Alþýðublaðið - 24.06.1972, Side 5

Alþýðublaðið - 24.06.1972, Side 5
AÐ GEFNU TILEFNI bungamiðjan i gagnrýni á nú- verandi þjóðfélagsskipan er krafa um dreifingu valdsins og aukið lýðræði sem og aukið jafn- rétti þjóðfélagsþegnanna. 1 þessu sambandi verður að hafa i huga, að lýðræðið hér á landi mótaðist á þeim timum, er þjóðin bjó við fá- breytt bændaþjóðfélag og það hefur ekki þróast i samræmi við hinar öru breytingar á öllum sviðum i þjóðfélaginu. Það er ljóst, að lýðræðið, sem þjóðin býr við er takmarkað, svo að hinn almenni kjósandi finnur til einangrunar og áhrifaleysis á stjórn þjóðfélagsins og stofnana þess. Það er þvi nauðsynlegt að koma á virkara og raunhæfara lýðræði i stjórnskipan landsins meöal annars með eftirtöldum ráðstöfunum: Stjórnmálaflokkarnir, sem eiga að vera tæki fólksins til þess að hafa áhrif á gang mála starfi meira en nú er fyrir opnum tjöld- um, svo almenningur eigi auð- veldara með að fylgjast með starfsemi þeirra og hinn venju- legi félagi eigi hægar með að hafa áhrif á gang mála og stjórn þeirra. Stjórnmálaflokkunum verði tryggð sem jöfnust aðstaða til að koma skoðunum sinum á fram- færi i hinum ýmsu fjölmiðlunar- tækjum nútimans. P’ulltrúum i stjórn hinna stærri kaupstaða verði fjölgað að mun frá þvi, sem nú er. Með þessu má Nýttland virðist lita á það sem meginverkefni sitt um þessar mundir að úthúða Alþýðublaðinu og Alþýðuflokknum. 1 blaði þvi, sem út kom 15. júni sl. er tveggja dálka rammagrein á forsiðu af sama toga spunnin. Grein þessi ber yfirskriftina: ,,Vi 11 Alþýðuflokkurinn styðja rikisstjórnina?" bessari spurningu er til að svara þannig: Flokkurinn hefur stutt og styður ýmis þau mái, rikisst jórnarinnar, sem eru i anda jafnaðarstefnunnar, en berzt gegn öðrum, sérstaklega þeim, er skaða launþega og neyt- endur. Eftir þessari reglu hefur þingflokkur Alþýðuflokksins starfað á þingi i vetur. Þetta er tónninn i skrifum Alþýðublaðsins. Þvi er svo ekki að neita að i landi. sem býr við flokkakerfi eins og lsland, þannig að enginn einn stjórnmálaflokkur getur stjórnað i krafti meirihluta, hljóta tveir eða fleiri stjórnmála- flokkar að sameinast um stjórn- ina. Við þær aðstæður er stjórnar- stefnan ekki hrein stefna neins stjórnarflokksins. Hún er mála- miðlun. Það þekkir Alþýðuflokk- urinn af langri reynslu, þótt ný- næmi sé fyrir aðstandendur Nýs Lands. Varaformaður Alþýðuflokksins —lýsti þessu svo i umræðum um stefnuyfirlýsingu rikisstjórnar- innar sl. haust.: ..Alþýðuflokkurinn mun leitast við að veita stjórnarflokkunum aðhald, ekki siður en þeir vægð- arlaust gagnrýndu Alþýðuflokk- inn, er hann sat i stjórn undanfar- in ár og varð stundum að standa að óvinsælum, en óhjákvæmileg- um ráðstöfunum, þegar á móti blés.” Annað mætti nefna hér til. Al- þýðublaðið hefur litið sem ekkert gert að þvi að gagnrýna fram- komu einstakra manna stjórnar- innar. Gagnrýni, skammir, nöld- ur, eða hvaða annað nafn, sem nota má yfirskrif Alþýðublaðsins gegn ýmsum ráðstöfunum stjórn- arinnar hafa yfirleitt beinzt að stjórninni allri og þingliði hennar. Nýtt land heldur áfram: ,,bað (Alþýðublaðið) er á móti rikis- stjórn, sem. . . ” og siðan eru talin upp ein niu afrek stjórnar- innar. Litum á þau nánar, þó ekki i alveg sömu röð og i Nýju Landi: Forganga um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 50 milur. Nú má alltaf deila um „frumkvæði" og „forgöngu” og sýnist sitt hverjum. En núverandi rikis- stjórn mun standa að útfærslu landhelginnar i 50 milur, MEÐ ÞJÖÐINA EINHUGA Á BAK VIÐ SIG. Hefur greinarhöfundur Nýs Lands gleymt þvi að þingsálykt- unartillagan um útfærslu land- helginnar i 50 milur var sam- þykkt á þingi með 60 samhljóða atkvæðum? Hefur stórhækkað trygginga- bætur, elli og örorkulifeyri. Mesta afrek rikisstjórnarinnar i þeim málum var að flýta gildistöku laga, SEM ÞEGAR HÖFÐU VERIÐ SAMÞYKKT, og þá köll- uð „hundsbætur" af einum ráð- herra núverandi stjórnar. Þær breytingar, sem gerðar hafa ver- ið siðan, hafa verið gerðar án andstöðu Alþýðuflokksins. Afnumið nefskatta. Um „and- stöðu Alþýðuflokksins" við afnám nefskatta visast til Nefndarálits Gylfa Þ. Gislasonar um tekju- skattsfrumvarpið. Beitti sér fyrir styttingu vinnu vikunnar i 40 st. Aftur getum við hugleitt hvað er „að beita sér fyrir", „hafa forgöngu um" o.s.frv., en rétt er það, að rikis- stjórnin fékk þetta ákvæði mál- efnasamnings sins samþykkt á Alþingi, þegar útséð var um að frjálsir samningar tækjust um það, þrátt fyrir margra vikna þóf. Alþýðuflokkurinn var ekki á móti þessu atriði, en hann gagnrýndi þau vinnubrögð, sem viðhöfð voru. Stórefling fiskiflotans. Alþýðu- flokkurinn gagnrýndi þar þau vinnubrögð, að láta einstaka ráð- herra vera að vasast i togara- kaupamálum upp á eindæmi i stað þess að fela Framkvæmda- stofnun rikisins, sem einmitt var stof nuð til verkefna, sem þessara, að annast áætlunargerð um það mál. Afnam visitölubindingu á laun. Skilaði sjómönnum þvi, sem fyrri rikisstjórn hafði rænt þá. Þessum tveim atriðum er bezt að svara saman. Og einfaldasta svarið er, að hjá rikisstjórninni virðist önnur höndin ekki vita, hvað hin gerir. Rikisstjórnin af- nam visitölubindingu á laun. Rétt. En á áramótum lét hún sig hafa það að hækka landbúnaðar- afurðir stórlega i verði án þess að það kæmi fram i visitölunni, með þvi að fella niður nefskatta um leið. Góður hluti þessarar ráð- stöfunar hefur ekki fengizt leið- réttur ennþá. Skilaði sjómönnum aftur þvi, sem fyrri rikisstjórn hafði rænt þá, en ramdi þvi aftur við skatlabreytingarnar á annan hátt. Sjálfstæð utanrikisstefna ls- lendinga. Fólgin i þvi að vera á annarri skoðun en fyrri stjórn um máls- meðíerð á inngiingu Alþýðulýð- veldisins Kina i Sameinuðu Þjóð- irnar. Vinnur að brottför hersins af landinu. Það eina, sem þar hefur gerzt lrá rikisstjórnarinnar hendi er að utanrikisráðuneytið undir yfir- umsjón ráðherranefndarinnar svokölluðu vinnur að þeirri könn- un á varnarmálum lslands, sem Alþýðuflokkurinn lagði til aö utanrikismálanefnd Alþingis léti gera. Siðan segir: „Alþýðublaðið er á móti stjórn þriggja vinstri flokka, sem Samtök frjálslyndra og vinstri manna eru aðili að.” bess- ari fullyrðingu var svarað i upp- hafi byrjun skrifa þessara. En að hvaðaleytier Alþýðublaðið á móti þessari rikisstjórn? Það varaði við i byrjun að farið væri of geyst af stað. Það varaði við fyrirhyggjuleysi rikisstjórn- arinnar i sigurvimunni. bað var- aði rikisstjórnina við að eyða upp öllum afrakstri undanfarinna ára. Þvi miður hefur komið i ljós að aðvaranir þessar áttu fullan rétt.