Alþýðublaðið - 29.09.1972, Page 5

Alþýðublaðið - 29.09.1972, Page 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. EVRÖPSKT STÖRMAL Nú um þessar mundir er gagngert verið að vinna að umsköpun Evrópu af stjórnmála- mönnum i álfunni. Þeir vilja breyta Vestur- Evrópu úr samastað margra tiltölulega ólikra og misjafnlega fjand- samlegra smáríkja i samstæða efnahagslega og siðar stjórnmálalega heild. Með þessu er vís- vitandi verið að gera til- raun til þess að koma i eitt skipti fyrir öll í veg fyrir þá aldalöngu sundrungu smárra ríkja í þessum heimshluta, sem á 20.öldinni hefur haft í för með sér tvær heims- styrjaldir. Jafnframt er verið að reyna að leggja grundvöllinn að því, að Vestur-Evrópa dragist ekki aftur úr stórum ríkjaheildum, s.s. Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, í efna- hagslegu tilliti. Sérhver þjóð í Vestur- Evrópu verður sjálf að gera upp hug sinn til þessara áforma. Hún verður að velja á milli þess, hvort hún vill vera með í leiknum — og þá að hve miklu leyti — eða hvort hún vill alveg standa fyrir utan. Þetta val verður að fara fram. Það eina, sem engin Evrópuþjóð getur gert, er að láta sem ekkert s :. Hugmyndin um sam- einaða Evrópu er án alls efa lang stærsta mál í evrópskum stjórnmálum á vorum tímum. Það er því fullkomlega eðlilegt, að áhugamenn um stjórnmál fylgist af at- hygli með því, hvernig hugmynd þessi er af- greidd af hverri og einni Evrópuþjóð og hafi á því skoðun. Ákvörðun t.d. Norðmanna er stórpóli- tískt mál, hvernig sem niðurstaðan kynni að hafa orðið, og sá stjórn- málamaðurmaður í Evrópu stæði ekki. undir nafni, sem ekki hefði skoðun á slíkri niður- stöðu. Eftir að hún er fengin er fullkomlega eðlilegt að stjórnmálamenn utan Noregs láti frá sér fara ummæli um hana, enda hefur það alls staðar óspart verið gert. Slíkt er ekki að blanda sér í innanríkismál Norð- manna. Það væri af- skipti af innanríkismál- um þeirra, ef erlendir Stjórnmálam.hefðu farið að opinbera skoðanir sínar á málinu áður en Norðmenn tóku á- kvörðunina i þvi augna- miði, að hafa áhrif á ákvarðanatökuna. En nú er málið afgreitt. Norð- menn sögðu nei. Sú af- greiðsla er mikill við- burður í evrópskum stjórnmálum. Af hverju ættu áhugamenn um stjórnmál utan Noregs þá ekki mega láta i Ijós álit sitt á henni? Þjóðviljinn reynir að gera úr þvi eitthvert uppsláttarmál í gær, að formaður Alþýðu- flokksins, Gylfi Þ. Gísla- son skuli hafa látið í Ijós efasemdir um, að ákvörðun Norðmanna um að hafna EBE-aðild hafi verið rétt út frá þeirra eigin hagsmun- um. Reynir blaðið að jefa í skyn, að með Dessu hafi formaður Alþýðuflokksins tekið þveröfuga afstöðu á við jafnaðarmannaforingja annars staðar í Evrópu og á í því sambandi við- tal við Björn Tore Godal, formann Sambands ungra jafnaðarmanna i Noregi. En af hverju leitaði Þjóðviljinn ekki álits formanns jafnaðar- mannaf lokksins í Noregi, Tryggve Bratte- li, formanns jafnaðar- mannaflokksins í Dan- mörku, Jens Otto Krag, formanns jafnaðar- mannaf lokksins i Þýzka- landi, Willy Brandts, foringja sósíalista i Frakklandi, Francois Mitteyrand, eða for- manna Alþýðusam- bandanna í þessum lönd- um? Af hverju sneri blaðið