Alþýðublaðið - 13.10.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.10.1972, Blaðsíða 6
■ Árum saman hafa konur notað pilluna án þess að nokkur hefði hugmynd um að hún gæti valdið hormónaskorti. Nýjustu rannsóknir sýna að áhrifamenn hefðu átt að hrópa hærra - en þeir vildu ekki hræða: KONUR VORU NOTAÐAR í MILUÚNATALI SEM TILRAUNADÝR Hvernig má slikt vera, verður mörgum að spyrja. Hvernig getur það átt sér stað, að östrogengjöf getur valdið östrogenskorti'' ()g hvernig getur það átt sér stað að við höfum ekki heyrt þess getið áður'? l’cssum spruningum skal ég leitast við að svara. Og þá fyrst þeirri siðustu. Arum saman hafa kon- ur verið látnar nota pill- una, án þess menn vissu að hún gæti valdið hormónaskorti. Kn nýjar rannsóknir, og nýjar mælingaaðferðir hal'a leilt i Ijós, að þeir sem valdið pg áhrifin hiifðu, hefðu átt að hrópa hærra. Bersýnilega hafa þcir ekki viljað vekja hra'ðslu. Og fyrir það hafa svo konur i milljónatali verið notaðar sem tilraunadýr, og það eins þó sú tilraun hafi - að minu áliti — alls ckki verið hættulaus. An þess að þær hefðu hugmynd um það. Hað er einmitt þetta, sem ég vil gera öllum ljóst með þessum greina- llokki. Hær verða að von- um margar, sem halda áfram notkun pillunnar eins fyrir það, vegna þeirra mörgu kosta. sem henni eru samfara. Enda er það að öllu leyti i lagi. Einungis að þær viti að hverju þær ganga. Og auk þess geri ég mér vonir um að þetta verði hvatning við þær tilraunir sem þegar eru hafnar hvaðsnertir að framleiða og selja þær pillur, sem ekki vana lil hálfs. Pegar þeim konum fjölgar sem gera sér grein fyrir áhættunni um leið og þær komast að raun um að mun betra standi þeim (il boða. Nú þegar, eða á næst- unni. En nú skulum við at- huga dálitið nánar hvað gerist i rauninni þegar kvenmaður notar pilluna. Eins og öllum er Ijóst er tilgangurinn sá að kom- ast hjá óæskilegri þungun. Aðferðin er áhrifamikil. Hún miðar einfaldlega að þvi að koma i veg fyrir að egglos eigi sér stað. Nái eggið ekki að þroskast og kom- ast áleiðis, getur það ekki heldur frjóvgast. l-*á hefur pillan önnur áhrif, sem auka á öryggið. Til dæmis getur slimið i móðurlifsháls- inum orðið of seigt til þess að sæðisfrumurnar kom- izt þar inn. En fyrst og fremst er miðað við að hindra egg- þroskun og egglos. t þvi skyni eru aðferðir náttúr- unnar teknar lil fyrir- myndar. t>egar eggbúið — litla blaðran sem eggið þroskast i — tekur að stækka. tekur það einnig að framleiða hormóna handa þeim eggjum, sem ekki hafa enn náð þroska i eggbúum sinum. óæskilegar aukaverkanir Hað er ástæðan til að ekki getur nema eitt egg þroskast i einu. Eða ann- að er að minnsta kosti mjög sjaldgæft. Hað er einnig orsök þess að egg þroskast ekki á meðan kona er þunguð. Allan þann tima eru þarna framleiddir hormónar, sem koma i veg fyrir að ný egg nái aö þroskast. t>að er þessi aðferð sjálfrar náttúrunnar, sem efnasamsetning pillunnar miðast við. Með smáum östrogen- skömmtum — i sumum tegundum pillunnar er ekki annað efni fyrstu vikuna — er komið i veg fyrir egglos og þroskun eggbúsins. t>vi miöur geta þær pillutegundir , sem notaðar eru nú, ekki komið i veg fyrir það eitt að eggið losni. Og þetta, að eggbúið skuli ekki þroskast heldur, verður óneitanlega að kallast óæskilega aukaverkun! Bætir