Alþýðublaðið - 13.10.1972, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 13.10.1972, Qupperneq 1
RÆNT EIGIN BARNI Sakadóms i gær » #ær l»óf rannsóknarlÖRrcglaB leit »6 manni nokkruui og barni bans. 5-6 ára gömlu. setn hann hefur nu yerift ákaeröur fj-rír a6 hata rant frá niööurinw, Hm rr fynrverundí eiginkona hans. AAdragandi þessa raáls cr sá, aö maöurinn. ítm cr islentkur, en konan sera ex brezk ,voro áöur gift i o« hjuggu Mráan I London, cn skildu samvj#tura. " SkilnaÁnrinii ttr frim I R»«Ho»ai ™. l»... LEITAÐ UM ALLT LAND Viðtæk leit fór fram i gær að manninum, sem hefur verið sakaður um að hafa „rænt” barni sinu frá fyrrverandi eiginkonu sinni, sem samkvæmt úrskurði ber forráðaréttur yfir barninu. Hvorki maðurinn né barnið var fundið i gærkvöldi. Ekki er vitað, hvort barnið er i fylgd með föður sinum. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, hefur lög- reglu um allt land verið gert að- vart og hún béðin um að vera á verði, ef mannsins yrði vart. Maðurinn hefur farið huldu höfði siðan um klukkan 16 á miðviku- dag. Hins vegar hefur um skeið verið ókunnugt um dvalarstað barnsins. Siðast var vitað um ferðir mannsins, er hann mætti fyrir fógetarétti i Reykjavik um kl. 16 á miðvikudag, þar sem borgar- fógeti staðfesti úrskurð dóms- málaráðuneytisins um afhend- ingu barnsins. Fyrir réttinum neitaði maðurinn að visa á dvalarstað barnsins. Leitin að manninum hófst siðan um klukkustund siðar, en hún Framhald á bls. 4 VIETNAM: EITTHVAÐ MIKILVÆGT Á SEYÐI Henry Kissinger, sérlegur sendifulltrúi Nixons Bandarikja- forseta, fór frá Paris áleiðis til Washington i gær til að gefa for- setanum skýrslu um leynivið- ræður sinar við fulltrúa Norður- Vietnams undanfarna daga. Viðræður Kissingers og Le Duc Tho, sem er i miðstjórn kommún- istaflokks Norður-Vietnams, stóðu i að minnsta kosti fjóra daga. Hvorki fulltrúar Bandarikj- anna né Norður-Vietnams vildu staðfesta hvort Kissinger og Tho áttu fund með sér i gærmorgun áður en sá fyrrnefndi hélt til Bandarikjannna. Kissinger frestaði heimför sinni nokkrum sinnum og ýtti það undir Framhald á 2. siðu. Biblían hans Halldórs E. Sigurðssonar, fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1973, var lagt fram á Alþingi fyrir tveim dögum. Eins og venjulega kennir þar margra grasaog misstórra. Við Alþýðublaðsmenn biöðuðum lítið eitt í bákninu í gær og bárum niður svona hér og hvar. Við rák- umst m.a. á það sem hér fer á eftir. Hækkuð gjöld — nýir skattar? Samkvæmt fjárlagafrum- varpi rikisstjórnarinnar er gert ráð fyrir þvi, að tckjuskattar hækki um 1342 milljónir króna á árinu 1973 þar af tekjuskattar einstaklinga um 1347 milljónir, — þ.e.a.s. tekjuskattur félaga á að lækka um 18 milljónir á árinu! Astæða: ....útlit fyrir að hagur ýmissa atvinnugreina hafi versnað í ár... Gjöld af innflutningi (tollar o.fl.) eiga afi gefa 1046 m.kr. tekjuauka. Skattar af seldum vörum og þjónustu eiga að gefa 852,2 in.kr. i tekjuauka, þar af sölu- skattur 363 m.kr. og aðrir óbein- ir skattar eiga að hækka um 98,7 m.kr. En er það þar með búið? Ekki alveg. i athugascmduni rájeö fjárlagafrumvarpinu er gefið i skyn, að búast mcgi við enn einni skattalagabreytingunni á þessu þingi. Dýrt er drottins orðið Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til forsætisráðu- neytisins, sem veldur þvi, að launagreiöslur ráðuneytisins aukast töluvcrt. Er hér um að ræða blaöafulltrúa rikisstjórn- arinnar, — llannes Jónsson, og ritara hans. Samkvæmt upplýsingum fjár- lagafrumvarpsins nema árs- laun Hannesar 743 þús. kr. — u.