Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 3
STÖÐNUN í IÐNFRAM- LEIÐSLUNNI Mjög lítil framleiðslu aukning varð i iðnaði Islendinga d þriðja ársfjórðungi ársins 1972, ef miðað er við sama ársfjórðung árið á undan. Nam aukningin aðeins 1—2%, en miili áranna 1971 og 1970 nam aukningin 12% Frá þessu segir i ný útkomnu fréttabréfi Landsamband iðnaðar manna. Segir þar að hagsveifiu- vog iðnaðarins bendi til stöðnunar i iðnframleiðslunni. bannig hefur orðið samdráttur i framleiðslumagni. nýting af- kastagetu er lakari. fjárfestingar fyrirtækja séu minni, dregið hafi úr aukningu fyrirliggjandi pant- ana og innheimta söluandvirðis iðnaðarvara hafi farið siversn- andi á árinu. SKIDAMENN FARA f ÞYRLU UPP Á FJALLSTOPP 2000 metra „buna niður Félagar úr skiðadeild KR hyggja á nýstárlegar skiðaferðir i vetur. Hyggjast þeir fá Andra Heiðberg flugmann til að flytja þá upp á topp Skálafells i þyrlu, „HUSA- MEIST- ARI” Það er Kristinn Finnboga- son, hinn nýi framkvæmda- stjóri Timans, sem staðið hefur fyrir hinum miklu húsa- kaupum Framsóknar i Reykjavik. Er ekki laust við, að framámenn i hinum fjár- magnsflokknum, Sjálfstæðis- flokknum, liti Framsókn nokkrum öfundaraugum vegna Kristins. Er það m.a. haft eftir fjármálamanni úr Sjálfstæðisflokknum, að mis- skipt sé manna högum. Framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins hefði á sinum tima tekið við eignum upp á milljónatugi, sem ekkert stæði nú eftir af, en Kristinn Finn- bogason hefði á sínum tima ekki tekið viö neinu, en skilaði nú af sér eignum upp á tugi milljóna fyrir Framsókn. En Framsóknarflokkurinn er ekki eini stjórnmálafélags- skapurinn i landinu, sem notið hefur góðs af útsjónarsemi Kristins Finnbogasonar i sambandi við húsnæöismál, Kristinn var eitt sinn for- maður Æskulýðsfylkingar- innar um skamma hrið. Þá eignaðist Fylkingin skiða- skála. Liðu svo áratugir, að aðrar eignir átti Æskulýðs- fylkingin ekki, enda naut hún Kristins ekki lengi. og þaðan ætla þeir svo að renna sér niður á láglendi. Geta þeir með þessu móti rennt sér rúma 2000 metra i einni ferð. Andri Heiðberg tjáði blaðinu i gær, að þetta hefði staðið til fyrr i vetur, en þá gerði miklar leysing- ar, svo fresta varð áformunum. Andri sagði að það tæki hann stutta stund að skutla mann- skapnum upp á topp Skálafells. Er áformað að fljúga frá skála KR, sem er i Skálafelli. Þesskonar skiðabrun sem KR- ingar hafa i hyggju, hefur ekki verið reynt hérlendis áður, enda vantað til þess nægilega langar skiðalyftur. Viða erlendis er svona brun mjög vinsælt, einkum þó i Bandarikjunum. Það hefur borgað sig bréfið til vín kaup- mannsins Bréf, sem var sent frá Isiandi til vinkaupmanns i Kaupmanna- höfn árið 1859, mörgum árum áð- ur en frimerki voru almennt tekin i notkun i Danmörku, verður boð- ið upp á frimerkjauppboði i Kaupmannahöfn 6. febrúar nk. Búizt er við, að bréfið seljist á um hundrað þúsund isl. krónur, en dönsk póstyfirvöld hafa ábyrgzt, að bréfið sé ófalsað. Aftan á um- slaginu er móttökustimpill, en hann hefur mikið söfnunargildi. Auk þessa bréfs verða á upp- boöinu mjög sjaldgæf frimerki, islenzk og dönsk. Fyrir mörg þeirra er búizt við að fá um 14000 krónur, en alis verða seld fri- merki fyrir um eitthundrað milljónir króna. Nýlcga skýrði Alþýðublaðið frá þvi, að á síðastliðnu ári, hefði Seðlabanki islands fengið til innheimtu innistæðulausar ávisanir upp á fjárhæð, scm nægði riflcga til að kaupa nýjan skuttogara af' mcðalstærð, eða tæpar 98 milljónir króna. Avisanir að fjárhæð 26 milljónir króna varð að senda til saka- dómsmcðferðar. Forvitnilcgt verður að sjá, hvort fyrsta skyndikönnun bankanna á árinu 1972, á inni- stæðulausum ávisunum, gefur visbendingu um svipaða gúmin- itékkun, en sú könnun var gerð i fyrradag. Bjarni — fyrstur sex togara ,,Það er meira lagt I þetta skip en nokkurt annað sambæri- iegt skip sem við höfum smiðað”, mælti Pena Rich, stjórnarformaður spænsku skipasmiðastöðvarinnar Astill- eros Luzuriaga SA i hófi sem haldiö var um borö i hinum nýja og glæsilega skuttogara Bjarna Benediktssyni i gær. Pena Rich var ásamt fleiri framámönnum gestur Reykja- vlkurborgar i fyrrnefndu hófi, sem haldiö