östrogenið þar úr? t>að er nefnilega hið fullþroskaða eggbú, sem framleiðir mestan hluta þess östrogens, sem talið er konunni lifsnauðsyn, eigi henni að liða vel og eigi hún að halda sinum kvenlega yndisþokka. t>egar kemur að tiða- hvörfum og eggjakerfið hættir að mynda egg, myndast eggbú ekki heldur — og östrogen- lramleiðslan minnkar að mun. t>að veldur oft ýmsum óþægindum á breytinga- timabilinu. Og nú orðið er það talin vitaverð van- ræksla, ef þeim konum er ekki hjálpað meðan á þvi stendur. Með östrogengjöf. t>á kemur eggbús- þroskunin ekki lengur við sögu. t>að er skýringin á þvi að östrogenið getur haft önnur áhrif um og eftir tiðahvörfin, en þegar þess er neytt i pillunni. A fölskum forsend- um Um langt skeið gátu menn ekki gert sér grein fyrir að hve miklu leyti pillan dró úr östrogen- framleiðslunni, með þvi að koma i veg fyrir að eggbúið þróaðist. Fyrir það var östrogeninu kennt um ýmsar auka- verkanir. t>að var bein- linis talið að skammtur- inn af þvi yki um of á magn þess. Einkum eftir að ensk rannsókn leiddi i ljós að þvi stærri sem östrogenskammturinn var, þvi meiri varð blóð- tappahættari. Siðar kom i ljós, að þarna varum misskilning að ræða i skýrslugerðinni, og að hinar miklu um- ræður er um þetta urðu, byggðust á fölskum for séndum. Valdi aukinn östrogen- skammtur fleiri auka- verkunum og meiri, getur orsökin eins verið sú að þá dragi enn meir úr östrogenframleiðslu eggjakerfisins. Niðurstaðan er sú: þvi stærri sem östrogenskammturinn i pillunni er, þvi minna verður östrogenmagnið i blóðinu. Nákvæm ef na- f ræði leg skilgreining t>að er ekki fyrr en ný- veriðað sú tækni er tiltæk sem gerir kleift að mæla östrogenmagnið i blóðinu nákvæmlega. bað er þó harla erfitt, þvi að illt er að greina hina ýmsu hormðna i blóðinu sundur. En þeirri tækni hefur þó verið náð, og nú er árangurinn sem óðast að koma i ljós. Fyrsta skýrslan um það birtist i brezka lækna- timaritinu ,,The Lancet”, þegar þann 7. febr. 1970. Nokkrir ástralskir læknar við Prince Henrys sjúkrahúsið i Melbourne höfðu einfaldlega mælt östrogenmagnið i blóði fimm kvenna daglega. Fyrst án þess að þær notuðu pilluna, siðan eftir að þær hófu notkun hennar. Dapurlegt línurit Maria Dufau og að- stoðarmenn hennar dróu upp linurit fyrir hverja af þessumfimmkonum fyrir sig. Fyrst áður en þær hófu pillunotkunina og siðan á eftir. Eðlilegt östrogen-linu- rit nær hámarki á miðju timabilinu fyrir egglosið. Eftir það fellur linan nokkuð, hækkar svo aftur þangað til hún lækkar skyndilega undir tiöirnar. Að visu er um einstaklingsbundinn mun að ræða — og sennilega er nokkur timabundinn munur hvað einstakar konur snertir. En linan sýnir sumse hve mikið östrogen-magn eggja- kerfið hefur sent út i blóðið daglega. bvi miður varð linuritið heldur dapurlegt. varðandi þrjár af konunum, á þeim tima sem þær notuðu pilluna. Hún varð miklum mun lægri. Hækkaði að visu örlitið endrum og eins, en heildarmagnið hafði minnkað um helming. En takið eftir þvi, að þar var um að ræða þrjár konur af fimm. Óneitanlega leiddi það hins vegar til þess að þau, sem aö rannsókninni stóðu, tóku að hugsa margt...aðrir lika. Getum við varið það að vana um helming fjölda kvenna á bezta aldri.