Alþýðublaðið - 24.06.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1972, Blaðsíða 3
Sumir hafa gaman af að byggja, aðrir að tæta og skemma Óprúttinn krakkalýður i Hafnarfirði hefur gert sér það að leik kvöld eftir kvöld að rifa niður og eyðilcggja hús og ýmis- legt annað, sem duglegir strák- ar og stelpur hafa dundað sér við að reisa á starfsvelli þeirra Hafnfirðinga á Simbatúni. Siðast i fyrrakvöld gekk ein- hver lýður berserksgang á starfsvellinum og braut niður dagsverk barnanna. En skemmdavargarnir létu sér það ekki nægja, heldur var brotizt inn i skýli varðmannsins á staðnum og þaðan stolið ýmsum verkfærum. Þá voru fjölmargar rúður brotnar i húsinu. Rannsóknarlögreglan var kvödd á staðinn eldsnemma i gærmorgun til að kanna verksummerki. Við fengum þær upplýsingar hjá henni i gær, að allt frá þvi starfsvöllurinn tók til starfa nú i sumar hefði einhver krakka- lýður farið með ófriði um svæðið á kvöldin Og innbrotið i fyrrinótt væri ekki það fyrsta, þvi þarna hefði veriðstolið alls kyns verkfærum að undanförnu. Hins vegar var okkur sagt, að þessu sinni hefði keyrt um þver- bak. Skemmdarverkin voru meiri, það var stolið meiru og auki bættust rúðubrotin við venjulegu skemmdarstarf- semina. Þetta er ljót saga og erfitt að gera sér grein fyrir hvaða hvatir liggja að baki svona verknaði. Þó má ætla, að öfund komi þarna eitthvað við sögu. Rannsóknarlögreglan skorar á foreldra, og Alþýðublaðið tekur undir það af heilum hug, að reyna að tala um fyrir börnum sinum, ef þau hafa gerzt sek um þetta óþokkaverk. ÞESSAR KOM- UST SANNAR- LEGA í FEITT Ekki geta forráðamenn barnabókasýningarinnar i Norræna húsinu, sem var opnuð á sunnudaginn var, kvartað yfir slælegri aðsókn. Um klukkan fimm i gær, er blaðamaður leit þarna niður i kjallarann, fræddi umsjónarstúlkan hann á þvi, að til þess tima hefðu 626 gestir komið á sýninguna. Af þvi eru 275, sem komu á opnunina. Ekki vitum við hvað mikill hluti þessara gesta er börn, en þegar við litum þarna inn, voru flestir gestanna af yngstu kyn- slóðinni, og þau virtust una sér vel við að lesa og skoða bækur, aðallega myndabækur. Þeim Helgu og Guðrúnu, sem eru hér á myndinni niður- sokknar i lestur, þótti mynd- irnar skemmtilegar, en textann gátu þær ekki lesið. Ástæðan er einfaldlega sú, að erlendu myndabækurnar drógu athygli þeirra mest að sér. En þær fuil- yrtu þó, að þær kynnu vel að lesa venjulegt mál. Þær sátu þarna i uppblásnum barnastólum, og við hlið þeirra stóð stóll og sneri upp að stóru bylgjupappaspjaldi, sem á stóð SKAMMARKRÓKUR, Þegar blaðamaður spurði Helgu, hvort hún hefði setið þar spurði hún: Er það gott? Það var greinilegt, að slik fyrirbæri þekkti hún ekki og barnabækurnar, sem hún var að skoða, koma henni áreiðan- lega ekki i kynni við hann. Landhelgin: Alger óvissa en aðeins þokast í áttina Þessi tillaga tslendinga íelur i sér tvo meginatriði að sögn sjávarútvegsráðherra. í fyrsta lagi að miðað verði við að draga verulega úr sókn og sóknarmögu- leikum brezkra veiðiskipa við ls- land. í öðru lagi fælist i tillögunni, að íslendingar hefðu sjálfir og „Það rikir enn alger óvissa um úrslit mála i viðræðum okkar við Breta, en þó teljum við, að nokk- uð hafi miðað i áttina”, sagði Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegs- ráðherra, á blaðamannafundi i gær. A blaðamannafundinum kom fram, að grundvallarsjónarmið lslendinga og Breta i landhelgis- málinu eru svo ólik, að um þau muni ekki nást nokkurt sam- komulagfyrir 1. september. Hins vegar bindur islenzka rikisstjórn- in vonir við, að bráðabirgðasam- komulag náist um fiskveiðar brezkra togara við tsland um tak- markaðan tima, eftir að land- helgin hefur verið færð út i 50 mil- ur 1. september. Sjávarútvegsráðherra sagði, að rikisstjórnin teldi, að hún gæti samið við Breta um einhvern ákveðinn umþóttunartima fyrir brezk veiðiskip innan 50 miln- anna. einir eftirlit með framkvæmd þeirra reglna, sem settar yrðu um veiðar erlendra skipa innan 50 milnanna, yrðu minni skip- in, sem hér veiða, en ekki stærri togarar, svo sem frystitogarar og verksmiðjutogarar. 