Alþýðublaðið - 13.10.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.10.1972, Blaðsíða 3
NORÐMENN HAFA AUSIÐ UPP LOÐNU Loðnuvciðar Norðmanna liafa gengið með eindæmum vel i haust. Vertiðinni er enn ekki lokið, en þó er Ijóst, að um metvertið verður að ræða. Um siðustu hclgi var heildar loðnuaflinn hjá Norðmönnum kominn upp i rúmar ‘3,5- milljónir hektólitra, en mestai veiði á einni vertið áður er 3,4' milljónir hektólitra. Var það» haustið 15)70. i fyrra var veiðin hins vegar aðeins 740 þúsund hektóiitrar. Þessi mikla veiði kemur Norðmönnum að sjálfsögðu mjög vel, þvi loðnuafurðir eru i algjöru toppverði þessa dag- ana, cins og komið hefur fram i fréttum. FISKVERÐ HÆKKAR - í BRÁÐ Gylfi Þ. Gislason kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i byrjun fundar i Sameinuðu þingi' i gær i tilefni af nýtilkominni fiskverðs- hækkun til neytenda. Vitnaði hann til þess, að i hádegisútvarp- inu hefði verið skýrt frá þvi, að verð á þorski til neytenda hefði hækkað um 12,7%, verð á þorsk- flökum hefði hækkað um 11,9%, verð á ýsu um 6,8% og verð á ýsu- flökum um 7,1%. Sagði Gylfi, að jafnframt þessu myndu aðrar fisktegundir einnig hækka i verði svo og unnar fiskvörur. Taldi hann þessar verðhækkanir myndu valda 0,2ja stiga hækkun á kaupgreiðsluvisitölu og minnti á, að þessar ráðstafanir samrýmd- ust þvi ekki, að svo ætti nú að heita, að verðstöðvun væri i gildi. — Rikisstjórninni er mætavel kunnugt um, að verð á fiski til fiskseljenda hækkaði fyrir skömmu, sagði Gylfi, og henni mátti vera ljóst, að fiskverð til neytenda hlyti þvi að hækka, ef ekkert yrði að gert. Spurðist Gylfi siðan fyrir um, hvort það væri ætlun rikisstjórn- arinnar að láta þessa verðhækkun til neytenda haldast óleiðrétta, hvort rikisstjórnin ætlaði að greiða hana niður eða hvort hún I hygðist auka niðurgreiðslur á öðrum sviðum sem hækkuninni svaraði. Lúðvik Jósepsson vatrð fyrir svörum og sagði, að rikísstjórnin hygðist auka niðurgreiðslur sem þessari hækkun svaraði en ekki yæri þó búið að ákveða með hverjum hætti það yrði gert. | Gylfi Þ. Gislason sagðist út af fyrir sig fagna þvi að fiskverðs- hækkunin ætti ekki að bitna á launþegum en átaldi að rikis- stjórnin skyldi ekki vera búin aö taka ákvörðun i málinu» ' ':i Einar á von á framhaldi Skýrsla islenzku nefndarinnar, sem viðræður átti við brezka embættismenn um landhelgis- málið i siðustu viku, er nú tilbúin og var henni dreift á rikisstjórnarfundi i gærmorgun, þar sem um hana var fjallað. „Landhelgismálið verður rætt itarlega i ljósi þessarar skýrslu á fundum rikisstjórnarinnar næstu daga og ég reikna með áframhaldandi viðræðum við Breta um málið”, sagði Einar Ágústsson utanrikisráðherra i stuttu samtali við blaðamann Alþýðublaðsins i gærkvöldi. Utanrikisráðherra kvaðst ítreka það, sem áður hefði verið sagt, að viðræðurnar i siðastlið- inni viku hefðu verið könnunarviðræður. Embættismönnum hefði verið falið að athuga tiltekna þætti nánar. ,,Þetta hafa embættismennirnir gert og ég tel, að þeir þættir, sem athugaðir voru, liggi nú Ijósar fyrir en áður og viðræðurnar hafi orðið að þvi gagni, sem til stóð,” sagði utanrikisráð- herra. 