Alþýðublaðið - 13.12.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 13.12.1972, Blaðsíða 12
KOPAVÖGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SCNDIBIL ASTÖfHN HF FRESTUR I SUNNU- MALNU Ferðaskrifstofan Sunna höfðaði fyrir nokkru skaðabótamál á hendur samgönguráðherra og fjármálaráðherra f.h. rikissjóðs, eins og sagt var frá hér i blaðinu á sinum tima. Kröfugerð Sunnu nemur kr. 61.563.301,00. Var málið tekið fyrir i Borgar- dómi i gær hjá Magnúsi Thoroddsen borgardómara og tóku lögmenn málsaðila sameig- inlega frest i málinu til 8. jan. næstkomandi til gagnaöflunar. Lögmaður Sunnu er Björn Sveinbjörnsson, hr., en fyrir rikissjóö er Björn Hermannsson, hrl. AHERÍSKUR STUOHIHGUR VID 50 MiLUR Forystumenn samtaka sjó- manna og utgerðarmanna i fylkj- um Nýja-Englands i Bandarikj- unum lýstu yfir stuöningi við Is- lendinea i landhelgismálinu á fundi, sem haldinn var i útgerðar bænum Point Judith i Rhode Island sunnudaginn 10. desember siðastliðinn að viðstöddum full- trúum íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna. Er frá þessu skýrt i fréttatil- kynningu, sem Alþýöublaðinu barst i gærkvöldi frá utanrikis- ráðuneytinu. A fundi sinum fögnuðu þessir nýju stuðningsmenn okkar tillögu þeirri, sem ísland á frumkvæði að og flutt hefur verið á Allsherjar- þingi S.Þ um rétt rikja til nátt- úruauöæfa innan landamæra sinna og einkanlega um rétt strandrikja til auðæfa i land- grunnshafinu. FRA PARIS AUSTIN.MORRIS, ROVER,IACUAR 00 FLEIRII HÝJUM HOHDUM Nú er ákveðiö, að P. Stefánsson hf., taki að sér umboð á Islandi fyrir British Leyland, þ.e.a.s. bifreiðategundirnar Aust- in, AAorris, Rover (Land- rover), Jagur, Triumph og Leyland. Vegna samruna nokkurra brezkra stórfyrirtækja i bifreiða- og vélaiðnaðinum, hafa framleið- endur þessara þekktu bilateg unda komið undir sama hatt, ef svo má segja. Hefur samsteypa þessi stefnt að þvi, að einn og sami aðili gegni umboðsstörfum fyrir sig i hverju landi. Eins og áður segir er nú ákveðið, að P. Stefánsson hf., fari meö umboðið hér á landi. Fyrri umboðsmenn fyrir þessar tegundir hérlendis eru m.a. Garð- ar Gislason hf., Almenna verzl- unarfélagið hf., og Þ. Þorgrims- son & Co. P. Stefánsson hf. er gróið og gamalt fyrirtæki i bifreiðainn- flutningi, stofnað árið 1906. Sömu aðilar standa að P. Stefánsson hf. og Heklu hf., sem hefur umboð fyrir Volkswagen hér á landi. Ingimundur Sigfússon, for- stjóri, staðfesti þessa frétt i stuttu viðtali, sem blaðið átti við hann. Framkvæmdastjóri P. Stefáns- son hf. verður Sigfús Sigfússon. Er þegar hafinn undirbúningur hinna nýju umboðsstarfa og stefnt að þvi, að starfræksla þeirra verði komin i góðan gang fyrir næsta sumar. SKELFISKVEI9AR LEYFDAR EN MED TAKMÖRKUNUM Sjávarútvegsráðuneytið hefur lagt fram drög að tilhögun skel- fiskveiöa i Breiðafirði eftir ára- mótin. UTFÆRSLAN DOAATEKIN Mál íslands vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar verður tekið fyrir hjá Alþjóðadómstólnum i Haag 5. janúar, að þvi er sagði i frétt frá Haag i gærkvöldi. Bretar og Vestur-Þjóðverjar kærðu eins ogkunnugt er, ákvörðun Islendinga um útfærslu landhelginnar i 50 milur, og sögðu hana vera i trássi við þjóðarétt. Þá er