Alþýðublaðið - 20.12.1972, Síða 5

Alþýðublaðið - 20.12.1972, Síða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666/) Blaðaprent h.f^ BENT Á RÉTTA VEGINN ,,Nú spyrja menn eflaust hvað minn flokkur telji skynsamlegast að gera i þeim vanda, sem við er að etja og við gerum okkur full- ljósan”, þessari spurningu varpaði Gylfi Þ. Gislason fram i ræðu sinni um gengisfellingu rikisstjórnarinnar i umræðunum á Alþingi i fyrradag. Og hann svaraði fyrir hönd þingflokks Alþýðuflokksins: „Undir núverandi kringum- stæðum með hliðsjón af ástandi og horfum i efnahagsmálum, sem að sumu leyti eru mjög góðar, þá hefði átt að gripa til ráðstafana, sem hefðu verið svipaðar þeim, sem rikisstjórn Emils Jónssonar greip til sumarið 1959. Þær tókust vel og náðu tilskyldum árangri”. Þessi yfirlýsing Gylfa Þ. Gislasonar um úrræði Alþýðuflokksins er skýr og ótviræð. Hún er einnig mjög merkileg fyrir þá sök, að þetta mun vera i fyrsta sinn, a.m.k. á siðari árum, sem stjórnarandstöðuflokkur lætur sér ekki nægja að skamma rikisstjórn fyrir mistök, heldur svarar um leið sjálfur þeirri spurningu: Hvað viltu þú þá gera i staðinn? Alþýðuflokkurinn hefur sagzt vera ábyrgur flokkur og sem slikur hefur hann náð miklum árangri þá hann hefur haft aðstöðu til með stjórnarþátttöku. Alþýðuflokkurinn vill vera á sama hátt ábyrgur flokkur i stjórnarandstöðu og vonast til þess að geta einnig með þeim hætti náð einhverjum árangri almenningi til hags- bóta, þótt itök hans og áhrif séu eðlilega minni utan stjórnar en i stjórn. Einmitt vegna þess að Alþýðuflokkurinn hefur þessar skynsamlegu og raunar sjálfsögðu vinnuaðferðir i heiðri þá hefur hann nú skorið sig algerlega úr, ekki að- eins frá núverandi stjórnarandstöðu heldur frá störfum stjórnarandstöðuflokka yfirleitt, með þvi að láta sér ekki nægja að atyrða rikisstjórn fyrir að henni séu mislagðar hendur heldur koma hreinskilnislega fram og segja: Svona viljum við leysa málið. Árið 1959 var við svipuð vandamál að etja og nú að þvi leyti til, að þáverandi stjórnarflokkar náðu ekki samstöðu um lausnir, sem dygðu til að mæta til fulls þeim efnahagserfiðleikum, sem þá steðjuðu að. Munurinn þá og nú er sá, að þegar þetta var ljóst sagði þáverandi forsætis- ráðherra, Hermann Jónasson, af sér, en nú- verandi forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, vill umfram allt sitja á meðan sætt er jafnvel þótt honum og öllum öðrum sé ljóst, að þær ráðstafanir , sem málamyndasamkomulag fékkst um i stjórninni, nægja ekki til lausnar á vandanum. Sumarið 1959, þegar stjórn Hermanns Jónas- sonar hafði hrökklast frá völdum og forsætis- ráðherra hennar kvatt með þeim orðum, að nú stæði landið á barmi hyldýpisins, þá var það minnihlutastjórn Alþýðuflokksins undir forsæti Emils Jónssonar, sem lagði til atlögu við hin geigvænlegu vandamál og störf hennar skiluðu svo góðum árangri, að enn er i minnum haft. Nú kemur Alþýðuflokkurinn fram og segir. Lausn rikisstjórnarinnar dugar ekki. Allt verð- ur aftur komið i sama kalda kolið innan fárra mánaða. Aðstæður i þjóðfélaginu eru hins