var til að fagna komu fyrsta skuttogara BÚR. Kom hann hingað til lands ásamt aöalforstjóra skipa- smiöastöövarinnar, Gon, Gonzula Chausson. í hófinu voru flutt nokkur ávörp, fyrst Sveinn Benedikts- son formaður samninganefndar um skuttogarakaup, siðan Birgir Isleifur Gunnarsson borearstióri bá Pena Rich oe siðast Lúðvik Jósefsson sjávar- útvegsráðherra. Lýstu þeir allir yfir ánægju sinni með skipið, og árnuöu þvi og BOR allra heilla. „Við erum ákaflega hreyknir KÖNNUN Á „ÚTGÁFU- STARFSEMI” yfir þvi að hafa fengið það verk- efni að smiða þessa togara fyrir Islendinga. Viö vitum hvað fisk- veiðar skipta miklu máli fyrir íslendinga, og þess vegna höfum við lagt allt kapp á að vanda gerð skipanna”, sagði stjórnarformaðurinn spænski i ræðu sinni. Og gestir gátu sannfærst um að það voru ekki orðin tóm, þvi skipið er i alla staði mjög vand- að og glæsiiegt, enda búið þeim allra fullkomnasta útbúnaði sem völ er á. Bjarni Benediktsson er fyrstur sex sams konar togara Krarnhald á bls. 4 FRETT- NÆMT RÍÚ TRÍO KVEÐUR Riótrióer að kveðja. Fyrst is- lenzka áheyrendur með tvenn- um kveðjutónleikum i Austur- bæjarbiói 23. og 24. þ.m. — og siðan umheiminn með hljóm- leikaför um gervöll Bandarikin. Astæðurnar fyrir þvi að þetta elzta starfandi þjóðlagatrió leysist upp eru bæði þær að þre- menningunum finnst þetta vera orðið nóg, — þeir hafa leikið saman i tæp sjö ár, svo og það að tveir þeirra ætla að halda áfram námi i tónlistarskóla en einn að fara til náms i Sviþjóð. Tónleikarnir i næstu viku verða báðir teknir upp og það bezta sett á plötu, en auk tri- 6sins koma fram ýmsir aörir þekktir hljóðfæraleikarar. Rió tríóið mun koma fram enn einu sinni i sjónvarpsþættinum Kvöldstund, sem verður þó væntanlega áfram á dagskrá I umsjá Jónasar Jónssonar, þótt þremenningamir hætti að koma þar fram. 100 NÚAAER SLEGIN Knútur Bruun heldur ellefta bókauppboð sitt i Atthagasal Hótel Sögu mánudaginn 22. janúar, og hefst það kl. 17.00. A uppboðinu veröa seld 100 númer, og er þar að venju margt girnilegra gripa. Eins og venja er verða bæk- urnar til sýnis á skrifstofu List- munauppboðs Knúts Bruun, að Grettisgötu 8 fyrir uppboðið. Skrifstofan verður opin i þessu skyni laugardaginn 20. janúar kl. 14-18. en uppboðsdaginn verða bækurnar aftur til sýnis i Atthagasalnum kl. 10-16. UMRÆÐUR UM UM- HVERFIÐ Dr. William P. Nagel, vist- fræðingur, prófessor við Oregon State University i Bandarikj- unum, dvelst i vetur sem gisti- prófessor við verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla Islands. Prófessor Nagel mun nú á vormisseri flytja fyrirlestra og stjórna umræðum um manninn og umhverfi hanst og er nám- skeið þetta opið öllum almenn- ingi auk nemenda og kennara Háskóla tslands. Fyrirkomulag námskeiðsins verður með þeim hætti, að pró- fessor Nagel flytur fyrirlestur um ákveðiö efni á þriðjudögum kl. 20.30 en siðan verða haldnir umræðufundir um sama efni á fimmtudagskvöldum kl. 20.30. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn n.k. þriðjudag 23. janúar, i 1. kennslustofu Háskóla Islands og fyrsti umræðufundurinn fimmtu- daginn 25. janúar á sama stað og tima. Alls mun prófessor Nagel taka til meðferðar fimmtán efnisþætti i fyrir- lestraflokki sinum. EBE ,cocktail' Hótel Savoy i London hefur „hannað” nýjan cocktail til að fagna inngöngu Breta i Efna- hagsbandalag Evrópu. Upp- skriftin: Sama magn af eftir- töldum tegundum: Elixir d'Anu frá Belgiu, Cherry brandy frá Danmörku, Noilly Prat frá Frakklandi, plómu- gin frá Bretlandi, hollenskt Curaeao, þurrt hvitvin frá Luxembourg, irskur kaffi- likjör og italskt Carpano. Drykkur þessi er framreiddur á ameriska barnum á Hotel Savoy. OG BOTNINN: Prentvillur varpa stundum nýju ljósi á tilveruna, oft skop- legu. Þannig vantaði kommu yfir staf i fjölritaðri fréttatil- kynningu, þar sem rætt var um umferðarfræðslu Óskars óia- sonar, Péturs Sveinbjarnar og gnnaea umferðarmálafrömuða. Ut kom orðið UMFERÐAR- MAL. Laugardagur 20. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 16. Tölublað (20.01.1973)
https://timarit.is/issue/234732

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. Tölublað (20.01.1973)

Aðgerðir: