Alþýðublaðið - 24.06.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.06.1972, Blaðsíða 9
IÞROTTIR 3 Viftureign Englendinga og Vestur—Þjóðverja i knattspyrnu i vor vakti alheimsathygli, eins og viðureignir þessara þjóða á knatt- spyrnuvellinum hafa ætíð gert siðustu árin. Viðureign þjóðanna i vor lauk með sigri Þjóðverja, og komu þeir loks fram fullum hefndum fyrir ósigurinn i úrslitum Heimsmeistarakeppninnar 1966. Fyrirliöar þjóðanna, þeir Bobby Moore Englandi og Frans Becken- bauer Vestur—Þýzkalandi, eru báöir i hópi þekktustu knattspyrnu- nianna veraldarinnar, enda afburðaknattspyrnumenn. Eftir myndinni hér að ofan að dæma, má ætla aö litill kærleikur sé með. þessum tveim frægu knattspyrnumönnum. En þvert á móti, þeir eru beztu vinir, og baráttan þeirra á milli er aðeins til á knattspyrnu- vellinum. Sem dæmi um vináttu þeirra Frans og Bobby, þá dvaldi Bobby og kona hans Tina nvlega yfir hclgi hjá Frans og Brigitte Beckenbauer, og voru þá meðfylgjandi myndir teknar. Eins og gefur að skilja er myndin hér að ofan uppstilling, eins og menn geta reyndar sagt scr sjálfir. Hér til hliðar sitja þeir félagar að tafli, og það fylgdi fréttinni að Frans hafi verið fljótur að máta Bobby, enda mun skákkunnátta þess siðarnefnda ekki upp á marga fiska. Litlu myndirnar skýra sig væntanlega sjálfar. HERNA HðFUM VHI 1V0 FRÆGA KAPPA OG KOMUR ÞEIRRA 80 SKRÁÐIR I BLÁSKÖGAR- SKOKKIÐ Bláskógarskokkið, sem áður hefur verið greint frá i fréttum, verður sunnudaginn 2. júli n.k. og hefst við Gjábakka á Þingvöllum kl. 14.00. Nú þegar hafa um 80 manns látið skrá sig, konur og karlar á öllum aldri, og vitað er að margir munu bætast við. Hjá einstökum fyrirtækjum er áhugi meðal starfsfólks að taka þátt i Bláskógarskokkinu,t.d. er vitað að hópur þátttakenda verð- ur frá starfsmannafélagi Heklu h.f. Allir þátttakendur fá sérstaka viðurkenningu og auk þess verða veittir farandbikarar, sem Kaup- félag Árnesinga og Mjólkurbú Flóamanna hafa gefið, og Héraðssambandið Skarphéðinn mun veita verðlaunapeninga. / HREINSKILNI SAGT ÞVf EKKI TÍMAVðRD? Mikill úlfaþytur hefur orðið vegna leiks KR og ÍBK á dögun- um, og varla þagna þær um- ræður i bráðina ef ég þekki islenzka knattspyrnuunnendur rétt. Engan undrar allar umræðurnar sem orðið hafa um þetta mál. þvi hér er vissulega stórmál á fcrðinni. Hér er nefni- lega ekki aðeins um þaö að ræöa að KR tapi leik, að þvi er félagið álitur á mistökum dómara, heldur gefur þetta mál glögga grein fyrir þvi valdi scm dómari og linuverðir hafa á vellinum, vald sem margir telja of mikið. Það gefur auga leið, að með núverandi fyrirkomulagi geta dómarar og linuverðir með samanteknu ráði ákveðið lengd leiks, þrátt fyrir að i knattspyrnulögunum sé skýrt tekið fram hver skuli vera lengd knattspyrnuleikja. Það er engiæ sem getur ráðiö hér nokkru um nema dómarinn og linuverðir, þeirra klukkan segir til um leikinn hversu réttar sem þær eru eða rangar. Þannig geta þeir ákveðið lengd leiks, þessu eða hinu liðinu i hag, til dæmis Keflavlk i hag um daginn cins og margir viidu halda fram. Klukkur þúsunda vallargesta hafa ekkert að segja, þrjár klukkur gilda gegn þúsundum klukkna, svo framarlega sem dómarar og linuveröir sverja fyrir rétti að þeirra klukkur hafi sýnt réttan leiktima. Með þessum orðum er undir- ritaður alls ekki að halda þvi fram að Valur Benediktsson og linuverðir hans hafi visvitandi látið umræddan leik vera of lengi. Hins vegar bendir margt til þcss að lcikurinn hafi verið of langur vegna mistaka þessara manna. Varla væru þúsundir vallargesta umrætt kvöld á þessari skoðun, ef ekki væri eitthvað sem styddi hana. Það er mannlegt aö gera mis- tök, en það er lika mannlegt aö viðurkenna mistökin, og gera það strax áður en málið er komið fyrir rétt. Þaöan verður ekki aftur snúið, og ljúgvitni er orðið staðreynd, án þess þó aö hér sé nokkuð verið aö væna Val og hans menn um slikt. Hagkvæmasta lausnin á þessu vandamáli er að firra dómara ölium vandamálum við tima- töku, og fela hana sérstökum timavörðum einsog gert er bæði i handknattleik og korfuknatt- leik. Slikur timavörður gæti tekið nákvæman tima, og siðan dregið frá tafir og annaö sam- kvæmt fyrirmælum dómara. Þetta fyrirkomulag hefur gefið góða raun þar sem það tiðkast. Kannski vilja menn meina að erfitt geti reynst að fá hlutlausa mcnn til þess að sjá um tima- töku. Að visu getur það reynst erfitt við minni háttar ieiki, en þetta fyrirkomulag ætti ekki að reynast erfitt i framkvæmd við leiki 1. deildar og jafnvel leiki 2. deildar einnig. Sigtryggur Sigtryggsson. Laugardagur 24. júni 1972.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.