Alþýðublaðið - 13.12.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.12.1972, Blaðsíða 3
ISKOLA í STRÍDS- LANDI á þessum landsvæöum þráir frelsið heitt og kynnist hugsjón- um þess um nýtt samfélag, sem leysi gamla nýlenduveldið af hólmi. Portúgalar hafa nú tekið i notkun nýtizku gereyðingar- vopn gegn frelsishreyfingunum i Afriku, þar á meðal hinar ill- ræmdu napaln-sprengjur og aðrar vitisvélar, og i krafti þeirra ætla þeir sér að viðhalda nýlendukúgun sinni. I þvi skyni gera þeir skipulagðar árásir i þorpin. En styrkur andspyrnuhreyf- ingarinnar eykst stöðugt og sýnt þykir, að hún vinnur sigur fyrr eða siðar. Johan Thorud hefur skrifað bók um ferðalag sitt og lifs- reynslu sina meðal skæruliða og nefnir bókina „Geriljasamfunn- et”, og kom hún út hjá Tiden Forlag i Noregi i haust. — I fyrra söfnuðu menntaskóla- nemendur i Noregi fé til stuðn- ings striðshrjáðu fólki i portúgölsku nýlendunum i Afriku. Fénu var varið til útgáfu kennslubókar fyrir hjúkrunar- fólk og hefur bókin nú verið prentuð og send sjúkrahúsum á þeim svæðum, sem þjóðfrelsis- hreyfingin hefur unnið á sitt vald. Þrenn samtök berjast gegn Portúgölum i nýlendum þeirra i Afriku, i Guines-Bissau, Mosambique og Angola PAICG i Guinea-Bissau hefur barizt i niu ár gegn nýlenduveldinu og hefur nú meginhluta landsins á sinu valdi, en Portúgalar halda enn borgunum og herstöðvunum. Norski blaðamaðurinn Johan Thorud fór fótgangandi 300 kiló- metra veg með skæruliðum gegnum hin frelsuðu héröð i Guinea-Bissau; þessa mynd tók hann i skóla i hjúkrunarfræðum, sem hann heimsótti. Hann leit lika striðið og eyðilegginguna og vandamálin þarna með eigin augum. Og hann fann hve fólkið „Gunnar loks búinn að vera og þurrkaður út" ,,Nú er Gunnar loksins búinn að vera og fylking hans þurrkuð út”. Þannig komst sjálfstæðis- maður einn að orði að afloknum miklum átakafundi i fulltrúa- ráði Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik á mánudagskvöld, en þar beið fylking Gunnars Thoroddsen, alþingismanns mikið afhroð fyrir fylkingu Jó- hanns, formanns, og Geirs varaformanns, i kosningu stjórnar fulltrúaráðsins. Af sex frambjóðendum Gunnars-fylk- ingar náði aðeins einn maður kjöri, foringinn sjálfur, Gunnar Thoroddsen. Báðar fylkingar smöluðu grimmt á þennan aðalfund Full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik, þar sem fyrirfram var búizt við, að klofningurinn ínnan flokksins myndi speglast i kosningu fulltrúaráðsstjórnar- innar á fundinum. Lögðu þvi báðarfylkingar mikið kapp á að smaia sinu fólki á fundinn og ku ekki hafa verið flóafriður hjá stæðismönnum fyrir simhring- ingum smalanna siðustu dagana, áður en þessi sögulegi fundur hófst. Framhald á bls. 8. FLUGFARGJALDALÆHKUN TALIN VIS 1. APRlL N.K. VEGAGERÐAR- MENN MEGA GLfMA VID VEDURGUDINA Vegagerðarmenn voru i kapp- hlaupi við veðurguðina viða á landinu i gær, og urðu sums stað- ar að láta i minni pokann sökum fannkomu og skafbyls. Þeir urðu að snúa frá Svinadal i Dölum vestur og Hálfdán, og varð þvi að hætta við að opna leiðirnar frá Króksfjarðarnesi i Búðardal ann- ars vegar og hins vegar milli Patreksfjarðar og Bildudals. A hinn bóginn var enn von um, að unnt yrði að opna öxnadalsheiði og Lónsheiði i gærkvöldi eða nótt, þegar Alþýðublaðið hafði sam- band við vegaeftirlitið i Reykja- vik laust eftir klukkan fimm i gær. A Snæfellsnesi voru vegagerð- armenn að berjast við illskuveð- ur, en þar tepptust vegir um heig- ina, og versni veður ekki að mun þar um slóðir er von til þess, að fært verði aftur fljótlega. Holtavörðuheiðin var fær i gær, og tepptist raunar aldrei alveg, og sömu sögu er að segja um Hellisheiðina. Þar var frekar þung færð um helgina og raunar betri en innanbæjar i Reykjavik, . að þvi er þeir sögðu hjá eftirlit- HÁSKÓLA S.