á sér. Byrjunin var of hröð. Afleiðingin hefur heldur ekki látið á sér standa. Stórfelldar verð- hækkanir, sem bitna fyrst og fremst á þeim, sem lægst hafa launin. Stórfelldar skattaálögur, sem enginn er óhultur fyrir. Þessu atferli hefur Alþýðublaðið mótmælt. Það hefur mótmælt þvi að láglaunafólk i landinu ber skarðan hlut frá þprði vegna að- gerða rikisstjórnarinnar. Alþýðu- flokkurinn hefur helzt mótmælt þegar rikisstjórnin hefur hrokkið út af þeirri vinstri linu sem stjórn vinnandi stétta, sem hún vill vera á. Siðan er spurt: Vill Alþýðublað- ið þrátt fyrir þessi skrif sin, sem það myndi telja ósvifin, ef þau væru á siðum Nýs Lands, að Al- þýðuflokkurinn sameinist SFV og gerist aðili aö „vondri stjórn" og styðji hennar stefnu. Eða vill Al- þýðublaðið að SFV sameinist Al- þýðuflokknum til að fella núver- andi rikisstjórn og mynda nýja „viðreisnarstjórn” undir forystu Sjálfstæðisflokksins?” Rétt er það að birtust skrif eins og: „Það er hreint ótrúlegt, hvað núverandi rikisstjórn hefur getað brotið mörg loforð á stuttum tima" á siðum Nýs Lands myndu þau teljast ósvifin, ef þau væru sett fram sem skoðun blaðsins, UM STJÖRN SEM ÞAÐ TELUR SIG STYÐJA í EINU OG ÖLLU. Þvi er það, að Alþýðublaðinu finnast ekki beint viðkunnanleg- ar, né lofandi eintómu góðu um framtiðina þær át?á«sir, sem blaðið hefur i frammi stjórnarþing- mann og einn ráðfíerra stjórnar- innar i þessu sama blaði. Sama blaði og notað er til aö agnúast út i Alþýðublaðið fyrir að leyfa sér slikt hið sama, þótt ekki séu tekn- ir fyrir einstaklingar. Hvað snertir hugleiöingar um að annar flokkurinn sameinist hinum ætti greinarhöfundi von- andi að fara að skiljast að hvor- ugt kemur til greina. Það er um það að ræða að tveir eða fleiri flokkar, eða flokksbrot, verði lögð niður og sameinist. Það er ætlun þeirra, sem fylgja þessu máli, að stofnaður verði NÝR FLOKKURj með jafnaðarstefnuna að leiðar- ljósi stefnu sinnar. Það er gjarnan horft til tima- takmarka kringum kosningar i þessu skyni. Og hvers vegna? Vegna þess, að það yrði þessa flokks, sem heildar að ráðstafa þvi hvaða afstöðu hann tæki til stjórnarmyndunar, en ekki þeirra flokka sem legðust niður við stofnun hans. Takist þessi.flokks- stofnun eins og til er ætlast ætti að gera komið út úr þvi sterkur vinstri flokkur, aem gæti sem slikur orðið forys>(flokkur vinstri aflanna á Islandt' I K I I Útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur rit- stjórnar Hverfisgötu 8-10. Sími 86666. NEYTENDUR Enn þyngist bagginn á vegna neytenda. Þó má frúnum, sagði í fyrirsögn í Alþýðublaðinu í gær. Og tilefnið er lokun nokkurra mjólkurbúða í Reykjavik á laugardögum. En þetta gefurtilefni til að hugleiða lokunartima verzlana almennt. Nú er svo komiö aö algjör ringulreið virðist ríkja hjá verzlunum í höfuðborg- inni með það hvenær er opið og hvenær lokað. Allt frá því i haust hafa staðið yfir umræður um þessi timamörk. Fyrst í haust þegar kvöldsölu- málin voru á dagskrá, með þeim afleiðingum, að nú er engar þær vörur, sem heimili almennt þurfa áað halda að fá eft- ir að sölubúðir loka í Reykjavík. Aftur í marz, þegar til umræðu voru á alþingi breytingar á lögum um Framleiðsluráð landbún- aðarins, sem hefðu haft í för með sér mjólkursölu í almennum matvöruverzl- unum. Einnig er gerðir voru samningar verkalýðs- félaganna, og lögfest 40 stunda vinnuvika. Þá virtust þeir, sem verzlanir reka i borginni alls ekki geta gert upp við sig, af hvorum enda vikunnar ætti að klipa. Og ennþá núna, þegar verzlanir keppazt við að auglýsa alls kyns opnun- artakmarkanir. Það hafa aftur á móti ýmis nágrannasveitar- félög gert, þannig að margfalt hægara er um vik með verzlun í ná- grenninu heldur en í borg- inni sjálfri. Þegar þannig er komið læðist að sá grunur, að