vegar þannig, að Emilsleiðin gamla og góða á nú við. Förum þvi þá leiðina. Og þjóðin veit, hvað Alþýðuflokkurinn vill. Hann ávitar ekki bara aðra fyrir mistök, eins og jafnan hefur verið háttur stjórnarandstöðuflokka. Hann bendir einnig á rétta veginn. alþyðul aðið B DAUÐASTRlB STIÖRN ARINNAR ER HAFIÐ t umræðunum á Alþingi i fyrra- dag um gengislækkun rikisstjórn- arinnar talaði Gylfi Þ. Gislason af hálfu Alþýðuflokksins. Hann hélt stutta ræðu þar sem hann lýsti ásigkomulaginu i efnahagsmál- unum, þeim úrræðum, sem Al- þýðuflokkurinn myndi hafa viljað gripa til og þeim átökum sem átt hafa sér stað innan stjórnarflokk- anna og á milli þeirra og afleið- ingum þeirra átaka. t upphafi ræðu sinnar sagði Gylfi á þessa lund: „Engri rikisstjórn á tslandi hefur mistekizt jafn herfilega og þeirri, sem setið hefur að völdum undanfarið hálft annað ár. Hún tók við i mesta góðæri, sem yfir þessa þjóð hefur gengið. Að hálfu öðru ári liðnu steðja nú að svo hrikalegir efnahagserfiðleikar, að a.m.k. tveir af stjórnarflokk- unum hafa orðið að kingja 12 ára gömlum fullyrðingum um skað- semi gengislækkunar og sýnt i þvi sambandi, að kokið á þeim er býsna vitt. Hvað var það, sem hæstvirt rikisstjórn lofaði, þegar hún tók við völdum fyrir hálfu öðru ári? Hún gaf 3 meginloforð. Það fyrsta var að grundvöllur útflutningsat- vinnuveganna skildi treystur, lof- orð 2, að hér skyldi ekki vera meiri dýrtið en i nálægum lönd- um, i 3. lagi, að kaupmáttur laun- tekna skyldi hækka um 20% á tveim árum. Hverjar hafa orðið efndirnar á þessum loforðum? Er rekstrar- grundvöllur útflutningsatvinnu- veganna traustur? Hver veit ekki, að bátaflotinn i dag er rek- inn með tapi, miklu tapi, hver veit ekki, að togaraflotinn er rekinn með tapi, hver veit ekki að frysti- iðnaðurinn, mikilvægasta at- vinnugrein Islendinga, er rekinn með tapi? Allar þessar aðalgrein- ar útflutningsatvinnuveganna njóta nú þegar styrks úr rikissjóði og halli þeirra mun fara stór vax- andi á næsta ári. Hver hefur ekki heyrt þann boðskap iðnrekenda, bæði einkaiðnrekenda og sam- vinnuiðnrekenda, að fyrirsjáan- legtsé, að á næsta ári muni verða stórkostlegur halli á rekstri iðn- aðar á íslandi? Er þetta að efna loforðið um traustan grundvöll? Og hvernig er með dýrtiðina? Hefur dýrtiðin verið stöðvuð? Nei! Dýrtiðar- vöxturinn hefur haldiö áfram og enginn getur borið á móti þvi, að dýrtið hafi hér undanfarið hálft annað ár vaxið meira, en hún hef- ur gert i nálægum löndum. En hvernig er þá með 20% kaupmáttaraukninguna, sem lof- að var á tveimur árum? 1 kjara- samningunum i des. 1971 var samið um verulegar kauphækk^ anir, sem munu hafa aukið kaup- mátt launa ef þær hefðu fengið að haldast i um þaö bil 15%. En rikisstjórnin hefur smám saman verið að taka dálitiö af þessu aftur, svipti launþega hluta af þessari kauphækkun i sambandi við skattalagabreytinguna þegar hún breytti nefsköttunum i venju- lega tekjuskatta. Nefsköttunum, sem voru i visitölugrunninum, þeim breytti hún i tekjuskatta, sem voru ekki i visitölugrunnin- um og hækkaði þess vegna verð á