Alþýðublaðið - 14.12.1972, Side 1
HALF MILUON
f ÚÐAN MANN
Ég tel að tjónið hér vegna inn-
brotsins i siðustu viku, nemi
aldrei undir hálfri milljón króna,
sagði Jón Pétursson forstjóri JP
innréttinga, i viðtali við blaðið i
AÐ HEIMAN
Þetta eru mennirnir, sem um
þessar mundir ráða rikjum á
tunglinu og i nágrenni þess.
Dr. Harrison Schmitt efst, er
fyrsti visindamaðurinn, sem
tckur þátt i tunglflugi. Roland
Evans (undir plasthjálmin-
um) stjórnar móðurskipinu á
hringsóii þess kringum tungl-
ið, þar sem það biður tvi-
menninganna, sem ,,fóru nið-
ur”. Á neðstu myndinni cr svo
Eugene Cernan, stjórnandi
þessarar tunglferöar Banda-
rikjamanna, sem kann að
verða sú siðasta á þessari öld.
gær, en eins og Alþýðublaðið hef-
ur áður skýrt frá, var brotizt inn i
fyrirtækið aðfaranótt föstudags-
ins sl.
Jón sagði að verkstæðið væri
fyrst nú að komast i full afköst,
þar sem starfsmennirnir 25 hafa
flestir unnið að hreingerningum
og öðrum lagfæringum frá þvi á
föstudag.
Taldi hann kaupgreiðslur einar
vegna þessa nema hátt i 200 þús-
und krónur.
Þá var hráefni spillt fyrir tugi
þúsunda. Helltu skemmdarvarg-
arnir m.a. 500 litrum af lakki nið-
ur og ötuðu þvi viða og mökuðu
talsverðu magni af limi á full-
Framhald á bls. 10
ENNÞA
DREGST
ÞAÐ
Enn seinkar undirritun sam-
komulags um frið i Vietnam, i
þetta skipti vegna þess, að aftur
hefur risið ósamkomuiag um það,
hvort N-Vietnamar skuli draga
her sinn frá S-Vietnam, og einnig
eru samningamennirnir i Paris
ekki sammála, hver skuli undir-
rita 'samninginn.
Van Thieu, forseti S-Vietnam,
sagði á fundi i gær, að hann hafi
visað á bug tveimur uppköstum
að samningum, þar sem settar
voru upp málamiðlunartillögur
um brottflutning n-vietnamska
herliðsins, segir i UPI-frétt frá
Saigon.
OLAFIA
MILLI
HEUU
Þar kom, að frjálslyndir létu að sér kveða i rikis-
stjórninni. Þeir hafa sett samstarfsflokkum sinum
svo afdráttarlaus skilyrði i sambandi við lausn efna-
hagsmálanna, að i marga daga hefur stjórnin riðað
til falls og er ekki útséð um það enn, hvort hún lifir
eða deyr, jafnvel þótt annar samstarfsflokkurinn,
Framsóknarflokkurinn, hafi i fyrrakvöld fallizt á
kröfur frjálslyndra fyrir sitt leyti.
Eins og kunnugt er þá benti
hin svonefnda valkostanefnd á
þrjár leiðir tii iausnar á efna-
hagsvandanum, — uppbóta-
kcrfi, niðurfærslu og gengis-
lækkun. Alþýðubandaiagið, ög
þá einna helzt Lúðvik Jósefsson,
hafði mestan hug á uppbótaleið-
inni, Framsóknarflokkurinn var
til i það tusk, en velti jafnframt
fyrir sér einhverri gengisfell-
ingu, eða yfirfærslugjaldi, en
hinir scrfræðilegu ráðunautar
töldu gengisfeilingarleiöina
hcppilegasta fyrir aiia aðiia.
Þannig stóðu málin nokkra
hrið, eða þar tii þingflokkur
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna ásamt þröngum hópi
nánustu trúnaðarmanna úr
samtökunum samþykkti með
öllum greiddum atkvæðum að
leggja fyrir samstarfsflokkana
tillögur um H>% gengislækkun,
sem er talsvert mcira, en talið
var nauðsynlegt af valkosta-
ncfndinni, en ástæðan er sú, aö i
tiliögum sinum gcra frjáls-
lyndir ráð fyrir þvi, að bæði
verði skiiað aftur þeim visitölu-
stigum, sem frestuð var
greiðsla á með bráðabirgðalög-
unum frá i sumar, og eins að
umsamin kauphækkun i marz á
næsta ári komi til framkvæmda.
Þá fólst einnig i tillögum
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna, að söiuskattur yröi
lagður á ýmsa þjónustustarf-
scmi, útgjöld rikisins yrðu
skorin niður um 500 m. kr. ,
söluskattur yrði hækkaður um 2
% án þess að það kæmi fram i
visitölu og framkvæmd yrði
hækkun á áfengi og tóbaki með
sömu skilyrðum.
Var samþykkt þingflokks
frjálslyndra á tillögu þessari
þannig, að ómögulegt var að
skilja hana öðruvisi en sem
algera úrslitakosti og myndu
samtökin gera það að skilyrði
fyrir áframhaldandi setu i
stjórninni, að á hana yrði fallizt.
Þessi skilaboð voru flutt af
ráðherrum frjálslyndra inn á
fund rikisstjórnarinnar, sem
haldinn var s.l. mánudags-
morgun og ætlaði þá allt um koll
að keyra. Ölafur Jóhannesson
reyndi að malda i móinn og
Lúðvik ætlaði af göflunum að
ganga. Ilvikuðu ráðherrar
frjálslyndra þó hvergi frá til-
lögum sinum og lauk rfkis-
stjórnarfundinum með sam-
þykkt um, að ráðherrar hvers
flokks um sig skýrðu þingflokk-
um sinum frá ágreiningnum.
Var það gcrt á fundum þing-
flokkanna, sem hófust kl. :i þann
sama dag og á fundi þingflokks
Framsóknarflokksins komu þá
strax fram raddir um stuðning
við fyrirætlanir frjálslyndra.
Siðar þennan sama dag —
mánudag — var svo haldinn
annar fundur i rikisstjórninni,
þa r sem málin voru rædd og enn
annar fundur var haldinn strax
morguninn eftir. Var á þann
fund mættur fulltrúi
llagrannsóknardeildar
Framkvæmdastofnunar rikisins
og styrkti það mjög stöðu frjáls-
lyndra, cr umsögn hans var
gefin, — en hún var jákvæð fyrir
öll atriði utan eitt i tillögum
frjálslyndra.
A fundi þingflokks Fram-
sóknarflokksins siðar þennan
sama dag — þriðjudag — var
svo samþykkt að ganga að skil-
yrðum Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna og styðja gengis-
lækkunaráform þcirra. Settu
Fra msóknar menn þó það
skilyrði, að þeim yrði heimiit að
segja við umræður um málið, að
hugmyndirnar að ráðstöfunum
væru ekki frá þeim komnar,
heldur frjálslyndum , scm lagt
hefðu á þær svo þunga áherzlu,
að þeir hefðu gcrt það að
fráfararatriði, ef ckki yrði á þær
fallizt. Ilefði Framsóknar-
fiokknum þvi ekki verið önnur
leið fær en að fallast á að standa
að gcngislækkuninni, þar eð
hann hafi ekki viljað að
stjórnarsamstarfið rofnaði.
Enda þótt Framsóknarmenn
hafi þarna gefið sig og varpað
fyrir róða öllum hugmyndum
sins eigin flokksformanns um
lausn vandans, þá er enn langur
vegur frá þvi að
Alþýðubandalagið hafi gengið
undir sama jarðarmenið. Allt er
þvi enn i óvissu um framtiö
stjórnarinnar og fara nú fram
mjög harðar sviptingar innan
Aiþýöuhandalagsins um, hvort
sprengja eigi eða ekki.
A fundi scm þingflokkur
Alþýðubandalagsins og menn úr
innsta hring flokksins sátu,
hellti I.úðvik Jósefsson úr
Framhald á bls. 4
Framsókn fellst á skilyrði Frjálslyndra - en Lúðvík trylltur
LOÐNUVERÐIÐ ER HELMINGI
HÆRRA EN IFYRRA!
OG HVER UGGI
ÞEGAR SELDUR
Búið er að selja fyrirfram allt
mjöl sem kemur til með að verða
framleitt á komandi loðnuvertið,
og jafnvel eitthvað umfram það.
Þá er langt komið með að selja
fiskimjöl komandi vertiðar.
Mjölið hefur verið selt á topp-
verði, þvi hæsta sem þekkst
hefur. Er verðið helmingi hærra
en i fyrra.
Mikill áhugi er meðal útgerðar-
manna fyrir loðnuvertiðinni, sem
hefst með þvi, að loðnubátarnir
verði yfir 70 talsins, en þeir voru
flestir 58 i fyrra.
Eitt skip, Eldborg frá Hafnar-
firði, hefur þegar hafið loðnuveið-
ar með flotvörpu undan Norður-
landi, en veiðarnar hefjast ekki
almennt fyrr en loðnan kemur
upp að suðurströndinni eftir ára-
mót.
Alþýðublaðið hefur fengið þær
upplýsingar hjá Gunnari Peter-
sen, sem flytur út sjávarafurðir,
að allt loðnumjöl á komandi ver-
tið sé þegar selt.
Gizkaði Gunnar á að búið væri
að selja fyrirfram 30—40 þúsund
tonn af loðnumjöli, og 15 þúsund
tonn af fiskirnjöli. Lýsi er einnig
allt saman selt.
Verðið á loðnumjölinu hefur
verið mjög hátt. Hefur hver ein-
ing eggjahvitu selst á 20.00—2,35
sterlingspund, en verðið var i
fyrra 1.00 sterlingspund fyrir ein-
inguna. Verð á lýsi hefur ekki
hækkað eins mikið.
Gunnar Petersen bjóst ekki við
þvi að verðið breyttist mikið á
næstunni. Algjört veiðibann væri
rikjandi i Peru, allt fram til marz
á næsta ári. Um 350 fiskibátar i
Perú hefðu reynt að veiða ansjósu
fyrir nokkrum dögum, en veið-
arnar voru stöðvaðar strax, þvi
veiðin var litil og ansjósan horuð.
Þessa dagana eru sildveiðibát-
arnir sem óðast að koma úr
Norðursjónum. Verða þeir heima
Framhald á bls. 10