Alþýðublaðið - 09.11.1972, Side 4

Alþýðublaðið - 09.11.1972, Side 4
FRAMHÓLDFRAMHOLDFRAMHOLD Borgarmál gerðarráð hefur þvi sagt álit sitt á máli þessu. Rektrartæknifræð- ingar hafa athugað málið. Borgarstjórn Reykjavikur getur þvi strax á þessum fundi sam- þykkt viljayfirlýsingu um það, að hún vilji reisa nýtt frystihús fyrir BÚR á Grandagarði. Það sem á eftir að fjalla um er fjármögnun framkvæmdanna, hversu miklu fjármagni borgar- sjóður vill verja til framkvæmd- anna á hverju ári næstu árin og hversu mikið lánsfé þarf að út- vega. Tillaga min gerir ráð fyrir, að þeim þætti málsins, fjárhags- hliðinni, verði visað til borgar- ráðs. Tillagan hljóðar svo: „Borgarstjórn Reykjavikur samþykkir að reisa nýtt hraö- frystihús fyrir Bæjarútgerð Reykjavikur á Grandagarði. Skal hið nýja frystihús búið fullkomn- ustu vélum og tækjum og við það miðað að það geti fullbúið unnið úr um 200 tonnum af ferskum fiski á dag. Borgarstjórn Reykjavikur er sammála útgerðarráði um það, að núverandi Fiskiðjuver BÚR geti ekki orðið til frambúðar vegna þess, að það sé of litið og það þarfnist mikillar og kostn- aðarsamrar viðgerðar, eigi að nota það um langa framtið. Telur borgarstjórn hagkvæmara að reisa nýtt og fullkomið frystihús, enda ætti þá að vera unnt aö lækka verulega vinnslukostnað á einingu. Borgarstjórn Reykjavikur telur nauðsynlegt að taka þegar i fjár- hagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir árið 1973 framlag til undir- bunings- og by rjunarfram - kvæmda við byggingu hins nýja frystihúss. Visar borgarstjórn fjárhagshlið málsins til borgar- ráðs til meðferðar i sambandi við undirbúning frumvarps að fjár- hagsáætlun fyrir næsta ár.” Undanfarið hafa farið fram at- huganir á vegum borgaryfir- valda, Atvinnumálanefndar og hafnaryfirvalda á framtiðarstöðu sjávarútvegs i Reykjavik. Hefur veriðum það rætt, að Vesturhöfn- in yrði fiskihöfn i framtiðinni og afgreiðsla togaranna flyttist þangað. 1 þvi sambandi hefur verið um það rætt, að koma upp sameiginlegri isframleiðslu fyrir alla togara borgarinnar og gert ráð fyrir þvi að Togaraafgreiðsl- an, sem BÚR á stærsja hlutann i, mundi koma upp þeirri isfram- leiðslustöð i Vesturhöfninni og flytja starfsemi sina þangað. Mál þetta er nú á athugunarstigi en mér virðist hér um skynsamlegar ráðagerðir að ræða. Og áætlanir um byggingu nýs frystihúss BÚR á Grandagarði falla saman við þessar hugmyndir. Þá hefur einnig verið athugað á vegum hafnarstjóra, hvort ekki væri æskilegt að skapa aukið landrými vestan við Grandagarð með þvi að fylla það svæði upp og byggja þar upp aðstöðu fyrir öll frystihús borgarinnar i framtiðinni. Er þar um mjög djarfar og athyglisverð- ar hugmyndir að ræða, sem áreiðanlega felai sérfyrirmyndar lausn allra frystihúsa Reykja- vikur i framtiðinni. En svo að ég viki aftur örfáum orðum að nýju frystihúsi BÚR þá vildi ég að lokum segja þetta: Rekstur fiskiðjuvers BÚR hefur yfirleitt gengið vel á undan- förnum árum og betur en rekstur togaranna. Nú er endurnýjun skipastóla BÚR hafin og fyrsti nýi skuttogari fyrirtækisins kemur innan skamms. Samhliða endur- nýjun togaranna er að sjálfsögðu nauðsynlegt að bæta aðstöðu til fiskmóttöku og