þ.b. 62 þús. kr. á mánuði — og ritarans 403 þús. kr. eða samtals launakostnaður við embætti blaðafulltrúans kr. 1146 þús. á ári. A sama tima er i frumvarpinu ákveðið að auka framlög til upplýsinga- og kynninga- slarfscmi á vegum utanrikis- ráðuncytisins um litlar 300 þús. kr. Vel borgað fyrir blundinn Pá liggur fyrir áætlun rikis- stjörnarinnar i menntamálum fyrir næsta ár. Ilún hyggst auka þar mjög nefndarstörf. I fjár- lagafrumvarpinu leggur hún þannig til að kostnaður við nefndarstörf á vegum ráðu- ncytisins verði hækkaöur um 1634 þús. kr. Vel borgað fyrir blundinn í nefndunum þeim! Og launakostnaðurinn við „yfirstjórn” menntamálanna er hækkaöur um 7,2 milljónir kr. l>á er cins gott að „yfirstjórnin” fari senn hvað liður að afgreiða hlutina. Halldór góður við Halldór... Fjármálaráðherrann hefur verið mjög lipur við landbún- aðarráðherrann i sambandi við gerð fjárlagafrumvarpsins, — enda hcita báðir Ilalldór. Kostn- aöurinn við aðalskrifstofu ráðu- neytisins fær þannig fyrir náð fjárinálaráðherrans að hækka um rösk 1800 þúsund. Þar af leyfist landbúnaðarráðherr- anum að ráða sér aðstoðarráð- herra fyrir 682 þús. kr„ bílstjóra fyrir 308 þús. kr. og liækka laun fyrir nefndarstörf um 107 þús. Framlög til landbúnaðarins last svo hækkuð um 162 milljón- ir, — þar af eru útflutningsupp- hælur hækkaöar um 110 millj- ónir og eiga á næsta ári að nema 433 milljónum. Þá er hækkuð jarðræktarframlög og jarðrækt- arstyrkir, framleiðnissjóðs- framlag og framlög til fram- ræslu, búfjárræktarframlög og framlög til veðdeildar Búnaðar- bankans, svo og framlög til nautgriparæktarsambanda. Alls eiga framlög til landbún- aðarins á næsta ári að nema 702 m.kr. auk, að sjálfsögðu, ann- arrar aðstoðar. ...og Halldór við Halldór Kostnaður við aðalskrifstofu Ijármálaráðuneytisins hefur vcrið hækkaður um litlar 8 milljónir. I>ar af cr ráöinn einn nýr deildarstjóri og háifur full- trúi fyrir 1349 þús. kr. Önnur laun hækka um 2492 þús. kr. og 2329 þús. kr. kostnaöarauki er ráðgcrður vegna aðkeyptrar þjónustu og ncfndarstarfa. Segir i athugasemdum, að þetta sé byggt á reynslu. TOGVEIÐIBATAR UPPI LAND- STEINUM IÍT AF SEYÐISFIRÐI EINN VAR SVIPTUR VEIÐILEYFI í GÆR Mikil brögð hafa verið að þvi i haust, að togveiðibátar hafi verið á veiðum alveg upp i land- steinum út af Seyðisfirði. Hafa bátarnir unnið mikil spjöll á trillubátum Seyðfirðinga. I gær var einn þessara báta, Hersir OF 77, sem gerður er út frá Neskaupstað, sviptur veiði- leyfum útgefnum af sjávarút- vegsráðuneytinu, vegna grófrar misnotkunar á þeim. Mikil óánægja rfkir meðal smábátaeigenda á Seyðisfirði, sem vilja meina að Hersir og fleiri togbátar hafi stundað þessi landhelgisbrot óáreittir um þriggja vikna skeið nú i haust. Þá vilja Seyðfirðingar einnig meina, að togbátar hafi meira og minna togað upp við land- steina á þessum slóðum undan- farin þrjú ár, smábátaútgerð Seyðfirðinga til mikils tjóns. Segjast Seyðfirðingar hafa

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.