Alþýðublaðið - 13.12.1972, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.12.1972, Blaðsíða 8
LAUGARAS8Í0 Simi 11207 S HAFNARBÍÚ Simi 10444 Bönnuö innan 16 ára. ifiNÓÐLEIKHÚSIÐ Hin" heimsfræga ameriska verð- launakvikmynd i litum og Cinema Scope með úrvalsleikur- unum Gregory Peck, Davíd Niven, Anthony Quinn. Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 12 ára. Sjálfstætt fólk sýning föstudag kl. 20 Túskildingsóperan sýning laugardag kl. 20 Siðasta svning Lýsistrata sýning sunnudag kl. 20 Miðasala 13.15 til 20. Simi 1-1200. HflSKtiUBÍÓ Simi 22140 STJttRNUBÍÓ Simi ,6936 Byssurnar i Navarone (The Guns of Navarone) — Dracula — Afar spennandi og hrollvekjandi ensk - bandarisk litmynd. Ein- hver bezta hrollvekja sem gerð hefur verið með: Peter C'ushing Christopher Cee Michael Gough Bönnuð innan 16 ára Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. TÓNABÍÓ Simi 31182 Undur ástarinnar (I)as wunder der Ciebe) tslenzkur texti. Býzk kvikmynd er fjallar djarf- lega og opinskátt um ýms við- kvæmustu vandamál i samlifi karls og konu. Aðalhlutverk: Biggy Freyer, Katarina Haertel, Ortrud Gross, Régis Vallée. „Hamingjan felst i þvi að vita I hvað eðlilegt er”. Inga og Sten. Endursýnd kl. 5.15 og 9. Ofbeldi beitt. (Violent City.) Óvenjuspennandi og viðburðarrik ný itölsk — frönsk — bandarisk sakamálamynd i litum og Techni- scope með islenzkum texta. Leik- stjóri: Sergio Sellima, tónlist; Ennio Morricone (dollaramynd- irnar) Aðalhlutverk: Charles Bronson — Telly Savalas, Jill Ire- land og Michael Constantin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sjö hetjur meö byssur Hörkuspennandi amerisk mynd i litum. Þetta er þriðja myndin um hetjurnar sjö Aðalhlutverk: George Kennedy, James Witmore, Monte Markham. Endursýnd kl. 5.15 og 9 Bönnuð innan 16 ára. Allra siöasta sinn ,,Mosquito flugsveitin" I the i ‘MQSQUITO | SQUADROHI” D!D BOTH! Mjög spennandi kvikmynd i lit- um, er gerist i Siðari-heimstyrj- öldinni. tslenzkur texti. Leikstjóri: BORIS SAGAL Aðalhlutverk: DAVID McCALL- UM, SUZANNE NEVE, David Buck. Sýnd kl. 5, 7. og 9 Bönnuð börnum innan 14 ára KÓPAVOGSBÍÓ Simi 419X5 ;;; OeiIdarhjúkrunarkona Staða deildarhjúkrunarkonu viö Grensásdeild Borgar- spitalans er laus til umsóknar. ' Staðan veitist frá 1. febrúar eða eftir nánara samkomu- lagi. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðukona Borgar- spitalans. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 1. janúar 1973. Reykjavik, 12.12.1972. Heiibrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. Jólamót Ármanns i lyft- laugardaginn kemur að ingum verður haldið á Brautarholti 22 FRAMHÖLDFRAMHÖLfRAMHÖ Ógnarástand__________________1 Blaðið hafði i þessu tilfelli tal af Snjólfi Pálmasyni rann- sóknarlögreglumanni, sem einkum rannsakar afbrot ung- linga. Sagöi hann að ástandið i þessum málum hafi aldrei nokkurntimann verið eins slæmt og nú, auk þess sem þessi afbrot unglinganna gerðust stöðugt grófari, og væri aðal aukningin i grófari afbrotum, svo sem innbrotum og bilþjófn- uðum. Snjólfur hefur rannsakað þessi mál i fjögur ár, og sagði hann aö unglingaafbrot hefðu aukizt gifurlega og stöðugt frá þvi hann byrjaði að kanna þau, og þetta ár virðist ætla að slá öll met. Efaðist hann ekki um að þessi þróun heldi áfram og börn og unglingar yrðu brátt athafna- mestu afbrotamennirnir hér, ef ekkert yrði að gert. Sagði hann að ekki væri nóg að koma upp um afbrotin og fá unglingana til að játa þau á sig, heldur þyrfti að hjálpa þessum unglingum, jafnvel ráðstafa þeim á einhvern hátt og veita þeim sálfræðilega aðstoð. Ef þetta væri ekki gert héldu þeir þvi miður alltof oft uppi upp- teknum hætti og gerðust þá af- brot þeirra gjarnan alvarlegri og alvarlegri. Þá benti hann einnig á að nauðsynlega vantaði húsnæði til skyndivistunar fyrir þessa af- brotaunglinga, a.m.k. á meðan mál þeira væru rannsökuð niður i kjölinn. Gunnar Thor. 3 A fundinum voru kosnir sex fulltrúar I stjórn fulltrúaráðs- ins, sem er æðsta stofnun flokksins í málefnum Reykja- vikurkjördæmis. Báðar fylking- ar gerðu tillögur um jafnmargt fólk i stjórnina og kjósa átti, þ.e. tólf manns. Leikar fóru svo, að fylking Jó- hanns Hafstein, formanns, og Geirs Hallgrimssonar, varafor- manns, fékk fimm kjörna i stjórnina, en fylking andstæð- inganna aðeins einn. Sá eini þeirra, sem kosningu hlaut, var forsprakkinn sjálfur, Gunnar Thoroddsen. Hinir fimm, sem stungið var upp á úr liði Gunn- ars, voru „stráfelldir” i at- kvæðagreiðslunni, þar á meðal tveir, sem áður áttu sæti i stjórninni, þau Ragnheiður Guðmundsdóttir, læknir, og Magnús Óskarsson, vinnumála- fulltrúi Reykjavikurborgar. Frambjóðendur fylkingar Gunnars Thoroddsen, auk for- ingjans sjálfs voru: Albert Guð- mundsson, borgarfulltrúi, Ei- rikur Ásgeirsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavikur, Sveinn Björnsson skókaupmað- ur, Magnús Óskarsson, vinnu- málafulltrúi Reykjavikurborg- ar, og Ragnheiður Guðmunds- dóttir, læknir. Ful! ástæöa 3 aðaláfrýjanda, Sverris H. Magnússonar, i máli þessu. Gagnáfrýjendur greiði aðal- áfrýjanda óskipt málskostnað i héraði og fyrir Hæstarétti, sam- tals kr. 220.000.00, að viðlagðri að- för að lögum”. 1 ársbyrjun 1968 létu Lands- banki Islands og Seðlabankinn fara fram athugun á greiðslu af- urðaandvirðis af hálfu sjávaraf- urðadeildar S.l.S. Hafði þá um skeið borið á óeðlilegri seinkun greiðslna af hálfu deildarinnar. Bankarnir kröfðust þess, að framkvæmdastjórar Iceland Product Inc. og sjávarafurða deildar S.I.S. yrðu látnir vikja úr á meðan rannsókn fór fram. I april 1963 var Sverrir H. Magnússon ráðinn framkvæmda- stjóri Iceland Product Inc., sem er dótturfyrirtæki S.t.S. i Banda- rikjunum. Hinn 1. marz 1968 var orðið við áðurgreindum kröfum bankanna, en Sverrir gerður að varafrkstj. Seint i maimánuði 1968 ákvað stjórn S.I.S. a'ð segja Sverri upp störfum. Þar sem bankarnir gátu þess i skýrslu til fjölmiðla, að þeir hefðu gert kröfu til vikningar Sverris úr starfi, gerði hann kröfu til þess, að þeir birtu á sama hátt viðhlit- andi yfirlýsingu um, að forsend- urnar fyrir þvi, að honum var vikið úr starfi meðan á rannsókn stóð, væru ekki lengur fyrir hendi, er henni var lokið, sem og niðurstöður rannsóknarinnar. Slika yfirlýsingu birtu bankarnir ekki fyrr en eftir að mál hafði verið höfðað. Taldi héraðsdómur málssókn hafa verið nauðsynlega og dæmdi bankana til greiðslu málskostnaðar, en sýknaði þá hinsvegar af skaðabóta- og miskakröfum. Hæstiréttur telur i forsendum sinum, að Sverrir hafi haft fulla ástæðu til að höfða mál á hendur bönkunum, en staðfestir niður- stöður héraðsdóms varðandi miska- og bótakröfur, eins og fyrr greinir. Magnús Thoroddsen kvað upp héraðsdóminn. Lögmaður Sverris var Árni Guðjónsson hrl., en lög- maöur Landsbankans og Seðla- bankans var Einar B. Guðmunds- son hrl. Vegirnir 3 Þá má komast á Eskifjörð frá Reyðarfirði, en Oddsskarð er ófært, og sömuleiðis Fjarðar- heiði, — milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Þar yfir eru hins vegar ferðir með snjóbil, og er látið nægja að laga til braut fyrir hann. Um Norðurland er það að segja, að væntánlega komst Akureyri í samband við Reykja- vik i gærkvöldi eða nótt eins og fyrr segir, en aliar leiðir þaðan, og austur um til Húsavikur eru ófærar. I gær var hafinn mokstur á Siglufjarðarleið, en ekki var bú- izt við, að hún yrði opnuð fyrr en i dag. Vestfirðirnir eru eins og þeir eru, — heiðar eru þar allar ófær ar, og viða er tæpt á, að fært sé innan sveita. Valkostir 1 Með öðrum orðum gerir val- kostanefnd ráð fyrir miklum tap- rekstri i öllum helztu atvinnu- greinum þjóðarinnar á næsta ári. Þá segir i skýrslunni, að þrátt fyrir bjartsýni um útflutnings- framleiðslu á næsta ári, stefni i mikinn halla á viðskiptajöfnuði og er áætlað, að viðskiptajöfnuð- urinn á næsta ári verði óhagstæð- ur um heilar 5.500—5.800 milljónir króna. Orræðin, sem „valkostanefnd” bendir á til lausnar efnahags- vandanum, eru i meginatriðum þrjú , en sú leið, sem nefndin mælir helzt með og telur auðveld- asta i framkvæmd, felur i sér 12% gengislækkun auk annarra að- gerða. Leiðirnar þrjár, sem „val- kostanefndin” bendir á, eru þess- ar: 1. Svonefnd „millifærsla fjár til atvinnuveganna”, eða uppbóta- leið. Verði þessi ieiö válin, verður stefnt að þvi að halda atvinnuveg- unum gangandi með uppbótum úr rikissjóði. 1 „millifærsluleiðinni" felst, að söluskattur hækki um 7%, kaup- gjaldsvisitalan lækki um 2 stig og opinberar framkvæmdir skornar niður um 1.600—1.700 milljónir króna. 2. „Niðurfærsla kaupgjalds og verðlags”. Hér er gert ráð fyrir beinum ráðstöfunum með sam- komulagi við aðila vinnumarkað- arins eða lagasetningu til lækkun- ar launa. Hér ger gert ráð fyrir, að kaupgjaldsvisitalan lækki um 5 stig, söluskattur hækki um 3%, nýr „lúxusskattur” verði lagður, svonefnt fjáraukagjald 8%, og opinberar framkvæmdir verði skornar niður um 1600—1700 milljónir króna. 3. „Uppfærsla tekjuverðlags allra útflutningsgreina, með al- mennri gengislækkun eða hlið- stæðriráðstöfun, svo sem almennu yf irfærslugjaldi bæði við kaup og sölu gjaldeyris”. I „uppfærsluleiðinni” felst, að gengi krónunnar verði fellt um 12%, kaupgjaldsvisitalan lækki um 2 stig, söluskattur hækki um 1% og opinberar framkvæmdir verði skornar niður um 1.300— 1.400 milljónir króna. Þetta eru samsagt þær þrjár meginleiðir, sem „valkosta- nefnd” rikisstjórnarinnar bendir á til úrlausnar, en eins og áður segir mælir nefndin einna helzt með þvi að gengisfelling verði fyrir valinu. Að sjálfsögðu eru til ýmsir millivegir út frá þessum megin- tillögum, t.d. að blanda þeim að einhverju leyti saman, eða velja einstaka þætti úr þeim öllum. Telja kunnugir einmitt að slikt sé ofarlega i huga ýmissa stjórnar- sinna, sem undanfarna daga hafa setið á stöðugum fundum yfir þeim viðamiklu gögnum, sem „valkostanefndin” hefur sent frá sér. — Deilt 1 þá.sem vilja reyna að miðla mál- um milli hinna óliku viðhorfa. 1 stjórnarliðinu er það nú al- mennt talið útilokað, að ráðstaf- anir rikisstjórnarinnar verði til- búnar fyrir jólin og gefur Ólafur Jóhannesson það raunar I skyn i viðtali við Visi I gær. Hins vegar mun nú komið um það samkomu- lag I stjórnarherbúðunum að reyna að ljúka fjárlögum á til- settum tima, — þótt ógerningur sé að gera sér grein fyrir hvernig slikt er unnt áður en frá bjargráð- unum hefur verið gengið. Er þannig þegar hafin prentun á fjárlagatillögum fyrir aðra um- ræðu fjárlagafrumvarpsins, sem rikisstjórnin er staðráðin i að láta fara fram nú i vikunni, — senni- lega á morgun. Þær tillögur eru þó hvorki fugl né fiskur þvi allt er enn á huldu um stórvægilegustu atriði fjárlaganna — m.a. alla tekjuhlið þess — og hafa fjárveit- ingarnefndarmenn ekki hugmynd um þá veigamiklu þætti, þar sem ekkert hefur enn fengist upp úr rikisstjórninni þar að lútandi. Fjárlagaafgreiðslan i vetur bar þvi öll merki þess að verða gerð með sama öngþveitinu og i fyrra. Að þvi er Alþýðublaðið hefur fregnað er ekki líklegt, að ráð- stefna Alþýðusambands Islands um efnahagsúrræðin verði boðuð fyrr en þau liggja fyrir. SKJPAUTGCRð RIKISINS M/S BALDUR fer frá Reykjavik mánu- daginn 18. des. til Snæ- fellsness- og Breiða- fjarðarhafna. Vörumót- taka á föstudag, Jólaljósin í Fossvogskirkjugarði verða afgreidd alla virka daga frá kl. 9—19 frá og með 14. des. til hádegis á Þorláksdag. Ath. ekki afgreitt á sunnudögum. Guðrún Runólfsson Miðvikudagur 13. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.