Alþýðublaðið - 13.12.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.12.1972, Blaðsíða 5
Alþýðubiaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666/) Blaðaprent h.f^ Birta það eitt, sem bezt þykir Það er til litils fyrir hlutlausa opinbera em- bættismenn og sérfræðinga að verja mikilli fyrirhöfn i að leiðrétta visvitandi missagnir stjórnmálamanna og blaða um mál, sem eru i verkahring viðkomandi embætta, þegar um- rædd blöð og stjórnmálamenn neita þverlega að leggja eyrun við leiðréttingunum, — jafnvel for- herðast i ósannindunum. Nýjasta dæmið um þetta er aðeins fárra vikna gamalt eða frá þvi Þjóðviljinn hóf skyndilega að birta furðutölur um samhengi kaupmáttar launa og aukningu þjóðartekna á viðreisnarárunum, sem sanna áttu, að á sama tima og þjóðartekjur á föstu verðlagi hefðu aukizt um 43% hefði kaupmáttar- aukning launa verkafólks aðeins numið 7%. Alþýðublaðið leitaði þegar i stað upplýsinga frá þeim opinberu aðilum, sem þessa útreikn- inga annast, — Hagrannsóknadeild Fram- kvæmdastofnunar rikisins, sem er viðurkennd hlutlaus aðili um þessi mál af bæði samtökum atvinnurekenda og launþega. Tók hagrann- sóknastjóri það strax fram, að tölur Þjóðviljans væru alls ekki frá stofnun hans komnar og lét Alþýðublaðinu i té niðurstöður, sem sýndu, að kaupmáttarþróunin á viðreisnarárunum hafði yfirleitt verið launafólkinu mjög hagstæð borið saman við þróun þjóðartekna á föstu verðlagi. Þá hófst talsverð blaðadeila milli Þjóðviljans, Alþýðublaðsins og Morgunblaðsins um málið. Þar kom, að hagrannsóknastjóri taldi ekki við- unandi hvernig frá málum var sagt og sendi umræddum þrem blöðum ýtarlega greinargerð ásamt tveim talnatöflum, sem sýndu þróun kaupmáttar og þjóðartekna umrædd viðreisnar- ár. óskaði hagrannsóknarsstjóri eftir þvi, að blöðin þrjú birtu greinargerðina óstytta ásamt töflunum þannig að ekkert 1 færi á milli mála. Alþýðublaðið varð umsvifalaust við þesari ósk hagrannsóknarstjóra og birti bréf hans allt ásamt töflunum, sem fylgdu, og staðfestu þær upplýsingar allt, sem Alþýðublaðið hafði um málið sagt. Morgunblaðið birtir greinargerðina hins vegar ekki fyrr en i gær. Þjóðviljinn hefur ekki birt hana enn og ætlar sér sjálfsagt ekki að gera það. Þannig hegða þau sér blöðin, sem daglega rifast um, hvort þeirra sé ,,heiðar- legra” fréttablað. Eftir að hafa rangfært ýmsar upplýsingar óhlutdrægra embættismanna og jafnvel — eins og Þjóðviljinn — búið til tölur við- fangsefnum þeirra viðvikjandi, sem enga stoð eiga sér i raunveruleikanum, þá ýmist geyma þau leiðréttingar embættismannanna dögum saman án birtingar eða birta þær alls ekki. Það væri þó e.t.v. ekki svo mjög ámælisvert ef umræddir aðilar og aðrir þeir, sem málið er skylt, létu leiðréttingar embættismannanna sér að kenningu verða. En það gera þeir ekki. Þjóð- viljinn heldur áfram að syngja söriginn um 7% kaupmáttaraukninguna á móti 43% aukningu þjóðarteknanna og i gærmorgun tók Timinn undir sönginn i forystugreÍR. í greinargerð Hagrannsóknadeildarinnar segir m.a. svo: ,,t þessu sambandi vill deildin árétta, að eðlilegra virðist vera að miða við breytingar á kaupmætti atvinnutekna en kaup- mætti timakaupstaxta, þegar meta skal, hvort og hvernig hlutur launþega i þjóðartekjum hefur breytzt á undanförnum árum....” Samkvæmt þessari eðlilegustu