Alþýðublaðið - 13.10.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 13.10.1972, Blaðsíða 12
alþýðu mnm JPAVOGS APÚTEK ]iö öll kvöld til kl. 7 augardaga til kl. 2 nnnudaga milli kl. 1 og 3 Nýskipaöur sendiherra Bandarikjanna hr. Frederick Irving afhenti i dag forseta tslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum utanrikisráð- herra Einari Ágústssyni. Siðdegis þá sendiherrann heimboð forsetahjónanna að Bessastöð- um ásamt nokkrum fleiri gestum. VINNA AÐ REGLUM UM INN- LENDU TOGARANA Eins og komið hefur fram í fréttum, hai'a reglur um veiðar islenzkra skipa innan 50 miln- anna enn ekki verið settar, og fiska þvi islenzk skip áfram inn að 12 milna landhelgi. Fyrir nokkru skipaði sjávar- útvegsráðherra nefnd alþingis- manna samkvæmt lilnefningu þingflokkanna, til þess að gera tillögur um heildarskipulag fiskveiða i hinni nýju landhelgi og semja drög að lagasetningu þar að lútandi. Nefndin mun athuga gaum- gæíilega öll þau atriði sem til greina koma i samningu þeirrar reglugerðar sem að framan greinir. i nefndinni eiga sæti alþingis- mennirnir Gils Guðmundsson, sem er formaður, Guðlaugur Gislason, Jón Ármann Héöins- son. Karvel Pálmason og Stein- ÞETTA GERÐIST LÍKA... grimur Hermannsson. Ritari nefndarinnar er Hórður Ás- geirsson skrifstofustjóri i Sjávarútvegsráðuneytinu. Nefndin hefur starfað um nokkurn tima, og á næstunni hyggst hún halda fundi úti á landi. Verða fundir með útgerð- armönnum, sjómönnum og þeim öðrum sem hagsmuna hafa að gæta, og geta þeir þar komið fram hugmyndum sinum og óskum. ÞÓR LOKS LAGÐUR AF STAÐ Áætlað hafði verið, að varð- skipið Hór legði af stað frá Dan- mörku i gærkvöldi, en viðgerðirp á skipinu gekk hraðar en búizt var við og þvi lagði það af stað til landsins i gærmorgun. Nákvæmur komutimi liggur ekki fyrir ennþá, en skipið verður þó visast komiö hingað um helgina. LÍKIÐ VAR AF GASTON Nú er talið fullvist að likið, sem fannst rekið við Engey fyrir siðustu helgi, sé af ungum Frakka, sem týndist hér i sumar, og gekk undir nafninu Gaston. Rannsóknarlögreglan hefur nú lokið rannsókn sinni og átti að tilkynna franska sendi- ráðinu um niðurstöður i gær. Gaston sást siðast aðfaranótt 9. ágúst i sumar. Sá þá maður nokkur hvar maður, sennilega Gaston, lagði sig til sunds út frá Gróttu og hvarf. Hann lét þó lögregluna ekki vita fyrr en daginn eftir, að farið var að grennslast fyrir um ferðir Gastons, Var þá gerð viðtæk leit af sjó, landi og úr lofti, en an árangurs. Fullu nafni hét hann Henri Dominique de Saint Marie, og var 26 ára. RfKH) KRAFIÐ TUG- MILUÚNA FYRIR AB STÖDVA FLUGFÉLAG RÁÐAMENN FYRIR j^ÉTTI [ STÆRSTA SKAÐABOTAMALI SEM HÖFÐAÐ HEFUR VERIÐ HER Guðni — krefst 65 milljóna. Stór og dýr, en... Á LANDI Fyrstu yfirheyrslur i stærsta skaðabótamáli, sem höfðað hefur verið á tsl. hófust i borgardómi Reykjavikur i gær- morgun. Snemma i október i fyrra höfðaöi Guðni Þórðarson forstjóri Ferðaskrifstofunnar Sunnu, mál á hendur rikinu vegna flug- rekstrarleyfis, sem hann var sviptur, og nemur bótafjárhæðin hvorki meira né minna en 65 milljónum króna. Það var Guðni sjálfur, sem fyrstur mætti fyrir réttinn i gær- morgun, en meðal annarra, sem verða kallaðir fyrir, eru Ingólfur Jónsson, fyrrverandi fjármála- ráðherra, Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri i samgöngu- málaráðuneytinu, og 7)lafur Steinar Valdimarsson, fulltrúi i sama ráðuneyti. Rikið hefur skilað greinargerð i málinu, þar sem krafizt er al- gerrar sýknu af kröfu Guðna og til vara, að bótafjárhæðin verði stórlega lækkuð. Það var 1. september, sem Ferðaskrifstofunni Sunnu var veitt flugrekstrarleyfi og hóf ferðaskrifstofan flugrekstur vorið eftir. Þá fór samgöngumálaráð- herra að setja alls konar hömlur á flugrekstur Sunnu, m.a. með þvi að banna lendingar á ýmsum stöðum, sem Sunna taldi hins vegar ekki i samræmi við leyfið, sem fyrir lá. Um haustið, eða eftir að flug- reksturinn hafði verið i fullum gangi i nokkra mánuði, og fyrir Framhald á 2. siðu. Skipulagshyggja var stóra orðið hjá núverandi stjórnar- flokkum, — á meðan þeir voru i stjórnarandstöðu og fyrstu dag- ana eftir að þeir tóku við völdum. Þá var mikið talað um að hraða framkvæmdum, skipuleggja og semja áætlanir. Sérstakt apparat varð auðvitað að setja á stofn til þess að annast öll þau verk, — Framkvæmdastofnun rikisins. Og auðvitað er sú stofnun miklu umfangsmeiri, stærri i sniðum, — og dýrari, en aðrar eldri. 