Alþýðublaðið - 15.06.1972, Qupperneq 9
fMrtmn i
FRJÁLSfÞROTTAÞJÁLFARAR
STOFNA EIGID FÉLAG
1. júni s.l. var haldinn stofn-
fundur Félags frjálsiþróttaþjálf-
ara. A fundinn komu fjórtán
manns. Kosinn var formaður
félagsins, Jóhannes Sæmundsson
iþróttakennari. Akveðið var, að
meðstjórnendur skyldu kosnir á
næsta félagsfundi, en til frekari
undirbúnings skyldu starfa ffauk
ur Sveinsson og Karl Stefánsson.
Haukur Sveinsson iþróttakennari
hélterindi um nokkur atriði þjálf-
fræði.
Markmiðfélagsins: l.Stuðla að
framgangi frjálsra iþrótta á ts-
landi. 2. Koma á samstarfi
þeirra, er áhuga hafa á frjáls-
iþróttaþjálfun, og auka tengsl
Reykjavíkursvæðisins og land-
sbyggðarinnar á þessu sviði. 3.
Auka þekkingu félgsmanna á
iþróttaþjálfun og stuðla að
skoðanaskiptum.
Leíðir: 1. Haldnir verði fundir
reglulega einu sinni i viku i
fundarherbergi FRI á miðviku-
dagskvöldum kl. 21.00. 2. Stefnt
skal að þvi að halda tvö þing, ann-
að að vori^hitt að hausti. 3. Stefnt
skal að útgáfu félagsbréfs og
öðrum ritsmiðum.
Ollum er heimilt að mæta á
fundi félagsins. Einnig er hægt að
hringja i sim 83377 á fundar
timum til að fá frekari upplýsing-
ar eða senda bréf til félagsins i
pósthólf FRI 1099.
Allir áhugamenn eru hvattir til
að gerast félagsmenn. Félags-
gjald er 200 kr. á ári.
ALLS STAÐAR
• tþróttablað ISI er komið út. Er
það 5. tölublað 32. árgangur.
Meðal efnis er: Ritstjórnar-
spjall Sigurðar Magnússonar um
Olympiuleikvanginn i Munchen.
Svipmyndir frá Munchen. Ars-
þing UMSE og 50 ára afmælishóf.
Grein um blak eftir Albert H. N.
Valdimarsson. Grein um minnis-
stæða glímumenn eftir Kjartan
Bergmann. Þjálfaraþáttur um
hinn svokallaða Fosbury — stil i
hástökki, eftir dr. Ingimar Jóns
son.
Ýmislegt fleira er i blaðinu, en
sjón er sögu rikari.
0A iþróttamóti i Helsingborg s.I.
mánudag reyndi Sviinn Kjell
Isaksson að setja nýtt heimsmet i
stangarstökki, en án árangurs.
Átti hann góðar tilraunir við 5,60
London 14/6.
Flugmenn hjá brezka flugfé-
laginu British European Airways,
hafa samþykkt að hefja verkfall
frá og með 23. júni n.k. hafi samn-
ingar um kaup þeirra og kjör ekki
náðst fyrir þann tima.
Helztu kröfur flugmannanna
eru um hærri laun og betri starfs-
skilyrði.
BEA er stærsta flugfélag
Evrópu og er farþegafjöldi þess á
viku um 250.000.
Verkfallshótunin er gerð rétt
áður en aðalannatimabil i fluginu
hefst, en samkvæmt upplýsingum
fulltrúa flugfélagsins, myndi
þetta verkfall bæði áhrif á allt á-
ætlunarflug og leiguflug.
Mikill meirihluti hinna 1.350
flugmanna, sem starfa á vegum
félagsins, höfnuðu siðasta kaup-
hækkunartilboði stjórnar flugfé-
lagsins og samþykktu verkfalls-
boðunina. —
m. en þvi miður tókst honum ekki
að stökkva þá hæð.
Hann sigraði þó á mótinu stökk
5,55 m. I öðru sæti varð A-þýzki
Evrópumeistarinn og fyrrverandi
heimsmethafi Wolfgang Nord-
wig, stökk 5,40 m. Þriðji varð svo
Ingemar Jernberg Sviþjóð stökk
4,85 m.