landbúnaðarvörum, sem nam um 4—5 visitölustigum, án þess að launþegar fengju þetta bætt i 9 mánuði og þá loks ekki nema að nokkrum hluta. Enn gekk hún á hlut launþeganna með bráða- birgðalögum i júli s.l. þegar frest- að framkvæmd 2,5 visitölu- stigum, sem launþegar hafa orðið að bera bótalaust á siðari hluta þessa árs. Það er i dag ekki greitt kaupgjald samkvæmt réttreikn- aðri visitölu. Það er haldið fyrir launþegunum 4—5 visitölustigum, sem launþegar fá nú ekki bætt. Með öðrum orðum rikisstjórnin hefur i tvigang verið að taka aftur hluta af kjarabótinni, sem laun- þegasamtökin sömdu um i des. 1971. Og nú er þetta allt saman kórónað með 11% gengislækkun, sem auðvitað kemur til með að valda kjaraskerðingu jafnvel þó að visitölukerfið haldi áfram að vera i gangi. Þegar rætt er um það frv., sem hér er til umræðu og ákvörðun rikisstjórnarinnar og seðlabank- ans um 11% gengislækkun þá er vert að vekja sérstaka athygli á þvi, sem ekki hefur verið undir- strikað rækilega i umræðunum fram að þessu, að úrræði rikis- stjórnarinnar eru ekki nein af til- lögum valkostanefndarinnar. Hún benti á 3 leiðir eins og allir vita, — á uppbótaleið, niður- færsluleið og gengisbreytingar- leið, ásamt ýmsum hliðarráðstöf- unum. Um þær ráðstafanir, sagði valkostanefndin og varð um það sammála, að myndu ná tilætluð- um árangri, myndu leysa vand- ann. Enga þessara leiða hefur hæstvirt rikisstjórn valið. Ef valkostanefnd yrði spurð um þaö, hvort þær ráðstafanir, sem rikisstjórnin er nú að gera, muni leysa þann vanda, sem við er að etja i efnahagsmálum, þá er eng- inn vafi á þvi að hún mundi svara neitandi. Það er ekki nokkur vafi á þvi, að dómur valkostanefndar- innar, um þessar ráðstafanir rikisstjórnarinnar yrði neikvæð- ur, —m.ö.o. vandinn er óleystur þrátt fyrir þessar ráðstafanir og þetta er auðvitað mergur máls- ins. Rikisstjórninni hefur ekki tekizt að ná samkomulagi um að beita sér fyrir þeim ráðstöfunum, sem hún veit ef hún tekur mark á sinumeigin sérfræðingum, að ein ar myndu leysa vandann. Verð- bólgan mun halda áfram og rekstur útflutningsatvinnuveg- anna mun ekki verða tryggður. Þessar ráðstafanir, sem rikis- stjórnin nú gripur til þær munu eflaust duga til þess að fleyta þjóðarskútunni áfram i nokkra mánuði, kannski i 1/2 ár, en leng- ur verður það ekki, þá strandar hún, þá lendir rikisstjórnin i nýrri kreppu. Hvort henni tekst að leysa hana, það er ennþá óséð mál. Annars er það sögulegast við þessa ákvörðun, að annað hvort er hun röng eða þá að allt það, sem núverandi stjórnarflokkar hafa verið að segja um efnahags- mál og gengismál i 12 ár, hefur verið rangt. Það þriðja er ekki til i dæminu. Hafi verið snefill af sannleika i þvi, sem forusta Framsóknar- flokks og Albl. og SFV hefur hald- ið fram varðandi grundvallar- sjónarmiðið i efnahagsmálum undanfarin 12 ár, þegar þeir hafa undantekningarlaust fordæmt þær gengisbreytingar sem þá voru gerðar, — hafi verið snefill aí sannleika i öllum þessum málflutningi, þá áttu þeir auðvit- að ekki að lækka gengið, — þá hlýtur það lika að vera rangt, að lækka