Alþýðublaðið - 24.06.1972, Blaðsíða 12
alþýðu
Alþýóubankínn hf
ykkar hagur/okkar metifli«ur
KÓPAVOGS APOTEK
Opið öll kvöld til kl. 7.
Laugardaga til kl. 2.
Sunnudaga milli kl. 1 og 3.
Lm
OíOCAR 1
MILLI
Nýútskrifaður kennari brá á
leik 17. júni og gekk að hverjum
lögregluþjóni sem hann hitti,
tók i höndina á honum og óskaði
honum til hamingju. Siðan
kallaði hann til félaga sinna og
spurði hvort þeir ætluðu ekki
lika að óska manninum til
hamingju með hvita kollinn.
Lögregluþjónarnir brugðust
misjafnlega við: sumir fyrtust,
en aðrir kunnu að meta
gamanið • • • Vegaeftirlits-
menn rikislögreglunar misstu
fyrir skömmu af bil, sem þeir
höfðu elt á 140 km hraða. Þeir
höföu samband við lögregluna á
Blönduósi, sem aftur hafði sam-
band við veghefiisstjóra, en
hannlokaði veginum i Langadal
með hefli sinum og stöðvaði
þannig ferð ökuþórsins. Við at-
hugun á tímasetningu kom i
ljós, að meðalhraði bilsins hafði
verið 140 km. og maðurinn hafði
ekið úr Reykjavik i Langadal á
innan við þremur timum. Hann
missti ökuréttindin þegar i
stað» • •Lögreglan hefur
undir höndum toppa af hamp-.
jurtum, sem voru ræktaðar i
klæðaskáp i húsi hér i bæ, með
aðstoð háfjallasólar. Or þessari
jurter unnið hass og marijuana.
Til þess að unnt sé að vinna
þessi efni úr jurtinni þarf hún að
blómstra, en þessar jurtir voru
ekki komnar svo langt þegar
lögreglan uppgötvaði þær og
gerði upptækar* • «Fyrir
skömmu auglýsti 19 ára stúlka
eftir ferðafélaga um fjöll og
firnindi i sumar. Auglýsingin
byrjaði svona: Hver
vill..Svona okkar á milli sagt
hefði verið nær að segja Hver
vill ekki * • •! Bandarikjun-
um, landi kannana og athugana
á liferni fólks, hefur könnun leitt
i ljós, að árið 1968 reyktu 36%
eiginkvenna lækna og 24%
lækna, en fjögur þúsund eigin-
konur lækna voru fengnar til
þess að gefa skýringu um
reykingavenjur sinar og eigin-
manna sinna* • «Þá sýna
niðurstöður rannsókna, sem
hafa veriö gerðar á rottum i
þessu sama landi, að neyzla
fjörefna- og steinefnalausrar
fæðu geti orsakað löngun i
áfenga drykki. Þær rottur, sem
voru fóðraðar á slikri fæðu
drukku fimm sinnum meira
áfengi (þær fengu 10% áfengi
með matnum) en hinar sem
fengu fjörefnarika
fæðu« • •Stærsta samvinnu-
félagið innan Alþjóðasam-
vinnusambandsins er á Ind-
landi, en þar eru félagar
59,567.109 talsins. Næst koma
Sovétrikin með 58.607.900 félaga
og þá Bandarikin með 44.904.500
félaga* • •Islenzka samvinnu-
hreyfingin er alls ekki sú
minnsta i heiminum. Hún er
raunar næstminnst i Evrópu,
aðeins Malta hefur færri félaga,
eða 785, á mófi 33.444 á tflandi.
önnur samvinnufélög, sem eru
minni en það islenzka eru á
Mauritius, þar sem eru 31.038
félagar, Dominica, 16.000 og
Guyana, 9.134.
KOMAST TL BOTNS H>VÍ
hvort Majorkaflugbannið hafi
komið mönnum spánskt fyrir
sjónir....
ALÞTÐOBLAÐIÐ
FTHIR 50 ÁRUM
SJÚKLEIKI LENÍNS.
Þýzkir séríræöingar haí'a gefizt upp við
lækningu á sjúkdómi Lenins, er heitir Tabes
dorsalis á læknamáli.
Bilstjórinn, sem flutti mig til Rvikur i gær geri
svo vel og sæki borgunina á afgr. blaðsins Ó.F.
Byggingu verkamannabústaðanna fyrir
Landsbankann tóku að sér Kristinn Sigurðsson,
múrari og Jens Eyjólfsson, trésmiður, 18 hús
fyrir 231 þús. kr.
Tvær rannsóknarstöðvar
Á isbungu sem við aulabárð er kennd
er upp komin rannsóknarstöð fyrir svæðið i grennd,
til þess að bora eftir is og öskulögum
og alls konar visdómskornum frá liðnum dögum.
Jafnframt var komið upp svipaðri stöð niðri sveit
að samræma þessa miklu visdómsleit,
en þar á að krukka i kolla á mörgum slyngum
og kanna hvað djúpt er á vitinu i Þingeyingum.