1 tillögunni er lika miðað við, að umræddar heimildir takmarkist við ákveðin svæði og ákveðin timabil, þannig að ákveðin veiði- svæði verði á umþóttunartimabil- inu ,,opin” ákveðinn tima ársins, en örinur svæði „lokuð”. I tillögum isl. rikisstjórnarinn- ar er ennfremur gert ráð fyrir, að lokað verði fyrir botnvörpuveiðar bæði fyrir islenzk og erlend veiði- Aðalfundi Sambands islenzkra samvinnufélaga lauk i dag. Á fundinum urðu allmiklar umræð- ur, m.a. um verðlagsmál. Kom fram, að fulltrúar Sambands- félaganna eru almennt mjög ugg- andi um rekstrarhorfur á yfir- standandi ári vegna stórhækkun- ar á ýmsum kostnaðarliðum við verzlunina innan þröngra marka núverandi verðlagningarákvæða. skip á tveimur svæðum. Annars vegar verði svæðið út af Norð- austurlandi lokað að minnsta kosti tvo mánuði á ári fyrir öllum veiðum með botnvörpu og þannig komið i veg fyrir hættulega veiði á smáfiski. Hins vegar er gert ráð fyrir algerri lokun fyrir botn- vörpuveiðar á Selvogsbanka- svæðinu á aðalhrygningartima þorsksins. - Þá er i tillögunum gert ráð fyr- ir, að islenzk stjórnvöld hafi full- an rétt til að tilkynna bann við togveiðum bæði islenzkra og er- lendra skipa á ákveðnum linu- og netaveiðisvæðum. 1 fundarlok fóru fram kosning- ar, og var Jakob Frimannsson fyrrv. kaupfélagsstjóri endur- kjörinn formaður Sambands- stjórnar til þriggja ára. Auk hans voru endurkjörnir i Sambands- stjórn þeir Þórður Pálmason, Borgarnesiog ÓlafurE. ólafsson, Króksfjarðarnesi, til þriggja ára, en fyrir sátu i stjórn þeir Ey- steinn Jónsson forseti sameinaðs SIS-MÖNNUM LIST EKKERT A PUNDIÐ „FLÝTUR" EN HVE LENGI? HÉR FENGUST AÐ- EINS DALIR í GÆR Brezka rikisstjórnin tilkynnti i gærmorgun að gengi sterlings- pundsins yrði látið „fljóta” um óákveðinn tima, og hafði tilkynn- ingin þegar i stað áhrif og mikla óvissu i för með sér á öll gjald- eyrisviðskipti i heiminum. Seðlabanki tslands tilkynnti strax, eftir að hafa fengið tilkynn- inguna frá Englandsbanka, að skráning sterlingspunds hefði verið felld niður hér á landi og að viðskiptabankarnir myndu ekki verzla með sterlingspund um sinn. Klukkan ellefu i gærmorgun var siðan hætt að afgreiða allan gjaldeyri i bönkum hér á landi annan en Bandarikjadali. Tilkynning brezku stjórn- arinnar leiddi til þess, að eftir hádegi i gær var kauphöllum lokað i öllum Efnahagsbanda- lagsrikjunum, og einnig i Sviss, Danmörku, Noregi og á trlandi. Kauphöllin i London var lokuð i allan gærdag. Sérfræðingar i gjaldeyris- málum útiloka ekki þann mögu- leika að ákvörðun brezku stjórn- arinnar sé fyrsta skrefið i þá átt, að gengi sterlingspundsins verði formlega lækkað. Eru bollalengingar þeirra á þá leið, að Bretar ætli að láta pundið fljóta um tima°8 er talíðhugsan- legt að brezka stjórnin hyggist fara að i þessu efni á svipaðan hátt og Bandarikjamenn, áður en dollarinn var opinberlega felldur. Eins og kunnugt er var dollarinn látinn fljóta i nokkra mánuði. 1 gærkvöldi var ekki talið ólik- legt, að aðrar þjóðir verði að fara að dæmi Breta og láta gjaldmiðla sina fljóta á sama hátt og pundið. Til dæmis var tekið fram, að italska liran væri mjög aðþrengd og myndu ttalir sennilega neyð- ast til að fara að dæmi brezku stjórnarinnar. Gjaldeyrismálanefnd Efna- hagsbandalagsins og aðalbanka- stjórar seðlabanka Efnahags- bandalagsrikjanna halda fund um ástandið i gjaldeyrismálum I dag. — ÉG LÍKA Úr þvi það er byrjað eriendis, þá er þess naumast langt að biða að það berist hingað: silfurskarl handa karlmönnum að skarta með. Þetta á myndinni er norsk smfði. Það eru lika gripirnir, sem stúlkan er með, og þó að það lýsi eflaust ihaldsemi, þá finnst okkur þeir einhvernveginn fara betur á henni en hálsdjásnið á karlmanninum. REKSTRARHORFURNAR Alþingis, varaformaður, Finnur Kristjánsson kaupfélagsstjóri, Húsavik, Guðröður Jónsson, kaupfélagsstjóri, Neskaupstað, Þórarinn Sigurjónsson, bústjóri, Laugardælum, Ragnar Ólafsson hrl., Reykjavik og Ólafur Þ. Kristjánsson fyrrv. skólastjóri, Hafnarfirði. Varamenn i stjórn voru endurkjörnir til eins árs þeir Ólafur Sverrisson, kaupfélags- stjóri, Borgarnesi, Sveinn Guð- mundsson, kaupfstj., Sauðár- króki og Ingólfur Ólafsson, kaupfstj. KRON. Endurskoðandi Sambandsins til tveggja ára var endurkjörinn Tómas Arnason hrl., en fyrir var Björn Stefánsson erindreki. (Fréttatilk. frá StS) <D Laugardagur 24. júní 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.