viðmiðun að áliti hinnar óhlutdrægu stofnunar jókst kaup- máttur atvinnuteknanna um 74,4% á viðreisnar- árunum á móti 59,5 % aukningu þjóðartekna — eða talsvert mikið meira en þjóðartekjur. Þannig er það rétt. En Timinn og Þjóðviljinn kæra sig ekki um að hafa það, sem sannara reynist. Þeir neita öllu sliku um birtingu! AF ÞINGMÁLUM ALÞÝÐUFLOKKSINS LEIGUNAMIÐ A HVALABATUNUM Eins og kunnugt er gaf rikis- stjórnin á sinum tima út bráða- birgðalög um leigunám á tveim hvalveiðiskipum til starfa við gæzlu landhelginnar. Nokkru sið- ar náðust svo samningar við Loft Bjarnason um leigu eins hval- veiðibáts til þessara starfa og hefur hann um hrið annazt gæzlu- störf i varðskipsflotanum. Eins og lög mæla fyrir um verður rikisstjórn ætið að leggja fyrir Alþingi, strax og það kemur saman, frumvörp til staðfesting- ar á bráðabirgðalögum sem stjórnin kann að setja utan þing- timans. Var svo gert hér með þvi að rikisstjórnin lagði fyrir þingið nú i haust frumvarp til laga um staðfestingu á bráðabirgðalöig- unum og var frumvarpið til ann- arrar umræðu á fundi neðri deild- ar i fyrradag. Hafði frumvarpið á milli umræðna verið til meðferð- ar hjá allsherjarnefnd og mælti meiri hluti nefndarinnar — stjórnarþingmennirnir — með samþykkt þess. Fulltrúi þingflokks Alþýðu- flokksins i nefndinni, Pétur Pétursson, skrifaði undir nefndarálitið með fyrirvara. Við umræðurnar i fyrradag gerði hann grein fyrir þeirri afstöðu sinni, að rita undir nefndarálitið með fyrirvara. Um það sagði Pétur: t fyrsta lagi, þá finnst mér i raun og veru að þessu máli sé lokið. Það var gerður samningur og hann er með venjulegum ákvæðum, en mér er nær að halda að nauðsynin fyrir bráðabirgða- lögunum hafi kannske fyrst og fremst byggzt á þvi, að það hafi verið verulegur ágreiningur um það hver leiguupphæðin skyldi verða. Það var upplýst, að skipið er heppilegt fyrir Landhelgis- gæzluna eins og á stendur, það var ekki um það að ræða að fá heppilegra skip, hvorki innan- lands eða utan og auðvitað urðu allir sammála um það, að það mátti ekki láta neitt ógert, sem gæti flokkazt undir það að efla landhelgisgæzluna. Ég sem sé er almennt á móti því, að slikar að- ferðir séu hafðar, en mér finnst það afsakanlegt i þessu tilviki og ef stjórnvöld þurfa að hafa þessi lög á bak við sig þegar kemur að áframhaldandi samningum, sem ég vil ætlað að takist, að fá finnst mér eftir atvikum rétt að fallast á samþykkt frumvarpsins. Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn i Lindarbæ fimmtudaginn 14. des. kl. 8.30. e.h. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. A.S.l. þing og efnahags- mál. Stjórnin. Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða rafmagnstæknifræðing i sterkstraumslinu,til starfa nú þegar. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um starfið fást hjá rafveitustjóra. Rafveita Hafnarfjarðar. ALVARLECAR BLIKIIR í EFNAHAGSMALUM Trúnaðarmannaráð Alþýðuflokksfélags Reykjavikur er minnt á fundinn n.k. fimmtu- dagskvöld. Til fundarins hefur verið boðað með bréfi. Umræðuefni: Alvarlegar blikur á lofti i efna- hagsmálunum. Frummælandi: Gylfi Þ. Gislason, form. Alþýðuflokksins Trúnaðarmenn. Mætið vel og stundvislega STJÓRNIN Gylfi Þ. Gislason Miövikudagur 13. desember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.