12,000 TONH «F KINDAKJÚTII ÁR Samkvæmt spá fróðra manna er giskað á að kindakjötsfram- leiðslan i ár verði um 5% meiri en i fyrra, að þvi er Sveinn Tryggva- son, framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, sagði i viðtali við blaðið fyrir skömmu. Þrátt fyrir það mun sauðfjár- stofn landsmanna vera i nokkr- um vexti aftur, en hann var i miklum öldudal árið 1970, eftir kalsumrin. Framleiðslan i fyrra var 10,755 tonn, og má þvi búast við að hún verði á 12 þúsund i ár. Aukningin mun einkum vera i vinnslukjöti, eða kjöti af fullorðnum, en skort- ur var á þvi kjöti i sumar, þótt komið hafi verið i veg fyrir vand- ræöi með sumarslátrun. Hins vegar mun litil aukning verða á dilkakjötsframleiðslunni, enda var ekki skortur á þvi kjöti i sumar, nema hjá einstaka verzl- un, sem ekki hafði birgt sig upp, en yfirdrifiö til hjá öðrum. Samkvæmt upplýsingum Sveins, er engra hækkana að vænta á kjötverði á næstunni, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir áramót að efnahagskerfið hefur VOÐADAGUR I UMFERÐINNI Þetta var alveg voðalegur dag- ur i umferðinni, sagði Einar As- grimsson aðstoðarvarðstjóri i viðtali við blaðið i gær, þvi það urðu hvorki meira né minna en 16 árekstrar á sex klukkutimum, þar sem 36 bilar skemmdust og þrennt slasaðist. Þessi ósköp dundu öll yfir á timabilinu frá kl. 12 til 18. Sex árekstranna urðu á milli tólf og eitt, i einum þeirra lentu fjórir bilar i einni bendu inni á Miklu- braut, og þar slasaðist þrennt, en þó ekki alvarlega. Tveir árekstrar urðu þar sem þrir bilar lentu saman i hvorum, og sagði Einar að eignatjónið hafi verið gifurlegt, ef litið væri á alla árekstrana. Nokkrir árekstranna urðu all- harðir, en þrátt fyrir það slapp fólk ómeitt nema úr þessum eina á Miklubrautinni. | verið endurskoðað, en kjöt er talsvert niðurgreitt. Svinakjötsframleiðslan er svipuð i ár og i fyrra, en nokkur aukning i nautakjötsframleiðslu. Bjóst Sveinn við að mikil aukning yrði á þeirri framleiðslu á næsta ári, þar sem óvenju viða væri nú verið að ala nautgripi til af- sláttar. — DROTTNINGU Sko/.kir stúdentar, sem and- vigir eru brezka konungdæm- inu, gcrðu svo harða hríð að Klisabctu Bretadrottningu i gær, að hún varð að fá vernd lögregiunnar. Elisabet var i heimsókn i sko/.kum háskóla, þegar hundruð manna steittu hnef- ana og hrópuðu að henni, „Burt með drottninguna". HQTADI AD SPRENGJA UPP AL- r MNDISHUSIÐ - TEKINN S0FANDI „Vegna handtöku Helga Hóseassonar hefur nú verið ákveðið að sprengja Alþingis- húsið upp með dynamiti og brenna nokkrar kirkjur til ösku,” sagði rödd i lögregluvarðstjóra- simann i Pósthússtræti klukkan 01.50 i fyrrinótt. Varðstjóranum brá heldur i brún við þessa yfirlýsingu og reyndi að fá eitthvað meira upp úr manninum, en það gekk ekki. Að samtalinu loknu lagði varð- stjórinn simtólið ekki á, og hringdi niður i Landsimahús og bað um að fundið yrði út, úr hvaða númeri hefði verið hringt. Eftir 70 minútna þrotlausa vinnu, komust simvirkjarnir