Alþýðublaðið - 14.12.1972, Page 11

Alþýðublaðið - 14.12.1972, Page 11
POST U Lí N SSTYTT U R POSTULÍNSVASAR POSTULÍNSSTELL POSTU L í NSPLATT AR POSTULÍNSSKÁLAR JÓHANNES NORÐFJÖRÐ HVERRSGÖTU49 LALIGAVEGl 5 ★ SKARTGRIPIR ★ ÚR OG KLUKKUR ★ SÆNSKUR KRISTALL ★ BÆHEIMSKUR KRISTALL JOHANNES NORÐFJÖRÐ HVERnSGÖTU49 LWJGAVB315 FONDUSETT HIN EINU OG SÖNNU _5prin^“ I Swhzejtand .—J JÓHANNES §jh NORÐFJÖRÐiroÆ LNJGAVEGI5 FRÁ Saumanámskeið Eins og fram hefur komið i fréttum út- varps, og blaða verður haldið sauma- námskeið við IÐNSKÓLANN í REYKJAVÍK dagana 15. jan.—9. febr. Kennd verða undirstöðuatriði verk- smiðjusaums og meðferð hraðsaumavéla. Umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 20. des. Þátttökugjald er kr. 1000.00. Nánari upplýsingar veittar i skrifstofu skólans. SKÓLASTJÓRI. NORÐUR-ATLANTSHAFSFLUGIÐ SNÚA FLU6FÉLÖQIN VÖRN í SÓKN? Eftir Bjarna Sigtryggsson Ungmennafargjöld og f jölskylduafsláttur af flugfarg jöldum heyra brátt fortíðinni til, — en þess i stað verður reynt að laekka öll flugfargjöld í heild, er stefna banda- ríska flugráðsins, CBA. Flugráðið samþykkti með þrem atkvæðum gegn tveim i lok siðustu viku að sérstök ódýr- ari fargjöld fyrir ungt fólk og önnur sérfargjöld af sliku tagi væri mismunun og ekki réttlát gagnvart hinum almenna flug- farþega. Einnig var ákveðið að innan 18 mánaða gangi úr gildi hin sér- stöku fargjöid á flugleiðum inn- an Bandarikjanna, sem nefnd hafa verið „Discover America” — eins konar kynningarfargjöld á flugleiðum þar. Röksemdin að baki þessari ákvörðun er fyrst og fremst sú, að það brjóti i bága við fram- tiðarstefnu fargjaldamála að sérstökum hópum verði gert kleift að bóka far i venjulegu áætlunarflugi á lægra verði en almennt gerist, sé ekki um að ræða annað tveggja, pöntun á sæti með löngum fyrirvara og fyrirframgreiðslu, ellegar „bið- pöntun”, þar sem farþegi getur keypt far fyrir lægra verð, en verður á biða á flugvellinum og geturátt það á hættu að missa af flugvélinni komi annar kaup- andi og greiði fullt verð. VALKOSTIR Þessir tveir siðastgreindir valkostir hafa verið mjög til umræðu á fargjaldaráðstefnum flugfélaga i Genf og Montreal undanfarið. Flest flugfélaganna aðhyllast fyrri möguleikann sem áhrifa rika leið i baráttunni gegn ásælni svonefndra leiguflugfé laga á i annamestu flugleiðirn- ar. Er gert ráð fyrir að'með þvi að væntanlegur flugfarþegi, sem skipulagt getur ferð sina með löngum fyrirvara og færi þar af leiðandi ella fremur með einhverri hópferð, sem býður farið á allt að hálfvirði, muni eftir breytinguna ferðast með reglubundnu áætlunarflugi flug- félags. Hann þarf þá að leggja inn farpöntun sina með þriggja til sex mánaða fyrirvara og greiða a.m.k. helming fargjalds við staðfestingu farpöntunar sinnar. Á þennan hátt hyggjast flug- félögin ná til sin að nýju þeim farþegum, sem litið ferðast,en geta skipulagt og timasett ferðir sinar með löngum fyrirvara, eða eru reiðubúnir að fljúga þegar flugfélaginu hentar. BEÐIÐ EFTIR LAUSU SÆTI Hin