Alþýðublaðið - 15.06.1972, Síða 1

Alþýðublaðið - 15.06.1972, Síða 1
MEÐ SLASAÐ BARN I BÍLN- UM-ENENG- INN STANZABI Á mánudagskvöld voru ungur maður og stúlka leið til Reykja- vikur frá Hveragerði með slasað barn, þegar bifreið beirra bilaði rétt fyrir ofan Sandskeið, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir tókst þeim ekki að stöðva fjölda bif- reiða, sem áttu leið þarna um. Málavextir eru þeir, að fólkið hafði komið með slasaða barnið frá barnaheimili i ölfusi til lækn- isins i Hverag. Hafði það skor- izt á púls og gerði læknirinn að sárum þess til bráðabirgða, en réð fólkinu siðan að fara með það til Reykjavikur til nánari með- ferðar. ÉNNlíTf STÚRSLYS Um hálf niu leytið í gær- kvöldi varð geysiharður á- rekstur á mótum Miklubraut- ar og Réttarholtsvegar. Þar lentu tveir litlirfólksbilar sam- an með þeim afleiðingum, að annar þeirra kastaðist á þriðja bil, sem senniiega var Framhald á bls. 8 Þegar þau voru á beina vegar- kaflanum fyrir ofan Sandskeið, bilaði bifreið þeirra. Maðurinn greip til þess ráðs að reyna að stöðva bifreiðar sem leið áttu framhjá, en árangurslaust. Þá reyndi hann að veifa sjúkra- kassa i þeirri von, að einhverjir stöðvuðu fremur þess vegna. Það bar heldur engan árangur fyrr en leigubifréið úr Reykjavik kom þarna að. Leigubilstjórinn tók fólkið með slasaða barnið yfir i sinn bil og lagði strax af stað til Reykjavik- ur, en hann hafði reyndar verið á leið i hina áttina eða til Hvera- gerðis. Hann kallaði jafnframt upp i talstöð sina og óskaði eftir þvi, að lögreglan kæmi á móti og fylgdi honum. Fyrir ofan Geitháls mættust bilarnir og óku þeir á fullri ferð á Borgarspitalann, þar sem gert var að sárum barnsins. Leigubilstjórinn sem heitir Ólafur Jónsson, bað Alþýðublaðið að koma þökkum til lögreglunnar fyrir það hversu hún brá skjótt og vel við. Ólafur hefur reyndar komið við sögu i svipuðu tilfelli, þegar hann dró sjúkrabifreið til byggða, sem varö benzinlaus á leið með sjúkl- ing á spitala. Á þessari stúlku (skrifar tizkufræðingurinn) gengur allt í hringi: höfuðbandið með þessu glannalega skyggni, rendurnar á sundbolsögninni og svo að sjálf- sögðu armböndin, sem höfð eru hvit svo að mönnum sjáist ekki yfir þann hringinn. Atur á móti gefur fræð- ingurinn enga skýringu á þvi, hvaða hringavitleysu þetta þjónar. Nema stúlkan verði kannski betri sölu- vara sem fyrirsæta fyrir myndir í blöðin. KRINGUM HNATI VITIÐ INUM AFFOLLIN ORÐ- IN GÍFURLEG í HÁSKÓLANUM ER SJÁLFSAGT f KOLL- EN SHERPUMA VANTAR „Tiðarandinn hjá nemend- um i menntaskólum er tals- vert breyttur frá þvi sem áður var, þeir leggja ekki eins mikla áherzlu á að ná góðum árangri i námi”, sagði Guð- mundur Björnsson, prófessor og varaforseti verkfræðideild- ar Háskólans, er Alþýðublaðið hafði samband við hann. Að hans áliti er þetta aðalástæðan fyrir hinum gifurlegu afföllum, sem urðu hjá verkfræðideildinni i vetur. Arangurinn i janúarprófun- um varð sá, að af þeim 83, sem innrituðust i deildina i fyrra- haust, gengust 50 undir próf, en aðeins 11 stóðust þau. Ekki var árangurinn i laga- deild betri, en af þeim 47 , sem innritaðir voru til prófs i vor, stóðust aðeins 15 prófiö. I hópi þeirra, sem féliu voru menn, sem reynduviðþetta próf i ann- að og þriðja sinn, og engum þeirra tókst að ná lágmarks- einkunn. Guðmundur Björnsson sagöi aö árangur verkfræðideildar- manna hafi verið svipaður i fyrravor og nú, en þá kom deildarstjórnin þvi á framíæi við menntaskólana, að huga þyrfti ab endurbótum og samræmingu á námsefni i stærðfræði og bæta stærð- fræðikennsluna. Sagði hann það augljóst, að verkfræðistúdentar hefðu alls ekki fengiö nægjanlegan undirbúning i þessari grein i menntaskólunum. Sagði Guömundur að þegar væri hafin samvinna milli stærðfræðikennara mennta- skólanna við að finna heppi- legri kennslubækur, og einnig að samræma námsefnið. r r \ 8. SIÐU

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.