Alþýðublaðið - 20.12.1972, Side 16

Alþýðublaðið - 20.12.1972, Side 16
KOPAVOGS APOTEK Opið öii kvöld tii ki. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SEND1BIL ASIÖtMN Hf YFIR- VINNU- BANN í ÁLINU Yfirvinnubann hefur verið boðað á alla vinnu við Alverið i Straumsvik frá og með mið- vikudeginum 27. desember næstkomandi. Var Ragnari Halldórssyni, forstjóra Álvers- ins, afhent bréf um þetta i gær- morgun. Að sögn Guðjóns Jónssonar formanns Félags járniðnaðar- manna, nær þetta yfirvinnu- bann til upp- og útskipunar i Straumsvik og svo til viðhalds á álverksmiðjunni. Bannið nær ekki til sjálfrar álframleiðsl- unnar, þvi samkvæmt sérstök- um samningum þarf að boða vinnustöðvun við framleiðsluna með minnst mánaðar fyrirvara. Samningaviðræður milli verkalýðsfélaga og stjórnenda Alversins hal'a staðið yfir frá þvi i byrjun október, en kjara- samningar i Straumsvik runnu út 1. desember. Hefur verið þingað vikuiega, en samningum miðað hægt. „Deiluaðilar hafa vissulega nálgazt, en þó ekki svo mikið að samningar hafi náðst”, sagði Guðjón Jónsson. Siðasti samningafundur aðil- anna var haldinn á laugardag, og stóð hann frá þvi klukkan 14, fram yfir 2J um kvöldið. Tókust ekki samningar á þeim fundi. Verkalýðsfélögin sem aðild eiga að kjarasamningum i Straumsvik eru 10 talsins. Hafa þau sent fram sameiginlega viðræðunefnd en einnig hafa undirnefndir starfað og rætt Framhald á bls. 4 Myndin var tekin i Straumsvik í gær Gjaldeyristekjur Stangveiðifélags hálf tólfta millj Velta Stangveiðifélags Reykja- vikur varð á fjórða tug milljóna á siðasta ári, að þvi er kemur fram i fréttatilkynningu frá félaginu, en samt urðu útgjöld félagsins talsvert fram yfir tekjur, vegna margháttaðra framkvæmda. lagfæringum, svo sem byggingu laxastiga. Norðurá, Grimsá og Gljúfurá, gáfu mestan hluta veiðinnar i ár, eða rösklega fimm þúsund laxa af þeim rúmlega átta þúsund löxum, sem veiddust á öllum veiðisvæð- um félagsins. Gjaldeyristekjur félagsins námu á árinu um ellefu og hálfri milljón króna, en þetta er fyrsta árið sem SVFR selur veiðileyfi á erlendum markaði. Nokkuð er nú rætt um breytingu starfsskipulags félagsins, en engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um það mál að svo stöddu. Félagið hefur nú fjölda áa á leigu um allt land, og eru laxeldisframkvæmdir i gangi við þær flestar. Einnig standa yfir byggingar og endurbætur á veiði- húsum, og unnið er að ýmsum Á aðalfundi sem SVFR hélt ný- lega, var Asgeir Ingólfsson við- skiptafræðingur kjörinn fram- kvæmdastjóri i stað Kolbeins Ingólfssonar, sem hefur ráðið sig til annara starfa. — STÚRSKULDIR STÓRVAXA lslendingar hafa að undanförnu steypt sér i miklar skuldir erlend- TOGARAR í ÞORSKI Nú er þorskur aftur farinn að sjást i afla islenzku togaranna. Sá guli sást sárasjaldan i aflan- um i sumar. Þá veiddist nær ein- göngu ufsi og karfi, en þær fisk- tegundir eru ekki verðmætar i vinnslu. Undanfarna daga hefur svo þorskurinn komið i ljós að nýju, og hafa islenzku togararnir fengið dágóðan þorskafla undan Vest- fjörðum. Kom t.d. Ákureyrartog- arinn Svalbakur inn til hafnar i gær með 100 tonn af þorski. is, vegna tæplega 40 nýrra togara sem pantaðir hafa verið er þetta meðhæstuiskuldum sem islenzkur sjávarútvegur hefur steypt sér i. „Þessar skuldir munu hækka um þá upphæð sem genigs- breytingin nemur, og þótti mörg- um