leiðin, sem talsvert var til umræðu i haust, er brezka flug- félagið Laker Airways sótti um leyfi til að selja mjög ódýrar ferðir á leiðinni yfir Norður- Atlantshafið, er kölluð „Sky- train-services”. Með þvi fyrirkomulagi hyggst brezka flugfélagið, og reyndar nokkur bandarisk, sem sótt hafa um leyfi til sams konar flug- reksturs, ná ofangreindum far- þegum með þvi að selja mjög ódýr fargjöld, en án allra þæg- inda og þjónustu, og þar er gert ráð fyrir þvi að farþegar kunni að þurfa að biða á flugvellinum þar til vitað er með vissu rétt fyrir brottför hvort sæti séu laus i viðkomandi flugvél. SKIPTAR SKOÐANIR Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið milli evrópskra og banda- riskra flugmálayfirvalda um fyrirkomulag nýrra leiða i far- gjaldamálum, og hefur raunar borið talsvert á þvi að banda- rikjamenn vilji láta frjálsa samkeppni ráða meiru en boð og fyrmæli flugmálayfirvalda. Hins vegar hafa allir aðilar verið á þeirri skoðun að eðlilegt sé að þau flugfélög sem skuld- binda sig til að halda uppi reglu- bundnu áætlunarflugi allan árs- ins hring fái öðrum fremur að njóta þess að fá að flytja þá hópa, sem af ýmsum ástæðum geta ferðast ódýrar en hinn al- menni farþegi. Agreiningurinn er fyrst og fremst um leiöir. Akvörðun bandariska flug- ráðsins gildir einvörðungu flug- leiðir innan Bandarikjanna. Um allar alþjóða flugleiðir gildir samkomulag flugmálayfirvalda allra hlutaðeigandi rikja. LOW COST FLIGHTS AUliouyli thc Intcmalional Heralc Tribune ma/ccs evcrv rcasonable . effort to screen its advertisers, \t cannot vouch ior thc reliabilitn of thc low cost fliQhts i advertised below. i ■------------------------------j U.S.A. & Canada for Xmal worldwide Jct Flights to all destinal Lions includine: New York. Loi Angeles, Toronto. Australia anq Africa from $125. CIIARTKR TRAVEl, Í F.NTRF. ' 3/5 Maddox Strect. London, W.l. . Tclephone: 499 3tí45. I >AII.Y FLIGHTS: Singaporc. KualiS , Lumpur £70. Australia £150, TokyÆ £145, New York/Toronto fronm £45. Seot Centre. 124 New Bondm SU London. Tcl.; 491 7235/7279^ í auglýsingum af þessu tagi er lesendum Inter- national Herald Tribune og hundraða annarra blaða boðið að fljúga í leiguhópferðum yfir Norður-Atlatnshafið eða á öðrum leiðum langt undir samræmdum fargjöldum flugfélaganna. En flugfé- lögin telja að þau geti sjálf og eigi að sinna þess- um farþegahópum. NVIR FARÞEGAR 1 greinargerð með niðurstöð- um ráðsins er sagt að tilgangur slikra sérfargjalda, svo sem ungmennafargjalda og fjöl- skylduafsláttar, sé sá að fá inn i flugvélarnar farþega sem ella myndu siður fljúga. Það sé hins vegar skoðun ráðsins að með slikum verulegum lækkunum fyrir afmarkaða hópa fáist mjög litið fleiri nýir farþegar heldur en með minni fargjalda- lækkunum fyrir alla farþega. Ungmennafargjöld þau, sem bandariska flugráðið, CAB, hyggst fella niður, gilda fyrir fólk á aldrinum 12 til 21 árs, og nema 80% af upphæð fargjalds fyrir bókun á tilteknu flugi. Fólk á þessum aldri, sem er