veröugt að kirkjan
verði fullbyggð I aðalatriðum
þjóðhátiðarárið 1974 á 300 ára
afmæli sr. Haligrims Péturs-
sonar.
Það eru engin takmörk fyrir þvl
hvað iögjöldin geta hækkað,
hækkunin fylgir óhappatiðninni
algjörlega eftir, sagði Bjarni
Pétursson, deildarfulltrúi hjá
SJO HLUTU
STARFSLAUN
Starfslaunanefnd hefur ákveðiö
úthlutun starfslauna til lista-
manna fyrir árið 1972.
Eftirgreindir listamenn hijóta
starfslaun að þessu sinni:
Jón Óskar, rithöfundur, og
Vilhjálmur Bergsson, listmálari I
12 mánuði.
Starfslaun til sex mánaða hlutu:
Agúst Petersen, listmálari,
Magnús Tómasson, listmálari,
Nina Björk Árnadóttir, skáld-
kona, Steinar Sigurjónsson, rit-
höfundur, Hafliði Hallgrimsson,
tónskáld, hlaut þriggja mánaða
laun.
Alls bárust 30 umsóknir. Til út-
hlutunar voru 1.5 millj. kr.
í starfslaunanefnd eiga sæti:
Framhald á bls. 4
Samvinnutryggingum, I viðtali
við Alþýöublaðið i gær.
Hann bætti þvl við, að hæsta
iðgjald, sem greitt hafi verið á
þessu ári hjá þeim, sé fjórfalt
grunngjald, eða 300% álagning,
en siðan afsláttarkerfinu var
breytt 1966 hefur hækkunin oft
orðið miklu meiri er þetta.
Afsláttarkerfinu var aftur
breytt 1. mai sl., eins og mönnum
er kunnugt, og lækkuðu bónus-
flokkarnir þá um 10% hver.
önnur breyting, sem
tryggingafélögin höfðu farið fram
á, var lika gerð. En á æðstu
stöðum var fullyrt við Alþýðu-
blaðið að þær kröfur hefðu ekki
verið samþykktar I ríkisstjórn-
inni.
Þar var um að ræöa viöbóta-
gjald við grunniðgjald þeirra,
sem valda flestum tjónum, og var
þetta gjald 20% og 40% á grunnið-
gjaldið. Við breytinguna um slð-
ustu mánaðamót var þetta viö-
bótargjaid hækkað i 40% og 60%.
Til þess aö komast I þennan
gjaldaflokk þurfa menn að valda
þremur tjónum á tveimur árum,
og þar af nægir að eitt tjón verði
af sérstaklega vitaverðum akstri.
Ef farið er uppfyrir þessi tjóna-
mörk eru ökumennirnir teknir
sérstaklega fyrir hjá tryggingar-
félögunum og metið hvað á að
margfalda iðgjaldið þeirra mikið.
Að sögn Jóns Rafns Guðmunds-
sonar, deildarstjóra hjá
Samvinnutryggingum, eru um
600 slíkir ökumenn teknir til
athugunar á hverju ári hjá þvi
félagi.
NYTT FELAG:
BÖRNIN OG
ÞJÓÐFÉLAGIÐ
„Börnin og þjófélagið" heitir
nýtt félag, sem hefur starfað I
þrjá mánuði og hefur að mark-
miði að leita réttar foreldra og
barna þeirra i málum sem varða
yfirráðarétt yfir börnum þeirra.
„Þvi miður fara dómstólarnir
og barnaverndarnefnd ekki alltaf
að lögum i þesskonar málum, og
við ætlum okkur það hlutverk að
koma fólki til hjálpar”, sagöi
Karl Eiriksson, einn stjórnarfor-
maður félagsins, I simtali við
Alþýðublaðið i gær.
Það voru fjórir, sem stofnuðu
félagið um mánaðamótin jan. -
feb., og allir höfðu þeir orðið fyrir
þvi að þeirra dómi að lög um yfir-
ráðarétt fyrir börnum þeirra og
mannréttindi voru brotin á þeim.
Á aðalfundinum, sem var hald-
inn sl. sunnudag, voru félagarnir
orðnir 39 talsins, og mun þetta
fólk starfa I sjálfboðavinnu við að
hjálpa foreldrum að ná rétti sin-
um.
Eini demókratinn I stjórn Nix-
ons, John Connally, fyrrum rikis-
stjóri i Texas og sá er var I bil
með Kennedy, er hann var myrt-
ur, hefur vikið úr stjórninni.
Connally var fjármálaráðherra
i 15 mánuði, og við því embætti
hefur nú tekið George Schultz, en
Connally mun veita ráðuneytinu
forstöðu þar til öldungadeildin
hefur fallizt á þessa nýju skipan.
Nixon sagði, er hann tilkynnti
þetta, að eftir að hann kæmi frá
Sovétrikjunum myndi hann veita
Connally nýtt embætti.
Á SAMA MÁLI OG GRÖNDAL
Eins og Alþýðublaðið hefur
greint frá skrifaði Benedikt
Gröndal grein um landhelgis-
málið I vikurit brezka Verka-
mannaflokksins, „Labour
Weekly”, og birtist greinin þann
28. april s.l.
t þessu sama blaði frá 12. mai
s.l. birtist lesendabréf frá fiski-
mannssyni i Huli, þar sem tekið
er undir ýmis rök Benedikts og
sjónarmið. Lesendabréfið fer
hér á eftir i islenzkri þýðingu:
„ÞARSEM ég er sonur
fiskimanns frá Hull þá gæti
það litið út sem hálfgert
skrum af mér að taka i sama
streng og Benedikt Gröndal
(28april). Samt sem áður er
samúð min ekki fyrst og fremst
með tslendingum — heldur vil
ég styöja allar ráðstafanir sem
hindra eyðingu fiskistofnanna i
Norður—Atlantshafi.
Ég get ekki verið sammála
Hr. Gröndai um að Sameinuðu
þjóðirnar muni koma með nýjar
lagareglur fyrir úthöfin. Gagn-
kvæmt vantraust gerir alþjóö-
legt samkomulag mjög örðugt
og nærfellt ómögulegt I fram-
kvæmd.
Víkkun fiskveiðilögsögunnar
úti 50 milur eða fram á brún
landgrunnsins veldur þvi að við-
komandi land sér sér hag i að
vernda fiskistofnana á þvi haf-
svæði. Ef þetta þýöir að stofninn
vcrður nýttur skynsamlega —
með langtima sjónarmið fyrir
augum fremur en stundargróða
— þá geng ég I lið með þeim
málstað.
L.S.Rial”.