það einnig kunnara en frá þurfi að segja, aö íslendingar hafa ekki viöurkennt lögsögu Alþjóðadóm- stólsins i þessu máli. Alit Breta og V-Þjóðverja á þvi hvort dómurinn hefur rétt til þess að fjalla um málið verður lagt fyrir 5. og 8. janúar, en ákærurnar verða teknar fyrir siðar. „DÁSAAALEGT ÚTSÝNI” Tunglfararnir Cernan og Schmitt sinntu störfum á mánagrund i gær , eins og áætlað var, og fundu m.a. ýmislegt, sem bendir til þess, að á lendingarstað þeirra hafi eitt af siðustu tunglgosum átt sér stað. Þeir voru yfir sig hrifnir af útsýninu, sem blasir við þeim þarna uppi, og Schmitt, jarðfræðingurinn, sagði að þetta væri páradis fyrir jarðfræðinga. Sem kunnugt er voru skelfisk- veiðar bannaðar i Breiðafirði i október siðastliðnum, og olli sú ákvörðun töíuverðu fjaðrafoki. I tilhögun ráöuneytisins er gert ráö fyrir 1500 tonna veiði i janúar- mánuði og fram i febrúar. Veiði- leyfi verða aðeins veitt heimabát- um, og reglur um úthlutun leyf- anna eru nokkuð flóknar. Starfsmenn sjávarútvegsráðu- neytisins héldu i gærkvöldi fund með framámönnum i útvegi við Breiðafjörð, og kynntu fyrir þeim tillögurnar. Var fundurinn hald- inn á Grundarfirði. Að ofan: Jaguar. Neðri myndin: Austin. Tjáði Jón Arnalds ráðuneytis- stjóri Alþýðublaðinu i gær, að ef tillögurnar fengju góðan hljóm- grunn á fundinum, myndu þær liklega taka gildi óbreyttar. Jón sagöi ennfremur, að veiðar yrðu ekki leyfðar yfir vertiðar timann við Breiðafjörð, en hann hefst i febrúar. Þá sagði Jón að reglur um skelfiskveiðina i Breiðafirðinum yrðu endurskoð- aðar næsta vor. Eins og kom fram i fréttum i október, afturkallaði sjávarút- vegsráðuneytið öll veiðileyfi Framhald á bls. 10 Símavargarnir komnir í jólafrí? Almenningssimarnir i klef- unum á Lækjargötu, á Faxa- garði og Ægisgarði hafa ekki verið skemmdir i fjóra daga, sagði eftirlitsmaðurinn með almenningssimum bæjarsim- ans, þegar Alþýðublaðið hafði tal af honum i gær. Þótt ástandiö i þessum málum hafi verið gott þessa fjóra daga er ekki þar með sagt, að liin al- kunna og útbreidda skemmd- arfýsn, sem mjög oft bitnar á almenningssimum, sé úr sög- unni. Skömmu áður en simarnir fengu þetta fri voru tiu tól slit- in frá tækjunum á fimmtán dögum, og dögum saman voru taldósir og hlustir skrúfaðar úr. Liklega liafa skemmdar- vargarnir stungið þessum áhöldum i vasann, — hvað svo sem þeir hafa ætlað að gera við þau siðar. Það eru aðallega simarnir i Framhald á bls. 10 GENGUR DRÆMT I ÁLINU Samningar um kaup og kjör starfsmanna við Álverið i Straumsvik hafa gengið fremur hægt að undanförnu, að þvi er Hermann Guðmundsson formað- ur verkamannafélagsins Hlifar i Hafnarfirði tjáði Alþýðublaðinu i gær. Samningafundur var haldinn á mánudaginn, og var þar ákveðið að undirnefndir skyldu ræða þau atriði, sem komin eru eitthvað á rekspöl. Þau varða kaupgjald og flokkaskiptingu, en ekkert er enn farið að ræða um beinar kaup- hækkanir. „Við höfum engar aðgerðir boðað ennþá”, sagði Hermann Guðmundsson,, „enda teljum við það ekki rétt meðan samninga- umleitanir standa enn yfir og eitt- hvað miðar, þó hægt fari”. Samningarnir við ísal urðu lausir 1. desember siðastliðinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.