reiðu- búið að biða á flugvellinum eftir lausu sæti greiðir hins vegar aðeins 66.6% af fargjaldinu. Fjölskyldufargjöld innan Bandarikjanna eru á þann hátt að fjölskyldufaðir greiðir fullt fargjald, en hver fullorðinn fjöl- skyldumeðlimur annar, sem ferðast um leið greiðir 75% , unglingar á aldrinum 12-21 árs greiða einnig 75% af fullu far- gjaldi, en börn á aldrinum 2-11 ára greiða tvo þriðju. Afsláttarfargjöld i flokknum „Kynnizt Ameriku” nema 87.5% af venjulegu fargjaldi og er bundin ýmsum takmörkun- um. Meðal annars þeim að farið verður að kaupa báðar leiðir, ferðin þarf að vera a.m.k. vika og ekki má fljúga á sérstökum tilteknum annatimum. Þegar flugráðið hyggðist af- nema þessi ódýrari fargjöld fyrir þrem i.uin urðu ýmsir aðilar til að mótmæla þvi, og þess vegna var áætlunin svæfð i þinginu. Nú er hins vegar gert ráð fyrir þvi að hún nái i gegn. GAMALDAGS Formaöur CAB, Secor Browne, átaldi IATA, alþjóða samband flugfélaga, harðlega i ræðu sem hann hélt i veizlu hjá konunglega flugmálafélaginu i London um miðja siðustu viku. Hann sagði þar að IATA rig- héldi i gamaldags og úrelt kerfi um sérstaka afslætti, sem ein- ungiskæmi félögunum sjálfum i koll. Kerfi þeirra væru allt of flók- in, sagði hann, og félögin 40, sem þá þinguðu i Genf, neituðu að viðurkenna og aðlaga sig að nýjum og stórstækkandi mörk- uðum. Hann taldi að IATA ætti að einfalda fargjaldakerfin og veita leiguflugfélögunum aðild að samtökunum. VANDAMÁL Ekki er búizt við þvi að IATA taki þessa hugmynd einu sinni til umræðu, hvað þá meira. Hins vegar blasir þaö vanda- mál við aöildarfélögum IAl'A, en öll fargjöld þeirra eru háð einróma samþykkt á árlegum fargjaldaráðstefnum, að leigu- flugfélögin haldi áfram, og jafn- vel i vaxandi mæli, að sópa til sin þeim farþegum, sem vilja fljúga ódyrt milli landa, jafnvel þótt þær leiguferðir séu fáar og stundum ekki 100% öruggar. LÖGBROT Leiguflugfélögin sniðganga langflest þær reglur að einungis megi selja slik fargjöld til sér- stakra félagahópa, sem full- nægja vissum skilyrðum. Þetta vandamál hefur meðal annars komið upp hér á landi, þótt ekki hafi verið um að ræða jafn gróf brot eins og tiðkast á leiðinni milli Evrópu og Norður- Ameriku. Það er nú einna liklegast að IATA flugfélögin fallist á til bráðabirgða kerfi fjögurra megin fargjaldaflokka. LÆKKANIR 1 fréttum i gær var skýrt frá þvi að Genfarráðstefnan kann- aði nú tillögur um þetta kerfi, en samkvæmt þeim er gert ráð fyr- irnokkurri verðlækkun farmiða á báðum farrýmum, einnig ódýrum ferðum fram og til baka með 14—45 daga gildistima og svo loks svonefndar „Apex” ferðir (Advance Purchase Excursion), en þar gilda þær reglur að einstaklingar, sem panta slika farmiða verða að staðfesta pöntunina með þriggja mánaða fyrirvara og greiöa þá fjórðung verðsins. Mánuði fyrir brottför verða þeir að hafa greitt farmiðann að fullu. Eins og er má telja liklegast Framhald á bls. 4 Fimmtudagur 14. desember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.