•Eftir siðustu opnu keppni i
golfi, sem fram fór um siðustu
helgi, eru 10 efstu menn i Stiga-
keppni Golfsambands fslands
þessir:
Stig Mót
Björgvin Hólm, GK 30,5 4
Einar Guðnason, GR 29,5 3
Þorbjörn Kjærbo, GS 23,5 3
Július R. Júliusson.GK 18,5 4
Sigurður Héðinsson, GK 18 3
Jóhann Ó.Guðm.son.GR 16 3
Óttar Yngvason.GR Gunnlaugur 15 3
Ragnarsson.GR 10,5 4
Jón H.Guðl.son.GV 10 2
Atli Aðalsteinsson.GV 8 1
Alls hafa 23 menn fengið stig i
þessari keppni, en nú er lokið
fjórum mótum af niu, sem tekin
eru gild. Af þessum 23 mönnum
hafa 6 þeirra, sem urðu i 10 efstu
sætunum i keppninni i fyrra, og
skipa landsliðiö i ár, fengiö stig.
Þar af eru 5 á þessum lista hér
fyrir ofan.
#1 s 1 a n d s m e i s t a r a m ó t i
stangarköstum, verður haldið
dagana 24. og 25. júni á
Laugardalstúninu við iþróttahöll-
ina.
Tilkynna skal þátttöku:
Sigurbirni Eirikssyni S. 34205
Ástvaldi Jónssyni S. 35158
Héraðssambandsins Skarphéð-
ins efnir til móts fyrir almenn-
ing sunnudaginn 2. júli n.k. og
hefur það hlotið nafnið Blá-
skóga-skokk, en að fornu var
svæðið I kringum Þingvallavatn
nefnt Bláskógar.
Leiðin, sem skokkað verður er
nánar tiltekið sú, sem I daglegu
tali er nefnd Lyngdalsheiöi.
Lagt verður af stað Þingvalla-
megin og endað að Laugarvatni.
(Sjá meðf. kort.) Varla gefur að
lita fegurri og sögufrægari
göngu- eða hlaupaleiö. Vega-
lengdin er 16.8 km.
Fólki i i sjálfsvald sett, hvort
það gengur eða hleypur eða
hvorutveggja, en vegalengdina
verður að fara á 3. klst. eða
skemmri tima. AUir þátttak-
endur munu fá sérstakt heiður-
skjal, og auk þess munu hinir 3
fyrstu i hverjum aldursflokki
hljóta sérstök verðlaun.
Þátttakendum verður skipt i
flokka eftir aldri, sem hér segir:
A. flokkur 14—15 ára
B. flokkur 16—18 ára
C. flokkur 19—34 ára
D. flokkur 35ára og eldri.
öllum er heimii þátttaka,
konum ogkörlum, innlendum og
útlendum.
Þetta verður fyrsta mót sinn-
ar tegundar hér á landi, en viða
erlendis eru þau afar vinsæl og
þátttaka mikil. Almennur áhugi
fyrir útivíst og hreyfingu, sam-
hliða ekki of erfiðu viðfangsefni,
gera það að verkum, að fjöldinn
getur verið meö.
A leiðinni verða staðsettir bil-
ar eða tjöld, þar sem þátttak-
endur geta fengið sér hressingu
ef þeir vilja. Við endastöðina að
Laugarvatni geta svo allir farið
i gufubaö og sund.
Það er ætlun Trimmnefndar
HSK, aö Bláskógaskokkið verði
árlegur viöburður.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast simleiðis eða bréflega
fyrir 25. júni til Brynleifs
Steingrimssonar, læknis
Selfossi eða Leifs österby, Sel-
fossi. Einnig má tilkynna þátt-
töku til skrifstofu ISI, i Laugar-
dal, Reykjavik.
IBK 3
KR 1
* KORTHI
FÆR VALUR BEN. RAUÐA
FVRIR KNNAN lilK?
Leikur KR og tBK á Laugar-
dalsvellinum s.l. þriðjudags-
kvöld, varð all sögulegur.
Þó var leikurinn skemmtilegur
og bauð upp á mörg tækifæri á
báða bóga, þrátt fyrir það að
dómari leiksins, Valur Benedikts-
son.gerði sitt til að eyðileggja
hann. Tækifæri Keflvikinga voru
fleiri og hættulegri en KR-inga
virtust Keflvikingar hafa meira
vald yrir sóknarspili sinu en ungu
ljónin.