Án þess aö segja þeim hvaö þær eiga á hættu...? A morgun: Þær hættu er þær fundu út að þær guldu þetta of dýru verði Sameiningarmálið er nú aftur efst á baugi í stjórn- málum. Niðurstöður eru fengnar í þeim áfanga í viðræðum Alþýðuflokks og SFV, sem hófst haustið 1971 og annar aðilinn — Samtök frjálslyndra og vinstri manna — hefur þegar af- greitt þær niðurstöður fyrir sitt leyti. Varð sú afgreiðsla tilefni átaka á Lands- fundinum, sem mjög hafa verið til umræðu. Hvert er viðhorf forystu- manna Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna til sameiningarmálsins? Hvernig telja þeir, að málinu hafi miðað? Hvað vilja þeir gera? Það er forvitnilegt að fá svör við þessum spurningum, — ekki hvað sízt sakir þess að þessir menn, sem eru þó óumdeilanlega í forystu fyrir f lokknum virðast ekki eiga þess kost að skýra sjónarmið sin opinberlega á sama hátt og þeir flokks- bræður þeirra, sem í minni- hluta urðu. I viðtali því við ritstjóra Alþýðublaðsins, sem hér ferá eftir, lýsir Björn Jóns- son viðhorfi sínu og sinna samherja til málsins. — Nú hafa viðræður um sam- einingarmálið staðið talsvert lengi, — i þessum siðasta áfanga allt frá þvi haustið 1971. Hvernig hafa þessar viðræður farið fram og hvað hafa þær leitt i Ijós? Af hálfu okkar i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna hefur verið rætt við Alþýðuflokk- inn og Framsóknarflokkinn auk þess sem sérstaklega hefur verið rætt við Samband ungra fram- sóknarmanna. bessar viðræður, sem hafa staðið lengi yfir eins og þú sagðir, hafa verið strjálar af ýmsum ástæðum. Að baki þeirra liggur þvi ekki eins mikil vinna og æskilegt hefði verið. Viðræöurnartel ég að hafi leitt það i ljós, aö það er greinilegur og öflugur vilji hjá SFV, Alþýðu- flokknum og Samtökum ungra framsóknarmanna fyrir samein- ingu, — þ.e.a.s. fyrir þvi að mynda einn öflugan flokk jafn- aðarmanna. Afstaða Framsóknarflokksins til málsins er hins vegar óljós. Hann hefur ekki gert það upp- skátt i eitt skipti fyrir öll, hvort hann vilji stefna að þvi að eiga samleið með okkur, lýðræðissinn- uðum jafnaðarmönnum, ellegar hvort hann ætlar að halsa sér völl sem milliflokkur i islenzkum stjórnmálum. Um þetta eru deil- ur i Framsóknarflokknum, sem enn eru ekki til lykta leiddar. Um Alþýðubandalagið erþað að segja aö viðræðurnar við það hafa einkum verið af Alþýðuflokksins hálfu og þær hafa leitt það i ljós, að Alþýðubandalagið hefur ekki áhuga á sameiningarmálinu, — a.m.k. ekki sem stendur. Enda þótt þetta sé skoðun flokksforyst- unnar þá tel ég, að meðal ó- breyttra flokksmanna og fylgj- enda Alþýðubandalagsins sé á- hugi fyrir málinu og þvi á ekki að útiloka frekari viðræður við Al- þýðubandalagið eða félaga þess á siðari stigum málsins. Min skoðun er sú, að viðræður við Alþýðubandalagið séu ekki timabærar fyrr en við förum aö sjá meira land framundan i við- ræðum Alþýðuflokksins og Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna. 1 minum flokki er ekki á- hugi á sameiningu við Alþýðu- bandalagið eitt. —• Viðræðunefndir Alþýðu- flokksins og SFV hafa náð ákveðnum árangri. Sameiginleg niðurstaða nefndanna kemur fram i ályktun, sem skýrt var opinberlega frá fyrir u.