sér heldur ekki til formanns jafnaðar- mannaflokksins í Sví- þjóð, Olof Palme, sem lýsti skoðun sinni svo nokkru fyrir þjóðarat- kvæðag reiðsl una í Noregi: Jafnaðar- mannaf lokkarnir á Norðurlöndum hafa ávallt stutt hver annan og staðið saman. Ég styð algerlega formann norska jafnaðarmanna- flokksins, Trygve Bratteli, í þessu máli. Það er eðlilegt, að íslenzkir stjórnmála- menn láti i Ijós álit sitt á niðurstöðunni í Noregi á sama hátt og stjórn- málamenn í öðrum Evrópulöndum hafa óspart gert. Það er einnig í fyllsta samræmi við skoðanir flestra jafnaðarmanna- foringja í álfunni, sem Gylfi Þ. Gíslason hefur sagt, að hann óttist að Norðmenn hafi ekki tekið rétta afstöðu. Hins vegar eru tvennar skoðanir uppi um málið meðal jafnaðarmanna. Sumir þeirra eru á önd- verðum meið við þá skoðun, sem Gylfi lýsti. Við því er auðvitað ekkert að segja. Það rikir engin skoðana- einokun meðal jafnaðar- manna. STEFAN GUNNLAUGSSON. ALÞM. UM URSLITÍN i NOREGi MECI ÞAU VEBÐA HOM- MdBHUM TIL eÓÐS! Almenningur hér á landi og viðar fylgdist af áhuga með fréttum af kosningaundirbúningi i Noregi vegna þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu. Sterk menn- ingartengsl Norðmanna og ts- lendinga og náinn skyldleiki á ýmsum sviðum valda þvi eðli- lega, að úrslit þessa máls hafa verið ofarlega i hugum margra hérlendis siðustu daga, öllu fremur en bollalegginar um, hver áhrif niðurstaða málsins i Noregi kynni að hafa fyrir tsland á kom- andi árum. Þótt færa megi rök fyrir þvi, að afdrif þess séu okkur ekki alger- lega óviðkomandi frekar en annarra þjóða sem viðskipti hafa við lönd Efnahagsbandalagsins, eða eru meðlimir þess, hefur það vakið athygli, hvernig ýmsir for- ystumenn islenzkra stjórnmála- flokka hafa blandað sér i þetta innanrikismál Norðmanna, sem það vissulega er. Sagt var frá þvi i fréttum fyrir skömmu að tilgreindur ráðherra, islenzkur, hefði fallizt á að mæta á áróðursfundi i Noregi, sem haldinn var til framgangs sjónar- miðum andstæðinga aðildar Noregs að Efnahagsbandalaginu, en vegna anna orðið að senda varaþingmann i sinn stað. Og nú er úrslitin liggja fyrir, hafa is- lenzkir stjórnmálamenn keppzt um að skýra þjóðinni frá þvi, að Norðmenn hafi gert rétt með þvi að hafna aðild, eða þá hitt, að þeir hafi tekið ranga stefnu, sm skaði frambúðarhagsmuni þeirra. Um þetta hafa sumir fjallað á þann veg, að likast hefur verið þvi, að norskir stjórnmálamenn væru að útlista viðhorf sin til innanrikis- máls i Noregi. Viðbúið er, að ýmsum fyndist útlendingar ganga of langt i af- skiptasemi af innanlandsmálum okkar, ef til að mynda forystu- menn i norskum stjórnmálum FRA GUMA Jafnaðarmanna-klúbburinn GUMI hélt sinn fyrsta vetrarfund 21. september s.l. að Hótel Esju. Kosning fór fram i klúbbnum um stjórn næsta árs. Formaður var kjörinn: Ingi B. Jónasson, Varaformaður: Viggó Björnsson, Ritari: SigurjónAri Sigurjónsson. Rætt var á fundinum um skipu- la| vetrarstarfsins og fleira. Klúbburinn starfar i samræmi við stefnu Alþýðuflokksins. t klúbbnum eru aðeins flokks- bundnir Alþýðuflokksmenn. Klúbburinn mun i ár opna meira starfsemi sina en undan- farin ár og mun félagatala þvi aukast til muna. Félagar sjálfir bera allan kostnað af fundum á sama hátt og verið hefur siðustu 5 árin. hefðu sig svo afdráttarlaust og ákveðið frammi um viðkvæmt og mikilvægt deilumál fslendinga, sem raun hefur á orðið i þessu norska stórmáli. Það er vitað, að miklar deilur hafa átt sér stað i Noregi um hugsanlega aðild að Efnahgas- bandalagi Evrópu. Stjórnmála- flokkar voru klofnir i málinu, svo vart.d. um Verkamannaflokkinn. Sagt er, að yfirgnæfandi meiri- hluti sjómanna, útvegsmanna, verkafólks og annarra launþega i strandhéruðum Norður-Noregs, — ekki hvað sizt jafnaðarmenn — hafi verið andvigir aðild. Þar byggir fólk lifsafkomu sina einkum á sjávarútvegi, eins og tslendingar, sem eiga svo margt sameiginlegt með þeim, sem þar búa. Ég hygg, að eftir þvi sé hlustað á tslandi hvað Norðan- menn i Noregi hafa fram að færa i mikilvægum málum. Þeirra sjónarmið hafa af þeim ástæðum, notið samúðar hjá fjölmörgum Islendingum i umræddu máli, en ekki vegna glamuryrða kommúnista um „alþjóðlega auð- hringa, óupplýst peningaveldi og kapitaliskt stórriki” svo notuð séu útslitin skammaryrði formanns Alþýðubandalagsins um Efnahagsbandalagið. Af skiljanlegum ástæðum hafa norskir stjórnmálaflokkar ekki getað mótað afstöðu sina til aðildar að Efnahgasbandalaginu einhliða útfrá sjónarmiðum norsks sjávarútvegs. Sú atvinnu- grein er ekki sá þáttur i efnahags- lifi Noregs, sem hún er hér, langt i frá. Aðrir þættir eru þar stórum mikiivægari. Hefur það með öðru sjálfsagt ráðið úrslitum um þá stefnu, sem langflestir forystu- menn i norskum stjórnmálum, beittu sér fyrir i þessu máli. Þegar Norðmenn hafa tekið af- stöðu gegn aðild að Efnahags- bandalaginu i þjóðaratkvæða- greiðslu, hljóta Islendingar að óska frændum sinum þess, að sú niðurstaða, sem fékkst, verði þeim til góðs, og það takist far- sællega að ráða fram úr þeim vandamálum, sem við verður að etja vegna úrslita þessa m&Is. FLOKKSSTARFIÐ 26. ÞING SUJ 26. þing Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldið i Reykjavik laugardaginn 30. september og sunnudaginn 1. október n.k. Þingið verður haldið að Hótel Esju, fundar- sal á annari hæð, og verður sett kl. 14 á laugar- dag. örlygur Geirsson (formaður) Sighvatur Björgvinsson (ritari) Kosið til flokksþings Akveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Alþýðuflokksfélags Reykjavikur á flokksþing Alþýðuflokksins I haust. Kjósa ber 35 fulltrúa og jafn marga til vara. Listi uppstillinganefndar liggur frammi á skrifstofum Alþýðu- flokksins, Hverfisgötu 8-10 til fimmtudagskvöldsins 5. október. Viðbótartillögum ber aðskila til flokksskrifstofunnar fyrir þann tima og skulu þær undirritaðar af 10 fuligildum félagsmönnum. Kosningin fer fram dagana 7. og 8. október n.k. á skrifstofum fiokksins. KJÖRSTJÓRN KJORDÆMISMNG Kjördæmisþing Alþýðuflokksins i Vest- fjarðakjördæmi verður haldið i Flókalundi laugardaginn 30. september n.k. og hefst kl. 13. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinum mæta Jón Ármann Héðinsson, alþingismaður og Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Kjördæmisstjórnin. Föstudagi 29. september 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.