Á þingeyskum kollum og hjarntröllsins höfuðskel
hvortveggja rannsóknin lukkast skínandi vel,
þótt seint gangi að visu að kanna klakaforðann
og komast i gegnum montið fyrir norðan.
wmmmmtmam
SENDíBIL ASTOÐtN Hf
mamauaamm wmmmmmmmmmamammmmmBmmmtmmam
FRETTIR HÉÐAN
OG LÍKA ÞAÐAN
GERA MÆL-
INGAR MED
SPRENGI-
SKJÁLFTUM
I júlímánuði munu jarðvisinda-
leiðangrar frá Sovétrikjunum og
Bandarikjunum, ásamt islenzk-
um visindamönnum, hefja hér
rannsóknir á hinum dýpri berg-
grunni Islands með sprengi-
skjálftum, svo og rannsóknir á
Skotlands-Færeyja-íslands
hryggnum með sömu tækjum.
Mun skip sigla frá Skotlandi til
Færeyja og þaðan til Austfjaröa
og þá aftur til Færeyja og Hjalt-
lands og sprengja reglulega i
sjónum á leið sinni, en skjálfta-
stöðvar á Skotlandi, lrlandi, Fær-
eyjum, Hjaltlandi og Islandi
munu hlusta eftir bylgjum frá
sprengingunum og reyna að lesa
úr þeim gerð jarðskorpunnar á
þessu svæði. Auk stöðva i landi
verða tvö hlustunarskip, brezkt
og sovézkt, sem færa sig til eftir
þvi sem sprengiskipinu miðar
áfram.
Mælingastöðvum þessum verð-
ur raðað upp eftir linum þvert
ýfir landið, svo að nýta megi
sprengingarnar i hafinu austan
Islands til þess að lesa dýpri gerð
jarðskorpu undir landinu. Ætlar
bandariski leiðangurinn að reka
eina stöð i Fljótsdal og sex stöðv-
ar með suðurströndinni frá
Hornafirði vestur undir Eyjafjöll
en sovéski leiðangurinn sex
stöðvar frá Austurlandi um
Norðurland að Húnaflóa.
A Austfjörðum munu Orku-
stofnun og Raunvisindastofnun
setja upp hlustunarstöð og einnig
er gert ráð fyrir að stöðvar þess-
ara stofnana á Reykjanesskaga
muni ná mælingum frá spreng-
ingum i hafinu milli Færeyja og
Islands.
PUNDIÐ
ER VALT
Englandsbanki hækkaði i gær-
kvöldi forvexti úr fimm i sex pró-
sent, i von um að stöðva fjár-
magnsflóttann úr iandinu og
koma þannig i veg fyrir gengis-
fellingu pundsins.
Brask með pundið var orðið
verulegt, og mikið reynt að selja
af þvi til að fá þaö lækkað, enda
hefur brezki verkamannaflokk-
urinn bent mjög á það undanfarið
að gengi sterlingspundsins væri
fallvalt.
TVEIR
BÁTAR
TEKNIR
Um klukkan þrjú aðfararnótt
fimmtudags stóð flugvél Land-
helgisgæzlunnar TF-SÝR tvo
báta að meintum ólöglegum veið-
um innan landhelgislinunnar
undan Ingólfshöfða. Voru það
bátarnir Marz VE 204 og Krist-
björg VE 70.
Bátarnir voru færðir til hafnar i
Vestmannaeyjum, og komu þeir
þangað siðdegis i gær. Réttarhöld
yfir skipstjórunum hófust hjá
bæjarfógetaembættinu i Vest-
mannaeyjum i gærkvöldi, og er
dóms að vænta i dag.
Samkvæmt upplýsingum Land-
helgisgæzlunnar var annar bát-
anna tvær milur undan Ingólfs-
höfða, er hann var tekinn, og hinn
báturinn 1,5 milur undan landi. —
☆
EBE: AUKAFUNDUR
LIKLE6UR VEGNA
AÐILDARUMSÚKNA
Otlit er fyrir, að ráðherranefnd
Efnahagsbandalags Evrópu haldi
sérstakan fund 7. júli i Brussel til
að ræða nýjustu vandamálin, sem
komu upp i sambandi við
verzlunarsamninga við Finnland,
tsland, Austurriki og Portúgal.
Þetta hefur fréttastofa NTB
eftir talsmanni belgiska utan-
rikisráðuneytisins, og segir hann
ennfremur, að þessi mál verði að
leysa á næstunni þar sem önnur
vandamál steðji að.
Þessi vandamál verður þvi að
leysa hið bráðasta og gerist það
ekki á ráðherrafundinum i
Lúxemborg á mánudaginn og
þriðjudaginn verður að skjóta á
aukafundi.
☆
SKOTIN
ÓFUNDIN
Eins og Alþýðublaðið skýrði
frá i gær var talin hætta á þvi,
að hópur barna i Breiðholti
liefði komizt yfir hundruð
naglabyssuskota af öflugustu
gerö.
Lögreglan skoraði á for-
eldra og alla þá, sem ef til vill
gætu gefið upplýsingar, áð
láta sig vita, en siðast, þegar
Alþýðublaöiö frétti til, hafði
engin vitneskja borizt um,
hvar skotin eru niðurkomin.
Við viljum itreka tilmæli
lögreglunnar.
Skullu saman
Geysiharður árekstur varð á
mótum Reykjavikurvegar og
Hverfisgötu i Hafnarfirði um þrjú
leytið i gærdag.
Þar skullu saman af miklu afli
tvær bifreiðar og skemmdust þær
mikið, en slys urðu ekki á
mönnum.