þ.b. hálf- um mánuði og Landsfundur ykkar hefur nú þegar fjallað um. Miklir áhugamenn um samein- ingarmálið hafa sumir hverjir sagt, að það væri ekki nógu mikið nýtt.sem fram kæmi i þessu áliti viðræðunefndanna. Hver er þin skoðun á þvi máli? bessu er ég ósammála. Menn verða að gera sér grein fyrir þvi, að mál eins og hér um ræöir hlýtur að taka nokkurn tima. bað kennir okkur reynsla annara til dæmis. bað eru bæði ný og veigamikil atriði, sem fram koma i hinu sameiginlega áliti viðræöunefnd- anna. 1 fyrsta lagi er i álitinu lát- inn i ljós mjög ákveðinn vilji i sameiningarmálinu þar sem m.a. er ákveðiö, að SFV og Alþýðu- flokkurinn skuli sameiginlega reyna að stiga þetta skref. 1 öðru lagi er sett ákveðið timatakmark þar sem sagt er, að stefnt skuli að sameiningu fyrir næstu kosning- ar. t þriðja lagi er ákveðið að hefja nú þegar störf að þvi að móta grundvallarstefnu nýs ílokks og fjalla um skipulagsmál hans og flokkunum falið að kjósa sérstakar nefndir til að fjalla um þau mál. bessi atriði i niðurstöðum nefndanna eru ný og vissulega mikilvæg. Um þau veröa svo þing flokkanna að taka ákvörðun. Eins og kunnugt er, þá samþykkti Landsfundur SFV þessa niður- stöðu nær einróma og ég er bjart- sýnn á, að það verði einnig gert á flokksþingi Alþýðuflokksins. Verði svo, þá hafa skapast alveg nú viðhorf i sameiningarmálinu og verður þá þegar hafin vinna að þvi að fá fram lausn hinna tveggja meginverkefna samein- ingarinnar, — þ.e.a.s. stefnú- skrármála og skipulagsmála. Eins og ég sagði áðan, þá er þessu verki sett timamark — þvi á að vera lokið ekki siðar en i næstu kosningum. Hvenær sá timi rennur upp er ekkert hægt að full- yrða um. betta gæti orðið við næstu bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar, sem fram eiga aö fara vorið 1974. betta gæti einnig orðið fyrr ef efna þyrfti til nýrra þing- kosninga áður en kjörtimabilið er útrunnið. Um það er ekkert hægt að fullyrða á þessu stigi málsins. 1 þeim viðræðum, sem nú þegar hafa farið fram, hefur ýmislegt það komið fram varðandi skipu- lagsmál og stefnumál, sem létt getur störf þeirra nefnda, sem um þau mál eiga að fjalla af hálfu Al- þýöuflokksins og okkar samþykki Alþýðuflokkurinn niðurstöðu við- ræðunefndanna. 1 þeim efnum tel ég ekkert vera svo torleyst, að ekki megi finna lausn ef aðeins góður samkomulagsvilji er fyrir hendi. Um það verður reynslan þó að sjálfsögðu að skera úr um. — Á landsfundi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna var hart deilt, — m.a. um menn. Mik- ið hefur verið ritað um þessar deilur i blöð þar sem m.a. mikið hefur verið gert úr ágreiningi um menn og kosningum um einstakl- inga i trúnaöarstöður. En er það ckki rétt, að átökin hafi raun- verulega verið um sameiningar- máliö, —deilurnar hafi verið um málefni en ekki menn? Jú; það er rétt. Sameiningar- málið var aðalmál Landsfundar- insJ Um það voru skoðanirnar skiptar og þær deilur og þau átök, sem uröu á Landsfundinum, ber fyrst og fremst að skoða i þvi ljósi. Ég vil i þessu sambandi aðeins minna á, að i stjórnmálayfirlýs- ingu stofnfundar Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, sem ég lit á sem nokkurs konar stjórnar- skrá samtakanna, þá var þvi lýst sem meginverkefni þeirra að sameina alla lýðræöissinnaða jafnaðarmenn og samvinnumenn i einum flokki og að nota bæri hvert tækifæri til þess. bá var þvi einnig lýst yfir, að samtökin ættu samstöðu með yfirgnæfandi meirihluta Alþýðuflokksfólks, þótt flokkana greindi á i afstöð- unni til rikisstjórnar, — en þá var Alþýðuflokkurinn i rikisstjórn, en samtökin utan. bessi grundvall- m arstefna samtakanna hefur siðan margsinnis verið itrekuð. bað kann hins vegar út af fyrir sig að vera mannlegt, að til séu einstaklingar innan samtakanna, sem telja, að mögulegt sé að sam- tökin geti haldið áfram sigur- göngu sinni og ganga upp i þeim gamla áróðri allra vinstri flokka, að flokkurinn — i þessu tilviki SFV — sé hinn eini rétti vettvang- ur sameiningar. Um þetta var deilt á Lands- fundinum. Hann staðfesti okkar stefnu i málinu og skoðanir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. — En nú kom engin tillaga fram á Landsfundinum um. að sameiningunni skyldi hafnað eöa að hún skyldi einungis eiga sér stað innan SFV. bað er rétt. Engin slik tillaga kom fram. Hins vegar kom fram tillaga, sem hefði haft alveg sömu áhrif og afleiðingar á framgang sameiningarmálsins, ef hún hefði náð samþykki. bað var tillaga Bjarna Guðnasonar og fleiri um að setja Alþýðuflokknum tvö skil- yrði fyrir sameiningu, — i fyrsta lagi, að hann lýsti fyrirfram yfir stuðningi við rikisstjórnina og i öðru lagi, að hann lýsti fylgi sinu við þá stefnu, að herinn skuli verða á brott úr landinu. bessi til- laga felur i raun og veru ekkert annað i sér en algera höfnun á sameiningarmálinu. Um fyrra skilyrðið er það að segja, að það var að áliti meiri hluta Landsfundarfulltrúa alger- lega óeðlilegt að setja slikt skil- yrði og ótimabært með öllu að taka slika afstöðu til rikisstjórn- ar. Hana á að taka af hinum nýja flokki, nái sameiníngin fram að ganga, en ekki fyrirfram. bar að auki fjúka rikisstjórnir oft eins og strá i vindi og það er alls ekki vist, að flokkarnir standi frammi fyrir vanda sem þeim að taka afstöðu til núverandi rikis- stjórnar þegar að sameiningunni kemur. Um siðara skilyrðið tel ég Landsfundinn ekki hafa tjáð sig efnislega að öðru leyti en þvi, að bæði sé óeðlilegt og óviðeigandi að senda til starfa viðræðunefnd með bundnar hendur. Nefndin á að fá aö starfa. Fáist niðurstaða af viðræðunum verður auðvitað að leggja þær fyrir Landsfund SFV, sem tekur svo hina endan- legu ákvörðun i ljósi málsatvika. Um hermálið vil ég að öðru leyti segja þaö, að um það mál eru meiningar deildar i öllum flokkum, — nema e.t.v. i Alþýðu- bandalaginu. Fyrir nýjan flokk, sem hyggst sameina áður sundr- aðar fylkingar, þá tel ég það vera álita mál, hversu fast binda eigi skoðanir manna i ákveðnum af- mörkuðum málum. I þvi sam- bandi vil ég benda á, að mjög skiptar skoðanir eru um hern- aðarbandalög og efnahagsbanda- lög i jafnaðarmannaflokkum bæði á Norðurlöndum og á Bretlandi og hafa jafnaðarmenn i þeim löndum engu að siður getað hald- ið flokkum sinum saman. Verkefni viðræðunefndanna verður að reyna að jafna allan á- greining eins og kostur er, áður en til sameiningar er gengið. Um þetta mál verður sjálfsagt einnig fjallað þar. Ég vil aðeins taka það fram, að ég a.m.k. hef hugsaö mér, að nýr flokkur gæti orðið það rúmur, að hann geri það ekki að úrslitaskilyrði, að i þessum mál- um séu allir sama sinnis. — Svo enn sé vikið að Lands- fundinum og eftirmálum hans, þá eruð þið i forystuliði SFV nú harð- Við erum þar sakaðir um of- beldi og valdniðslu,en