Alþýðublaðið - 14.12.1972, Qupperneq 3
JAFHVEL
LÆKNAR ERU
LINULAUSIR
Þar sem mikill hörgull er á
simalinum upp i Breiðholt hefur
Bæjarsiminn boðið ibúum þar
upp á þá þjónustu að setja al
menningssima i anddyri þeirra
blokka sem ekki eru enn
komnar i samband við umheim-
inn. Þetta eru blokkirnar við
Torfufell 25-31, Asparfell,
Vesturberg og Æsufell. Þessir
almenningssimar eru hinir
fyrstu, sem eru settir upp innan
dyra i venjulegum ibúðarhús-
um, og þeir hafa auk þess þann
kost fram yfir aðra almennings-
sima, að i þá er hægt að hringja
utan úr bæ, en ákveðinn maður i
hverri blokk annast þá þjónustu
að ná i það fólk, sem hringt er i.
Simanúmerin voru reyndar
ekki komin á skrá hjá sima-
skránni i 03, þegar Alþýðublaðið
hingdi i það númer i gær, en
stúlkan, sem varð fyrir svörum,
sagðí, að það yrði væntanlega á
næstunni.
Alþýðublaðið hefur áður sagt
frá simaskortinum i borginni,
og upplýsti þá, að um mánaða-
mótin febrúar-marz verði tekin
i notkun ný simstöð fyrir
Breiðholtið, og þá bætist eitt-
þúsund ný simanúmer við þar.
Um mánaðamótin mai-júni bæt-
ast siðan önnur þúsund síma -
númer við.
Að þvi 'er skrifstofustjóri
bæjarsimans sagði i viðtali við
Alþýðublaðið i gær hefur verið
reynt að halda linum lausum
fyrirþá, sem nauðsynlega þurfi
á sima að halda. Þar i flokki
sagði hann vera m.a. lækna,
hjúkrunarkonur, atvinnufyrir-
tæki, sjúklinga, sem samkvæmt
læknisvottorði þurfa nauðsyn-
lega að hafa greiðan aðgang að
sima og konur, sem séu komnar
nálægt þvi að fæða börn. Einnig
FYRRVERANDI STJORNAR-
MAÐUR UM HRINGSNÚNING
DÝRAVERNDARSAMBANDSINS:
„Þéttbýli er ekki vett-
vangur fyrir hunda
er reynt að flýta uppsetningu
sima hjá starfsmönnum flugfé-
laganna. Oft þarf að vera unnt
að hringja i þá hvenær sólar-
hrings sem er, og þess eru
dæmi, að fólk i þessum störfum,
svo sem flugmenn og flugfreyj-
ur, geti ekki flutt inn i ibúðir
sinar vegna simaskorts.
í Breiðholti hefur ekki verið
unnt að veita þennan forgang,
þar eð gripið var til þess að nota
þær fáu linur, sem voru lausar,
fyrir almenningssimana. Þar
eru þvi m.a. læknar simalausir.
Almenningssima hefur einu
sinni verið komið fyrir i klefa
við blokk, en það leið ekki nema
vika þar til hann var skemmd-
ur. Eftir aðra viku þótti ekki
annað ráð vænna en fjarlægja
hann alveg. Almenningssim-
arnir i Breiðholtinu hafa hins-
vegar fengið að vera i friði til
þessa, enda eru þeir inni I and-
dyrum, sem viðast eru læst.
„Þessar gifuryrtu yfirlýsingar
nýju stjórnarinnar breyta að
sjálfsögðu engu um afstöðu okkar
til hundahalds i þéttbýli, sem við
getum alls ekki fallizt á, að sé
dýraverndunarmál”, sagði
Þorsteinn Einarsson, iþrótta-
fulltrúi, i samtali við Alþýðu-
blaðið i gær, en hann átti meðal
annarra sæti i stjórn Sambands
Dýraverndunarfélaga tslands á
árinu 1970, sem þá lagðist
eindregið gegn þvi að hundahald
yrði leyft i Reykjavik.
Þorsteinn sagðist eiga eftir að
svara stóryrtum yfirlýsingum
nýju stjórnarinnar opinberlega,
en eins og komið hefur fram áður
lýsir nýja stjórnin þvi m .a. yfir að
staðhæfingar þær, sem næstsiðast;
stjórn Sambands dýraverndunar-
félaga lslands lét frá sér fara á
árinu 1970 um hundahald i þétt-
býli séu „órökstuddar og ósæm-
andi aðdróttanir um dýraniðslu i
garð milljóna hundaeigenda i
erlendum borgum , stjórnvalda
þessara borga og fjölda þjóðhöfð-
ingja heims”.
„Afstaða okkar er sú, að þétt-
býli sé ekki vettvangur eða kjör-
lendi fýrir hunda,” sagði
Þorsteinn Einarsson og þessi
afstaða okkar er i samræmi við
afstöðu dýraverndunarsamtaka
um gjörvallan heim”.