loks að þvi, hvaðan hringt hafði verið. Beið lögreglan þá ekki boðanna og fór þegar á staðinn. Var þar maður fyrir, en reynd- Framhald á bls. 4 Að toga uppi í landsteinum vakið á þessu athygli, en ekkert hafi verið gert af hálfu stjórn- valda. Fyrir rúmri viku veitti Sjávarútvegsráðuneytið, að til- hlutan Hafrannsóknarstofn- unarinnar, tveim bátum leyfi til veiða á skráplúru innan land- helginnar. Skráplúra er flatfisktegund sem aldrei hefur verið veidd hér fyrr, og áttu þetta að vera til- raunaveiðar. Að sögn Aðalsteins Sigurðs- sonar fiskifræðings, er skráp- lúra frekar litill og óásjálegur fiskur, og auk þess matarlitill. Bjóst Aðalsteinn við þvi að skráplúran væri aðeins nýtan- leg i bræðslu. Bátarnir tveir, sem leyfin fengu, voru Hersir og Aldan, hvortveggja um 30 lesta bátar. Leyfið var háð þvi, að afli bát- anna yrði að vera aö minnsta kosti 90% skráplúra og rækja. Svo brá hins vegar við, aö tog- veiðibáturinn Hersir sýndi bol- fiskinum, og þá einkum þorski, meiri áhuga en skráplúrunni. Var báturinn með trollið uppi i landsteinum útaf Seyðisfirði, undan svokölluðu Skálanes- bjargi. Höfðu smábátaeigendur á Seyðisfirði illan bifur á veið- um Hersis, og reyndar fleiri Framh. qf bls. 1 báta sem þeir töldu vera á tog- veiðum upp við landsteina, og að sjálfsögðu langt innan við 12 milna mörkin. 1 fyrradag sigldu svo tveir bátar, Gullborg og Fagranes, framhjá Hersi þar sem hann var að innbyrða togpoka fullan af vænum fiski, aðeins um 400- 500 metra frá landi, rétt undan Skálanesi. Jón Pálsson skipstjóri á Fagranesinu sagði i samtali við blaðið i gær, að Fagranesið hefði verið á siglingu út Seyðis- fjörð i fyrradag. Jón sagðist hafa tekið eftir tveimur bátum, um 400-500 metra frá landi. Hefðiannar þeirra Hersir, verið að innbyrða trollpoka fullan af vænum bolfiski. Þegar Hersir kom inn til Nes- kaupstaðar seinna um daginn, var afli bátsins skoðaður, og kom i ljós, að hann var mest- megnis bolfiskur. Fékk Sjávarútvegsráðuneytið vit- neskju um þetta i gær, og var báturinn þegar sviptur leyfum vegna þessa brots. Fer mál skipstjórans væntanlega fyrir dómstóla, þvi um er að ræða landhelgisbrot. Á Seyðisfirði fékk blaðið þær fregnir i gær, að það væri hald manna á Seyðisfirði að nokkuð væri um að bátar toguðu innan 12 mina markanna. Var einn bátur tekinn að ólöglegum veiðum i sumar út af Austfjörð- um, Freysteinn NK frá Nes- kaupstað. Kemur þetta heim og saman við sögusagnir sem gengið hafa fjöllunum hærra, að sumir is- lenzkir bátasjómenn séu ekki hlyntir friðunaraðgerðum nema i orði, i verki séu þeir ótindir veiðiþjófar. Hefur jafnvel heyrst að bátar hafi samvinnu sin á milli til að forðast að verða teknir i landhelgi. Hjá Hafsteini Hafsteinssyni, blaðafulltrúa landhelgisgæzl- unnar, fékk blaðið þær upplýs- ingar i gær, að gæzlunni bærust af og til ábendingar um, að bátar væru að veiðum i land- helgi. Allar slikar kærur væru vandlega athugaðar. Að öðru leyti vildi Hafsteinn ekkert um málið segja. Föstudagur 13. október 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.