skuldin nógu há fyrir”, sagði Kristján Ragnarsson formaður Llú i samtali við Alþýðublaðið i gær. „Þennan vanda verður á ein- hvern hátt að leysa, en hvernig það verður gert, kemur ekki i ljós fyrr en frumvarpið um lausn efnahagsvandans verður lagt fram,” sagði Kristján. alþýðu i hii i LANDHELGISBRJðTUNUM ERl ILLA VÆRT HÉR A MIDUNUM U'tfærsla islenzku land- helginnar hefur i góðri samvinnu við vetrarveðrin á fiskimiöunum haft þau áhrif á sókn erlendra fiskiskipa á Islandsmið, að um þessar mundir er aðeins veitt á einu mjög takmörkuðu svæði Samkvæmt siðustu talningu Landhelgisgæzlunnar á erlendum tuguruni vio láiiato. sérii Vár g€?o dagana 15.-16. desember, var megnið af brezku logurunum i hnapp út af Langanesi; og aðeins fjórir voru við veiöar út af Vest- fjörðum og Norðurlandi, þar sem þeir hafa aðallega haldið sig um þetta leyti undanfarin tvö ár. Þessa daga voru aðeins fimm Vestur-þyZKir iogarar ao oiogieg- um veiðum við landið, en tvö undanfarin ár voru þeir 34 og 26 á svipuðum tima. Þetta má lesa úr þremur talningakortum frá Landhelgis- gæzlunni, sem Alþýðublaðinu bárust i gær, en þau eru frá árun- um 1970, 1971 og 1972, og tvö fyrri Stóraukin viöskipti við A-Þýzkaland Dagana 8.-14. desember fóru fram samningaviðræður i Reykjavik um viðskiptasamning rnilli lslands og Þýzka alþýðulýð- veldisins. Samkomulag náðist i viðræðunum um 5 ára viðskipta- samning. Hann gerir ráð fyrir mikilli aukningu á viðskiptum landanna, en þau hafa undanfarið verið mjög litil. Samningnum fylgja vörulistar yfir þær vörur, sem rikin leggja mesta áherzlu á, að skipzt verði á. Samkvæmt islenzka vörulistan- um er gert ráð fyrir, að lslending- ar selji á næsta ári til Þýzka alþýðulýðveldisins niðursuðuvör- ur fyrir 70 millj. ísl. kr., 5000 tonn af fiskim jöli, 2000 tonn af freðfiski og ótiltekið magn af iðnaðar- og landbúnaðarvörum. Samkvæmt þýzka listanum er gert ráð fyrir að kaupa af þýzka alþýðulýðveldinu vélar og tæki ýmiss konar, rafmagnsvörur, áburð (kali), matvörur, glervör- ur, vefnaðarvörur, pappirsvörur, leikföng, hljóðfæri o.fl. Formaður islenzku samninga- Farmhald á 2, siðu. ksrtin £ru g-sr5 éííir isiiungu i7. og 18. desember. Á tveimur eldri kortunum eru erlend veiðiskip við landið 96 og 86^ þar af brezk 57 og 58. Árið 1970 voru brezku togararnir dreifðir fyrir Austur- og Suðausturlandi, 18. desember, en flestir voru i vari við Vestfirði. Vestur-þýzku skipin voru hins- vegar flest eða öll að veiðum djúpt út af Vestfjörðum og undan Reykjanesi 17. desember næsta ár voru brezku togararnir dreifðir undan Vestfjörðum, fyrir N'orðurlandi og Norð-Austur- landi. Þýzku togararnir voru dreifðir frá Vestfjarðamiðum og allt til Suðausturmiða. Við talninguna 15.-16. des. I ár kom hinsvegar i ljós gagnger breyting á veiðisvæðum togaranna, auk þess sem vestur- þýzku togararnir voru svo til horfnir af Islandsmiðum. LESENDA Vegna þess hve erf- iðlega hefur gengið að fá blaðburðarbörn fá lesendur Alþýðu- biaðsins í hyerfum blaðið sent i pósti. Þar sem óvenjulegt álag er á starfsfólki póst- hússins fyrir jól og mikill útburður má gera ráð fyrir að blað- ið komist ekki með nægilega góðum skil- um til þessara les- enda fram að jólum. Við biðjum þá les- endur að virða þessi óviöráöanlegu óþæg- indi, sem við vonum aö vari sem skemmst.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.