Alþýðublaðið - 09.11.1972, Side 1

Alþýðublaðið - 09.11.1972, Side 1
Furðusending sem enginn kannast við Eitt dagblaðanna skýrði frá þvi | i gær, að heyrzt hefði á Isafirði radiósending á þriðjudag þar sem öllum brezku togurum var bannað að veiða á svæðinu milli Látrabjargs og Melrakkasléttu. Alþýðublaðið reyndi að fá þessa frétt staðfesta i gær og hafði i þvi skyni samband við Landhelgis- gæzluna, blaðafulltrúa rikis- stjórnarinnar og utanrikisráðu- neytið. Enginn af þessum aðilum hafði heyrt um málið nema i lausa- fréltum, og blaðafulltrúi Land- helgisgæzlunnar kvaðst hafa reynt að fá þetta staðfest er fréttin barst, en án árangurs. Jafnvel varðsskipsmenn virtust ekki hafa heyrt þessa orðsend- ingu Bretanna. Telja má ósennilegt, að bann þetta hafi verið sett vegna hugsanlegra viðræðna um land- helgismálið — sé fréttin rétt, sem þó má telja hæpið, eins og sést á viðbrögðum þeirra aðila, sem bezt eiga að fylgjast með málun- um. Hinsvegar má ætla, að hafi bannið raunverulega verið sett, Framhald á bls. 4 VESTUR OG AUSTUR SKRIFA UNDIR Sáttmálinn milli þýzku rikj- anna tveggja, Austur- og Vestur- Þýzkalands, var undirritaður i gær, og lauk þar með 23 ára löngu köldu striði niilli þeirra. Sáttmál- inn verður þó ekki endanlega staðfestur fyrr en hann hefur fengið samþykki þjóðþinga bcggja rikjanna. Búizt er við, að fjöldi rikja muni nú viðurkenna bæði rikin, og Norðurlöndin vcröi til þess að riða á vaðið. Samkvæmt samkomulaginu er ekki útilokað, að i framtiðinni vcrði rikin sameinuð. SITTHVAÐ ÓVÆNT TEFUR VIGRA - 3. SÍÐA -- -------------------------------- Hvað kostar lyfið þitt? Sú staðreynd, að sjúkrasam- lög greiða ekki niður öll þau lyf, sem teljast mega nauðsynleg, veldurmörgum heilabrotum, og i mörgum tilfellum fjárútlátum, sem menn telja óréttmæt. Eink- um á þetta við, þegar um er að ræða sama lyf, sem framleitt er undir mismunandi vörumerkj- um. , Alþýðublaðið leitaði til Sig- urðar Ólafssonar, formanns lyfjaskrárnefndar, sem hefur m.a. það verk með höndum að gera tillögur um það, hvaða lyf sjúkrasamlögin skuli greiða niður. Sigurður sagði vinnu- brögð nefndarinnar vera þau, að öll ný lyf séu tekin til athug- unar, og metið i hverju tilfelli hvort ástæða sé til að sjúkra- Kramhald á bls. 4 Við litum við i apóteki á næstu grösum við okkur og tókum þessar myndir i gær. — Það virðist alltaf ös i apótekum. BRUARFOSS RAKST A ISJAKA - OLLU samt úhætt um bord Snemma i gærmorgun rakst og var ferðinni heitið til tslands. Slysavarnarfélagið viðbúið ef bandi við Prins Christiansund ms. Brúarfoss á isjaka. Var Það hélt ferð sinni áfram eftir að eitthvað skyldi út af bregða. radio á Grænlandi eftir árekstur- skipið þá statt um 100 sjómilur i skemmdir höfðu verið kannaðar Hannes sagði að áreksturinn inn, og einnig hafði hann sam- suður frá Hvarfi á Grænlandi. og er væntanlegt til Reykjavikur hefði átt sér stað um 100 sjómilur band við skip sem var þarna nær- Brúarfoss sendi strax út á föstudag. suður af Hvarfi á Grænlandi. Var statt. neyðarskeyti, en afturkallaði það Samkvæmt upplýsingum Hann- áreksturinn tölúvert harður, enda Hálftima eftir áreksturinn til- hálftima seinna, þegar gengið esar Hafstein, fulltrúa hjá Slysa- þótti skipstjóranum vissara að kynnti svo Brúarfoss, að aðstoðar hafði verið úr skugga um að eng- varnarfélagi Islands, frétti hann senda út neyðarskeyti. Vindur á væri ekki þörf. Könnun hefði leitt inn leki var að skipinu. Töluverð- af óhappi Brúarfoss um klukkan þessum slóðum var af norð-vest- i ljós, að skemmdir voru allar ar skemmdir urðu þó, en allar níu i gærmorgun. Hafði Loft- an, og veðurhæðin sjö vindstig. ofan sjávarmáls, og þvi væri eng- ofan við sjávarmál. skeytastöðin i Reykjavik þá heyrt Skyggni var ágætt. inn leki kominn að skipinu og eng- Skipið var að koma frá Halifax, neyðarkall frá skipinu. Var Brúarfoss var i stöðugu talsam- i'ramhald á bls. 4 RAMBAÐI ÚT MED 100,000 í KASSANUM Umkringdur lögregluþjónum gafst þjófurinn loks upp i gærdag, og afhenti lögreglunni peninga- kassa, sem hann hafði nýstolið, en i kassanum voru meðal annars 100 þúsund krónur i seðlum. Það var um kl. 2 i gærdag, að athugulir borgarar veittu athygli grunsamlegum manni, sem var á gangi við gömlu höfnina i Reykja- vik, og bar sá allstóran peninga- kassa i annarri hendinni. Gerðu þeir lögreglunni þegar viðvart og visuðu henni á mann- inn. Lögreglan fór strax á stað- inn, og kom manninum svo á óvart, að útilokað var fyrir hann að reyna flótta, og gafst hann upp við svo búið. Við yfirheyrslur kom i ljós, að maðurinn hafði brugðið sér inn i fyrirtæki nokkurt i miðborginni, og kom hann þar auga á peninga- kassann, og gætti hans enginn. Hrifsaði hann þá kassann og hljóp á brott, en maðurinn, sem hafði umsjón með kassan- um.hafði brugðið sér frá eitt andartak. Þjófur þessi hefur áður komizt i kast við lögregluna vegna þjófnaðar. Hann er nú i vörzlu lögreglunnar og mun verða yfir- heyrður nánar i dag.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.