forráðamenn verzlana i Reykjavík telji neytand- ann orðinn til verzlananna vegna, en ekki verzlanir segja að steininn taki fyrst úr, þegar Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis fer að láta sína rödd hljóma i þeim kaup- mannakór, sem kyrjað hefur auglýsingasöng um „lokaö á laugardögum." Félag, sem byggt er upp af neytendum sjálfum, orðið til vegna þeirra og fyrir þá. Enda hafa neyt- endur sýnt þann hug i verki með því að stórauka félagatölu þess. En hvað hafa neytenda- samtökin um þetta mál að segja? i umsögn þeirra til borgarráðs fyrir rúmu ári sagði svo: „Allar takmarkanir á afgreiðslutima sölubúða eru skerðing á þjónustu við neytendur. Neytenda- samtökin eru ófús að lýsa samþykki sínu við nokkra tillögu, sem takmarkar afgreiðslutíma sölubúða. Þessi stefna er í fullu samræmi við stefnu neyt- endasamtaka í nágranna- löndum okkar, en þau berjast gegn öllum tak- mörkunum á afgreiðslu- tíma verzlana. Húsmæður vinna i síauknum mæli ut- an heimilis, við vakta- vinnu i ýmsum þjónustu- og framleiðslustörfum. Fjarlægð frá heimili að vinnustað verður æ meiri. Stjórn neytendasam- takanna vill vekja athygli á, að afgreiðslutimi verzl- ana er aðeins einn hluti a fgreiðslutímavanda- málsins. Magar opinberar stofnanir hafa afgreiðslu- tíma, sem er neytendum mjög í óhag. Hinn al- menni borgari á sífellt erfiðara með að ná til opinberra aðila í þjóð- félaginu." Þrátt fyrir þetta árs- gamla álit hefur ennþá þrengzt hagur neytenda á þessu sviði. LYÐRÆÐI STJÖRNSKIPAN ætla að fleiri stéttir og þjóðfélags- hópar ættu sina fulltrúa i þessum stofnunum og fleiri skoðanir og sjónarmið kæmu þar fram. Núverandi kosningaskipan var óvéfengjanlega stórt spor i átt til aukins lýðræðis. En fullnaðar- reynsla af henni er ekki fengin, en þó er þegar ljóst, að óeðlilegur at- kvæðamunur er að baki hverjum þingmanni eftir kjördæmum, sem verður að jafna. Núverandi kosningafyrirkomu- lagi til Alþingis og bæjarstjórna mætti breyta þannig, að kjósend- ur geti valið meir milli einstakra frambjóðenda á sama lista og nú erog jafnvel af öllum listum, sem i kjöri eru. Draga verður úr hinum miklu völdum og - áhrifum embættis- manna og færa þau yfir til kjör- inna fulltrúa þjóðarinnar, er bera ábyrgð gagnvart fólkinu sjálfu. Forstöðumenn lánastofnana og héraðsdómarar láti af þeim störf- um, þegar þeir bjóöa sig fram til þings. Draga verður gleggri skil milli Alþingis og rikisstjórnar en nú er. Kjörnir Alþingismenn láti t.d. af þingmennsku, er þeir verða ráð- herrar, en varamenn taki sæti á meðan. Það er óumflýjanlegt i sifellt fjölþættari og flóknari þjóðfélags- starfsemi, að rikið láti til sin taka á æ fleiri sviðum mannlegra sam- skipta, og að jafnframt fjölgi stofnunum þess og starfsliði. Þessu fylgir hætta á of miklu skrifstofuvaldi og minnkandi áhrifum þegnanna á stjórn hinna ýmsu þjóðfélagsstofnana. Þess • vegna þarf að búa svo um hnút- ana, að réttindi almennings gagn- vart stofnunum og skrifstofuvaldi hins opinbera verði tryggð. , Nauðsynlegt er að skipaður verði sérstakur umboðsmaður, sem tekur á móti kærum og um- kvörtunum almennings varðandi samskipti hans við opinberar stofnanir og stjórnvöld. Setja þarf ennfremur i stjórn- arskrá ákvæði um upplýsinga- skyldu stjórnvalda, sem veitir hverjum þjóðfélagsþegn aðgang áð opinberum skjölum, sem varða rekstur stofnana. TD Laugardagur 24. júni 1972.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.