Alþýðublaðið - 09.11.1972, Side 3

Alþýðublaðið - 09.11.1972, Side 3
Sitthvað óvænt tefur enn- þá fyrir Vigra Þaö eru alltaf góð tiðindi, þegar ný skip bætast i flotann. Góðar óskir fylgja hverju skipi, sem á sjó er sett, gömul og góð hefð að mæta slikum atburði með nokkurri viðhöfn. En það er ekki nóg að hafa flaggstangirn- ar i lagi, til þess finna engir sár- ar en eigendur og áhöfn. Það var þvi vitanlega áfall fyrir eigendur skuttogarans Vigra, þegar það kom i ljós, að lestarborðin pössuðu ekki i stytturnar i lest skipsins. En þar er ekki öll sagan sögð. Á heim- siglingunni frá Póllandi, þar sem skipið var smiðað, biluðu flest viðtæki, vegna tæknilegra galla. Skipta varð um dósir og tengi i öllu skipinu, þvi að i raf- lögn skipsins voru pólskar dósir, sem ekki eru hannaðar eftir Evrópu-,,standard”, sem kallað er. Má i rafkerfi skipsins finna hroðvirkni og lélegt efni, sem full ástæða er til að ætla að is- lenzkum rafiðnaðarmönnum hefði ekki komið til hugar að láta i te' og Skipaskoðunin hefði aldrei samþykkt átöiulaust. Þá mun hafa komið fram leki i þaki stýrishússins en láta mun nærri, að brúin, með öllum þeim tækjum, sem þar eru staðsett, kosti um það bil þriðjung af verði skipsins. Þá er aðalspilið hálfgert forn- aldartæki, og munu eigendur næstu skipa frá Póllandi þegar farnir að huga að þvi að fá önnur spil i sin skip. Hvorki dýptarmælar eða leitartæki voru prófuð i Póllandi og er vonandi að þar komi ekkert óvænt i ljós. Þeir ágallar, sem hér hefur verið sagt frá eru auðvitað viti til varnaðar, þvi að það er dýrt að láta skip liggja i höfn, eftir að búið er að ráða áhöfn, og auk Þau eru mörg handtökin áður en hægt er að halda á miðin. Tveir voru að splæsa vir þegar. ljós- myndarinn okkar skrapp niður i Vigra á þriðju- dag. þess kostnaður af öllum lagfær- ingum og breytingum. Er vonandi að þeim ljúki sem fyrst og skipi og áhöfn fylgja beztu óskir, er það lætur úr höfn. EFTIRKOST SKIPALYFTUSKAÐANS Á AKRANESI TUGMILUÚNIR í ENDURBYGGINGU GISSURAR HVÍTA Bráðlega verður lögð siðasta hönd á endurbyggingu vélbátsins Gissurar hvita, sem stór- skemmdist fyrr á þessu ári er hann féll úr skipalyftu á Akranesi. Kostnaðurinn við endur- bygginguna skiptir tugum milljóna. Það var i janúar á þessu ári sem skipalyfta hrundi undan bátnum, þegar verið var að taka hann upp i slipp hjá skipasmiða- stöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Auk skemmda sem hlutust af sjálfu fallinu, urðu gifurlegar skemmdir innanborðs af völdum sjávar. Má segja að skipta hafi þurft um flest innan stokks i skipinu, öll mælitæki, klæðningar og inn- réttingar, auk þess gera þurfti við vélar og hreinsa þær. Skipa- smiðastöð á Seyðisfirði tók að sér verkið, og hefur endurbyggingin staðið yfir meginn hlutann af árinu. Sem fyrr segir er verkið nú á lokastigi, og er vonast til þess að báturinn geti innan langs tima byrjað veiðar. Skipasmiðastöðin á Seyðisfirði keypti bátinn af Hornfirðingum eftir áfallið, og hyggst hún nú BLINDFULLIR fSLENDINGAR GERBU USLA f FÆREVJUM Skipverjar á Náttfara, sem er við sildveiðar i Norðursjó gerðu heldur en ekki spell af sér, er báturinn lá við bryggju i Fugla- firöi igær. Þeirstálu fimm bilum, þar af tveimur kranabilum, og skemmdu þá alla eitthvað. Mest munu hafa skemmst tveir þeirra, en annar lenti útaf en hin- um var ekið á hús. Mennirnir voru handsamaðir og kom þá i ljós, að þeir voru drukknir. Lögreglan i Færeyjum yfirheyrði þá, en ekki hefur verið ákveðið hvort málið verður tekið fyrir i Færeyjum eða hér heima. LÖGTÚK I BÍGERÐ SA SEIGASTI SKULDAR ELLEFU MANADA MEDLAG Innheimtustofnun sveitarfél- aga, sem hefur starfað frá siðustu áramótum, og annast innheimtu á barnameðlögum um allt land vinnur að þvi að öll meðlög séu greidd reglulega mánuð fyrir- fram, og að sögn Árna Guðjóns- sonar innheimtustjóra skuldar enginn þeirri stofnun fyrir lengri tima en ellefu mánuði. Þeir sem mest skulda stofnun- inni hafa fengið nokkurn frest til að ljúka gömlum skuldum við sveitarfélög sin, en nú fer að liða að þvi að þeir verði miskunnar- laust teknir inn i mánaðargreiðsl- urnar. Að þvi er Arni sagði i við- tali við Alþýðublaðið i gær fara lögtök vegna ógreiddra