þó voru öll mál á fundinum afgreidd eftir fyllstu lýðræðisreglum og fundar- sköpum. bað var sýnilegt, að á- greiningurinn um sameiningar- málið varð ekki jafnaður. bað var þvi fullkomiega eðlilegt að leggja hann undir dóm fundarins. bað gerðum við. Hvernig er hægt að nefna slikt valdbeitingu? Varðandi þau ofbeldisverk, sem við áttum að hafa unnið i sambandi við kjör fólks i trún- aðarstöður, þá tel ég, að þeir, sem tregir voru i sameiningarmálinu. hafi fullkomlega fengið sinn hlut, — bæði i framkvæmdastjórn, flokksstjórn og i viðræðunefnd- inni. baö var eðlilegt, að svo væri. Jafn eðlilegt og sjálfsagt var það, að eiga ekkert á hættu um svo stórt mál sem sameiningar- málið er-bess vegna var forystan i málinu falin þeim, semeindregn ast lýstu fylgi sinu við upphaflega stefnu SFV i sameiningarmálinu. Asökunin um ofboldisverk er þvi algerlega úr lausu lofti gripin og þeim til vansæmdar, sem hana bera fram. bessir sömu menn voru auk þess nýkomnir af fundi i Félagi frjálslyndra i Reykjavik, þar sem þeir reyndu að nota mjög nauman meirihluta til þess að úti- loka eindregnustu sameiningar- .mennina frá þingsetu á Lands- fundinum. bá vil ég einnig taka það fram, að þótt andófsmennirnir við sam- eininguna hefðu verið i greinileg- um minnihluta á Landsfundinum þá veit ég, að þeir eiga stórum minni hljómgrunn meðal flokks- manna og óbreyttra fylgismanna SFV. lcga gagnrýndir af þeim mönn- um, sem ráða „Nýju landi” og urðu i minnihluta á Landsfundin- um. Já, það er rétt og kom mér það satt að segja mjög á óvart. Enda þótt blaöið hafi sjaldan verið mér að skapi og ég hafi ekki viljað bendla nafn mitt viö útgáfu þess, eins og að henni er staöið, þá átti ég ekki von á skrifum eins og þeim, sem auökenndu „Nýtt land” á fimmtudaginn i s.l. viku. — Ég hef spurt þig um aðdrag- anda sameiningarmálsins, viö- ræður, álök og deilur. Einni stórri spurningu er þó enn ósvarað. Ilvað er það sem fyrir þér vakir með sameiningarmálinu? Hvern- ig flokk vilt þú fá? Hvað mér viðvikur persónu- lega, þá hefur lifsreynsla min og þátttaka min i verkalýðsmálum og stjórnmálum gert mig að lýð- ræðisjafnaöarmanni, — sósial- demókrat. Mitt svar við þessari spurningu — og þá tel ég mig einnig svara fyrir hönd mikils meirihluta minna flokksbræðra — er, að sá flokkur, sem ég vil aö út komi úr sameiningartilraunun- um, á ekki að vera einhver hálf- borgaralegur vinstri flokkur, — heldur sannur og eindreginn jafn- aðarmannaflokkur. Ef nefna á einhverjar hliðstæður þá eru það jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndum og i Bretlandi. Að þvi leyti, sem hægt er fyrir is- lenzkan jafnaðarmannaflokk aö sækja sér fyrirmyndir til útlanda, þá tel ég að þarna eigi að bera niður. Flokkurinn eigi að taka sér stefnu og störf þessara jafnaðar- mannaflokka til fyrirmyndar. Undir forystu þessara flokka hafa orðið meiri félagslegar og efnahagslegar framfarir fyrir al- EKKI HALF-BORGARALEGUR VINSTRIFLOKKUR HELDUR SANNUR OG EINDREGINN JAFNADARMANNAFLOKKUR 0 Föstudagur 13. október 1972 Föstudagur 13. október 1972 0 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIINIIIIIIIIRllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIINIIIIIIlllllllllllllllllNIIIIIIIIIIIIIIIIII

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.