Alþýðublaðið - 24.06.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.06.1972, Blaðsíða 7
íþróttir 1 Golfsnillingurinn Jack Nicklaus sigraöi fyrir stuttu i einni stærstu golfkeppni heimsins, US Open, og bætti þar meö viö einni rós i hnappagatiö Af tilefni þessa sigurs fékk iþróttasiöan Einar Guönason til aö kynna Nicklaus nánar fyrir lesendum, en þess má geta, aö margir telja Nicklaus mesta golfmann sem uppi hefur veriö! Hinn snjalli atvinnumaöur i golfi, Jack Nicklaus, er nú 32 ára gamall og hefur leikiö golf óslitiö siöan hann var 10 ára aö aldri. Scioto golfklúbburinn í Ohioriki skammt fyrir utan Columbusborg var heimavöllur hans allt þar til hann varö atvinnumaöur 1961. U.S.Open keppnin var haldin á þeim velli 1926, þegar Bobby Jones tókst að sigra á aðeins einu höggi eftir aö haf a unniö upp fimm högga forskot Joe Turnesa. Faðir Nicklaus var áhorfandi og kynntist Jones persónulega og urðu þeir beztu mátar. Upp úr 1950 þegar Jack fór aö æfa golf, af krafti, lét Jones hafa þaö eftir sér, aö þarna væri efni i stór- meistara framliaöarinnar. Nicklaus kunni auövitaö vel aö meta ummæli frægasta golfkappa allra tima og lagöi sig enn betur fram cn áður. i mörgu tilliti má segja, aö Jack Nicklaus hafi tileinkað sér sem flest af þvi, er Bobby Jones hélt i heiöri á nær óslitinni sigurgöngu sinni 1926-30. Einbeiting, keppnisharka, iþróttamennska og siöast en ekki sizt sigurviljinn eru einkenúi þeirra beggja. Nicklaus tefl- ir ekki leik sinum i tvisýnu, ef forskot hans er lítiö. Ákvaröanir hans miðast viö markmiöiö sjálft en ekki hugdettu augnabliks sýndarmennsku fyrir áhorfendur. Golf er atvinna hans og sérgrein, sem hann vill sjálfur fá að stunda o.g taka ákvarðanir um. M.a. af þessum orsökum var Jack ekki jafn vinsæll meðal áhorfenda og Arnold Palmer. Ferill Nicklaus frá 1961, cr hann gerðist atvinnumaöur er stór- glæsilegur. Ilann hefur unniö talsvert á aöra milljón dala i keppnisverðlaun, unniö Brezku opnu keppnina 1966 og 1970, Bandarisku opnu keppnina 1962, 1967, og 1972 og Masters keppnina 1963, 1965, 1966, og 1972 auk fjölda annarra viös vegar um heim. 1966og 1972 auk fjölda annarra viös vegar um heim. Nú i ár hefur hann veriö i ágætu formi og unnið hverja keppnina af annarri og oröiö framarlega i öörum. t apríl sigraöi hann glæsi- lega i Masters keppninni i Georgiuriki, sem taliö er eitt sterkasta mót i heimi. Nú i júni vann hann siðan bandarisku opnu keppnina (U.S. Opeti) og ógnaöi cnginn sigri hans i þeirri keppni. Nicklaus hcfur litiö breytt sveiflu sinni siöan hann var 15 ára gamall, en þó sifellt aukið öryggi sitt og högglengd. Tækni hans er meö ólikindum enda hefur Bcn Ilogan sagt, að sveifla Nicklaus og tækni séu i sérflokki. Fjöldi kennslubóka og greina eftir Nicklaus hefur birzt á prenti, og hefur undirritaður m.a. þýtt eina bók hans, cr ncfnist á islenzku ,,Má ég gefa ýður ráð”, og hefur henni veriö vel tckið af islenzkum golfmönnum. Til fróöleiks má mbenda mönnum á bók Nicklaus um feril hans I golfi cn hún heitir á ensku ,,The greatest game of all, my life in golf”. E.G. ÍSLENDINGUR ÞEKKT NAFN í ÍSKNATTLEIK VESTRA i nýlegu tölublaði Lögbergs- lleimskringlu er frá þvi skýrt, að Vestur-islendingur þjálfi hið fræga bandariska isknattleikslið Boston Bruins. Lið þetta vann meðal annars þaö sér til ágætis, að vinna StanleyCup i Bandarikj unum i vetur, sem eru liklegast eftirsóttustu verðlaun sem þekkj- ast innan þessarar iþróttagrein- ar. Maöurinn sem um ræðir hcitir Thomas Johnson, en hann cr þckktari undir nafninu Tom. Thomas er af islcnzkum ættum, og lék sjálfur ísknattleik með' góöum árangri, áður en hann sneri sér að þjálfun með þeim árnagri sem að framan greinir. Þcssi mynd var tekin þegar Tom Johnson lék ishocky á sinum yngriárum. Hann var þá þekktur iþróttamaöur. SIMD. FRIÁLSAR OC BOLTI k DAGSKRÁ OM UELGINA Töluverð umsvif eru i iþrótta- lifinu um þessa helgi. Boltagrein- arnar eru i fullum gangi, og auk þeirra veröur keppt i frjálsum iþróttum, sundi og lyftingum. Laugardagur: Knattspyrna: Laugardalsvöllur kl. 16. 1. deild, Valur-IBV. Akranesvöllur kl. 16. 1. deild, Akranes-Vikingur. 2. deild: bróttur-lBt (kl. 14), ÍBA- FH (kl. 16) og Haukar-Völsungur (kl. 16). Lyftingar: Fálkagata 30. júnimót Armanns kl. 15. Sund: Reykjavikurmót kl. 18. Laugardalslaugin. Sunnudagur: Sund: Reykjavikurmót kl. 15. Laugardalslaug. Mánudagur: Frjálsar iþróttir: Laugardalsvöllur kl. 18.30. Tugþrautarlandskeppni. Handknattleikur: Lækjarskóli kl. 20. Ármann-Haukar FH-Fram. ’f' Síðustu fréttir Breiðablik og ÍBK léku i 1. deild íslands- mótsins i knattspyrnu i gærkvöldi. Leikurinn fór fram á „heimavelli1’ Breiðabliks, Mela- vellinum, og lauk honum með jafntefli. Ekkert mark var skorað. Laugardagur 24. júni 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.