meðlags- skulda að hefjast, en sú aðgerð er annað stig i innheimtuaðgerðun- Sú innheimtuaðferð, sem fyrst er gripið til, ef menn standa ekki i skilum, er krafa um að vinnuveit- ani taki mánaðarlega af launum þeirra meðlagið, sem er kr. 3707 með einu barni og gengur sú krafa fyrir greiðslum á opinber- um gjöldum, þ.e. útsvari og skött- um. Að sögn Arna hefur megin- hluti innheimtra meðlaga á ár- inu komið inn með þessu móti Nokkrir hafa farið fram á, að vinnuveitandinn sjái um greiðslurnar, en yfirleitt hafa vanskil gert þessar ráðstafanir nauðsynlegar. Þriðja ráðstöfunin, sem gripið er til ef menn standa ekki i skil- um, er aö fá þá dæmda á Kvia- bryggju, en að þvi er Árni sagöi okkur hefur stofnunin ekki ennþá gripið til þess ráðs, og að þvi er hann bezt vissi væri þar enginn vegna meðlagsskulda um þessar mundir. Sá háttur var hafður á við inn- heimtu meðlaganna, þar til inn- selja hann. Er talið liklegast að nokkrir aðilar á Neskaupstað kaupi. Tjónið á Gissuri hvita var ekki það eina sem hlaust af hruni lyftunnar. Vélbáturinn Skinney lokaðist inni i stööinni, og stóð þar ónothæfur alla loðnuvertiðina, allt þar til að starfsmönnum skipasmiðastöðvarinnar á Akranesi tókst að renna bátnum á flot. Þá lokuðust nokkrir minni bátar inni i stöðinni. Skipalyftan er enn ekki komin i lag. DAGATAL TIL 199 ÁRA Um þessar mundir eru að koma i verzlanir handbækur þær fyrir almenning, sem Offsetprent hf. gefur út árlega og hefur gert um langt árabil. Eins og áður er „Dagbók við- skiptanna 1973” i háu broti og mjóu, en blaðsiðufjöldi er á annað hundrað. Framan til i bókinni eru m.a. simanúmer hátt á annað hundrað stofnana og fyrirtækja, sem allur almenningur hefur skipti við dag hvern, svo sem lögreglu og slökkviliðs, bilstöðva, kvik- mvndahúsa. lvfiabuða o.s.frv. Aftast i bókinni er að finna ýmsar erlendar skammstafanir, sem al- gengar eru i viðskiptamáli, og vaxtatöflur, fimm talsins, svo aö fljótiegt er að sjá, hve mikia vexti þurfi að greiða af tiltekinni upp- hæð á ákveðnu timabili. „Vasabókin”, sem Offsetprent hefur gefið út um áratuga skeið, er meira en 200 bls. Sjálft alman- akið fyllir um helming hennar, en auk þess býr hún yfir sundurleit- asta fróðleik, sem menn hafa oft Franihald á bls. 4 heimtustofnunin tók til starfa, var sú, að sveitar- eða bæjarfél- ögin greiddu þau Tryggingastofn- un rikisins, en sáu siðan sjálf um innheimtuna. Með þvi móti inn- heimtust 10-65% meðlaganna á ári. ÞUSUND ENNÞA A FLÆÐISKERl Þegar nokkrar klukku- stundir voru eftir af þeim fresti, sem Idi Amin, forseti Uganda, gaf Asiumönnum i landinu til aö koma sér burt, voru fulltrúar Sameinuöu þjóðanna enn að reyna að út- vega einu þúsundi þeirra ferðaleyfi í Evrópu. Um 40 þúsund Asiumcnn voru þegar komnir úr úganda seint i gær, scn samt eftir rúmlega þúsmd þeirra, sem biða eftir sérstakri fyrir- grciðslu S.Þ. og hafast við i samkomuhúsum i höfuð- borginni, Kampala, undir vcrnd S.Þ. Frá Austurriki kom i gær boð um að taka við 3000 Asiu— mönnum til viðbótar þeim 7600, sem hafði þegar verið hoðið þangað. Italia hefur boðizt til að taka við 940, Belgia 300 og Malta 200. Auk þess eru möguleikar á, að tran taki við 300. KLÚBBMÁLIÐ HLEÐUR UTAN Á SIG Rannsókn á rekstri Klúbbsins, vegna meintra brota á áfengis- löggjöfinni er stöðugt haldið áfram og er hún orðin umfangs- mikil, að Þórir Oddsson, fulltrúi hjá Sakadómi Reykjavikur, sagði i viðtali við blaðið i gær. Það var að beiðni rikisskatt- stjóra og rikisendurskoðanda sem rannsóknin var hafin i haust og var húsinu þá lokað um tima, sem kunnugt er, en er nú opið aftur. Að sögn Þóris er fjöldi nafna flæktur inn i rannsóknina, en hann tók fram, að i þeim hópi væru sjálfsagt margir saklausir. Ekki hefur enn þótt ástæða til að úrskurða neinn i gæzluvarðhald, en tveim starfsmönnum Áfengis- og tóbaksverzlunar rikisins var vikið frá starfi um tima. Ekki sagðist Þórir geta greint náið frá eðli brotsins að svo stöddu, enda væru stöðugt að koma ný atriði i ljós. Bjóst hann við, að rannsóknin ætti enn eftir að taka langan tima og mikla vinnu, þar sem mál af þessu tagi væru yfirleitt mjög margslungin. Fimmtudagur 9. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.