fiskvinnslu eigi rekstur fyrirtækisins að vera sem hagkvæmastur i framtiðinni. borgarstjórn haft forustu fyrir þvi að efla þetta mikla atvinnu- fyrirtæki borgarbúa. Bygging nýs frystihúss BÚR mundi mjög styrkja grundvöll fyrirtækisins. Lyf 1 samlögin greiöi hluta þeirra. f þessu sambandi er fjölda- margt að athuga, og sagði hann ógerlegt að skýra þetta mál ná- kvæmlega i stuttu máli. En hann benti þó á, að farið sé eftir notagildi lyfsins og þvi, hvort sambærilegt lyf, sem sjúkra- samlögin greiði þegar hluta af, sé fyrr á markaðnum. Þá sagði hann, að reynt sé að fá nokkra reynslu af hverju lyfi, og oft geti liðið nokkrir mánuðir áöur en nýtt lyf sé tekið til athugunar. Þó sagði hann, að ef um sé að ræða lifsnauðsynlegt lyf sé at- hugun á þvi flýtt. Hinsvegar benti Sigurður á, að taka verði tillit til greiðslu- getu sveitar- og bæjarfélag- anna, — ef sjúkrasamlögin ættu að taka þátt i greiðslu allra lyfja sem á lyíjaskrá væru yrði það vafalaust of þungur baggi fyrir þau. Eftir þessu að dæma er ljóst, að þeir sem þurfa á lyfseðlum frá læknum að halda, eiga tvi- mælalaust að fylgjast með þvi, hvort það lyf sem um ræðir sé greitt af sjúkrasamlagi eða ekki. Enda nefndi Sigurður að læknum ætti að vera handbær skráin yfir þau lyf, og lita má á það sem skyldu þeirra að skýra sjúklingum frá þvi, ef þeir telja sig þurfa að láta þá hafa lyf sem ekki er á skránni. Furðusending 1 sé ástæðan einfaldlega sú, að um varúðárráðstafanir sé að ræða, en veður var vont á þessum slóð- um á þriðjudag. Að sögn Hafsteins Hafsteins- sonar, blaðafulltrúa úandhelgis- gæzlunnar, var tiðindalaust á fiskimiöunum i gær að mestu. Þó bárust kvartanir frá nokkrum is- lenzkum linubátum, sem voru að veiðum innan við 50 milurnar út af Látrabjargi. Brezkir togarar höfðu gerzt nærgöngulir við þá, og töldu is- lenzku skipstjórarnir, sig hafa orðiö fyrir veiðarfæratjóni. Varðskip var sent á staðinn, og hifðu Bretarnir upp troll sin og héldu til hafs, er þeir urðu varir við það. Brúarfoss 1 in hætta á ferðum. Þá hafði blaðiö samband við Sigurlaug Þorkelsson, blaðafull- trúa Eimskipafélags Islands, i gær. Hann tjáði blaðinu að allt væri i lagi um borð i Brúarfossi og engin hætta á ferðum. Skemmd- irnar hefðu orðið á skipinu framanverðu, á lunningu á svo- kölluðum bakka. Skemmdirnar væru allar ofansjávar. Brúar- foss var með töluvert af vörum frá Bandarikjunum, og var ekki betur vitað en allt væri i lagi með þær. Hann er sem fyrr segir væntanlegur til Reykjavikur á föstudaginn, og fara þá væntan- lega fram sjópróf. Dagatal 3 þörf fyrir, sumir daglega. Þar hefur jafnan verið upptalning vegalengda á milli fjölmargra staða á landinu, tilsögn i lifgun úr dauðadái, vaxtatöflur, simanúm- er, töflur um flóð, dagatal þriggja ára — 1972, 1973 og 1974 — auk óslitins dagatals, sem nær til 199 ára! Loks má benda á islenzkt- enskt orðasafn, auk litprentaðra umferðarmerkja. : Áskriftarsíminn er : ■ ■ BÚR hefur um áratuga skeið verið mikil lyftistöng fyrir at- vinnulif Reykvikinga. Alþýðu- flokkurinn hefur ávallt hér i 86666 SNJODEKK AF HVERJU ERU BRIDGESTONE DEKK UNDIR OÐRUM HVERJUM BÍL Á Fimmtudagur 9. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.