Þorsteinn sagði ennfremur, að
hundahald væri nú orðið hið
mesta vandamál i fjölmörgum
borgum erlendis, ekki sizt varð-
andi fyrirkomulag hunda-
Framhald á bls. 10
Kólera
dafnar í
Indónesíu
Það er langt i frá að kólera sé á
undanhaldi. 1 Indónesiu létust
fyrstu 10 mánuði þessa árs 5.025
manns af viildum kóleru, og
hvorki meira né minna en 24.128
lögðust inn á sjúkrahús, og bætti
það ekki ástandið i ’l andi þar sem
sjúkrahús eru ekki á hverju strái.
1 fyrra var tala látinna 3.276, en á
sjúkrahús komu alls 17.620.
Heilbrigðisráðherra landsins
sagðiað svo lengi sem þorp lands-
ins fengju ekki ómengað vatn
myndi kólerufaraldurinn halda
áfram að aukast hröðum skref-
um.
HASKOUHH ,HARMAR’ Afl-
DRÚTTUHIIM VIHNUSVIK
Eins og getið var i fréttum á ]
sinum tima, urðu nokkur orða-
skipti á Alþingi, hinn 5. desem-
ber, um störf og skyldur prófess-
ora við Háskóla tslands. í tilefni
þeirra umræðna hefur varafor-
seti Háskólaráðs, Jónatan Þor-
mundsson, prófessor, sent blað-
inu yfirlýsingu.
I henni segir að Háskóli Islands
mundi fagna þvi, ef gerð yrði al-
menn, hlutlaus úttekt á störfum
allra rikisstarfsmanna. Hins veg-
ar harmar Háskólinn, að i um-
ræðum á Alþingi skuli hafa verið
látið liggja að vinnusvikum og
misbeitungu valds af hálfu pró-
fessoranna, og þeir einir rikis-
starfsmanna dregnir til úttektar,
og algert þekkingarleysi lagt tfl
grundvallar fráleitu mati á störf-
um þeirra. Er varað við tor-
tryggni og fyrirlitningu milli
stétta og starfshöpa, og röngum
hugmyndum við samanburð á
andlegri og likamlegri vinnu.
Þá er vikið að kennsluskyldu
prófessora og annarra kennara
við Háskólann, sem og rann-
sóknar- og stjórnunarstörfum
þeirra. Ekki er dregið úr nauðsyn
á bættum kjörum barnakennara,
en fráleitt talið að gera saman-
burð á störfum og kennsluskyldu
þeirra og háskólakennara.
Bent er á hefðbundið aka-
demiskt og fjárhagslegt sjálf-
stæði háskóla i öllum lýðfrjálsum
Framhald á bls. 10
VOTTAR JEHOVA
OFSÚTTIR.DREPNIR
-KONUM NAUÐGAÐ
Allir Vottar Jehova i Afriku-
rikinu Malawi, 23,000 talsins,
hafa flúið land undanfarna
mánuði, eftir ofsóknarherferð
yfirvalda þar i landi á sértrúar-
söfnuð þennan.
Vitað er um 10 úr hópnum,
sem myrtir hafa verið og óttast
að sú tala kunni að vera jafnvel
60. Þá hafa fjölmargir verið
limlestir og mörgum konum
nauðgað.
Flestir flóttamennirnir dvelja
nú i flóttamannabúðum i ná-
grannarikinu Zambiu, aðrir
hafa farið til Mozambique.
Ofsóknirnar hófust fyrst eftir
að ársþing stjórnarflokksins i
landinu ályktaði að sértrúar-
flokkar væru óæskilegir i land-
inu, og voru Vottar Jehova þar
sérstaklega nefndir. Var álykt-
að að þeir skyldu reknir úr öll-
um opinberum stöðum og fólk
hvatt til að reka þá á burtu úr
þorpum sinum.
Talsmenn Vottanna telja að
ástæðan sé m.a. sú, að þeir hafi
neitað að kaupa félagsskirteini i
Malawi-flokknum, hinum eina
leyfða stjórnmálaflokki lands-
ins, en það hafi verið ósamræm-
anlegt trúarskoðunum þeirra.
Hann sagði að félagsskirteina-
kaup þessi væri eins konar
skattlagning á ibúana. Trúar-
flokkurinn var bannaður árið
1967, en hefur siðan verið starf-
ræktur óopinberlega.
Sendiherra Malawi i
Washington sagði hins vegar að
það væri ekki rétt. Raunveru-
lega ástæðan fyrir brottrekstri
þessa fólks væri sú, að það neit-
aði að borga skatta, og hvetti
annað fólk til að borga ekki
skatta og syngja ekki þjóðsöng-
JÓLIN 0G LJÓSIÐ
Kertaljósin eru fögur, en þau
geta einnig verið hættuleg. —
Foreldrar, leiðbeinið börnum yð-
ar um meðferð á óbirgðu Ijósi.
Um leið og vér beinum þessum
tilmælum til yðar, óskum vér yð-
ur öllum GLEÐILEGRA JÓLA.
BRUNABOTAFELAG ISLANDS
LAUGAVEGI 103, SIMI 26055.
o
Fimmtudagur 14. desember 1972