Alþýðublaðið - 15.06.1972, Síða 11

Alþýðublaðið - 15.06.1972, Síða 11
Kross- gátu- krílið F£/T KO//» ÍÍU um H£ITI Tuskr RfiLF /LL OFSRp, *) Ó5KRfí F/SK AR. TuN&l mwR r/L mNi Fl/áL £YÐ! í ‘ K/nD RÍFL RR. MjÓK FuC/L RaáK VOND T/'/RR &//- Rrm mx/ O' K3 Jatra5>5^h\-bMí\'r,- • íi\N£í\* ^ ^ C; 4 u> *>k> kapitalista, sem kommúnistarnir hötuðu svo mjög, einn þeirra manna, sem bröskuðu með samnings- gerðir og keðjuverzlanir sem sóttust eftir einkasölu og einræði, sem var treyst af valdamönnum, en al- menningur vantreysti. En þessa tvo daga hafði hann kynnzt Morgan Halsted ekki svo litið, hann hafði kafað dýpra i sálarlif þessa manns, en hann hefði getað á einu ári með þvi að umgangast hann daglega. Ef þetta er auðvaldssinni, hugsaði hann og brosti dauflega, þá langar mig að likjast honum. Hann minntist föður sins aðeins óljóst sem krafta- legs manns, hetju úr æfintýraheimi. Mike Clendon skildi, að hann var farinn að meta mikils þennan mann, eins og hann hafði metið horfinn félaga sinn - eins og syni þykir vænt um föður sinn. Linn stóð upp og haltraði til þeirra. Hún talaði hægt og óskýrt. „Megum við missa eina sigarettu?” ,,Já. Þær eru i brjótsvasa hans, en gættu þess að vekja hann ekki,” svaraði hann sljólega, með hálsinn sveigðan og hnúana grafna i mölinni. ,,Þér ættuð að borða fyrst.” ,,Þakka yður fyrir, Mike, en ég er ekki svöng.” ,,Fáið yður þá sopa. Ég er búinn að fá mér einn.” ,,Það mundi alveg gera útaf við mig. Aðeins eina sigarettu, ef þér haldið, að við megum missa hana.” Hann náði i siðustu eldspýtuna i skyrtuvasa sin- um. Hún teygði höndina eftir henni. Snjallræði, hugsaði hún, að innsigla eldspýturnar i vaxi. Það verð ég að reyna að muna... Þetta var ein af blautu sigarettunum þeirra, sem þau höfðu þurrkað við eldinn. Eins og Morg hafði sagt, var þangbragð af henni, en samt var hún dá- samleg og hún naut hennar, meðan hún lagðist við hlið Mike og föður sins. Þessi sigaretta hafði sömu, áhrif og ilmandi freyðibað. Hún var henni sem jól og steiktur kalkún, glóð hennar var sem birkikvistirnir i arninum. Henni sýndist Mike lita græðgislega til sin og rétti sigarettuna að honum. ,,Nei þakka yður fyrir...” En það var hálf veiklu- leg neitun, og Mike teygði sig eftir sigarettunni. „Skrambinn sjálfur, Linn, ég var annars hættur að reykja, en nú hafið þér fengið mig til að byrja aft- ur.” „Það gleður mig að heyra. Ég kæri mig ekki um að reykja ein.” Hann reykti örlitið og rétti henni siðan siga- rettuna aftur. Hann greip öxina sina og stóð upp. „Ég ætla að ganga aðeins frá.” Linn, gizkaði á, hvað hann ætlaðist fyrir. „Nei, það gerið þér ekki. Vitið þér ekki, hve þreyttur þér eruð?” „Ég er búinn að hvila mig. Þessi sprunga hlýtur að þrengjast einhvers staðar. „Mike hættið við þetta. Þetta er of mikil áhætta.” „Við verðum að koma honum héðan,” svaraði hann þrjózkulega. „Þótt hann sé brennheitur núna gæti ofkæling gert út af við hann, hann mundi strax fá lungnabólgu.” „Nei...” En hann kippti ruddalega að sér handleggnum, þegar hún teygði höndina eftir honum, og hann lagði af stað frá skriðufætinum upp jökulinn og dró stafinn á eftir sér og hélt á öxinni i annarri hendi. Óttinn greip hana strax. Hann beið hennar alltaf á næsta leiti, beið þess aðeins, að Mike færi frá þeim. Hún settist fast við föður sinn og reyndi að ylja hon- um aðeins, enda þótt hún mætti ekki missa mikinn varma. Þurrt, sóttheitt andlit hans virtist gefa til kynna að honum væri meir en nógu heitt. Óttinn sat fyrir henni, nú i mynd særðs grábjarnar, nálægs og ógnandi. Mike hefði ekki átt að fara þannig frá þeim. Hann varð að koma aftur. Ef hann gerði það ekki, ef eitthvað kæmi fyrir hann úti i þokunni, myndu þau bæði deyja. Hún fór að hugsa um brot- hljóðið i fallandi isstykkjum, um rakt myrkrið i sprungunni, sem hún hafði fallið ofan i, og hún skalf af ótta i myrkrinu, sem fyllti hana einmanakennd. Þegar hann loks kom aftur, kom hann eins og hljóðlaus vofa. Hann dró stafinn á eftir sér. Linn stóð hægt upp og hóf að skamma hann og hegðaði sér eins og vargur af einskærum létti. Hann beið þar til röddin brást henni. „Þetta er marle og nokkrar smærri vélar til sendiferða — aðrar flugvélar áttu að hafa bækistöð i Norður- Afriku. ,,R.F.” deildin brá við skjótt, sendi skeyti til móttöku- sveitanna á hinum ýmsu svæð- um og innti þær eftir þörfum þeirra. Hiðeina sem á skyggði nú var það, að þeim hafði ekki ennþá tekizt að ná Bollaert og Brosso- lette yfir til Englands. Og óger- legt var að hafa