Þ. BOÐIN AÐSTAÐA Á ÍSLANDI Við umræður á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna i gær um stofnun háskóla Sameinuðu þjóð- anna gerði fulltrúi íslands grein fyrir þvi, að rikisstjórn tslands hefði áhuga á að bjóða háskólan- um aðstöðu á tslandi fyrir vis- inda- og rannsóknastofnun skól- ans i haf- og fiskifræðum. Island var eitt þeirra rikja, sem fluttu tillöguna um stofnun skól- ans, en þess skal getið, að við endanlega áfgreiðslu tillögunnarí voru 110 riki fylgjandi stofnun hans, en 8 Austur-Evrópuríki á móti. inu. Vegurinn til Þorlákshafnar var þungfær á mánudaginn en ruddur i gærmorgun. Að öðru leyti má segja um Suðurlandið, að þar voru allir vegir færir i gær, nema hvað Mýrdalssandur var aðeins fær stórum bilum. Siðan er ekkert sérstakt um færðina að segja fyrr en kemur á I.ónsheiði. en bar var verið að moka i jær eins og fyrr segir. Stórum bilum er fært um flesta aðalvegi á Héraði, og leiðinni þaðan niður á Firði, Fagradal, hefur verið haldið opinni undan- farið með þvi að moka daglega. Framhald á bls. 8. 70 ÁRA MINNING NORDAHLS GRIEG 1 tilefni af þvi, að i ár eru liðin 70 ár frá fæðingu Nordahls Grieg, efnir Norræna húsiÖ til dagskrár um skáldið næstkomandi föstu- dagskvöld þar sem meðal annars verða flutt ljóð eftir hann i þýð- ingu Magnúsar Asgeirssonar (flytjandi Andrés Björnsson), minningarorð um hann eftir Magnús Asgeirsson (flytjandi Brynjólfur Jóhannesson, kveðja frá Halldóri Laxness (flytjandi Arni Kristjánsson) auk þess sem sungin verða lög við texta Nor- dahls Grieg af Svölu Nielsen og Einsöngvarakórnum við undir- leik Guðrúnar Kristinsdóttur. NORDAHL GRIEG (1902—1943) er tslendingum að góðu kunnur, bæði fyrir snilldar- þýðingar Magnúsar Asgeirssonar á allmörgum ljóðum hans og vegna dvalar hans hér á striðsár- unum (1942). A Þingvöllum orti hann eitt af ljóðum sinum, „Den menneskelige natur” (sept. 1942), sem ekki birtist fyrr en að striði loknu, að hans eigin ósk. Ljóðið „A Þingvöllum”, sem Magnús Asgeirsson þýddi á is- lenzku, orti Grieg i október 1943, tæpum tveimur mánuðum áður en hann fórst með flugvél, sem skotin var niöur yfir Berlin 2. des- ember 1943. Likur eru á, að 1. april nk. gangi i gildi ný og lægri fargjöld á flugleiðum yfir N.-Atlantshaf. Það er i það minnsta hugmyndin hjá fulltrúum 40 flugfélaga, sem fljúga á þessum leiðum, en þeir þinga um þessar mundir i Genf. Astæðan fyrir þvi, að þeiitiafa hug á að lækka fargjöldin er sú, að samkeppnisaðstaðan við leigu- flugfélög hefur versnað eftir að tvö brezk félög af þvi tagi ákváðu i fyrri viku að veita ekki aðeins hópum afslátt, heldur lika ein- stökum farþegum. Fimm bandarisk flugfélög hafa lagt fram tillögur þess efnis, að gert verði ráð fyrir fjórum verð- flokkum á fargjöldum. Reiknað er með, að verðið á fyrsta far- rými og ferðamannafarrým i verði nokkru lægra en það er nú. Auk þess verði lægra verð á ferð- um hópa i 14—15 daga ferðir. Þá er gert ráð fyrir þeirri nýjung, að sami afsláttur verði veittur ein- staklingum, sem fara til jafn langrar dvalar. FULL ASTÆÐA VAR TIL AÐ STEFNA DUNKUNUM - EN BÆTUR ÞÚ ENGAR I gær var kveðinn upp dómur i Hæstarétti i málinu Sverrir H. Magnússon gegn Landsbanka Is- lands og Seðlabanka tslands og gagnsök. 1 dómsorði segir: „Gagnáfrýj- endur, Landsbanki tslands og Seðlabanki tslands, eiga að vera sýknir af miska- og bótakröfum Framhald á bls. 8. SKJALDARAÁERKI GERT SPENGILEGRA Nú þegar rikisarfaskipti hafa orðiöi Danmörkuog Margrét er tekin við ríkissprotanum, þótti sjálfsagt að breyta og flikka upp á skjaldarmerkið. i stað hinna vambmiklu steinaldar- manna, sem prýtt hafa merkið um áraraðir, eru komnar tals- vert spengilegar fornaldar- kempur. Hver veit nema þetta eigi aö vera hin sanna fyrir- mynd fyrir nútíma Dana, sem á að halda sér grönnum og forðast þá offitu sem leitt gæti til hjartasjúkdóma og annars hrjáleika? Dönsku blöðin höfðu að minnsta kosti gaman af og voru ekki sein á sér að birta mynd af nýja merkinu. Miðvikudagur T3. desember 1972 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.