KR-ingar eru mjög létt leikandi
lið, og voru varnarmenn Keflvik-
inga ekki of sælir af þvi að þurfa
að stöðva þá, enda tiltektir KR-
inga aldrei þær sömu. Brugðu
varnarmenn ÍBK þá á það ráð,
sem hefur gefist fyrirliða þeirra
svo vel, að renna sér ,,rass-
skriðu” knöttinn, þá er hann kom
nálægt þeim. Þó var mér oft til
efs hvorum væri ætluð „rassskrið
an ’, knettinum eða fótum KR-
inga.
Strax á fjórðu minútu áttu KR-
ingar skot á mark, sem Reynir
varði vel. Siðan einkenndist leik-
urinn af sóknum og gagnsóknum
á báða bóga, og skapaðist oft
hætta við KR-markið, en vörn KR
var ávallt vel á verði, enda stóð
hún sig með ágætum i þessum
leik, miðað við fyrri leiki.
Á fertugustu minútu, eða var
það eftir að leikhlé átti að vera
byrjað, er skotið á KR-markið.
Magnús markvörður hafði hönd á
knettinum, en missti hann fyrir
fætur Friðriks Ragnarssonar,
sem spyrnti honum i opiö markið.
1:0 fyrir IBK! ?!, Augnabliki
seinna er llerði Markan visað af
leikvelli, fyrir ljótt orðbragð aö
sögn dómarans.
Tveim minútum seinna fær Jón
Ölafur knöttinn á vinstri kanti, og
skýtur góðum bolta vinstra megin
i markið. Hafði Magnús hlaupið
út til vinstri, og þvi ekki vel stað-
settur gagnvart skoti Jóns.
Halldór Björnsson var á marklinu
og varði með höndum, og dæmdi
Valur réttilega mark. 2:0 fyrir
ÍBK.
Augnabliki seinna átti KR
hættulegt skot, en markvörður
IBK var vel á verði.
Það voru heldur óhressir KR-
ingar sem mættu til seinni hálf-
leiks, enda einum manni færri en
Keflvikingar og þar að auki með
tvö mörk á sér, sem vafamál var
að hefðu verið skoruð i réttum
leiktima.
Á tólftu minútu misnota Kefl-
vikingar upplagt tækifæri. A
tuttugustu og fimmtu minútu
kemst Steinar innfyrir vörn KR
en skaut framhjá. KR-ingar höfðu
skipt um markvörð i seinni hálf-
leik og kom Pétur Kristjánsson i
markið. Voru sum úthlaup hans
hálf ævintýraleg.
Á þritugustu og þriðju minútu á
Steinar skot á mark, sem mark-
vörður KR kom höndum á, en hélt
ekki, og rúllaði knötturinn i mark.
3:0 fyrir Keflavik.
Á þritugustu og sjöttu minútu fá
KR-ingar aukaspyrnu inn á vita-
teig Keflavik, alveg út við enda-
mörk. Var knötturinn gefin vel
fyrir markið út við endamörk.
Var knötturinn gefinn vel fyrir
markið, þar sem Þórður Jónsson
skailaði hann i mark. 3:1 fyrir
IBK.
Bæði liðin sýndu á köflum mjög
góðan leik, en úrslitin voru sann-
gjörn. Keflavik var sterkari aðil-
inn, og átti sigur skilið. Beztu
menn IBK voru Ölafur Júliusson,
Steinar Jóhannsson og fyrirliðinn
Guðni Kjartansson.
KR-liðiö sýndi i þessum leik að
þeir kunna og geta leikið knatt-
spyrnu, ef viljinn er fyrir hendi,
beztu menn voru Atli Þ.
Héðinsson, Halldór Björnsson og
Gunnar Gunnarsson.
Að flestra dómi var fyrri hálf
leikur leikinn tiu minútum um-
fram eðlilegan leiktima, og á
þessum tima sigraði Keflavik
leikinn. Frétzt hefur að KR-ingar
séu búnir að kæra leikinn, og
veröur gaman að fylgjast með þvi
kærumáli. Skyldi Valur Ben. fá
rauða kortiö af dómurum máls-
ins?
— f.k.
Fimmtudagur 15. júni 1972