samband við þá vegna þess að þrátt fyrir rök- studdar aðvaranir Tommys höfðu þeir afráðið að reyna að komast sjóleiðina heim og voru i íelum einhversstaöar nærri ströndinni. Svo gerðist hið óum- flýjanlega og það kom i hlut Johnsons major að segja Yeo- Thomas frá handtöku þeirra. Fréttin hitti Tommy eins og reiðarslag. Upplýsingar höfðu ekki borizt um einstök atriði. að sögn Johnsons. beir vissu það eitt að Booaert og Brossolette höfðu verið handteknir i Britt- any við tilraun til að komast burtu á báti. Maður gekk undir manns hönd að reyna að hughreysta Tommy en það bar ekki árangur. Jafnvel eftir að hann frétti að Brossolette hefði ekki þekkzt heldur sæti i Rennes fangelsi undir dulnefni sinu, Boutet, var hann óhuggandi. Þvi hann vissi að i fangelsinu myndi Brossolette ekki geta náð i neinn hárlit og fyrr eða siðar myndi hviti lokkurinn koma upp um hann og þegar það gerðist, myndi Gestapo, sem var kunn- ugt um þetta einkenni, bera kennsl á Brossolette og hefja pyndingar sinar. Yeo-Thomas fann til blygðunar yfir sinu eigin öryggi i Englandi og þótti sem hann hefði svikið vin sinn er hann hefði skilið hann eftir ein- an i Frakklandi og það var til einskis þótt aðrir minntu hann á að honum hefði verið skipað heim. Eg heldi ekki að Tommy lesi oft i Bibliunni, en i Gamla testamentinu er harmljóð, sem lýsir vel sorg hans: ,,Ö, Absalon sonur minn, sonur minn. Guð gæfi að ég hefði dáið i þinn stað. 0 Absalon sonur minn”. Hann vissi strax að það var aðeins eitt, sem hann gæti gert. Hann yröi að komast til Frakk- lands og bjarga Brossolette áður en hviti lokkurinn kæmi i ljós. Og auk þessa sérstaka til- efnis virtist för hans réttlætan- leg á allan hátt: með handtöku Bollaert og Brossalette var franska mótspyrnuhreyfingin aftur eins og höfuðlaus her og vonleysið kynni að grafa um sig á ný eins og það hafði gert eftir handtöku Moulins og Dele- straints. Hann þekkti alla æðstu mennn mótspyrnuhreyfinganna og öll hjólin i hinni flóknu vél neðanjarðarsamsærisins. hann var mjög atkvæðamikill á meðal svæðaforingjanna og flugaðgerðaforingjanna. An þess að bera oflof á sjálfan sig gat hann fullyrt að enginn væri betur til þess failinn að koma i stað þeirra Bollaert og Brosso- lette. Innrásardagurinn nálg- aðist óðum, og er að honum kæmi gat nærvera hans á vig- stöðvunum orðið Banda- mönnum að miklu gagni. En honúm gekk ekki eins vel að sannfæra yfirboðara sina meö þessum röksemdum. Yfir- menn hans vissu það sem hann vissi en kaus að láta sem hann vissi ekki: að Gestapo var kunn- ugt um athafnir hans og hafði lýsingu á honum og að ekkert var liklegra en að hann yrði tek- inn höndum. Þetta var honum sagt, það var þó ekki látiö fylgja hversu gifurlegt áfall það yrði ef maður meö hans vitneskju um mótspyrnuhreyfinguna og hern- aðaráætlunina léti bugast af pyndingum og leysti frá skjóð- unni. En Tommy gat sér til um Yeo-Thomas hvað foringjarnir hugsuðu og hann fann brátt leið til að sigr- astá mótbárum þeirra, töluðum og hugsuðum. Honum var ljóst að yfirmenn hans voru með réttu uggandi — hinn hugrakkasti maður gat ekki verið viss um að hann myndi ekki bresta við pynd- ingar einkum ef sá, er þær við- hafði væri nógu slyngur til að gefa i skyn að striðiö væri nú ekki háð um heilagan anda þegar til kæmi, heldur um hver ætti aö selja hverjum hvaö. Þar sem Gestapo slakaði aldrei á verðinum var ómögu- legt að ábyrgjast að hann yrði ekki tekinn fastur, uppljóstranir varð ekki forðast með neinni vissu nema unnt væri að komast hjá pyndingum, og pyndingar var aöeins hægt að forðast með þvi móti, ef hann yrði tekinn fastur, að honum tækist að leika hlutverk brezks flugmanns, sem neyðst hefði til að stökkva út i fallhlif yfir óvinasvæði og gæti þvi kralizt meðferðar sem striðsfangi. Saga hans yrði að sjálfsögðu að vera algerlega pottþétt, [Dar eð Gestapo hafði af venjulegri nákvæmni komið sér upp lista flughersins yfir alla þá, sem þátt tóku i flugaðgerð- um. t samræmi við þetta náði Yeo-Thomas sambandi gegnum flugmálaráðuneytið við sveita- foringja að nafni Dodkin, sem var á flugaðgerðalistanum, en hafði verið látinn hætta og átti ekki að fljúga aftur. Tommy dvaldi margar klukkustundir með Dodkin sveitarforingja við að læra ævisögu hans. Að lokum lögðu yfirmenn hans blessun sina yfir þessa fyrirætlun og númersskjöldur var sleginn fyr- ir hann með nafni og númeri Dodkins. Enn einu sinni varð hann að o Fimmtudagur 15. júni 1972

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.