1 fjár- lagafrumvarpinu hyggst rikis- stjórnin þannig verja 9 millj. kr. til reksturs stofnunarinnar. Er það hækkun upp á 3,7 milljónir trá þvi rekstrarfé, sem Efnahags- stofnunin, forveri Framkvæmda- stofnunarinnar, fékk i fjárlögum yfirstandandi árs. Og hver er svo árangurinn af öllu skipulagsstarfinu. Litum aðeins i athugasemdirnar með fjárlagafrumvarpinu. ,,Enda þótt kappkostað sé að nýta fjármagnið sem bezt og hraða framkvæmd- um verka, mun þó ekki verða unnt að miða almennt við meiri hraða i byggingum barna og gagnfræðaskóla, en fjögur ár SVO SEM VERIÐ HEFUR (leturbr. Alþbl.)...” Það er nú það! BmDAMSX flugyfirvold SOGD HLYNHT STORLÆKKUH FLIIGFARGIALDA SÉ FARID PANTAD MEÐ MÁNADA FYRIRVARA Brezk flugmálayfirvöld ráð- gera að frá og með 1. april n.k. taki gildi nýjar reglur um flugfar- gjöld i hópferðum yfir Norður- Atlanzhafið. Samkvæmt þvi verður flugfé- lögum heimilt að selja einstakl- ingum farmiða i hópferðir fyrir mun lægra fargjald en kostar i áætlunarflugi, jafnvel þótt við- komandi farþegi ferðist hugsan- lega i sömu flugvél og farþegar sem keypt hafa miða sina fullu verði. Nýju reglurnar miðast við að i stað þess að i dag þurfa væntan- legir farþegar i ,,leiguflugi” eða hópferðum að tilheyra sérstökum félögum eða samtökum, sem aðilar eru að hópferðunum, þá mun i framtiðinni miðað við að farþegar hafi pantað miða sina 30-90 dögum fyrir brottför, hafa greitt inn á við pöntun og skuld- bundið sig til að fljúga á tiltekn- um tima, og til baka innan 14 daga frá brottför. Með þessu er vonast til að regla komist á hópferðir af þessu tagi yfir N-Atlanzhafið, og til að byrja með mun þetta eingöngu gilda um flug á þeirri leið. Tillaga brezku flugmálayfir- valdanna verður lögð fyrir árs- þing alþjóða flugmálastofnana i Ottawa i Kanada 16. þ.m. Hún þarf aðeins samþykki þriggja að- ila á þvi þingi, ,,European Civil Aviation Conference,” ,,Can- ; adian Civil Aviation Authority” i og samgönguráðuneytisins bandariska. Bandariska flugmálastofnunin, FAA, tekur ekki þátt i umræð- unum um þessa áætlun, en sam- kvæmt heimildum brezkra flug- yfirvalda hefur stofnunin ekkert á móti brezku tillögunni. Umsokmr flugfélaga um far- gjöld samkvæmt þessu nýja kerfi steyma inn. Þar er um svo miklar lækkanir fargjalda að ræða, að búizt er við met umferð á þessari leið næsta sumar. Eitt félagið býður samkvæmt þessu farmiða London — New York — London fyrir 108 dollara, og brezka rikisflugfélagið BOAC hyggst bjóða fargjöld utan háannatimans á 144 dollara. Ödýrustu fargjöld reglubund- inna áætlunarflugfélaga eru um 200 dollarar á þessari leið. „ALGENG UPPHLAUP" Mér kemur i hug að þetta geti verið aðeins eitt af tiltölulega algengum upphlaupum, sem einkum ber á fyrir fargjalda- ráðstefnur, sagði Sigurður Magnússon blaðafulltrúi Loft- leiða i viðtali við blaðið i gær. Blaðið átti viðtal við Sigurð i tilefni af frétt okkar i gær, þess efnis að þrjú flugfélög vildu lækka flugfargjöld á Norður- Atlantshafsleiðinni um allt að helming. Þau félög, sem fljúga nú á þessari leið, eiga yfirleitt öll i rekstrarörðugleikum, sagði Sigurður. Það stafar sjálfsagt af of lágum fargjöldum nú þegar, og þvi hef ég ekki trú á, að mögulegt sé að lækka þau um helming. Þrátt fyrir það, fylgist stjórn Loftleiða vel með þróun þessara mála, sagði hann, en hún hefur ekkert lagt til málanna að svo stöddu, enda hefur ekki nema annar aðilinn, Bretar, sam- þykkt þetta fyrir sitt leyti. Bandarikjamenn hafa ekki gert það og alls óvist er, að þeir geri þaö!.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.