gengiö núna. Svo að i raun og veru er i þessari ráðstöfun fólginn þungur áfellisdómur yfir allan málflutning höfuðmálgagna stjórnarflokkanna um efnahags- mál i 12 ár. Og ég öfunda þá ekki á næstu dögum og vikum, að þurfa að gera grein fyrir þvi, hvers vegna er gengislækkun, sem hefur að þeirra dómi verið mesti skaðvaldur á undanförnum ára- tug nú allt i einu orðið heilbrigt og heppilegt bjargráð. Þessu næst ræddi Gylfi um mis- munandi ástæður þeirra fjögurra gengisbreytinga, sem gerðar voru á viðreisnarárunum og sagði, að þar hefði annað hvort verið um kerfisbreytingu að ræða — breytingu úr uppbótakerfi i kerfi frjálsra viðskipta — ellegar svörun við utanaðkomandi áföll- um, eins og t.d. á árunum 1967 og 1968. Þvi næst sagði Gylfi: Það hefur hins vegar aldrei áð- ur komið fyrir i islenzkri hagsögu að gengi krónunnar hafi verið lækkað.þegar um góðæri og vax- andi þjóðartekjur er að ræða, nema þá um kerfisbreytingu sé að ræða, sem ekki á sér stað hérna. M.ö.o. orsakir þessarar gengisbreytingar eru heimatil- búnar, hún á rót sina að rekja til óstjórnar og einskis annars en óstjórnar að hálfu rikisstjórnar- innar. Nú spyrja menn eflaust hvað minn flokkur telji skynsamlegast að gera i þeim vanda, sem við er að etja og við gerum okkur full- ljósan . Ég tel að undir núver- andi kringumstæðum með hlið- sjón af ástandi efnahagsmálanna og horfum i efnahagsmálum, sem að sumu leyti eru mjög góðar, þá hefði átt að gripa til ráðstafana, sem hefðu verið áþekkar eða svipaðar þeim, sem rikisstjórn Emils Jónssonar greip til sum- arið 1959. Þær tókust vel og náðu tilskyldum árangri. Meginkosturinn við slikar ráð- stafanir eru einmitt að með þvi væri vöxtur verðbólgunnar heft- ur. En verðbólgan er auðvitað megin vandinn, sem við er að etja og þessi rikisstjórn hefur siður en svo ráðið við, eins og glöggt sést á afgreiðslu hennar á fjárlögum, eins og glöggt sést á þróun verölagsmálanna og núna siðast en ekki sizt i þeirri gengis- lækkun, sem búið er að taka ákvörðun um. 1 lok ræðu sinnar fjallaði Gylfi um þau átök, sem átt hafa sér stað innan stjórnarinnar á undan- förnum dögum um efnahagsúr- ræði. Benti hann á, að hafnað hafi verið báðum þeim leiðum, sem stærstu flokkar stjórnarinnar og þar á meðal flokkur sjálfs for- sætisráðherra hefðu lagt til, en þeir hafi neyðzt til að fallast á kröfur minnsta flokksins um ráð. Vakti Gylfi sérstaka athygli á þvi, aö i þeim tillögum, sem Alþýðu- bandalagið og Framsóknar- flokkurinn hefðu lagt fram hefðu falizt uppbóta- og haftakerfi og sagði Gylfi það vera sönnun þess, sem hann hefði haldið fram um margra ára skeið, að i hjarta sinu væri Framsóknarflokkurinn upp- bóta og haftaflokkur, svo ekki væri þá talað um Alþýðubanda- lagið. Siðan sagði Gylfi: Deilurnar, sem háðar hafa ver- ið um þessar ráðstafanir hafa verið svo hatramar á milli stjórn- arflokkanna og innan þeirra, að útilokað er, að um heilsteypt Framhald á bls. 8. Kaflar úr ræðu Gylfa Þ. Gislasonar um gengisfellinguna Miövikudagur 20. desember 1972 9

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.