Alþýðublaðið - 13.12.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1972, Blaðsíða 2
6 J Gs^or SKYRTAN JÓN SKAGAN AxLASkipri A'OJNQLÍNU MÍNNÍNGAROQ MyNÖÍR AXLASKIPTI Á TUNGLINU Ævi manna er samslunginn vefur atvika, orsaka og afleiðinga. Ráðgáta lífsins verður því oftast torskilin og yfir henni hvílir hula óræðis og óskiljanleika. Oft verður manni ljóst hvernig lítil atvik verða aflgjafi stórra atburða í lífi einstaklinga og stórra hópa manna. Við lestur þessarar bókar séra Jóns Skagans verður manni þetta ljósara en áður. Frásögnin er öll lifandi og skemmtileg í einfaldleik hins frásagnarglaða sögumanns. Þessi bók er skemmtileg myndasýning úr hinu daglega lífi. ÞJÓÐSAGA BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SIMAR 13510, 26155 OG 17059 Lesið ykkur til verðlauna Teiknið til verðlauna Sýnið leikni ykkar og hugmyndaflug wwftsi! afí seqirfrá L' * * *• * pgarBjm varumtr Sérstæð barnabók í hinum stóra flokki íslenzkra barnabóka Bókin gefur unglingnum tækifæri til þess að tjá sig og hugmyndir sínar í myndum tengdum efni bókarinnar. Efni bókarinnar er auðugt myndaefni svo að það er auðvelt fyrir lesandann að grípa atburði frásagnarinnar. Teikniarkir fylgja með bókinni og auk þess gefur bókin tækifæri til þess að teikna beint í hana á hinar stóru eyður er til þess voru hugsaðar. Lesið vandlega bakhlið bókarinnar en hún segir það sem hér vantar. Lestur þessarar barnabókar verður leikur jafnframt því, sem hann hefur hagrænt gildi og á að gleðja barnið í eigin starfi. ÞJÓÐSAGA BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SIMAR 13510, 26155 OG 17059 BORGARFULLTRUARNIR FENGU EKKI AÐ ÚTHLUTA SJALFIR Eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá samþykkti borgarstjórn Reykjavikur i siðastliðinni viku hina umdeildu lóðaúthlutun við Stórgerði. Var úthlutunin sam- þykkt með átta atkvæðum meiri- hlutans. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins og tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins greiddu at- kvæði á móti úthlutun einbýlis- húsalóðanna. En borgarfulltrúar Alþýðuflokksins, Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna og einn borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Miklar umræður urðu á fundin- um um úthlutunina, einkum ein- býlishúsalóðanna, en einnig var deilt um úthlutun lóðanna undir verktakablokkirnar. Borgarfulltrúarnir Sigurjón Pétursson (Ab) og Alfreð Þorsteinsson (F) fluttu tillögu um, að kosin yrði 7 manna nefnd borgarfulltrúa til þess að úthluta á ný lóðunum við Stóragerði. Þá fluttu borgarfulltrúarnir Al- freð Þorsteinsson (F), Elin Guðjónsdóttir (A), Steinunn Finnbogadóttir (SFV) og Sigur- jón Pétursson (Ab) tillögu þess efnis, að Byggingarsamvinnufé- lagi atvinnubflstjóra yrði úthlut- að annarri verktakablokkinni, sem ráðgert er að risi á hinu nýja byggingasvæði við Stóragerði. Við umræður um lóðaúthlutun- ina sagði Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, að hann væri hlynntur þvi, að kos- in yrði 7 manna nefnd borgarfull- trúa til þess að annast lóðaúthlut- anir i framtiðinni. Hins vegar kvaðst hann andvigur þvi, að lóðaúthlutunin við Stóragerði yrði dregin á langinn i nokkra mánuði i viðbót með þvi að láta nýja lóða- nefnd úthluta á ný umræddum lóðum. Björgvin sagði, að upphaflega hefði Sjálfstæðisflokkurinn heit- ið þvi, að lóðunum við Stóragerði yrði úthlutað þegar á s.l. vori. Við það hefi meirihlutinn ekki staðið. Úthlutunin hefði verið dregin á langinn i allt sumar og allt haust og allt til þessa. Allan þennan tima hefði hundruðum fólks verið haldið i óvissu og hefði fólkið Frámhald á bls. 10 o Miðvikudagur 13. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.